Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFCREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BUÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-Ö LAUGAROAGS- QG MANUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995. Vigdis. Davið. Minningarathöfn: Vigdísog Davíð til ísafjarðar Vigdís Finnbogadóttir, forseti Ís- lands, og Davíð Oddsson forsætisráö- herra verða viðstödd athöfn í isa- fjarðarkirkju í dag þar sem minnst verður þeirra Qórtán sem létust í snjóflóðinu í Súðavík á mánudag. Lík hinna látnu voru í gær flutt frá Súðavík til ísafjarðar. Kistulagning fer þar fram en að líkindum verður ekki um sameiginlega útfór hinna látnu að ræða. För forseta íslands og forsætisráð- herra vestur er háð því að veður leyfl flug til ísafjarðar í dag. Suðurnes: Minni vinna hjá iðnaðarmönnum Ægir Már Karason, DV, Suðumesjura; „Iðnaðarmönnum án atvinnu hef- ur aðeins fjölgað síðustu vikurnar. Ástandið nú er þó ívið skárra en undanfarna tvo vetur. Ég held að það verði engin hreyfmg hjá okkur á vinnumarkaðinum fyrr en menn verða ráðnir í sumarafleysingar," sagði Sigfús Rúnar Eysteinsson, formaður Iðnsveinafélags Suður- nesja, í samtali við DV. Á atvinnuleysisskrá hjá félaginu eru nú 13 - átta smiðir og fimm málmiðnaðarmenn. Flexello Vagn- og húsgagnahjól PoMlxfffl SuAuriandsbraut 10. S. 886499. LOKI Segi menn svo að samkeppni sé ekkitil bóta! Nýtt olíufélag býður Irving Oil birginn og boðar verðlækkun á bensíni: Þrjár stöðvar byggðar á höf uðborgarsvæðinu Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, dælir bensíni á sendibíl Bónuss á bensínstöö Skeljungs í gær. Krist- inn Björnsson, forstjóri Skeljungs, og Jóhannes Jónsson i Bónusi fylgjast með. Þeir brugðu á leik fyrir DV i tilefni af stofnun hins nýja olíusölufyrirtækis, Orkunnar hf. DV-mynd GVA Eigendur Hagkaups, Bónuss og Skeljungs hafa stofnað nýtt félag, Orkuna hf., til að heíja sölu á ódýru eldsneyti og veröur Hörður Helga- son, fyrrum aöstoðarforstjóri Olís, forstjórj fyrirtækisins. Jón Pálmason, einn af eigendum Hagkaups, Óskar Magnússon for- stjóri og Jóhannes Jónsson, eigandi Bónuss, hafa rætt við borgarstjóra og bæjarstjórana í Kópavogi og á Seltjarnarnesi um lóðir undir þrjár bensínstöðvar í tengslum við versl- anir Hagkaups og Bónuss á Sel- tjarnarnesi, Bónuss í Kópavogi og Ikea og Bónuss í Holtagörðum. Stefnt er að því að sækja formlega um lóðir eftir helgi og opna bensín- stöðvar síðar á árinu. „Skeljungur er hluthafi í þessu félagi en á ekki aðild að stjórn þess. Fyrirtækið hefur gert viðskipta- samning viö félagið um að selja því eldsneyti í heildsölu. Að öðru leyti eru engin tengsl milli Skeljungs og þessa nýja félags. Við sjáum hvorki um daglega stjórn né verðlagningu. Skeljungur stjórnar verðlagningu eftir sem áður á sínum bensín- stöðvum og verður í beinni sam- keppni við þetta fyrirtæki eins og alla aðra á þessum markaði," segir Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs. Kristinn segir að Orkan hf. hafi - verið stofnaö þar sem verðlagning á bensíni sé orðin frjáls. Mikil þró- un hafi verið í sölu eldsneytis í nágrannalöndunum auk þess sem samkeppnisaöstæður hafi breyst hér á landi. Erlendir aðilar vilji selja eldsneyti hér og við því verði að bregðast. Tilgangurinn sé að bjóða eldsneyti á lægra verði í tengslum við verslanir Hagkaups og Bónuss. Hvorki Kristinn né Jóhannes Jónsson í Bónus vildu segja hversu lágt veröið gæti orðið en sögðu að fyrirtækið myndi draga úr þjón- ustu til að geta boðið lægra verð. Þor, hlutafélag í eigu Hagkaups, og ísaldi, hlutafélag í eigu Jóhann- esar Jónssonar og fjölskyldu í Bón- us, eiga V> hlutaíjár í nýja hlutafé- laginu á móti Skeljungi. Fyrst um sinn veröur nýja félagiö með aö- stööu í húsnæði Hagkaups í Skeif- unni. í t A « t i Veðrið á sunnudag og mánudag: Stormur eða rok vestanlands Á sunnudag verður noröaustanátt, allhvöss vestanlands en hægari annars staðar. Sunnanlands verður úrkomulaust en él í öðrum landshlutum. A mánudag verður norðan- og norðaustanátt um allt land, stormur eða rok vestanlands en heldur hægari í öðrum landshlutum. Sunnanlands verður að mestu úrkomulaust en él annars staðar. ________________________ Veörið 1 dag er á bls. 61 í?; I V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.