Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Page 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
•Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERH.OLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 1 50 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Stíflan heldur enn
Vinsældir Þjóðvaka, persónulegs flokks Jóhönnu Sig-
urðardóttur, í skoðanakönnunum er nýjasta dæmið í röð
flokka, sem byggja fylgi sitt á vaxandi óánægju meðal
kjósenda. Þeir telja sumir, að fjórflokkurinn gamli svari
ekki þörfum sínum, og eru að reyna eitthvað nýtt.
Meirihluti kjósenda styður enn gömlu flokkana sína,
sumir af meiri eða minni sannfæringu og aðrir af gömlum
vana. Skoðanakannanir sýna, að smám saman saxast á
þennan meirihluta. Þeim fjölgar, sem nefna nýja eða
nýlega flokka eða eiga erfitt með að ákveða sig.
Þannig risu og hnigu flokkar Vilmundar Gylfasonar
og Alberts Guðmundssonar og þannig er flokkur Jó-
hönnu að rísa í vetur. Stuðningsmenn hennar telja, að
hún muni vinna gegn rótgróinni spilhngu íjórflokksins
og gegn óbeit hans á atlögum gegn vandamálum.
Jóhanna nýtur þess, að hún fékk sér ekki ríkisbíl,
þegar hún var ráðherra, og misnotaði ekki ferðahvetj-
andi launakerfi ráðherra. Hún er talin heiðarleg. Það er
stóra máhð í hugum margra stuðningsmanna, en ekki
stefnan, sem að mestu er gamalt tóbak frá eðalkrötum.
Svipað var uppi á teningnum, þegar Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir varð borgarstjóraefni. Kannanir sýndu strax,
að nafn hennar dugði eitt, áður en vitað var um stefnu-
skrá eða önnur borgarfulltrúaefni Reykjavíkurlistans.
Hún hefði náð meirihluta ein sér og án stefnu.
Kvennalistinn fehur ekki að þessari mynd Vilmundar,
Alberts, Ingibjargar og Jóhönnu. Hann ber byrðar tak-
markandi sjónarmiða, sem draga suma að, en fæla enn
fleiri frá. Auk þess hafnar hann foringjadýrkun og neitar
sér þar með um fókus, sem dregur kjósendur th sín.
Nýr og óráðinn kjósandi er ekki að biðja um nákvæm-
lega skilgreind sjónarmið póhtískra leiðtoga. Hann vih
geta treyst dómgreind þeirra og heiðarleika og er sáttur
við, að þeir útfæri þá persónueiginleika í hveijum þeim
verkefnum og vandamálum, sem verða á vegi leiðtoga.
Þetta er lykihinn að tölum, sem við sjáum í miklum
mæh í skoðanakönnunum og í minna mæh í kosningum.
Tölumar munu smám saman magnast, unz fjórflokkur-
inn hrynur eða einhverjir þættir hans taka þeim ham-
skiptum, að uppreisnarkjósendur fari að treysta þeim.
I þessu skyni dugar ekki lengur að skipta um nafn
eins og forverar Alþýðubandalagsins gerðu reglulega.
Alþýðubandalaginu mun ekki gagnast núna að kaha sig
Alþýðubandalagið og óháða, né heldur að kaha til þreytta
verkalýðsrekendur, sem þegar voru mefktir flokknum.
Fjórílokkurinn er fremur öruggur um sig, þrátt fyrir
undirölduna í þjóðfélaginu. Sem dæmi má nefna, að ráð-
herrar hafa ekld afnumið ferðahvetjandi launakerfi sitt,
þótt þeir geti ekki haldið uppi neinum vömum í máhnu.
Þeir telja sig geta skriðið saman í nýja stjórn.
Sennilega em tök íjórflokksins á þjóðfélaginu enn svo
mikh, að hann geti haldið áfram að stjórna eftir kosning-
ar. Það leysir hins vegar ekki vandann, heldur magnar
fylkingu þeirra kjósenda, sem telja fjórflokkinn ekki
svara þörfum sínum. Fyrr eða síðar hrynur kerfið.
Þegar fjórflokkur er staðinn að því að mynda nýjar
og nýjar ríkisstjómir á ýmsa vegu, kosningar eftir kosn-
ingar,oán þess að nokkuð breytist, myndast ójafnvægi í
stjómmálaástandinu. Lengi getur fjórflokkurinn hamið
ójafnvægið, en stíflan getur ekki haldið endalaust.
Af atferli fjórflokksins um þessar mundir má ráða, að
hann telur brölt kjósenda í könnunum ekki hindra sig 1
að mynda enn eina hefðbundna stjóm eftir kosningar.
Jónas Krisfjánsson
Greinarhöfundur ætlar að bókin Giobal Paradox auki þingmönnum kjark og viðsýni í upphafi kosningaárs.
Skyldulesning fyrir ís-
lenska stjórnmálamenn
í fyrra kom út ný bók eftir banda-
ríska stjórnmálafræöinginn John
Naisbitt, sem hefur áöur gefiö út
fimm bækur, þar á meðal bækurn-
ar Megatrends og Megatrends 2000
sem seldust í miklu upplagi.
Nýja bókin heitir Global Paradox,
eöa Alþjóðamótsögnin. í bókinni
reynir Naisbitt aö horfa fram á
veginn og greina tilhneigingar í
stjórnmálum og efnahagsmálum
samtímans sem ráða muni ferðinni
inn í framtíðina. Naisbitt byggir
spásagnir sínar ekki á óskhyggju
atvinnustjórnmálamannana held-
ur á víötækri þekkingu fræði-
mannsins og skipulagðri athugun
sinni. Hefur hann hlotið viður-
kenningu fyrir fræðistörf sín víða
um lönd.
Mótsagnir
Meginþema bókarinnar er að því
frjálsari sem viðskipti heimsins
veröi því mikilsveröari sé hlutverk
hinna smæstu. Þetta er ein af
mörgum mótsagnarkenndum full-
yrðingum bókarinnar. En höfund-
ur færir rök fyrir þeim. Hann bend-
ir á að stóru fyrirtækjasamsteyp-
urnar, sem myndast hafi á árunum
eftir síðari heimsstyrjöldina, hafi
þrifist í heimi þar sem hlutimir
gerðust hægt. Byltingar í örtölvu-
og samskiptatækni eftir 1980 hafi
hins vegar gert þessi stórfyrirtæki
að nátttröllum. Bendir Naisbitt á
aö árið 1993 hafi 50% af útflutningi
Bandaríkjamanna komið frá fyrir-
tækjum með 19 starfsmenn eða
færri, einungis 7% rá fyrirtækjum
með 500 starfsmenn eða fleiri. Hlut-
ur 500 stærstu fyrirtækja Banda-
ríkjanna hafi það ár verið 10% en
20% árið 1970.
Efjing þjóðríkisins
Önnur mótsögn samtímans segir
Naisbitt að sé efling þjóðríkisins.
Hinar gömlu ríkisheildir, sem
myndaðar voru á tímum nýlendu-
og heimsvaldastefnu stórveldanna
og voru margar hverjar ekki raun-
Kjallariim
Tryggvi Gísiason
skólameistari
ir alla þá sem halda að með því að
ganga í samband við stórveldi verði
menn heimsborgarar.
Evrópusambandið
dauðadæmt
Naisbitt segir í bók sinni frá fundi
hollenska bjórfurstans Freddie
Heinecken og breska sagnfræði-
prófessorsins Cyril Northcote
Parkinson (höfund kenningarinnar
um Parkinsons lögmálið). Á fund-
inum urðu þessir tveir ólíku menn
sammála um að Evrópusambandið
gæti ekki lifaö af vegna þess hve
aðildarríkin væru ólík að allri gerð
og stærð, mannfjölda, efnahag og
atvinnuháttum. Urðu þeir sam-
mála um að eðlilegt væri að skipta
Evrópu upp í 75 raunveruleg þjóð-
ríki sem síðan gætu haft samvinnu
sín á milli.
„Hinar gömlu ríkisheildir, sem mynd-
aöar voru á tímum nýlendu- og heims-
valdastefnu stórveldanna og voru
margar hverjar ekki raunveruleg þjóö-
ríki, líöi undir lok og við taki fámenn-
ari og einsleitari þjóöríki.“
veruleg þjóðríki, líöi undir lok og
við taki fámennari og einsleitari
þjóðríki. Meö þjóðríki á Naisbitt við
ríki þar sem þegnarnir hafi eina
þjóðtungu og sömu menningu. Lýs-
ir Naisbitt þessu með enn einni
mótsögninni þegar hann segir:
„Þaö sem bindur venjulegt fólk
saman eru sérkennin."
Hann segir að enda þótt stríðsá-
tök síðustu ára hafi eðlilega slegið
óhug á marga, muni jafnvægi kom-
ast á þegar menn átti sig á því að
rétturinn til þess að vera maður
sjálfur gerir menn örugga, og ör-
yggi ýti undir eðlileg samskipti því
að öryggi veiti einstaklingum og
þjóðum raunverulegt frelsi. Þetta
er sannarlega umhugsunarefni fyr-
Naisbitt fullyrðir aö tilhneigingin
í heiminum stefni að pólitísku sjálf-
stæði og sjálfstjórn þjóðríkja - en
jafnframt aö beinni efnahagssam-
vinnu sjálfstæðra fyrirtækja og
verktaka um allan heim sem fara
muni fram hjá skrifræði í skjóli
háþróaðrar samskiptatækni.
Tölvubyltingin hafi gert mynt-
bandalag bæði úrelt og óþarft. Þótt
John Naisbitt sé djarfur í ályktun-
um sínum eru flest rök hans sann-
færandi og ætti bókin Global
Paradox að vera skyldulesning á
Alþingi í upphafi kosningaárs til
að auka þingmönnum kjark og við-
sýni. Tryggvi Gíslason
Skoðanir annarra
„Sósíal fasismi“
Háskóia íslands
„Ungir stúdentar sem óska óhefts „sjálfstæðs há-
skóla“ vita vart hvað þeir gera. Svo rækilega hefur
verið þagað um „sósíal fasisma" Háskóla íslands
undanfarin ár, að menn virðast beinlínis hafa gleymt
því til hvers háskólar eru ætlaðir. Meginhugsjón
háskóla er að leyft sé að spyrja spurninga, að litið sé
á viðfangsefnin frá ferskum sjónarhóli - að nemend-
um sé gert aö líta á málin frá öllum hliðum. Það er
þetta sem ekki hefur verið leyft við heimspekideild
Háskóla íslands áratugum saman.“
Einar Pálsson fræðimaður í Mbl. 14. jan.
Lánastarfsemi og veðsetningar
„Við lauslega eftirgrennslan virðist sem ábyrgðir
óviðkomandi aðila á útlánum peningastofnana séu
stundaðar í margfalt ríkara mæli hérlendis en meðal
alvöru peningastofnana þar sem fjármálalegt sið-
gæöi er á hærra stigi en meðal síblankra íslendinga
... Lánastarfsemi er áhættusöm og er ekkert sjálf-
sagðara en að þeir sem viðskiptin stunda taki áhætt-
una. En aö veðsetja eigur annarra og gera kröfur til
þess, eins og íslenskir bankar gera, er mjög vafa-
samt, svo ekki sé fastar að orðiTcveðið."
Oddur Ólafsson i Tímanum 14. jan.
Erlendir fjárfestar
„Annað hvort vilja útlendingar íjárfesta vegna
þess aö ísland hefur eitthvaö fram yfir aðra eða
vegna áhuga á innlenda markaðnum. Reglurnar eru
þær að útlendingar mega ekki fjárfesta í því sem
raunverulega er áhugaverðast eins og sjávarútvegi
og orku. Þetta er sambærilegt við aö fá til sín gest
og hann má bara velja vondu konfektmolana. Það
þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting.“
Edda Helgason, framkvstj. Handsals, í Mbl. 15. jan.