Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Side 23
t t w ; r / • i I ' . I' l.
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995
23
Menning
Jason Scott Lee og Cary Elwes takast á i Skógarlífi Kiplings.
Laugarásbíó - Skógarlíf: ★★ V2
Ævintýri í frumskóginum
Ævintýri rithöfundarins Rudyards Kiplings úr
frumskógum Indlands hafa heillað margan snáðann
og snótina í gegnum tiðina. Skógarlíf, sem nú er verið
að sýna í Laugarásbíói, ætti að hitta aðdáendur þess-
ara sagna beint í hjartastað. Hér er nefnilega á ferð-
inni sannkölluð ævintýramynd þar sem hið ómögulega
verður mögulegt, þar sem dýrin verða nánast að mönn-
um og mennimir að dýrum og þar sem háð er harðvít-
ug barátta milli góðs og ills. Að ógleymdum siðaboð-
skapnum um að virða lög frumskógarins, náttúrunn-
ar, nokkuð sem er vel við hæfi á vorum dögum.
Aðalpersónurnar í Skógarlífi eru frumskógadreng-
urinn Móglí (Lee) og Kittý (Headey), dóttir breska liðs-
foringjans Brydons (Neill). Móglí villtist inn í frum-
skóginn barn að aldri og ólst upp með villidýrunum
sem þar búa, úlfunum, pardusunúm og bjarndýrunum.
Enskir liðsforingjar góma piltinn þegar hann er orðinn
unglingur en til að bjarga honum frá bráðum bana fær
Kittý, í samvinnu við lækni herbúðanna (Cleese), að
reyna að gera úr honum mann með því að kenna hon-
um ensku og siði góða. Hún kemst þá að því að frum-
skógapilturinn er æskuvinur hennar sem týndist og
allir töldu af.
En Móglí býr yfir leyndarmáli, hann veit hvar má
finna horfna borg foma þar sem eru fjallháir haugar
af gulli og silfri og öðrum gersemum. Það vita ensku
undirforingjarnir, með Boone höfuðsmann (Elwes) í
broddi fylkingar, og grípa til lúalegra bragða til að fá
sínu framgengt. En þeir virða ekki lög frumskógarins
heldur láta græðgina ná á sér heljartökum og því fer
sem fer.
Skógarlíf er um margt afskaplega vel heppnuö mynd.
Öll ytri umgjörð hennar, hvort sem það er hrikalegur
frumskógurinn eða stórkostlegar halhr, er eins og
best verður á kosið. Ævintýri persónanna eru
skemmtileg og spennandi, húmorinn á sínum stað en
Kvikmyndir
Guðlaugur Bergmundsson
einna helst að miðkaflinn, þegar verið er aö troöa
menningu í frumskógardrenginn, standist ekki sam-
jöfnuð við aðra þætti myndarinnar.
Leikararnir standa sig yfirleitt allir með ágætum en
hér skal sérstaklega getiö ahra dýranna sem eru í einu
orði sagt frábær. Aparnir eru þar þó fremstir meðal
jafningja. Skógarlíf er fyrirtaks skemmtun fyrir alla
aldurshópa, þótt þeir allra yngstu kunni að verða
smeykir endrum og sinnum.
Skógarlif (The Jungle Book).
Handrit: Stephen Sommers, Ronald Yanover og Mark D. Geld-
man, eftir sögum Kíplings.
Leikstjóri: Stephen Sommers.
Leikendur: Jason Scott Lee, Lena Headey, Sam Neill, John
Cleese, Cary Elwes.
Kvartettinn
Mood Swing
Kvartettinn Mood Swing hefur verið að leika fyrir
Reykvíkinga hér og þar undanfarna daga. Hann er
hingaö kominn frá New York þar sem þau sem kvart-
ettinn skipa eru í tónlistarnámi. Það er píanisti sveitar-
innar, Sunna Gunnlaugsdóttir, sem á heiðurinn af
innflutningi þeirra en hún er eini íslendingurinn í
hópnum. Hin eru Amanda Monaco gítarleikari, Todd
Grunder bassisti og Russell Meissner trommuleikari.
Síðastliðið miðvikudagskvöld voru þáu á Kringlukr-
ánni. Efnisskráin var hefðbundin en nótur voru ekki
hafðar uppi við og aðeins var boriö við að útsetja lögin
í stað þess að spila beint af augum. Þau byrjuðu á
hefðbundnum blús, sem ég kann ekki að nefna, og í
kjölfarið fylgdu tvö lög sem undirritaður hefur mikið
dálæti á, Have You Met Miss Jones og Stella by Starl-
ight. Það sem strax vekur eftirtekt í leik þeirra er
fágunin, þau spila bebop hávaðalaust og fahega. Gítar-
istinn Amanda Monaco er í fararbroddi og ber hún
hljómsveitina uppi með hugmyndaríku og rytmísku
spili. Til þess að líkja henni við einhverja stórstjörn-
una mætti kannski segja að hún minni á George Ben-
son. Trommu- og bassaleikarinn sýndu ágæt tilþrif og
trommuleikarinn hafði gott vald á því að spila lágt án
þess að þaö kæmi niður á spilamennsku hans. Sunna
er alltaf hógvær í sinni spilamennsku, yfirleitt einum
of og mætti gjarnan láta vaða meira á súðum. Síðasta
lag fyrir hlé var Oleo sem var smekklega útfært. Seinni
Djass
Ársæll Másson
hluti tónleikanna fannst mér ekki eins góður og á þar
sjálfsagt stærstan þátt fjölgun gesta og meiri hávaði í
húsinu sem óhjákvæmilega kemur niður á spila-
mennskunni. Cherokee er mér minnisstæðast en það
var ágætlega keyrt áfram. S
Ég vil að endingu minnast á að það er verulega
kærkomin tilbreyting að sjá djasskvartett sem er að
helmingi skipaður konum og er vonandi að djassinn
fari að höfða til fleiri hljóðfæraleikara kvenkyns en
verið hefur.
fff ÚTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í uppsteypu og fullnaðarfrágang við-
byggingar Breiðholtsskóla ásamt lóð.
Helstu magntölur:
Flatarmál húss 800 m2
Rúmmál 3.055 m3
Verkinu á að vera lokið 15. ágúst 1995.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
1. febrúar 1995 kl. 11.00.
bgd 05/5
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í dúkalagnir 1995 í ýmsum fasteignum
Reykjavíkur.
Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu
vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðju-
deginum 17. janúar nk.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
8. febrúar 1995 kl. 11.00.
bgd 07/5
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í viðhald á pípulögnum í ýmsum fast-
eignum Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu
vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama staó þriðjudaginn 7.
febrúar 1995 kl. 11.00.
bgd 08/5
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í endurmálun í grunnskólum Reykjavík-
urborgar.
Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu
vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opn-
uð á sama stað þriðjudaginn 7. febrúar 1995 kl.
14.00.
bgd 09/5
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í endurmálun á ýmsum fasteignum
Reykjavíkurborgar I.
Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu
vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 9.
febrúar 1995 kl. 11.00.
bgd 10/5
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í gólfefni.
Um er að ræða vinyldúk með frauðbotni, heildar-
magn er ca 4.300 m2 og afhendingartími á næstu
tveimur árum. Auk þess 290 m2 línóleumdúk til af-
hendingar í júní nk.
Útboðsgögn verða seld á kr. 500,- á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum
17. janúar nk.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
15. febrúar 1995 kl. 11.00.
bgd 11 /5
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í
einangraðar stálpípur, „Preinsulated Steel Pipes“.
Um er að ræða um 63,000 m af pípum og tengi-
stykkjum í stærðum DN 20/90 mm - DN 200/315
mm í þvermál.
Pípurnar skal afgreiða á tímabilinu apríl til október
1995. Til greina kemur að framlengja samning um
kaup á pípurri 1996 og 1997.
Útboðsgögn verða seld á kr. 500,- á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7.
mars 1995 kl. 11.00.
hvr 12/5
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 2 58 00
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
A
yUjJERDAR