Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Page 15
ÞRIÐJUPAGUR 17. JANÚAR 1995
15
Fer Páll með þvaður?
í kjallaragrein 2. janúar síðastliö-
inn fullyröir Páll Pétursson eftir-
farandi: „Eitt alvarlegasta máliö
sem við er aö glíma er að mínum
dómi hve tekjuskiptingin í þjóöfé-
laginu er oröin mikil. Auðæfi hafa
á nokkrum árum safnast á fáar
hendur og þjóðarauðurinn streym-
ir til fárra á meðan þeir fátæku
verða sífellt fátækari."
Eflaust telja margir að Páll geri
sér grein fyrir því hvað þessar setn-
ingar merkja og aö þær fullyrðing-
ar byggi á staðreyndum. Eg dreg
hvoru tveggja í efa.
Mikil tekjuskipting?
í vetur hafa oft heyrst fullyrðing-
ar um að tekjubiliö í þjóðfélaginu
hafi aukist, bilið milli ríkra og fá-
tækra hafi stækkaö og margt fleira
í þeim dúr. Búast má við að stjórn-
arandstaðan muni hamra á þessu
fram að kosningum.
En hvaö merkja þessar fullyrð-
ingar? Ég hef lengi leitað svara við
því en orðið lítils vísari. Reyndar
grunar mig að þeir sem klifa hvað
mest á aukinni eða óréttlátri tekju-
skiptingu vilji hafa sem óljósast
hvað þeir eiga við. Þannig þurfa
þeir ekki að hafa áhyggjur af því
hvort fótur sé fyrir fullyrðingum
þeirra eða ekki.
Á íslandi er mikill jöfnuður
Fyrir nokkrum vikum birti viku-
ritið Vísbending tölur um mun á
ráðstöfunartekjum „ríkra“ og „fá-
tækra" í nokkrum löndum. í þess-
um samanburði teljast þau 20%
heimila sem hafa hæstar ráðstöf-
unartekjur vera „ríkir“ og þau 20%
sem hafa lægstar ráðstöfunartekj-
ur vera „fátækir". Við samanburð-
inn kom í ljós aö munur á ráðstöf-
unartekjum ríkra og fátækra er
miklu minni á íslandi en í þeim
löndum sem við berum okkur oft-
ast saman við, til dæmis annars
staðar á Norðurlöndum. Reyndar á
þetta líklega við um nær öll lönd
heims.
Hér er um einn mælikvarða á
jöfnuði að ræöa sem gefur vísbend-
ingu um ástandið og í framtíðinni
má fylgjast meö þróun mála með
þessum mælikvarða. Þeir sem telja
aðra mælikvarða betri en þennan
eru vinsamlegast beðnir um að
kynna þá fyrir alþjóð. Að sjálfsögðu
segir einn mælikvarði ekki allt sem
við viljum vita og æskilegt væri að
nota nokkra vel skilgreinda mæh-
kvarða til að fylgjast með jöfnuði
KjaUarinn
Snjólfur Ólafsson
dósent í Háskóla íslands
eða ójöfnuði á íslandi, bæöi hvern-
ig hann þróast með árunum og
hvernig við höfum það í saman-
burði við aðrar þjóðir.
Launamunur
Fyrir nokkrum árum var einnig
altalað í þjóðfélaginu að launamun-
ur hefði aukist. Einu tölurnar sem
ég komst þá yfir um ástandið voru
niðurstöður úr könnun Félagsvís-
indastofnunar Háskólans á laun-
um helstu starfsstétta. Niðurstöð-
umar sýndu að launamunurinn
hafði ekki aukist.
í nýlegri skýrslu Þjóðhagsstofn-
unar um atvinnutekjur er meðal
annars reiknaður svokallaður
Gini-stuðull fyrir atvinnutekjur
allra framteljenda á aldrinum 26-65
ára, en hann er notaður til að meta
tekjumun. í ljós kemur að hann
hækkaði (sem svarar til meiri
tekjumunar) á tímabilinu 1986 til
1991 (meðan Framsóknarflokkur-
inn sat í ríkisstjórn), en er heldur
lægri árið 1993 en 1991 þ.e. tekju-
munurinn hefur minnkað síðustu
tvö árin sem upplýsingar eru til
um.
Stagl stjórnmálamanna og sumra
frammámanna launþega um að
minnka þurfi launamun í þjóðfé-
laginu er ekki líklegt til að skila
þeim lægst launuðu miklu. - Með
þessari fullyrðingu er ég ekki að
lýsa skoðun minni á því hvort
launamunur sé of mikill eða ekki.
Hins vegar væri hægur vandi að
auka kaupmátt þeirra á annan hátt
ef þessir menn væru starfi sínu
vaxnir. Um það verður rætt nánar
síðar. En í stuttu máli er mun væn-
legri leið til að bæta kjör hinna
lægst launuðu að auka hagvöxt í
landinu og þar með þjóðarfram-
leiðsluna. Þannig má auka kaup-
mátt allra landsmanna, hvort sem
þeir hafa lág eða há laun.
Snjólfur Ólafsson
Greinarhöfundur segir stagl stjórnmálamanna og sumra frammámanna launþega um að minnka þurfi launa-
mun í þjóðfélaginu ekki iíklegt til að skila miklu til hinna lægst launuðu. - Þingað um launakjörin einu sinni
sem oftar.
„En í stuttu máli er mun vænlegri leið
til að bæta kjör hinna lægst launuðu
að auka hagvöxt í landinu og þar með
þjóðarframleiðsluna. Þannig má auka
kaupmátt allra landsmanna, hvort sem
þeir hafa lág eða há laun.“
Rannveig - kona í framboð!
Kjósendur í Reykjaneskjördæmi
fá til þess kærkomið tækifæri 21.
til 22. janúar nk. að taka þátt í opnu
prófkjöri Alþýðuflokksins - Jafn-
aðarmannaflokks íslands.
„Fléttulistar"
Af sjö frambjóðendum í prófkjör-
inu gefa þrjár konur kost á sér.
Tólfti landsfundur Sambands al-
þýðuflokkskvenna, sem haldinn
var í nóvember sl„ ályktaði svo:
„Að Alþýðuflokkurinn - Jafnað-
armannaflokkur íslands, taki for-
ystu í jafnréttisumræðunni í land-
inu og geri það að markmiði sínu
að eigi síðar en í alþingiskosning-
unum 1999 verði bornir fram sk.
„fléttulistar" þar sem til skiptis eru
kona/karl, karl/kona. Að þessu
markmiöi mun Samband alþýðu-
flokkskvenna stefna og vinna
henni fylgi meðal flokksmanna."
Staðreyndir sýna að þar sem eng-
ar reglur eru í gildi varðandi skip-
an á framboðslista stjórnmála-
flokka til kosninga er staða kvenna
áberandi lakari en í þeim löndum
þar sem slíkar „fléttulistareglur"
gilda.
Þingkosningar í Svíþjóð á síðasta
KjaUariim
Helga E. Jónsdóttir
leikskólastjóri og
formaöur Sambands alþýðu-
flokkskvenna
ári færa okkur heim sanninn um
það að sænskum jafnaðarmönnum
varð vel ágengt með sína „fléttu-
lista“. Hvergi í heiminum eru jafn-
margar konur kjörnar á þing og
þar eða 49 %!
Þau sannindi verða aldrei endur-
tekin nógu oft að þátttaka og áhrif
kvenna eru mikilvæg við ákvarð-
anatöku á öllum stigum stjórn-
mála. Reynsluheimur, væntingar,
þekking og staða karla og kvenna
er ólík en ekki ósamrýmanleg.
Trúverðugir
framboðslistar
Flestir stjórnmálaflokkar og
kjósendur gera sér grein fyrir að
framboðslistar eru ekki trúverðug-
ir þar sem einlit hjörð kvenna eða
karla skipar öll sæti. Dæmi um þaö
eru Kvennalistinn og fjórflokkarn-
ir sem raöa körlum í sæti sem telj-
ast örugg og konumar koma þar á
eftir, með örfáum undantekning-
um þó. Hlutur karla og kvenna á
aö vera jafn - það er jafnrétti!
Rannveig-kona
í fyrsta sæti
Reyknesingar fá til þess tækifæri
í prófkjörinu um næstu helgi að
velja konu í fyrsta sæti. Rannveig
Guðmundsdóttir félagsmálaráð-
herra er stjórnmálamaður sem að
mínu mati hefur til að bera alla þá
kosti sem prýða góðan stjórnmála-
mann. Hún er í senn traust, ein-
beitt og áreiöanleg. Tryggjum
henni þann sess sem henni ber -
tryggjum 1. sætið! Það geri ég.
Helga E. Jónsdóttir
„Flestir stjórnmálaflokkar og kjósend-
ur gera sér grein fyrir að framboðslist-
ar eru ekki trúverðugir þar sem einlit
hjörð kvenna eða karla skipar öll sæti.“
Meðog
ámóti
Fækkunslysaí
kjölfar minnkandi neyslu
sterkra drykkja
Skýrtengsl
Á grund-
velli rann-
sóknar frá
1986 á tengsl-
um umferðar-
slvsa og ölv-
unaraksturs
við neyslu
áfengis var
því spáð að
umferöar- Gy* A,mundS8on
slysum fækk- Eáiiræainaur.
aði ef gert væri ráð fyrir áfram-
haldandi þróun í drykkjuvenjum
íslendinga á þann veg aö hlutfall
sterkra áfengistegunda minnkaði
en heildarneysla ykist þó ekki.
Niðurstöður nýrrar rannsókn-
ar, sem nær til 1993, sýna að þessi
spá hefur gengið eftir. Með auknu
hlutfalli léttra áfengistegunda í
neyslu landsmanna, einkum eftir
tilkomu bjórsins, og samsvarandi
minni neyslu sterkra tegunda
hefur dregiö úr umferöarslysum,
ölvunarakstri og umferðarslys-
um tengdum ölvun. Heildar-
neyslan er nú svipuð og áður en
bjór var leyfður.
Að sjálfsögðu má það ljóst vera
að fjölmargir aörir þættir en
neysla áfengis hafa áhrif á um-
ferðina. Það veröur þó ekki geng-
ið fram hjá þvi að neysla sterks
áfengis helst skýrt í hendur við
umferðarslys á þvi 28 ára tima-
bili sem hér er um fjallað. Það
þarf því ekki að koma á óvart ef
gert er ráð fyrir að meiri ölvun
og þar af leiðandi meiri slysa-
hætta fylgi neyslu sterkra
drykkja.
Lögleiðing bjórs getur þó ekki
átt hlut að fækkun umferðarslysa
nema að svo miklu leyti sem hún
dregur bæði úr neyslu sterkari
drykkja og heildarneyslu áfengis.
Óraunhæfur
samanburður
Að bera
saman fylgni
milli þess að
sala á áfengu
öli var leyfð
hér á landi
fyrir um sex
árum og
fækkun um-
feröarslysa
hlýtur að telj-
astóraunhæft StArstúlcu islands.
með öllu. Þegar litið er til baka
vegur það þungt að skráðum öku-
tækjum hér hefur fækkað vegna
þrenginga í efnahagsmálum og
að sama skapi hefur umferðar-
fræðsla aukist. Þetta tvennt veg-
ur mjög þungt þegar tekiö er miö
af heildartölum. Það er því úti-
lokaö að segja að tilkoma bjórsins
hafi áhrif á fækkun umferðar-
slysa, þvert á móti mætti áætla
færri slys ef bjórinn heföi ekki
komið. Aö sama skapi má merkja
greinilega aukningu á alvarleg-
um líkamsárásum og öðru ofbeldi
sem vart þekktist hér fyrir
nokkrum árum. Með þessu er þó
ekki hægt að segja að hér sé
bjórnum einum um að kenna en
þó ber að hafa í huga að heildar-
neysla áfengis hefur aukist á
þessum tima.
Af ofanrituöu má sjá að saman-
burður á milli bjórs og umferöar-
slysa er útilokaður nema að tekin
séu mið af þeim fiölmörgu ástæð-
um sem þar koma til og hafa
veröur í huga þegar kannanir af
þessu tagi eru gerðar. Til dæmis
er hægt aö nefha að skuldastaða
heimilanna síðustu sex ár hefur
verið afar slæm og versnað méð
hverju ári sem líöur. Skyldi bjór-
inneigaþarhlutaðmáli? -pp