Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 Fréttir Uppbygging Súöavikur í Eyrardal: Leysir íbúana undan ógn snjóflóðahættunnar Snjóflóðiö sem féll á Súðavík með þeim hörmulegu aíleiðingum að 14 manns létu lífið hefur einnig þær afleiðingar í för með sér aö fólk sem á eignir á svæði sem flóðið féll á og í kringum það fæst vart til að snúa til baka. Margir sem eiga hús í ná- grenninu hafa sagt að þrátt fyrir að hús hafi sloppið muni þeir ekki snúa til baka. Það sé ekki því að treysta að þeirra hús verði ekki næst fyrir flóði. Þetta er auðvitað skiljanlegt og varla hægt að ímynda sér aö þeir sem upplifað hafa þær ógnir sem eru fylgifiskur atburðanna í síöustu viku muni nokkum tíma öðlast sálarró þegar snjór er í hlíðinni. Þá er einnig viðbúið að þær sáru minningar sem nú tengjast þessu svæði muni verða til þess að ekki geti orðið um frekari búsetu aö ræða þar. Því virðast bara vera tveir möguleikar í stöðunni hjá Súðvikingum: að flytja burt eöa hefja uppbyggingu annars staðar í hreppn- um. í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1705 til 1710 er fróð- leg úttekt á jörðum þar sem gerð er grein fyrir kostum og göllum hverrar þeirra. Þar sem kjarni Súðavíkur er núna stóð áður bærinn Súðavík. í Jarðabókinni fær hún m.a. eftirfar- andi einkunn: „Hætt er kvikfé fyrir snjóflóöum og sjávarflóðum. Oft hafa orðið stórskaðar að vetrarlagi." Þar A aðálskiþcHagj 1992-2012 7/7 afnota eftir skipulagstímat Langeyri Hér stóð gamli Súðavíkurbærinn 0 200 400 metrar PV sem nú er talað um enduruppbygg- ingu er um að ræða næstu jörð, Eyr- ardal. Þeir Árni og Páll gefa henni þá einkunn versta að þar sé landbrot sem hlýst af Eyrardalsá. Barnaskól- inn er rétt innan við Súðavík, um 1,5 kílómetra, og hann var byggður með þaö fyrir augum að framtíöarbyggð Súðvíkinga yrði í Eyrardal. Á Lang- eyri, sem gengur fram úr Eyrardal, er kjörið byggingarsvæði. Þar eru nú verbúöir en áður var þar rækju- verksmiöja. Það er ljóst að verði ákveðið að byggja upp á nýtt er langbesti kostur- inn sá að gera það í Eyrardal sem Súðavíkurhreppur eignaðist fyrir einu ári. Þar er engin hætta á snjó- flóðum og Súðvíkingar gætu byrjað nýtt líf innan sama sveitarfélags. Það er samkvæmt þessu hægt að afskrifa rúmlega 60 hús í Súðavíkurkaup- túni. Uppbygging þeirra myndi að öllum líkindum kosta 600 til 700 millj- ónir. Hvort þetta verður niðurstaðan er svo annað mál. Þar eiga íbúarnir sjálfir síðasta orðið., -rt ,ý=*jrrr. Sú5avík„r(|( 10o Hús sem skemmdúst í snjóflóöunum þremur Sq Land sem Súöavíkurhreppur festi kaup á áriö 1993 Höfnin ÁLFTAFJORÐUR SUÐAVIK Gífurlega miklum snjó kyngdi niður á ísafirði í vikunni. Viða í bænum átti fólk erfitt með að komast út úr húsum sínum vegna þessa og fjölda bila fennti i kaf. Hér aðstoðar Birgir Þorsteinsson tengdason sinn, Gunnar Þorsteins- son, við að moka bifreið hins siðarnefnda upp þegar hlé varð á snjókomunni sl. fimmtudag. DV-símamynd BG Mun aldrei fara í þetta hús aftur - segir íbúi að Nesvegi 91 Súðavík „Eg mun aldrei flytja í þetta hús aftur eða á þetta svæði, það er alveg á hreinu. Þetta er annar veturinn okkar síðan við íluttum hingað aftur. Ég hafði slæma tilfinningu fyrir að búa þarna undir íjallshlíðinni og mér leið alltaf illa þegar eitthvað var af veðri,“ segir Ragnheiður Árnadóttir, húsmóðir sem bjó að Nesvegi 9 í Súðavík en þegar snjóflóðið féll splundraðist húsið við hliðina og nágrannar hennar létu lífið. „Kvöldið áður leið mér mjög illa og við hjónin ákváðum að öll fjöl- skyldan svæfi í eldhúsinu sem snýr frá fjallinu. Ég veit ekki hvaða guðs- lán var yfir okkur,“ segir Ragnheið- ur. -rt Akranes: Biðstaða á sjúkrahúsinu Samkomulag hefur ekki tekist í ágreiningi stjórnenda sjúkrahússins á Akranesi og 43 hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra um uppsögn á sér- kjarasamningi þessa hóps. Sigurður Ólafsson, forstjóri sjúkra- hússins, segir aö biöstaöa sé komin í málið. Hjúkrunarfræðingarnir túlki uppsögn samningsins eins og verið sé að segja þeim upp störfum og því hafi þeir óskað eftir túlkun lögfræðings BHMR. Búast megi við að tekið verði á málinu eftir helgi. Kjartan Jóhannsson, framkvæmdastjóri EFTA, í opinberri heimsókn: Endurskipulagning EFTA er aðalverkefnið núna Kjartan áfram hja EFTA „Ég hef fengið eindregnar óskir irá framkvæmdalöndum EFTA um aö halda áfram í starfi fram- kvæmdastjóra. Ég hef gert upp hug minn um að það muni ég gera,“ sagði Kjartan Jóhannsson, framkvæmdastjóri EFTA. Þar meö hefur hann hafhað sendi- herrastöðunni í London sem stóð til aö hann tæki við. Róbert Trausti Ámason, ráðu- neytisstjóri í utanrikisráðuneyt- inu, staðfesti í gær að Benedikt Ásgeirsson heföi veriö skipaður sendiherra í Londor. frá og meö 20. janúar. „Ástæðan fyrir því að nýr fram- kvæmdastjóri fer í opinberar heim- sóknir til aðildarlandanna er sú að maður vill kynnast sjónarmiðum þeirra sem eru í lykilstööum þessara landa. Hins vegar fyrir mig að skýra frá og sitja fyrir svörum um það sem efst er á baugi hjá samtökunum," sagði Kjartan Jóhannsson, sem nú er framkvæmdastjóri EFTA, en hann er hér í opinberri heimsókn sem slík- ur. Kjartan sagði að eitt af stóru verk- efnunum nú væri að endurskipu- leggja skrifstofuhald samtakanna frá grunni. Þar voru 140 stöðugildi þegar mest var. Nú, eftir að Noregur hefur hafnað aðild að ESB, þarf aö endur- skipuleggja allt starfið. Það væri á lokastigi að ganga frá rammaáætlun um að skera skrifstofuhaldiö niður um meira en helming. Starfsmenn verða líklega 55, að því er Kjartan sagði. „Þá stendur til að flytja þyngdar- punktinn nokkuð til. Fram 111 þessa hefur starfið verið nokkuð til helm- inga í Genf og Brussel. Nú verða þrír fjórðu starfsins í Brussel enda þótt höfuðstöðvamar verði áfram í Genf,“ sagði Kjartan. Hann var inntur eftir því hvort það breytti miklu að Svíar og Finnar eru komnir í ESB. Hann sagðist telja að okkur yrði mikill styrkur að því að hafa þessi lönd í ESB. Hann sagöist sannfærður um að þau mundu leggja okkur lið í samskiptum við samband- ið. Hann vildi ekki svara spuming- unni um það hvort hann teldi aö ís- land ætti að sækja um aöild að ESB. „Þið verðið að virða það viö mig sem opinberan starfsmanni þótt ég vilji ekki blanda mér í það mál,“ sagði Kjartan. Hann sagði að undanfarið hefði hann og starfsmenn hans veriö aö fara yfir og átta sig á því hver reynsl- an hefði verið að EES-samningnum þetta eina ár sem ísland hefur verið aðili að honum. Hann sagði að menn I hefðu lagt hendur á veika punkta svo sem hvernig til hefði tekist um mót- un ákvarðana og áhrif okkar á þær. | Varðandi það sagði hann að verið væri að setja saman greiningu á þessu og tillögur til úrbóta. „Ég held að menn geti sagt að þetta hafi tekist sæmilega vel miöað við aðstæður. Þá á ég við að fjögur aðild- arlönd EFTA voru með hugann við inngönguna í ESB en ekki rekstur EES-samningsins,“ sagði Kjartan Jó- hannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 18. tölublað - Helgarblað (21.01.1995)
https://timarit.is/issue/195862

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. tölublað - Helgarblað (21.01.1995)

Aðgerðir: