Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Page 56
FRÉTTASKOTIÐ
562*2525
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast
7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700
BLAÐAAFCREIÐSLA OG
ÁSKRIFT ER OPIN:
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokað
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BUÐA-
AFGREIÐSLU: 563 2777
KL 6-Ö LAUGAROAGS- QG MANUDAGSMORGNA
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995.
Vigdis. Davið.
Minningarathöfn:
Vigdísog Davíð
til ísafjarðar
Vigdís Finnbogadóttir, forseti Ís-
lands, og Davíð Oddsson forsætisráö-
herra verða viðstödd athöfn í isa-
fjarðarkirkju í dag þar sem minnst
verður þeirra Qórtán sem létust í
snjóflóðinu í Súðavík á mánudag.
Lík hinna látnu voru í gær flutt frá
Súðavík til ísafjarðar. Kistulagning
fer þar fram en að líkindum verður
ekki um sameiginlega útfór hinna
látnu að ræða.
För forseta íslands og forsætisráð-
herra vestur er háð því að veður leyfl
flug til ísafjarðar í dag.
Suðurnes:
Minni vinna hjá
iðnaðarmönnum
Ægir Már Karason, DV, Suðumesjura;
„Iðnaðarmönnum án atvinnu hef-
ur aðeins fjölgað síðustu vikurnar.
Ástandið nú er þó ívið skárra en
undanfarna tvo vetur. Ég held að það
verði engin hreyfmg hjá okkur á
vinnumarkaðinum fyrr en menn
verða ráðnir í sumarafleysingar,"
sagði Sigfús Rúnar Eysteinsson,
formaður Iðnsveinafélags Suður-
nesja, í samtali við DV.
Á atvinnuleysisskrá hjá félaginu
eru nú 13 - átta smiðir og fimm
málmiðnaðarmenn.
Flexello
Vagn- og húsgagnahjól
PoMlxfffl
SuAuriandsbraut 10. S. 886499.
LOKI
Segi menn svo að samkeppni
sé ekkitil bóta!
Nýtt olíufélag býður Irving Oil birginn og boðar verðlækkun á bensíni:
Þrjár stöðvar byggðar
á höf uðborgarsvæðinu
Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, dælir bensíni á sendibíl Bónuss á bensínstöö Skeljungs í gær. Krist-
inn Björnsson, forstjóri Skeljungs, og Jóhannes Jónsson i Bónusi fylgjast með. Þeir brugðu á leik fyrir DV i
tilefni af stofnun hins nýja olíusölufyrirtækis, Orkunnar hf. DV-mynd GVA
Eigendur Hagkaups, Bónuss og
Skeljungs hafa stofnað nýtt félag,
Orkuna hf., til að heíja sölu á ódýru
eldsneyti og veröur Hörður Helga-
son, fyrrum aöstoðarforstjóri Olís,
forstjórj fyrirtækisins.
Jón Pálmason, einn af eigendum
Hagkaups, Óskar Magnússon for-
stjóri og Jóhannes Jónsson, eigandi
Bónuss, hafa rætt við borgarstjóra
og bæjarstjórana í Kópavogi og á
Seltjarnarnesi um lóðir undir þrjár
bensínstöðvar í tengslum við versl-
anir Hagkaups og Bónuss á Sel-
tjarnarnesi, Bónuss í Kópavogi og
Ikea og Bónuss í Holtagörðum.
Stefnt er að því að sækja formlega
um lóðir eftir helgi og opna bensín-
stöðvar síðar á árinu.
„Skeljungur er hluthafi í þessu
félagi en á ekki aðild að stjórn þess.
Fyrirtækið hefur gert viðskipta-
samning viö félagið um að selja því
eldsneyti í heildsölu. Að öðru leyti
eru engin tengsl milli Skeljungs og
þessa nýja félags. Við sjáum hvorki
um daglega stjórn né verðlagningu.
Skeljungur stjórnar verðlagningu
eftir sem áður á sínum bensín-
stöðvum og verður í beinni sam-
keppni við þetta fyrirtæki eins og
alla aðra á þessum markaði," segir
Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj-
ungs.
Kristinn segir að Orkan hf. hafi
- verið stofnaö þar sem verðlagning
á bensíni sé orðin frjáls. Mikil þró-
un hafi verið í sölu eldsneytis í
nágrannalöndunum auk þess sem
samkeppnisaöstæður hafi breyst
hér á landi. Erlendir aðilar vilji
selja eldsneyti hér og við því verði
að bregðast. Tilgangurinn sé að
bjóða eldsneyti á lægra verði í
tengslum við verslanir Hagkaups
og Bónuss.
Hvorki Kristinn né Jóhannes
Jónsson í Bónus vildu segja hversu
lágt veröið gæti orðið en sögðu að
fyrirtækið myndi draga úr þjón-
ustu til að geta boðið lægra verð.
Þor, hlutafélag í eigu Hagkaups,
og ísaldi, hlutafélag í eigu Jóhann-
esar Jónssonar og fjölskyldu í Bón-
us, eiga V> hlutaíjár í nýja hlutafé-
laginu á móti Skeljungi. Fyrst um
sinn veröur nýja félagiö með aö-
stööu í húsnæði Hagkaups í Skeif-
unni.
í
t
A
«
t
i
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Stormur eða rok vestanlands
Á sunnudag verður noröaustanátt, allhvöss vestanlands en hægari annars staðar. Sunnanlands verður úrkomulaust en él í öðrum landshlutum.
A mánudag verður norðan- og norðaustanátt um allt land, stormur eða rok vestanlands en heldur hægari í öðrum landshlutum. Sunnanlands
verður að mestu úrkomulaust en él annars staðar.
________________________ Veörið 1 dag er á bls. 61
í?;
I
V