Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 íþróttir_____________ Mader bestur íKHzbilhel Gíínther Mader frá Austurríki sigraði í risasvigi í heimsbikar- keppninni á skíðum í Kitzbuhel í gær. ítalinn Peter Runggaidier varð annar og Austuríkismaður- imi Armin Assinger hafnaði í þriðja sæti. Mader er gamal- reyndur skíöakappi sem hefur unnið marga sigra á heimsbikar- mótum en þetta var fyrsti sigur hans í heimalandinu. Hann er nú í öðru sæti að stigum í stiga- keppninni með 482 stig en á toppnum með örugga forystu er ítalinn Alberto Toraba sem hefur hlotið 850 stig. Strachan leggur skónaáhilluna Knattspyrnumaðurinn gamal- reyndi, Gordon Strachan, sem leikið hefur undanfarin ár með enska úrvalsdeildarliðinu Leeds, gaf þá yfirlýsingu út í gær að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Strachan hefur átt viö bakmeiðsli aö stríða um hríö og hann ætlar nú aö snúa sér aö þjálfun varaliðs Leeds. Strachan, sem veröur 37 ára í febrúar, lék með Dundee United og Aberdeen í Skotlandi áður en hann gekk til liðs við Manchester United árið 1984 þar sem hann lék til ársins 1989. Þá átti hann að auki fast sæti í skoska landsliðinu. 15sporsaumuð ífótHughes Meiösli Marks Hughes, fram- hería Manchester United, reynd- ust ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu en hann skarst á hné þegar hann lenti í samstuði við markvörð Newcastle í leik lið- anna á sunnudaginn. Læknar segja að Hughes verði frá í allt að mánuð en 15 spor þurfti að sauma til að loka sárinu. United- meim eru ekki á flæðiskeri stadd- ir með leikmenn því að nýjasti leikmaðurinn í herbúðum liðsins, Andy Cole, tekur sæti Hughes og fær sína eldskím í stórleiknum gegn Blackburn um næstu helgi. Mark Robins til Leicester Leicester City, botrúiðið í ensku úrvalsdeíldinni í knattspymu, keypti í gær Mark Robins, fram- herja Norwich, fyrir 1 milljón punda. Robins, sem lék með Manchester United áður en hann fór til Norwich, skrífaöi undir þríggja og hálfs árs samning víö félagið. Skarphéðinn Orrisigraðií bikarglímunni KR-ingurinn Skarphéöinn Orri Björnsson, glímumaður ársins, sigraöi í Bikarglímu Reykjavikur annaö árið í röð en mótið var haldið í íþróttahúsi Melaskólans um helgina. Ingibergur Sigurðs- son, Ármanni, varð í öðru sæti og Jón Birgir Valsson, KR, hafh- aði í þriðja sæti. 49ersstöðvaði DallasCowboys Það verða San Francisco 49ers og San Diego Charges sem leika Super Bowl úrslitaleikinn í amer- íska fótboltanum 29. janúar. 49ers vann sigur á meisturum tveggja síðastliðinna ára, Dallas Cow- boys, i undanúrshtum, 38-28, og San Diego Charges sigraði Pitts- burgh Steelers, 17-13, i hinum undanúrslitaleiknum. ÍTR fær gólf frá Tarkett íþrótta- og tómstundaráö og Harðviðarval hf., fyrir hönd Tarkett European Flooring Division i Sviþjóð, skrifuðu í gær undir samning um að sænska fyrirtækið afhendi ÍTR án endurgjalds gólfefni til að nota á Laugardalshöll- ina í heimsmeistarakeppninni i handknattleik sem fram fer hér á landi í mai 1995. Að loknu HM mun ÍTR eignast gólfið og hafa fullan og ótakmark- aðan rétt yfir gólfinu og nýtingu þess. Á myndinni eru Steinunn Óskarsdótt- ir, formaður ÍTR, og Gunnar Þór Jóhannesson, markaðsstjóri Harðviðar- vals hf., að skrifa undir samninginn. DV-mynd ÞÖK Tímamótasamningur Reykjavikurborg og framkvæmdanefnd HM ’95 skrifuðu í gær undir samn- ing vegna heimsmeistarakeppninnar í handknattieik. Framkvæmdanefndin fær endurgjaldslaus afnot af Laugardalshöllinni frá 1. maí þar til mótinu lýkur. Framkvæmdanefndin tekur hins vegar að sér ýmsa verkþætti sem hún mun sjá um og bera alfarið ábyrgð á. Þar má nefna veitingasölu, ræstingu, dyravörslu, umsjón fréttamannamiðstöðvar og fleira. Á myndinni eru frá vinstri Steinunn Óskarsdóttir, formaður ÍTR, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri, Geir H. Haarde, formaður framkvæmdanefndar HM ’95 og Ólafur B. Schram, formaður HSí, að undirrita samninginn í Ráðhúsi Reykjavikurborgar í gær. Á næstunni verða svo gerðir hliðstæðir samning- ar við bæjarfélögin Akureyri, Kópavog og Hafnarfjörð. DV-mynd ÞÖK Edberg í miklum vandræðum Stefan Edberg, tekjuhæsti tennisleikari heims um þessar mundir, lenti í óvæntum vandræðum með 18 ára Ástrala, Mark Philippoussis, í 1. umferð opna ástralska meistaramótsins i gær. Edberg sagði að hann hefði sjaldan mætt jafn skothörðum mótherja og strákurinn hefði nánast skotið sig í kaf á köflum. Edberg slapp með úrslitin 4-6, 6-3, 7-6 og 7-5 en Philippoussis er númer 274 á heimslistanum. Símamynd/Reuter Þú getur svarað þessari spurningu meö því að hringla í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Já _lj Nei 21 _____möguleika á verðlaunasæn á HM í handbolta? Alllr i stafræna kerflnu me6 tðnvalsslma geta nýtt sér þessa þjðnustu. Bandaríski körfuboltin Öruggur sigur I á New Jersey - sigurganga San Antontio á heimaveU New York vann öruggan sigur á New Jersey í bandaríska körfuboltanum í nótt. New York var yflr lengstum í leikn- um en með sigrinum heldur liðið örugg- lega öðru sætinu í Atlantshafsriðlinum. Detroit gerði góöa ferð til Washington og vann góðan sigur á Bullets. Úrslit réðust samt ekki fyrr en í fjórða leik- hluta. LA Lakers vann uppgjörið við ná- granna sína í Clippers en viðureignin fór fram í Forum. Lakers er í þriðja sæti Kyrrahafsriðilsins. Það var ekki hittninni fyrir að fara í leik Golden State og Denver. Liðin bæði skoruðu innan við 80 stig en Golden State fagnaði sigrinum með ijórum stig- um. Úrslit leikja í nótt: New York - New Jersey..........107-90 Philadelphia - Detroit........110-116 Washington - Chicago..........109-101 Atlanta - Miami.................99-95 LA Lakers - LA Clippers.........96-88 Golden State - Denver...........77-73 Úrslit leikja í fyrrinótt: Boston - Sacramento.............98-97 Wilkins 22, Radja 18 - Grant 25, Richmond 24. San Antonio - Dallas..........103-108 Robinson 43/17, Del Negro 20 - Jackson 37. Seattle - Portland............131-124 Payton 29, Kemp 24 - Strickland 32, Robin- Milan ætlar aðfáWeah ítölsku meistararnir AC Milan eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná í George Weah sem leik- ur með París St. Germain í Frakklandi. Forráðamenn AC Milan berjast fyrir því aö Weah verði talinn franskur ríkisborg- ari en hann er fæddur í Afríku- ríkinu Líberíu. Weah hefur bæði franskt og lí- berískt vegabréf. Þrír útlending- ar eru leyfðir hjá hverju liði á Ítalíu en aðeins tveir niega vera frá löndum utan Evrópubanda- lagsins. Fyrir hjá AC Milan eru Króatinn Zvonimir Boban og Dej- an Savicevic frá Svartfjallalandi en þessi lönd eru utan Evrópu- bandalagsins. „Við erum með her lögfræðinga til að berjast í þessu máli fyrir okkur og við munum vinna það,“ segir Adriano Galliani, stjórnar- formaður AC Milan. Jakobaftur með Kef lavík Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Jakob Jónharðsson, varnar- maðurinn öflugi, getur væntan- lega leikið með Keflvíkingum á ný í knattspyrnunni í sumar. Jakob lék aðeins fímm fyrstu leiki liðsins í fyrra en hefur síðan verið frá vegna meiðsla. Hann má byrja aö æfa á ný um næstu mánaðamót. Vernharðút- nefndurhjáKA Vernharð Þorleifsson júdómað- ur var kjörinn íþróttamaður KA 1994 og voru honum afhent verð- launin á 67 ára afmæh félagsins þann 8. janúar. Eggert Sigmunds- son knattspyrnumaður varð ann- ar í kjörinu og Vilhelm Þorsteins- son skíðamaöur þriöji. í kvöld Körfubolti - bikar kvenna: Valur - Keflavík..............20 Valur - Keflavík.............20 Körfubolti - 1. deild kvenna: Grindavík - Njarðvík.........20 Handbolti - 2. deild karla: Þór Ak. - Keflavík........20.30 Skíði-s Kristmi útúrbr „Þetta gekk ekki nægilega vel og ég keyrði út úr brautinni í f\Tri ferðinni. Það þýðir ekkert að gráta þetta og ég stefni að því að gera betur á næsta móti,“ sagði Krístinn Bjömsson, skíða- kappi frá Ólafsfirði, í samtali við DV í gærkvöldi. Kristinn keppti í gær á alþjóölegu móti í Austurríki og voru aðstæður sér- staklega erfiðar, að sögn Kristins: „Það hjálpaðist eiginlega allt aö. Brautin var öll í hólum og hæðum, illa lögð og færiö afleitt. Þetta er þó engin afsökun og ég keppi aftur hér á morgun (í dag). Það er aldrei að vita nema ég komi mér alla leið niður þá. Annars var þetta mjög sterkt mót og að því leyti var auðvitað slæmt að detta úr keppninni enda marg- ir punktar í boði fyrir góðan árangur," sagöi Kristinn. Kristófe - Guömundur veöui Eyjóffux Haröaison, DV, Sviþjóö: Kristófer Sigurgeirsson, landshðsmaður í knattspyrnu, skrifaði um helgina undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Vástra Frölunda, en hann mun leika með því í ár, eins og áður hefur komið fram. Sveinn Ingvason, formaður knattspyrnu- deildar Breiðabliks, kom til Svíþjóðar til Deiluru -óleystme Þrj ú deilumál í það minnsta em í gangi í þessa dagana milli islenskra knatt- ] spyrnufélaga um félagaskipti leik- 1 manna. KR-ingar vilja ekki skrifa undir i skipti Tryggva Guðmundssonar í ÍBV, Eyjamenn vilja ekki staðfesta skipti hjá i Zoran Ljubicic til Grindavikur og sama i er uppi á teningunum varðandi Mihajlo ] Bibercic sem er á leið frá Skagamönnum ; til KR-inga. i Mikið ber í milli hjá KR og ÍBV varð- i andi Tryggva. Hann fór frá ÍBV til KR fyrir ári og gerði þá tveggja ára samning ; við vesturbæjarliðið. Deilur spruttu upp 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.