Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 Spumingin Lesendur Amstur og umbun ráðherrafrúa: ÁTVR-forstjóri dæmir í málinu Guðrún Jóhannesdóttir skrifar: Tvær á móti einni; utanríkisráð- herrafrúin á móti forsætisráðherra- frú og umhverfisráðherrafrú. Tvær síðgmefndu taka ekki dagpeninga nema í opinberum ferðum ráðherra, sú fyrstnefnda vill fuilt gjald fyrir amstur sitt og engar refjar. - Rás 2 sá ástæðu til að kalla til forstjóra ÁTVR einn morguninn fyrir stuttu og biðja hann að leggja mat sitt á dagpeningamál ráðherrafrúa. - Hann kvað upp þann dóm að makar ráðherra ynnu ákveðin störf í þágu þjóðarinnar og væru þess eðlis að þeim bæri endurgjald í einhverju fonni fyrir. - Þetta var nú viska í lagi! ÁTVR-forstjórinn hafði líka, í ráðu- neytistíð sinni, séð maka ráðherra taka á móti gestum og hafa ofan af fyrir þeim, líka koma í stað bílstjóra ráðherra! Fyrir þetta hafði engin greiðsla komið! Dagpeningar til ráð- herramaka væru sáralitil uppbót fyr- ir það amstur sem þessum störfum fylgir. Auk sem það væri óeðlilegt að ráðherra væri einn síns hðs í ferð- um sínum erlendis. Sjaldan eða aldrei hef ég heyrt ann- að eins rugl og samtíning eins og útlistun ÁTVR-forstjórans um amst- ur ráðherrafrúa og umbun fyrir það eitt að vera giftar ráðherrum í lýð- veldinu íslandi. Hvað finnst þér um valið á íþróttamanni ársins? (Magnúsi Scheving) Oddsteinn Gislason: Mér finnst það mjög gott. Arne Olsen: Ég er fyllilega sammála. Hann er verðugur fulltrúi. Sæmundur Óskarsson: Hann á þetta skihð. Lýður Óskar Haraldsson: Ekkert sérstakt. Anna Sigríður Ólafsdóttir og Egill Friðrik Ólafsson: Mjög fint. Bjarni Helgason: Ég er ánægður með það. Árið 1995 fyrir okkur íslendinga: Úrslitaár um marga hluti Garðar Jónsson skrifar: Þeir tímar koma stundum að mér finnst ég mega til með að leggja orð í belg um þjóðarsáhna og þá einna helst um þá þætti sem snúa að af- komu okkar sem þjóðar og hvað framtíðin kunni að bera í skauti sér miðað við það sem að okkur er rétt í formi upplýsinga af stjórnvöldum og efnahagsfræðingmn hverju sinni. Nú um skeið hefur því t.d. verið haldið að okkur landsmönnum að við séum nánast að komast yfir efna- hagsörðugleikana, uppsveifla hafi verið að myndast og nú sé hagvöxtur jafnvel meiri en nokkru sinni og megi í þvi efni leita aht aftur til árs- ins 1987. Auk þess sem sjávarafli hafi aldrei verið verðmeiri og það þótt þorskaflinn hafi ekki verið minni sl. 44 ár eða síðan 1950. Þetta síðasta er en nú næsta ótrúlegt en aflaskýrsl- ur og uppgjör vegna útflutningstekna sýna þetta svart á hvítu. Sumt sannfærist maður um auð- veldlega, annað leggur maður síður trúnað á, nema sannreyna hlutina fyrst. Tölum eins og t.d. um verð- mæti sjávarafla trúir maður vegna þess aö þær eru yfir hið hðna og því staðreynd. Erfiðara er að trúa tölum rnn framtíðina, eða spádómum, jafn- vel þótt komi frá ábyrgum aðilum. Hvaða aðilar eða stofnanir eru það? Eða er hægt.að ábyrgjast framtíðina? Rikisstjórn Davíðs Oddssonar. - Tekst forsætisráðherra það sem margir myndu telja hið ógerlega? Ég tel þó að árið 1995 verði úrshta- ár fyrir okkur íslendinga og það um marga hluti. - Ef árið 1995 á að verða ár uppsveiflunnar, eins og látið hefur verið hggja að undanfamar vilíur, þá hlýtur líka flest að verða að rúha óbreytt og óhindrað, aht frá áramót- um. Eða megum við e.t.v. við vinnu- stöðvunum hjá öðrum launastéttum á borð við verkfah sjúkrahða? Og megum við hka við áframhaldandi deilum út af veiðisvæðum í norður- höfum á sama tíma og htið sem ekk- ert veiðist af þorski á nærmiðum? Þessi og önnur skyld atriði eru þau sem leysa þarf strax í ársbyrjun th þess að nokkur von sé th þess að árið 1995 geti orðið ár uppsveiilunnar á íslandi. Tíminn er auðvitað sá vafa- samasti th samningagerðar nú þegar aðeins eru rúmir 3 mánuðir th kosn- inga. - Ef hins vegar núverandi vald- höfum, með forsætisráðherra í farar- broddi, tekst að ná annarri þjóðar- sátt í launamálum með einhverjum tilhhðrunum, t.d. í skattamálum, þá hefur sá sami forsætisráðherra unn- ið sér sess sem forsætisráðherra í næstu ríkisstjóm. Og jafnvel þeirri þamæstu ef svo vih verkast. „H víti dauðinn“ - frábær fróðleikur Ragnar skrifar: í Sjónvarpinu hinn 28. des. var ágæt dagskrá og mun betri en nokk- um jóladaganna. Meðal efnis þennan dag var leikin mynd (eins konar heimildarmynd) um baráttuna við berklana hér á landi. „Hvíti dauð- inn“ nefndist sjálf myndin sem var saga sjúkhnga, yfirlæknisins, hins mikhhæfa og virta læknis, Helga Ing- varssonar, og aðstöðu og ástands helsta vígisins í baráttunni, Vífils- staða, á ámnum 1951-52. Áður en myndin hófst var kynntur sögulegur inngangur um þennan voðalega sjúkdóm sem á árum áöur hafði tekið fjöldann ahan af fólki heljartökum og leitt til dauða. Rætt var við fyrrverandi sjúkhnga og fleiri, m.a. dóttur Helga læknis. Ánægjulegt að sjá og heyra frá Guð- rúnu dóttur hans, svo skýrri og greindri konu og fyrrvemdi kennara og skólastýru Kvennaskólans. En th að gera langt mál litlu styttra þá var hér vel að verki staðið að mínum dómi. Mikih og frábær fróð- leikur um tímabil sem margir hér minnast ekki lengur nema af af- spum. Lyfið góða sem Helga lækni . tókst að ná erlendis frá varö lífsbjörg margra. En áður var oft þrautalend- ingin að senda sjúklinga th Akur- eyrar th að undirgangast svokallaða höggningu hjá Guðmundi Karh Pét- urssyni sem nú er látinn. Hann var einnig frábær baráttumaður gegn berklunum svo og Oddur Ólafsson og enn fleiri góðir drengir á þessum tímum. Berklarnir eru ekki útdauðir og mörgum hinna nýrri lyfja, sem eiga að sjá við voðanum í dag, hafa berkl- amir séð við sjálfir og enn er þörf fyrir vökula baráttu gegn þessum fyrrum landlæga sjúkdómi hér sem annars staðar. Hafl Sjónvarpiö og aðrir aðstandendur myndarinnar um „Hvíta dauðann" þökk fyrir framtakið og framsetninguna. Hringið í síma millikl. 14 og 16 eða skrifið Vífilsstaðaspítalinn. - Helsta vígið í baráttunni gegn berklunum á árum áður. I>V GATT-samkomulagiö: Ekkisopiðkálið Einar Ámason skrifar: Þótt samkomulag hafi nú náðst um GATT-máhð á Alþingi, nær það aðeins th afgreiðslu þess frá þingflokkunum um fullgUdingu samningsins. Eftir er að semja innlenda löggjöf um aht það sem varöar ffjáls viðskipti og inn- flutning á matvöram, ekki síst landbúnaðarvörum. Fyrr verður enginn ávinningur af þessu sam- komulagi. Það er því rétt hjá ut- anríkisráðherra, að hér er ekki sopið káhð, og vafasamt hvemig málinu verður siglt í höfn svo landsmenn geti vel við unað. Ennberst Sophiaein Runólfur hringdi: Enn heyrum við af máh Sophiu Hansen, og enn er hún ein í bar- áttunni fyrir rétti sínum sem þó hefur verið dæmdur henni í vil hvað varðar umgengnisrétt við dætur sínar. Tyrknesk yfirvöld virðast sniðganga vísvitandi að fylgja þessuni rétti eftir með hörku. Ég tel að nú sé komið að því að gera þetta viökvæma mál að opinbem millirlkjamáli milh íslands og Tyrklands og gera heiminum ljóst að í Tyrklandi er ekki nokkur vhji fyrir að fram- fylgja þessu réttlætismáli. - Hér verður að taka á af fuhum þunga. Baráttan um brauðið * Matthildur Matthíasdóttir skrifar: Nú er hörð kjarabarátta í nánd og er enginn' vafi á því að hart verður barist og mikil átök munu eiga sér stað. Það undrar reyndar engan heilvita mann, þar sem kjarasamningar hafa verið hundsaðir svo mánuðum skiptir, saman ber baráttumál sjúkraliða, og sem á sér enga hhðstæðu í sögunni á þessari tæknivæddu öld. Baráttu sem sýnd hefitr verið svo mikh óbhgirni og hroki. Ég vh hvetja alla hugsandi og rétt- sýna menn til að standa saman sem ein hehd í komandi kjarabar- áttu. Munum aö saraeinðir stönd- n um við en sundraðir fóllum við." Hagkvæmari ferðamáti erlendis Rósa skrifar: Ég tek undir meö Siguijóni Ámasyni sem skrifaði lesenda- bréf í DV 28. des. sL Hann hvatti íslenskar ferðaskrifstofur til að bjóða ferðir, einkum tíl sólar- landa á lægra verði en almennt hefur ght, m.a. með því að bjóða lestarferðir erlendis frá þeim stöðum sem áætlunarflug héðan endar. Finna má ódýrar ferðir með járnbrautum og jafnvel ferj- um, t.d. frá Englandi, til fiölsóttra baðstrandarstaða á Spáni (Sant- ander) og víðar. Með jámbraut th Miðjarðarhafslanda Frakk- lands o.s.frv. - Þetta er auðvelt ef vifii er fyrir hendi. Bjórauglýsingar R.S.E. skrifar: Maður stendur undrandi eftír þegar verið er að fiargviðrast yfir því að einhver auglýsing um áfengan bjór hafi slæöst inn í bíó- auglýsingu. Eins og það sé eitt- hvað nýtt að áfengur bjór eða vín, eða þá tóbak, sé auglýst opinber- lega hér á landi! Era ekki öll er- lend blöð og tímarit fuh af þess- um auglýsingum? Það eru bara íslendingar sem ekki mega aug- lýsa, útlendingar mega auglýsa! Hvers konar lög búum við eigin- lega við?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.