Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995
Vinninjgshafar í
jólaleik Úrvalsbóka.
1. verðlaun: Glæsilegur bókapakki frá Úrvalsbók-
um að heildarverðmæti kr. 8.950.
Jón Guðmundsson, Seljavegi 25, 101 Reykjavík.
2. -5. verðlaun: Bókapakki frá Úrvalsbókum að
heildarverðmæti kr. 4.475.
Anna Helga Gylfadóttir, Jöklaseli 1, 109 Reykjavík
Sverrir Guðjónsson, Viðarási 57a, 110 Reykjavík
Sunna Karen Jónsdóttir, Einholti, 755 Stöðvarfjörður
Sigríður Guðmundsdóttir, Brekkulæk 4,105 Reykjavík
6.-20. verðlaun: Úrvalsbókin Sekur eftir Scott
Turow.
Súsanna Vestlund, Grenimel 36, 107 Reykjavík
Þorbergur Jónsson, Prestbakkakoti,
880 Kirkjubæjarklaustur
Margrét Fríða Unnarsdóttir, Skólabraut 16,
755 Stöðvarfjörður
Öskar Andrésson, Garðarsvegi 12, 710 Seyðisfjörður
Guðmundur Vignir Ólafsson, Rauðási 15,110 Reykjavík
Björgvin Sævar Ólafsson, Borgarbraut 1,310 Borgarnes
Dóra Jónsdóttir, Frakkastíg 10, 101 Reykjavík
Hlín Baldursdóttir, Álfhólsvegi 145, 200 Kópavogur
Ljósbjörg Guðlaugsdóttir, Bræðraborg,
755 Stöðvarfjörður
Erla Ingibjörg Sigurðardóttir, Hörgatúni 7,
210 Garðabær
Ásdís Bergþórsdóttir, Háabarði 13, 220 Hafnarfjörður
Ingveldur Sveinsdóttir, Dalhúsum 44, 112 Reykjavík
Sesselía B. Guðmundsdóttir, Tjarnarbraut 9,
220 Hafnarfjörður
Halldóra Jóhannsdóttir, Brautarholti 20, Ólafsvík
Jón Björgólfsson, Fjarðarbraut 63,755 Stöðvarfjörður
Úrvalsbækur þakka þeim sem tóku þátt í
jólagetrauninni og óskar landsmönnum öll-
um farsældar á nýja árinu.
URVALSI
BÆKUR
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A
VALDA ÞÉR SKAÐA! iir™
Utlönd
Áramótagleði í Belgíu fékk hörmulegan endi í eldsvoða:
5 fórust og meira
en 100 slasaðir
„Ég sat við borðið okkar og var að
spjalla við fjölskyldu mína þegar
dóttir mín sagði skyndilega að eldur
væri laus. Á fáeinum sekúndum var
reykur alls staðar og fólk fékk engan
tíma til að bregðast við,“ segir Ar-
lette Celis, sem var gestur á Switel-
hótelinu í Antwerpen í Belgíu á
gamlárskvöld. Þar blossaði upp eldur
um klukkustund áður en nýja árið
gekk í garð með þeim afleiðingum
að fimm létust og yfir hundrað slös-
uðust.
Talið er að eldurinn hafi komið upp
í inngangi hótelsins en þar hafði jóla-
tré verið komið fyrir og er getum að
því leitt að kviknað hafi í því. Þá leik-
ur grumu- á að blöðrur, sem voru til
>
skrauts, hafi verið fylltar gasi og
þannig aukið á útbreiðsluna. Ekki
er enn vitað nákvæmlega um elds-
upptök en sprenging heyrðist enn-
fremur 1 áðurnefndum hluta hótels-
ins, sem staðsett er nærri járnbraut-
arstöðinni í Antwerpen. Eldurinn
breiddist fljótt út og barst inn í hátíð-
arsalinn en þar voru samankomin
nærri 500 manns til að fagna áramót-
unum.
Að sögn sjónarvotta ríkti algjör
ringlureið þegar gestirnir ruku að
neyðarútgöngum en þegar slökkvi-
hðið kom á staðinn tók tiltölulega
skamman tíma að ráða niðurlögum
eldsins.
Vegna plássleysis á sjúkrahúsum í
Antwerpen þurfti að flytja marga á
sjúkrastofnanir annars staðar í Belg-
íu og voru m.a. sumir fluttir með
þyrlmn til Brussel. Búist er viö að
tala látinna eigi eftir að hækka en
margir hinna slösuðu eru enn í lífs-
hættu. Reuter
Stuttar fréttir
Vopnahlé í Bosníu
Vopnahlé gekk í gildi í Bosníu
um áramótin. Vopnahlé hefur
áður verið sett í Bosníu en ekki
verið virt til þessa.
Átök í Grosní
Rússneskar skriðdrekasveitir
réðust inn í miðborg Grosní í
gær. Uppreisnarmenn veita enn
harða mótspyrnu.
MikiEvægi kvenna
Jóhannes páfi
sagði i ára-
mótaræðu
sinni aö hlutur
kvenna við aö
koma á friðí í
heiminurn va:ri
mjög mikill.
Hann skoraði
einnig á þjóðarleiðtoga að vinna
markvisst að friði í heiminum,
Hundruð ungmenna í Bremen
og Rathenow í Þýskalandi gengu
berserksgang á nýársnótt og ollu
töluverðum skemmdum.
5fórustíÖlpunum
Fimm fórust í frönsku Ölpun-
um þegar snjóflóð féllu þar um
Vegna plássleysis á sjúkrahúsum í Antwerpen þurfti að flytja marga hinna
slösuðu með þyrlum til nærliggjandi borga. Simamynd Reuter
Kennsla hefst
miðvikudaginn
ll.jan.
Framhaldsnem-
endur maeti á
sömu tímum og
fyrir jól.
Baliettskóli
Eddu"^
Scheving
Skúlatúni 4
Innritun og
upplýsingar í
^síma 38360.
Afhending skír-
teina í skólanum
þriðjudaginn 10.
jan. kl. 17-19.
Félag íslenskra listdansara
Dagbók 1995
Top Organizer
1
nw-Ii.-iíU -U
!•!*
ia
Dagbók
Minnisblöð
* Áætlanagerð
* Dagurinn í dag
- dagbók
* Fjármál
* Takmark
* Símaskrá
* Minnisbók
KROSS
GÖTUR.
Eigum fyllingar á lager
Krossgötur - útgáfa, Vörn gegn vímu, Auðbrekku 2, Kópavogi, símar: 641735 - 641755
Fredrick West er allur:
„Fjöldamorðinginn“
hengdisig
Fredriek West, byggingaverka-
maðurinn sem ákærður var fyrir að
myrða 12 konur, fannst látinn í
fangaklefa sínum í Birmingham á
Englandi á nýársdag. Þegar komið
var að honum í gær hafði hann hengt
sig.
West og Rosemary, eiginkona hans,
voru ásökuð um 9 morð en á meðal
fórnarlambanna var dóttir þeirra
Heather sem var 16 ára að aldri þeg-
ar hún hvarf árið 1987. West var að
auki ákærður fyrir þrjú önnur morð.
Drápin á fyrstu eiginkonunni sinni,
Catherine, dóttur þeirra, Charmine,
og bamfóstrunni Anne McFall, en
líkamsleifar þeirra fundist á fyrrum
heimili byggingaverkamannsins og í
garði þar í nágrenninu.
Heimili Wests og Rosemary í
Gloucester gekk undir nafninu
„Hryllingshúsið" en þar fundust
einnig líkamsleifar nokkurra fórnar-
lamba. Hjónin höfðu verið í varð-
haldifráþvííaprílífyrra. Reuter
West og Rosemary á „meðan allt lék
í lyndi“. Símamynd Reuter
áramótin.
MichaeUackson
ásakaður um stuld
Réttur í Róm
hefur úrskurö-
að að lagið WiU
You Be There
meö Michael
Jackson sé í
raun eftir ítai-
ann A1 Bano.
Lagið er á plöt-
unni Dangerous og hefur sala á
henni verið bönnuð þar í landi.
ingurNorðmanna
Talið er að olíuútflutningur
Norðmanna aukist um 15% á
þessu ári og veröi nú sem nemur
3 milljónum tunna á hverjum
degi.
102fórustíjám-
brautarslysi í Burma
102 fórust og 53 slösuðust þegar
járnbrautarlest fór út af teinun-
um í norðurhluta Burma.
Þijár nýjar þjóðtr í ESB
Svíþjóð, Finnland og Austurríki
gengu formlega til liðs við Evr-
ópusambandið í gær. Fimmtán
þjóðir eru nú í sambandinu.
GullflnnstíSkotlandi
Jarðfræðingar itafa fundið guil
á lóðareign Elísabetar drottning-
ar í Skotiandi.
ReuterogTT