Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 99»56»70 Hvernig á að svara augiýsingu í svarþjónustu Þú hringir í síma 99-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara smáauglýsingu. ^ Þú slærð inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Þá heyrir þú skilaboö auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. ^ Þá færö þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur meö skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu Þú hringir í síma 99-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. ^ Þú slærö'inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ^ Nú færö þú aö heyra skilaboö auglýsandans. ^ Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. ^ Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. ^ ' y Þá færö þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur meö skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. ^ Þegar skilaboöin hafa verið geymd færö þú uppgefiö leyninúmer sem þú notar tii þess aö hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmerið. ^ Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess aö hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 99-5670 og valiö 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færö þá svar auglýsandans ef þaö er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. 99 •56*70 Aöelns 25 kr. mínútan. Sama verö fyrlr alla landsmenn. Smáauglýsingar Fréttir Tilsölu JCPenney sumarlistinn ‘95 kominn. 1400 síður. Fatnaður, amerískar rúmdýnur, rúmgaflar o.m.fl. Verð kr. 600 án buróargjalds. Pöntunarsímar 581 1490 og 581 1492. SEARS sumarlistinn ‘95 kominn. Fatnaður, húsgögn, likamsræktartæki o.m.fl. Ath. útsölulistar fylgja. Pöntun- arsímar 581 1490 og 581 1492. Verslun Hitaveitur, vatnsveitur. Þýskir rennslis- mælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís s/f, símar 91-671130,91-667418 og 985-36270. Jeppar Toyota Hilux double cab, dísil, árg. ‘91, ekinn 85 þús., 38” dekk, turbo, inter cooler Q.fl. Veró 1.950 þús. Uppl. í símum 91-674588 og 91-695500, Hjölli. Sendibílar MMC L-300 dísil, high roof long, árg. ‘91, ekinn 67 þús. km, skráður 6 manna, með veltibekk, vsk-bíll, lftur mjög vel út. Verð 970 þús. með vsk. Upplýsingar veitir Bílasala Keflavíkur í síma 92-14444 og eftir kl. 19 í síma 92-14266. Tími þinn er dýrmætur! 99*56*70 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fýrir alla landsmenn. Á þriöja hundrað björgunarmenn á leiö sjóleiöis til Súðavíkur: Veður og óhöpp töfðu för fimm hjálparskipa Fjöldi björgunarsveitarmanna hélt til aðstoöar Súðvíkingum í gær og nótt og voru skip notuð til að flytja þá á vettvang. Ferð þeirra skipa gekk ekki þrautalaust enda vonskuveður á sjó og landi. Togarinn Margrét EA, sem sótti sjö björgunarsveitarmenn til Þingeyrar undir kvöld í gær, fékk á sig brot í mynni Dýrafjarðar. Gluggar brotn- uðu í brúnni með þeim afleiðingum að öll siglingatæki urðu óvirk og aðalstýri en samband var við skipið í gegnum neyðarstöð. Engan sakaði en neyðarstýri virkaði og aðalvél gekk. Skipiö hélt í var inn á fjörðinn í fylgd tveggja skipa og var þar enn í morgun. Ætlunin var að Margrét E A safnaði saman björgunarsveitarmönnum í byggðarlögum á Vestfjöröum og tók togarinn Júlíus Geirmundsson ÍS upp þráðinn þar sem Margrét EA skildi við og náði í 11 björgunarsveit- armenn á Tálknafirði og 7 á Bíldu- dal. Á Flateyri tóku þeir um 10 björg- unarsveitarmenn en á leiöinni út tók togarinn niðri á sandrifi og sat þar fastur. Að sögn stýrimanns um borð voru GPS-staðsetningartæki dottin út vegna ísingar og voru menn að berja ísingu af þegar skipiö tók niðri. Skuttogarinn Bessi frá Súðavík strandaði í innsiglingunni við Sundahöfn á ísafirði í ferð sinni frá Súðavík í gærkvöldi. Skipið losnaði þó fljótlega af strandstað af sjálfsdáð- um. Þá gekk ferð Týs, sem flutti björg- unargögn og mannskap á flóðasvæð- in í Súðavík, mjög seint vegna ísingar og fárviðris. Ugphafleg áætlun gerði ráð fyrir að skipið kæmi til Súðavík- ur í nótt en snemma í morgun var talið að þaö kæmi ekki til Súðavíkur fyrr en um hádegisbiliö. Loks má geta þess að ferð Múlafoss, sem flutti 30 björgunarsveitarmenn frá Skaga- strönd, sóttist seint vegna veðurs. Engey RE flutti 75 björgunarsveit- armenn frá Reykjavík. Sú ferð gekk hægt og er ekki búist við að skipið komi vestur á snjóflóðasvæði í Súða- vík fyrr en í dag. -PP Kristín Lilja Kjartansdóttir í Eyrardal: Má segja að við séum innilokuð „Það má segja að við séum innilok- uð en björgunarsveitarfólkið í grunnskólanum er hérna rétt hjá. Maður bara er hérna. Ég býst ekki við að við sofnum mikið í nótt en það fer alis ekki illa um okkur,“ sagði Kristín Lilja Kjartansdóttir sem hafðist við ásamt fimm öðrum að bænum Eyrardal í Súðavík í nótt. Talsverður fjöldi fólks, þó mest björgunarsveitarmenn sem hvíldust í grunnskólanum, hafðist við syðst í Súðavíkurbæ í nótt. Að sögn Kristín- ar voru sex á bænum Eyrardal, fernt að Árnesi en 38 björgunarsveitar- menn voru í grunnskólanum. Síðara snjóflóðið, sem féll í gær- kvöldi, fór norður fyrir byggðina þar sem bæirnir og grunnskólinn eru og takmarkaði möguleika fólksins á að halda til skipa í höfninni. „Það er ekkert um annað að ræða en að vera hérna í nótt en við erum í stöðugu sambandi við stjórnstöð- ina,“ sagði Kristín Lilja. -Ótt Matthias Bjarnason um Súövíkinga: Samstæðari hópur ekki til bjáti eitthvað á „Ég þekki hvert hús í Súðavík þannig að ég hef þetta fyrir augunum þó ég sé hér fyrir sunnan. Flest fólk- ið þekki ég í sjón. Ég verð að segja að fyrst í morgun fannst mér fréttirn- ar ekki eins yfirþyrmandi. Það er eins og maður hafi eitthvaö dofnað. En þegar líða tók á daginn kom þetta allt yfir mig. Ég er þungur og leiður og sorgbitinn yfir þessum örlögum. En þegar eitthvað bjátar á er ekki til samstæðari hópur en Súðvíkingar, þar er einn vilji og einn maður,“ sagði Matthías Bjarnason, þingmað- ur og Vestflrðingur, í samtali við DV seint í gærkvöldi. Matthias sagði að slæmt væri til þess aö vita hve veðurspár væru slæmar framundan. „En verst er að hér eftir verður ekki hægt að segja hvar og hvenær snjóflóð koma,“ sagði Matthias. „Það fann ég best á snjóflóðinu í Tungu- dal. Ég hefði hlegið af hverjum manni sem heföi reynt að segja fyrir um það áður. Það var svo fjarstæðu- kennt. Mér finnst Súðvíkingar og Álftfirð- ingar ákaflega dugandi fólk með sjávarútveg sem liflbrauð. Þarna er eitt stórt fyrirtæki sem flestir hafa haft vinnu af, Frosti, og dótturfyrir- tæki þess. Þetta er myndarlegt frysti- hús og rækjuverksmiðja sem er ein sú fullkomnasta á landinu. Þarna er ágætur skipafloti gerður út, skuttog- arinn Bessi og togveiðiskipið Haffari. Á Súðavík hafa verið mjög góðir afla- menn. Þrátt fyrir þetta áfall tel ég að við eigum að trúa á framtíðina þó erfitt sé fyrir okkur að sætta okkur við það sem hefur gerst. Óvissan yfir því að allt fólkið sé ekki fundið nag- ar. En það leitarfólk sem hefur unnið í allan dag (í gær) hefur gert sitt besta. Ég ber mikla von í brjósti gagnvart þeim sem munu halda áfram leit,“ sagði Matthías Bjarna- son. -Ótt Raufarhafnarbúar fá mjólkina aftur - Þingey á Húsavík býður ókeypis heimsendingarþjónustu á vörum til Raufarhafhar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Því miður er ástandið þannig að fólk vill geta sótt til okkar þær dag- vörur sem eru nær álagningarlausar eins og mjólk og brauð en kaupir síð- an aörar vörur t.d. frá Húsavík. Þótt ég voni að til þess þurfi ekki að koma aftur að hér verði mjólkurlaust þá vona ég aö fólk hafl lært eitthvað af þessu,“ segir Jóhann Þórarinsson, einn af þremur eigendum Verslunar- félags Raufarhafnar, einu matvöru- verslunarinnar á Raufarhöfn. Eftir mjólkimleysi undanfarna daga, sem kom til vegna greiðsluerf- iðleika VR við mjólkursamlagiö á Húsavík, er nú mjólk að nýju fáanleg á Raufarhöfn. Jóhann segir að versl- unarrekstur á Raufarhöfn sé erfiður, fólk versli mikið utanbæjar í stað þess að versla heima og styrkja versl- un á staðnum. „Við erum t.d. í keppni við verslun- ina Þingey á Húsavík sem býður fólki hér upp á ókeypis heimsendingar- þjónustu og er því að selja vörur hingað á sama verði og í versluninni á Húsavík. Þetta notfærir fólk sér og sparar e.t.v. einhveijar krónur í leið- inni. Þetta fólk vill hins vegar geta geng- ið að öllum vörum hér og vill jafnvel fá skrifað hjá okkur standi iUa á hjá því peningalega. Þá er gott að leita til okkar. Það sem við viljum er að fá fleiri aðila inn í þennan erflöa rekstur með okkur, t.d. verkalýðsfé- lagið sem hefur gagnrýnt okkur fyrir hátt vöruverð. Verkalýðsfélagsmenn gætu þá kynnst því hvernig er að standa í þessum erflða rekstri," segir Jóhann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.