Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17; JÁNÚAR Í995 Fréttir Stuttarfréttir dv Kona bjargaðist ásamt þremur bömum: Ofsalegur hávaði og síðan dauðaþögn „Ég vaknaði upp við ofsalegan hávaða og svo var dauðaþögn. Ég leit í kringum mig og sá að kominn var mikill snjór í svefnherberginu. Ég svaf í öllum fötunum af því að ég hafði einhverja tilfmningu fyrir því að það væri eitthvað í aðsigi," sagði Anna Sigurðardóttir sem var ásamt tveimur börnum sínum, Guðrúnu, 16 ára, og Ragnari, 13 ára, sofandi í húsi sínu að Túngötu 3. Þegar snjó- flóðið skall á húsi þeirra. Auk barn- anna var 13 ára félagi Ragnars í gist- ingu hjá þeim. Maður hennar, Elvar Ragnarsson, var hins vegar fjarver- andi, þar sem hann var að keyra - segir Anna Sigurðardóttir varaaflsstöð þorpsins. „Ég byrjaði á því að hlusta eftir börnum mínum en heyrði ekki neitt. Ég reyndi að komast út úr herberg- inu og fram á gang en gat ekki opnað hurðina. Hún var löskuð og ég náði að brjóta hana upp. Þegar ég komst fram á ganginn sá ég börnin koma skríðandi ofan á snjónum sem náði langt upp á veggi. Ég tók þau inn í herbergið til mín,“ segir Anna. Hún segist hafa haldið ró sinni all- an tímann og hún fylltist aldrei ör- væntingu. „Þegar við vorum komin inn í her- bergið kveikti ég á kerti. Þá fór ég Anna Sigurðardóttir sem bjargaðist ásamt börnum sínum. að huga að útgönguleið fyrir okkur. Það var ekki ekki um aðra leið að ræða en gluggann. Þar sem ég var að basla við að opna hann komu tveir menn, börðu á gluggann og hjálpuðu okkur út. Við leituöum skjóls í næsta húsi, þar var neðri hæðin full af snjó og fólkið hafðist við á efri hæðinni," segir Anna. Anna og börn hennar sluppu ósködduð og fóru með Fagranesinu til Ísaíjarðar þar sem hlúð var að þeim. Þau dveljast-nú hjá ættingjum þar. -rt Samkeppnibanka Guðni Ágústsson, þingmaður og bankaráðsmaður Búnaðar- bankans, vill að bankinn opni útibú í Vestmannaeyjum til að keppa við íslandsbanka, eina bankann á staönum. Ríkissjón- varpið greindi frá þessu. Innkaup borgarstofnana Samkvæmt skýrslu Borgarend- urskoðunar um innkaup borgar- stofnana fór tæpur milljarður til imikaupa og verka án útboða árið 1993. Þetta kom fram í Mbl. Bætumarút Tryggingastofnun hefur sanúð við Landsbankann um að senda bótagreiðslur inn á reikninga ís- iendinga sem búsettir eru erlend- is. Tíminn greindi frá þessu. EiðistorgtilHagkaups Dótturfyrirtæki Hofs, eiganda Hagkaups, hefur keypt Vöruliús- ið viö Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Samkvæmt Mbl. keyptu Hag- kaupsmenn þrjár hæðir í húsinu. Fiskverðsdeilan harðnar Sjómannasambandið íhugar að höföa mái gegn útgerðarfélaginu Hólma vegna fiskverðsdeilunnar á Eskifirði. Vaknaði við að hús skall á mínu húsi - segir Auöunn Karlsson, yfirverkstjóri hjá Frosta „Næsta hús fyrir ofan skall á hús- inu mínu og við það vaknaði ég klukkan hálfsjö. Það varð mikill sprenging og ég áttaði mig ekki alveg á hvað hafði gerst fyrr en ég kíkti út um gluggann," sagði Auöunn Karlsson, yfirverkstjóri í Frosta og íbúi í húsinu Nesvegur 5. Snjóflóðið skall á hluta heimilis Auðuns og eiginkonu hans, Fríðar Jónsdóttur, og eru skemmdir á því taldar furðu litlar en einhver snjór komst inn í það. Auðunn segir fólki heilsast ágætlega í frystihúsinu þótt alhr árar gangi á því. Menn þurfi ekki að kvarta yfir líkamlegri vanlíð- an, „það er annað með blessað sálar- tetrið." -pp Eva Gunnarsdóttir: Fólk missti vonina þegar veðrið versnaði - foreldrar og sy stir kærastans fundust eftir leit í flóðinu „Sá sem komst fyrstur í síma eftir aö flóðið féll hringdi heim í pabba. Ég vaknaði ekki við flóðið heldur vaknaði ég við að pabbi öskraði á okkur og sagði okkur að koma okkur niður í frystihús. Ég var niðri í frysti- húsi í mestallan gærdag, þar sem flestallir íbúar þorpsins voru saman komnir og þar var allt á hvolfi og fólk í mikilli geðshræringu. Menn voru vongóðir fyrst því þegar það byrjaði að birta var skyggni ágætt en svo byrjaði að hvessa og snjóa og maður sá hvernig fólk missti von- ina,“ sagði Eva Gunnarsdóttir, íbúi í húsinu Túngötu 18 í Súðavík. Eva, sem fór með togaranum Stefni til ísafjarðar síðdegis í gær, er nú á heimavist Framhaldsskóla Vest- fjarða en þar er samankominn fjöldl Hnífsdælinga sem hafa þurft að yfir- gefa hús sín. Hún segir að fólk hafi reynt að hjálpast að í frystihúsinu en mjög erfitt hafi verið að vera þar. „Ég reyndi að gera mitt besta og fór að hjálpa til í sjoppunni en þar voru fyrir sonur og tengdadóttir eigend- anna, bæði slösuð eftir að þau lentu í flóðinu. Þegar ég var niðri í sjopp- unni skánaði rétt aðeins skyggnið og ég sá að eitt húsanna var komið al- veg niður á veg. Bílarnir voru úti um allt eins og hráviði og svo frétti mað- ur bara það sem leitarmennirnir sögðu um ástandið," sagði Eva. Kæ- rasti Evu, Gunnar Frostason, gisti heima hjá henni en heimili hans varð fyrir flóðinu og var foreldra hans og systur saknað á eftir. Foreldrar hans fundust seinna um morguninn og eru nú á sjúkrahúsinu á ísafirði. Systir hans, Elma, fannst hins vegar ekki fyrr en seint í gærkvöld eftir að hafa legið í rústum heimilis síns i á sext- ánda tíma. Hún var samkvæmt upp- lýsingum DV mjög slösuð og var flutt tilísafjarðari nótt. -pp Fagranesið við komuna til ísafjarðar um hálffjögurleytið I gær. Skipið flutti 94 Súðvikinga, þar af sjö slasaða, en enginn þeirra var í lífshættu. Skuttogarinn Stefnir kom síðan kl. 18 með 33 til viðbótar, konur og börn. DV-símamynd Sigurjón J. Sigurðsson Hjón björguðust fáklædd úr ónýtu húsi sínu: Heyrði drunur og svo skall f lóðið á húsinu „Ég var með andvara á mér um nóttina og var að vakna öðru hvoru og fara fram úr. Vindáttin var orðin norðlæg þannig að mér leist ekki beint á þetta. Ég var milli svefns og vöku þegar ég heyrði drunur og síð- an skall snjóflóðið á húsinu,“ segir Guðmundur Matthíasson, íbúi að Túngötu 1 í Súðavík sem bjargaðist ásamt konu sinni naumlega þegar snjóflóð skall á húsi þeirra. Dóttir Guðmundar, Jónína, bjargaðist einn- ig ásamt syni Sínum, Þorsteini Jón- ínusyni, úr Túngötu númer 10 sem einnig eyðilagðist í flóðinu. Guðmundur segir að þau hjónin hafi ekki náð að klæöa sig að fullu áður en þau forðuöu sér út úr húsinu. „Viö forðuöum okkur út og í næsta hús sem hafði sloppið við flóðið. Ég var berfættur enda enginn tími til neins. Húsið er nánast ónýtt og það er eiginlega fullt af snjó,“ segir Guð- mundur. -rt Ragnheiður Gísladóttir, 71 árs, flúði hættusvæði í Súðavík í gær Við blasti snjóhröngl og alls konar brak - móðir heyrði smell, dreif bömin í föt og sá rústir húsa „Ég er fædd og uppalin í Súðavík og hef aldreið orðið fyrir neinu í lík- ingu við það sem þarna gerðist. Mað- ur spyr sjálfan sig hver verður fram- tíðin og hvað gerir maður. Ég held að þetta sé allt svo mikið í óvissu aö fólk veit ekki hvað það gerir,“ sagöi Ragnheiður Gísladóttir, 71 árs Súð- víkingur, eftir að hún kom ásamt eiginmanni sínum, Garðari Sigur- geirssyni, 72 ára, á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á ísafirði í gærkvöldi. Hjónin voru beðin um að yfirgefa hús sitt í Súðavík, sem er við hhðina á kaupfélaginu, „framan tU“, um klukkan þrjú í fyrrinótt. „Maður varð að fara þama úr sínu húsi því það var talið vera á hættu- svæði. Við fórum í hús á Nesvegi og það þurfti að fá jarðýtu til að við kæmumst. Menn voru hræddir um að snjóflóð kæmi aftur úr Traðargil- inu. Maður ætlaöi að forðast hættuna og fara út á Nesveg. En það var nú aldrei. Þegar við komum þangað um klukkan hálfijögur vomm við ekkert farin að sofa. Klukkan rúmlega sex fannst okkur skrýtið að tvö htil böm og foreldrar þeirra, sem eru tengd tengdasyni okkar á Nesveginum, vora komin. Þá kom í ljós að konan hafði vaknað viö einhvern smell og var hrædd við flóð og dreif börnin í fot og kom með þau niður fyrir þar sem við vorum. Síðan blasti við þeim hús rétt hjá sem haíði færst á annað hús þar fyrir neðan. Við vorum kom- in á hættusvæði aftur. Síðan var öll- um skipað að fara í frystihúsið. Á leiðinni blasti við manni að eitthvað mikið hafði gerst, maöur sá snjó- hröngl og alls konar brak í því. Þetta benti til að fleiri hús hefðu farið und- ir flóð. Ragnhildur sagði að þegar hún kom í frystihúsið heföi fólk veriö felmtri slegiö. „Ég held að mjög margir hafi fengiö áfall. Ef veörið batnar fer maöur og skoðar þessa hluti. Síðan er annáð hvað við ger- um. Þetta kemur ónotalega við mann,“ sagöi Ragnheiður. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.