Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 t Fréttir Fjarskiptafyrirtækið NAT hf.: Vill í samkeppni við Póst og síma - hefur sótt um leyfi fyrir einkarekna GSM-farsímaþjónstu Fjarskiptafyrirtækiö NAT hf. hef- ur sótt um leyfi til starfrækslu einka- rekinnar GSM-farsímaþjónustu hér á landi í samkeppni við Póst og síma. Umsóknin var afhent Halldóri Blöndal samgönguráðherra fyrir helgi. Þar kemur fram að stefnt sé að því að þjónusta fyrirtækisins nái til 60 prósenta landsmanna innan tveggja ára frá því hún hefst og til allt að 80 prósenta landsmanna innan 10 ára, að því gefnu að félagið fái leyfi til aö reka eigin tengisambönd milli stöðva. í umsókninni er minnt á að sam- kvæmt EES-samningnum sé kveðið á um aukna samkeppni á fjarskipta- sviði og afnám einokunar nú um ára- mótin. Þá hafi Pósti og síma verið gert að ljúka að fullu rekstrarlegum aðskilnaði allra kostnaðarliða sem komi í veg fyrir að stofnunin geti millifært tekjur og niðurgreitt virðis- aukandi þjónustu milli deilda. Að sögn Sigurjóns Ásbjörnssonar, framkvæmdastjóra NAT, er eðlilegt aö notendur GSM-farsímaþjón- ustunnar fái sem fyrst að njóta eðli- legrar samkeppni á þessu sviði á sama hátt og símnotendur í ná- grannalöndunum. Ifann sér ekkert því til fyrirstöðu að leyfi fáist enda eigi nú öll skilyrði fyrir samkeppni að vera fyrir hendi. -kaa Samið á Guðbjörgu ÍS: Öll sjómanna- félögin aðilar Nýr kjarasamningur við Hrönn hf., útgerðarfélag frystitogarans Guðbjargar á Ísafirðí, var undir- ritaður fyrir áramótin. Samning- urinn er fyrst og fremst um skiptakjör og felst í honum að sama skiptaprósenta verður á rækjuveíðum og öðrum veiðum. Það eru Sjómannafélag ísfirð- inga, Vélstjórafélag ísfirðinga og Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan sem standa aö samningn- um við útgerðina. Að sögn Sig- urðar Ólafssonar, formanns Sjó- maimafélagsins, eru menn ánægðir með þá niöurstöðu sem náðist. Enn er ósamið hjá sjómönnum annars staðar á landinu og ný- verið felldi stjórn LÍÚ kjarasamn- ing samtakanna og Sjómanna- sambands íslands. Helstu ágrein- ingsmál þar voru skiptakjör á rækjuveiðum og liafnafrí á frysti- togurum sem nú hefur verið sam- ið um fyrir vestan. Víöa vandamál vegna jaröefnistöku: Þarf um þetta skarpari reglur - segir Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra „Það sem er mjög slæmt við þessi mál er aö víöa er verið að taka efni og menn skilja mjög illa við námurn- ar. Þá höfum við verið að fá kvartan- ir vegna þess að það er verið að vaða í einkalönd án þess að leita leyfis landeigenda og jafnvel þegar landeig- endur kvarta þá er lítið gert í því. Það þarf að setja um þetta skarpari reglur," segir Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra vegna þess hve slæmur frágangur er oft eftir að efn- istaka hefur átt sér stað. Hjörleifur Guttornvsson sagði í samtali við DV nýlega að hann heföi í undirbúningi þingmál vegna þess- ara mála og hann leggur til að verk- tökum verði gert skylt aö leggja fram tryggingar vegna frágangs á námum eftir efnistöku. „Það hefur veriö hópur starfandi hér í ráðuneytinu vegna þessara mála. Þetta er vandamál sem þarf að taka á og þaö snýst fyrst og fremst um verktakana. Ég mun kanna það hvort þurfi þingmál til þess. Hugsan- legt er að hægt sé að taka á þessu meðreglugerð,“segirÖssur. -rt Árni Björnsson þjóóháttafræð- ingur. Doktorsvörn Formaður Norrænu eldfl allastöðvarinnar: Árna Björnssonar Undrast áhugaleysi ferðaþjónustunnar „Menn veröa að velta því fyrir sér hvaða hagsmunir eigi að hafa for- gang. Það eru þarna raunverulegir hagsmunir sem takast á. Það eru annars vegar hgsmunir ferðaþjón- ustunnar; hvort það eigi að útbía landið með þessum hætti þannig að þaö verði fráhrindandi, eða hvort menn geti komið sér saman um aö skipuleggja þessa efnistöku þannig að það verði snyrtilega að verki stað- ið,“ segir Guðmundur E. Sigvalda- son, forstöðumaður Norrænu eld- Qallastöövarinnar, vegna þess ástands sem ríkir varðandi efnis- töku. „Menn verða að vega þá hagsmuni sen þarna eru í húfi og horfast í augu við það að hægt er að hafa af þessu stundartekjur. Þær tekjur eru þó óverulegar miðað við að þetta er af- skaplega ódýrt efni og vinnsla á því rétt getur staöið undir kostnaði. Á móti því að geta haft af þessu tekjur um allan aldur. Þarna er oft um að ræða sérstök náttúrufyrirbrigði sem fólk hefur gaman af því að skoða,“ segir Guðmundur. Hann segir að menn hafi gengið alltof langt í efnistöku fram að þessu og þegar sé orðinn mikill skaði sem aldrei veröi bættur. Það sé einkenni- legt hve lítinn áhuga ferðamanna- þjónustan sýni málinu. „Ef ferðamannaþjónustan hefur ekki meifi áhuga á þessu en svo aö hún steinþegir þá skiptir þetta engu máli,“ segir Guðmundur -rt Næstkomandi laugardag, á Eld- bjargarmessu, mun Árni Björns- son þjóðháttafræðingur verja rit sitt, Saga daganna, til doktors- prófs viö heimspekideild Háskól- ans. Árni Björnsson er fæddur árið 1932 á Þorbergsstöðum í Dala- sýslu. Hann lauk cand. mag. prófi í íslenskum fræöum frá Háskóla íslands árið 1961. Hann hefur um árabil verið deildarstjóri þjóð- háttadeíldar Þjóðminjasafnsins. Samningasigur „Sæl vertu, Kristín, og gleðilegt ár.“ „Já, takk fyrir.“ „Hvað er þér nú minnisstæðast frá síðasta ári?“ „Það er auðvitað verkfalhð. Við sjúkraliðar fórum í verkfall þann tíunda nóvember og það reyndi mikiö á þolrifin." „Ertu ánægð með samningana?" „Við sömdum til eins dags sem er mikill sigur því þar með eru samningar lausir strax núna eftir áramótin og við getum farið aftur í verkfall ef ekki semst." „Eruð þið ekki orðnar þreyttar á að vera í verkfalli?“ „Nei, síður en svo, þetta verkfall var mikill sigur og mikil samstaða um að semja ekki og þaö var ekki fyrr en sjúkraliðar fréttu að þær þyrftu ekki að semja nema til eins dags að viö samþykktum samn- inga. Við urðum frægar í verkfall- inu og þótt ég segi sjálf frá þá held ég að mér hafi tekist vel upp í að afstýra samningum og það hafi ver- ið mikill sigur fyrir mig.“ „Var það nóg fyrir ykkur að semja til eins dags? Vilduð þið ekki meira. Hvað um geröardóminn? Voruð þið ekki alla tíð á móti hon- um?“ „Við vorum á móti því að semja og að því leyti eru samningarnir mikill sigur að hann bindur okkur ekki nema einn dag. Að því er varð- ar launahækkanir þá fáum við launahækkanir aftur fyrir okkur sem er auðvitað mikill sigur því ef við hefðum ekki verið í verkfalli og verið án launa í allan þennan tíma hefðum við ekki fengið laun aftur í tímann. Það er mikilvægur sigur. Auk þess er það rétt að við vorum lengi vel á móti gerðardómi en það var á þeim forsendum að dómurinn hefði réttar forsendur og nú á dómurinn að miða við hj úkrunarfræðinga og ef dómurinn kemst ekki að réttri niðurstöðu för- um við aftur í verkfall. Auk þess má ekki gleyma því aö allir voru búnir að segja við okkur að það þýddi ekki að vera í verk- falli meðan ósamið væri við aðra en við sönnuðum að það borgaði sig að vera í verkfallinu, því nú getum við verið með í verkföllum annarra og það er mikill sigur fyrir okkur að hafa komist upp með þetta verkfall og geta farið aftur í verkfall. Það sýnir að verkfallið hefur ekki verið til einskis." „En þiö hljótið aö hafa tapað miklum peningum á þvi að vera í verkfalli?" „Kjarabaráttan snýst ekki um hvort maöur tapar launum eða ekki. Aðalatriðið er að geta verið i verkfalli til að knýja fram launa- hækkanir og þó maður tapi launum á meðan á verkfallinu stendur er það ekkert miðað við þann mikla sigur sem felst í því aö geta samið aftur og farið í verkfall aftur. Laun- in eru ekki aðalatriðið heldur verk- föllin. Þau borga sig í fleiri verkföll- um.“ „Þú ert þá ánægð með samning- ana?“ „Maður er jú aldrei ánægður með samninga, nema það að samningar nást. Maður vildi gjarnan meira en maður fær en það er ekki allt feng- ið í kjaradeilum og ef maður fer í verkfall verður að leysa verkfalhð einhvern veginn. Nú höfum viö góða æfingu í verkfalli og að leysa verkfall og næsta verkfall getur þess vegna orðið enn lengra vegna reynslunnar sem við höfum öðlast. Þegar maður er búinn að vera lengi i verkfalli skipta samningarn- ir, sem gerðir eru til að leysa verk- fallið, ekki öllu máli, heldur hitt að leysa verkfallið. Við höfum ein- beitt okkur að því að undanförnu að leysa verkfallið án þess að láta þaö rugla okkur of mikið hvernig það yrði leyst. „Það gerðuð þið með þvi að gef- ast upp?“ „Gefast upp, nei, því segirðu það? Við leystum verkfallið. Það eru all- ir afskaplega ánægðir. Við sömdum til eins dags, sem er nákvæmlega það sem til stóð í upphafi, eða svo gott sem. Maður fær aldrei allt út úr verkföllum en bæði þessi samn- ingur til eins dags og gerðardómur- inn og það aö fá laun greidd aftur fyrir sig er gífurlegur sigur fyrir sjúkraliöa." „Ætlarðu að fara vinna núna, Kristín?" „Nei, ég verða að hvíla mig eftir verkfahið og safna kröftum fyrir næsta verkfall. Kjarabaráttan er þrotlaus. Verkföll taka á. Maður getur ekki unniö mikiö eftir langt verkfall. Og nú er samningurinn útrunninn." Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.