Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 Afmæli Ásgeir J. Bjömsson Ásgeir J. Björnsson kaupmaður, Hafnargötu 22, Siglufirði, verður sjötugurámorgun. Starfsferill Ásgeir fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Ungur starfaði hann við kúabúið að Hóli en 1946 hóf hann störf hjá nafna sínum og móður- bróður Jónassyni við Verslunarfé- lag Sigluíjarðar. Hann flutti með fjölskyldu sína að Knarrarbergi í Eyjafirði 1951 og bjó þar til ársins 1955 er hann flutti aftur til Siglu- fjarðar og hóf störf að nýju hjá Verslunarfélaginu. Ásgeir tók við stjórn Verslunarfé- lagsins 1973 af Þórhalli bróður sín- um og gegndi því starfi til 1986 er félaginu var slitið og húseignin seld Sparisjóöi Siglufjarðar. Sama ár stofnaði Ásgeir ásamt tveimur sam- starfskonum sínum úr gamla Versl- unarfélaginu, þeim Margréti Frið- riksdóttur og Guðmundu Dýrfjörð, Verslunarfélagið Ásgeir sem stend- ur við Lækjargötu á Siglufirði og starfar hann þar enn. Ásgeir hefur tekið virkan þátt í starfsemi Lionshreyfmgarinnar á Siglufirði. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 18.7.1946 Sigrúnu Ásbjarnardóttur, f. 18.10.1927, hús- móður. Hún er dóttir Ásbjarnar Árnasonar, b. að Stóradal í Eyja- firði, og Gunnlaugar Gestsdóttur húsfreyju. Börn Ásgeirs og Sigrúnar eru Jón- ína Gunnlaug (kjördóttir), f. 17.2. 1949, starfsstúlka við leikskólann Bæjarhól í Garðabæ, gift Magnúsi Guðbrandssyni, bifvélavirkja og starfsmanni Gámaþjónustu Reykja- vikur, og eiga þau fjögur börn; Gunnar Björn, f. 12.8.1960, trésmið- ur og lagerstjóri í Steinullarverk- smiðjunni á Sauðárkróki, kvæntur Ellen Hrönn Haraldsdóttur, starfs- stúlku á sjúkrahúsi Sauðárkróks, og eiga þau tvær dætur; Ásbjöm Svavar, f. 13.4.1963, sölustjóri Good Year í Reykjavík, en sambýliskona hans er Sigríður Sunneva Pálsdóttir hárgreiðslumeistari; Þóra Ösp, f. 25.5.1967, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, en sambýlismaður henn- ar er Unnsteinn Ingason háskóla- nemi. Börn Jónínu og Magnúsar eru Guðbrandur, f. 11.9.1967, vélstjóri á Skagaströnd, en sambýliskona hans er Katrín Bryndís Sigurjónsdóttir og er dóttir þeirra Hiidur Sigrún, f. 27.10.1991; Ásgeir Rúnar, f. 19.5. 1970, vélstjóri á Siglufirði, en sam- býliskona hans er Hulda Ösk Óm- arsdóttir og sonur þeirra Arnar Geir, f. 20.4.1991; Anna Júlía, f. 24.2. 1975, en dóttir hennar er Ásgerður Rós Guðmundsdóttir, f. 30.9.1993; Kristinn, f. 26.2.1980. Dætur Gunnars Björns og Ellenar Hrannar eru Sigrún Andrea, f. 17.3. 1991 og ElínLilja, f. 17.7.1993. Systkini Ásgeirs: Þórhallur, f. 19.11.1912, d. 2.7.1992, kaupmaður á Siglufirði, kvæntur Hólmfríði Guðmundsdóttur sem einnig er lát- in en dóttir þeirra er Anna Laufey, f. 21.11.1944; Svavar, f. 17.2.1914, d. 13.4.1962, kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Valborgu Jónsdóttur og eru börn þeirra Björn, f. 7.7.1942, Jónas, f. 2.5.1947, Herdís, f. 2.9.1951, og Hanna, f. 7.9.1955; Jónas Berg- steinn, f. 25.10.1916, d. 9.9.1993, skrifstofu- og vigtarmaður á Siglu- firði, kvæntur Hrefnu Hermanns- dóttur og eru börn þeirra Björn, f. 4.6.1945, Guðrún, f. 25.2.1948, Hall- Ásgeir J. Björnsson. dóra Ingunn, f. 2.5.1955, og Her- mann, f. 27.5.1957; Anna Laufey, f. 1924, dó í barnæsku. Foreldrar Ásgeirs voru Björn Jón- asson, f. 23.6.1886, d. 19.2.1966, keyr- ari og verktaki á Siglufirði, og Guð- rún Jónasdóttir, f. 20.12.1885, d. 14.10.1954, húsmóðir. Ásgeir verður að heiman á afmæl- isdaginn. Sigurður Eyjólfsson Sigurður Eyjólfsson, bóndi á Hvoli í Mýrdalshreppi, er áttræður ídag. Starfsferill Sigurður fæddist á Hvoli og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll - almennsveitastörf.Hannstundaði barnaskólanám í Mýrdalnum og var síðan einn vetur við íþrótta- skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Sigurður var margar vertíðir í Vestmannaeyjum sem ungur mað- ur en tók síðan við búi foreldra sinna á Hvoli og hefur verið þar bóndi síðan. Fjölskylda Sigurður kvæntist27.6.1952 Sig- urbjörgu Guönadóttur, f. 26.7.1925, húsfreyju. Hún er dóttir Guðna V. Þorsteinssonar, b. að Skuggabjörg- um í Dalsmynni í Grýtubakka- hreppi, og Kristínar Ólafsdóttur. Börn Sigurðar og Sigurbjargar eru Arnþrúður, f. 5.3.1954, bóka- safnsfræðingur í Reykjavík; Krist- ín Jakobína, f. 2.7.1955, ljósmóðir og hjúkrunarfraeðingur í Garðabæ, gift Gunnari R. Ólafssyni og eiga þau þrjú börn; Eyjólfur, f. 31.8.1956, bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Ásdísi Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn; Guðný, f. 20.10.1961, b. á Hvoli í Mýrdal, gift Magnúsi Vil- hjálmssyni og eiga þau tvö börn. Systkini Sigurðar: Anna Rósa, f. 30.5.1905, d. 21.3.1991; Ingveldur, f. 2.2.1907, d. 22.11.1994; Steinunn, f. 1.5.1910, d. 21.11.1979; Guðmund- ur, f. 12.11.1912, búsettur á Hvoli. Foreldrar Sigurðar voru Eyjólfur Guðmundsson, f. 31.8.1870, d. 16.10. 1954, bóndi og rithöfundur á Hvoli, og Arnþrúður Guðjónsdóttir, f. 19.12.1872, d. 3.10.1962, húsfreyja á Hvoh. Benedikt Gunnar Sigurðsson Benedikt Gunnar Sigurðsson, yfir- vélfræðingur við Búrfellsvirkjun, til heimilis að Sámsstöðum 9, Gnúp- verjahreppi í Árnessýslu, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Benedikt Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Reyni- mehnn. Hann lærði vélvirkjun hjá vélsmiðjunni Héðni 1961-65, lauk prófum frá Iðnskólanum í Reykja- vík 1964, var við nám í Vélskóla ís- lands 1965-68 og lauk hinu meira vélstjóraprófi og prófum frá raf- magnsdeild skólans. Benedikt Gunnar starfaði í vél- smiðjunni Héðni 1961-67, hjá Foss- krafti sf. 1968-69 við niðursetningu véla Búrfellsvirkjunnar og hjá Landsvirkjun frá 1969. Hann var vélfræðingur þar frá 1969 og er yfir- vélfræðingur Búfellsvirkjunar frá 1981. Benedikt Gunnar átti heima við Reynimelinn í Reykjavík þar til hann og fjölskylda hans fluttu að Búrfelli í Gnúpveijahreppi. Hann átti sæti í hreppsnefnd Gnúpverja- hrepps 1982-94, í sóknamefnd Stóra-Núpskirkju frá 1988, situr í stjórn Hitaveitufélags Gnúpverja frá 1984 og gegnir fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir sína sveit og Starfsmannafélag Landsvirkjunar. Fjölskylda Eiginkona Benedikts Gunnars er Áslaug Þorleifsdóttir, f. 22.5.1943, húsmóðir og ræstir. Hún er dóttir Þorleifs Sigurðssonar, trésmiös á Siglufirði, og Soffiu Davíðsdóttur húsmóður. Börn Benedikts Gunnars og Ás- laugar eru Ásta Sigríður, f. 6.3.1968, húsmóðir í Reykjavík, gift Bolla Eyþórssyni og eiga þau tvo syni, Vigni Þór, f. 12.12.1990, og Benedikt Arnar, f. 28.7.1993; Sigurður Gunn- ar, f. 15.6.1971, vélfræðingur, búsett- ur í foreldrahúsum. Bræður Benedikts Gunnars eru Guðni Georg Sigurðsson, f. 18.2. 1941, eðlisfræðingur á Seltjarnar- nesi, kvæntur Þóra Hallgrímsdóttur leiðsögumanni og eru börn þeirra Benedikt Gunnar Sigurðsson. Þóra, Gunnar og Kjartan; Ingiberg- ur Sigurðsson, f. 17.5.1947, vörubíl- stjóri í Reykjavík. Foreldrar Benedikts Gunnars: Sigurður Benediktsson, f. 22.9.1908, d. 4.11.1976, vörubílstjóri í Reykja- vík, og Sigurásta Guðnadóttir, f. 12.9.1915, húsmóðir. Benedikt Gunnar er á Kanaríeyj- um. Til hamingju með daginn 21. janúar ara Friðrika Bjarnadóttir, Hörgslundi 5, Garðabæ. 80ára Öli Kristinn Jónsson, Hrísmóuml, Garðabæ. Guðjón Óiafsson, Langholti 16, Keflav.-Njarðv-.Höfn- um. Guðjón tekur á móti gestum í golf- skálanum í Leiru á milli kl. 18 og 21 í dag. Guðrún Gissurardóttir, Mávahlíð 21. Reykjavík. Ástriður Oddbergsdóttir, Silfurbraut 6, Hornafjaröarbæ. Haila Sigurðardóttir, Skúlagötu 80, Reykjavík. 50ára 75ára Stella Gunnur Sigurðardóttir, Sólheimum 23, Reykjavík. 70 ára Soffía Jóhannsdóttir, Reykjasíðu 16, Akureyri. Haraldur Sigurðsson, Byggðavegi lOlf, Akureyri. MaríaM.Mýrdal, Mánagötu 7, Reykjavík. Magnús M. Jónsson, Kirkjuvegi 10, Keflav.-Njarðv,- Höfnum. JóhannaRósa Guðmundsdóttir, Jörfabakka 12, Reykjavík. Jóhanna verö- ur sjötug þann 24.janúar. Sambýlismað- urhennarer Jónas Stein- þórsson. Þau taka á móti gestum í Húnabúð, Skeifunni 17, frá kl, 16-19 sunnu- daginn22.janúar. Kristin Magnúsdóttir, Bjarkargrund 40, Akranesi. Björn Ævar Guðmundsson, Bakkahhð 31, Akureyri. Garðar Ólason, Grund, Grímsey. Alena Friðrikka Anderlova, Hrefnugötu 8, Reykjavík. Svala O. Lárusdóttir, Öldugötu 24, Reykjavik. Pétur H. Skaftason, Elliðavöllum 10, Keflav.-Njarðv.- Höfnum. Guðmundur Sveinbjömsson, Bröttugötu 24, Vestmannaeyjum. 40ára 60 ára Gyifi Þorsteinsson, Aðalbraut 60, Raufarhöfn. Guðbjörg Garðarsdóttir, Heiðarbóh 8c, Keflav.-Njarðv,- Höfnum. Svanhvít M. Sigurðardóttir, Engihjalla25, Kópavogi. Einar Garðar Hj altason, Hhðarvegi 15, ísafiröi. Kristrún Jónsdóttir, Hvcmneyrarbraut 54, Siglufiröi. Oddný Guðleif Ágústsdóttir, Brautarlandi 18, Reykjavík. Gústaf Adolf Hjaltason, Flúðaseh 16, Reykjavík. Ástríður Björg Bjarnadóttir, Ljósheimum 16b, Reykjavík. Helga Bj örg Sigurðardóttir, Tjarnarlandi, Bessastaðahreppi. Emil Ágúst Georgsson, Vatnsnesvegi 22a, Keflav.-Njarðv,- Höfnum. Guðjón Ólafsson Guðjón Ólafsson, framkvæmda- stjóri Ohusamlags Keflavíkur og nágrennis og Olíustöðvarinnar í Helguvík hf., til heimilis að Lang- holti 16, Keflavík, er sextugur í dag. Starfsferill Guðjón fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraösskólanum að Skógum og stundaði síðan nám í verkstjóm og freðfisksmati hjá Fiskmati ríkisins. Á unghngsárunum stundaöi Guðjón sjómennsku og fiskvinnslu. Hann varð verkstjóri hjá fyrirtæki föður síns, Fiskverkun Ólafs Lár- ussonar, 1964. Guðjón stofnaði út- gerðarfyrirtækið Ólafur S. Lárus- son hf. ásamt systkinum sínum 1970, og var framkvæmdastjóri til 1980. Þá réðst hann til Olíustöðvar Keflavíkur þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri síðan. Guðjón sat m.a. í stjóm Útvegs- mannfélags Suðumesja, Vinnuveit- endafélags Suðumesja, Skipaaf- greiðslu Suðumesja, í stjórn Olíu- stöðvar Keflavíkur þar til hann tók þar við framkvæmdastjóm, situr í stjóm Ohufélagsins Esso og stjóm Eignarhaldsfélags Suðumesja hf. Fjölskylda Guðjón kvæntist 10.4.1955 Mar- ínu Guðrúnu Marelsdóttur, f. 29.4. 1936, verslunarmanni. Hún er dótt- ir Marels Guðmundssonar, frá Klöpp í Grindavík, og Eiríku Bjarnadóttur húsmóður en þau eru bæði látin. Böm Guðjóns og Marínar era Bjarni, f. 19.9.1955, vinnuvélstjóri í Keflavík, kvæntur Margréti Hreggviðsdóttur húsmóður og eiga þau tvö böm; Svala Ema, f. 4.2. 1957, nemi og húsmóðir í Keflavík, gift Jónathan Cutress bankastjóra og á hún tvö börn; íris Björk, f. 24.1.1964, húsmóðir í Keflavík, gift Erni Garðarssyni matreiðslumeist- ara og eiga þau þrjú börn; Eiríka Guðrún, f. 20.7.1967, húsmóðir í New York, gift Jóhannesi Thorberg flugafgreiðslumanni og eiga þau tvö börn; Særún, f. 11.12.1972, nemi í Keflavík. Systkini Guðjóns: Guðrún Katrín Jónína, f. 9.10.1926, húsmóðir í Keflavík; Arnbjörn Hans, f. 2.7. 1928, d. 21.3.1931; Jane María, f. 14.11.1929, húsmóðir í Keflavík; Ambjörn Hans, f. 22.12.1930, skip- stjóri í Keflavík; Lára Huld, f. 5.2. 1932, d. 9.2.1934; Lárus Hörður, f. 19.4.1936, d. 5.3.1983, vélstjóri í Keflavík; Ólafur Hafsteinn, f. 7.7. 1937, verkstjóri í Keflavík; Bára Erna, f. 25.4.1939, húsmóðir í Kefla- vík; Sigríður Karólína, f. 24.4.1943, húsmóðir í Keflavík; Særún, f. 4.2. 1946, skrifstofumaður í Keflavík; Reynir, f. 8.6.1948, viðskiptafræð- inguríKeflavík. Foreldrar Guðjóns: Ólafur Sól- mann Lárusson, f. 28.12.1903, d. 28.7.1974, skipstjóri og útgerðar- maður í Keflavík, og k.h., Guðrún Fanney Hannesdóttir, f. 14.5.1907, húsmóðir. Guðjón og Marín taka á móti gest- um í golfskálanum í Leiru, í dag, laugardaginn 21.1. milli kl. 18.00 og 21.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.