Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
45
Fréttir
Fjárhagsáætlun borgarinnar:
560 milljónir í sparnað með
hagræðingu og sölu eigna
Tekjur borgarsjóös verða tæplega
16,9 milljaröar á þessu ári, þar af
nema skatttekjur samtals um 11
milljöröum króna og er þaö hækkun
um 794 milljónir frá árinu 1994.
Mestu munar um tekjur að fjárhæð
um 550 milljónir króna vegna álagn-
ingar 0,15 prósenta holræsagjalds,
auk þess sem útsvarstekjur hækka
um 200 milljónir króna. Útsvar
hækkar úr 6,7 prósentum í 8,4 pró-
sent og verður til 130 milljóna tekju-
auka.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri kynnti fjárhagsáætlun borg-
arsjóðs í borgarstjórn á fimmtudag.
í ræðu hennar kom fram aö framlög
úr Vegasjóöi til þjóðvegafram-
kvæmda hækka um 610 milljónir
króna, úr 257 milljónum í 867 milljón-
ir, og arðgreiðslur fyrirtækja borgar-
innar hækka um tæplega 600 milljón-
ir, úr 984 milljónum í 1.565 milljónir
króna. Þá hækká endurgreiðslur
borgarinnar gegnum Félagsmála-
stofnun um rúmlega 350 milljónir,
meðal annars vegna 250 milljóna
húsaleigubóta.
í frumvarpi að fjárhagsáætlun
borgarsjóðs 1995 er gert ráð fyrir 4,2
prósenta arðgreiðslum af skuldlausri
eign borgarfyrirtækja, með þeirri
undantekningu þó að Hitaveitan skih
5,2 prósenta arði og bókfærður eign-
arhluti Rafmagnsveitunnar í Lands-
virkjun skili 3,2 prósentum.
„Tillagan felur í sér það markmið
að ná með hagræðingu og sölu eigna ,
samtals 560 milljónum króna og ná
þannig því sem á vantar til þess að
skuldir borgarsjóðs aukist ekki svo
neinu nemi á næsta ári,“ sagði borg-
arstjóri í ræðu sinni á fimmtudags-
kvöld.
Niðjar Benedikts Ásgrímssonar:
Niðjar Benedikts Ásgrímssonar, enda las hann mikið, er hann hafði dóttir og komust þrjú börn þeirra
guUsmiðs í Reykjavík (1845-1921), tóm til, hafði góða söngrödd og lék upp.
koma saman til kafíidrykkju í dag nokkuð á organ. Hafðí yndi af Afkomendur hans munu nú vera
milU kl. þrjú og fimm i Víkingasal skáldskap, enda Uggja eftir hann tæplega 130 og er búist við aö þeir
Hótel Loftleiða í tilefni af þvi að þijár skáldsögur prentaöar." tjölmenni á mótið. Þar verða sýnd-
Uðin eru 150 ár frá fæöingu hans. ar bækur sem hann samdi og gaf
Benedikt var kunnur borgari í Benedikt var tvíkvæntur. Hann út og einnig nokkrir gripir sem
Reykjavík á sinni tíð og stundaði átti fyrst Margréti Gestsdóttur frá hann smíðaði. Þá verður ættartala
og kenndi gullsmiðar. í Islenskum Útskálahamri og komust tvö af hans, sem nýlega var tekin saman,
æviskrám segir um hann: „Vel gef- fjórum börnum þeirra upp. Síðari seld á staðnum.
inn maður, bókhneigður mjög, kona hans var Jóhanna Gunnars-
Mjög góð þátttaka í jólakrossgátu og jólamyndagátu:
Vinningshafar í
jólagátum DV
Mjög góð þátttaka var í jólamynda-
gátu og jólakrossgátu DV en síðasti
skUadagur var 19. janúar. Dregið
hefur verið úr þeim fjölda réttra
lausna sem bárust og eru nöfn þeirra
heppnu birt hér að neðan. Glæsilegir
vinningar voru í boði fyrir réttar
lausnir. Fyrstu verölaun fyrir rétta
myndagátu er AKAI ferðatæki og
segulband með geislaspilara, að
verðmæti kr. 19.900, frá Sjónvarps-
miðstööinni, Síðumúla 2.
Önnur verðlaun fyrir rétta mynda-
gátu eru TENSAI ferðatæki, að verð-
mæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmiðstöð-
inni, Síðumúla 2.
Fyrstu verðlaun fyrir rétta jóla-
krossgátu er AIWA ferðatæki með
geislaspilara og segulbandi, að verð-
mæti kr. 18.790, frá Radíóbæ, Ármúla
38.
Önnur verðlaun fyrir rétta jóla-
krossgátu eru AIWA vasadiskó með
útvarpi, að verðmæti kr. 5.980, frá
Radíóbæ, Ármúla 38.
Rétt lausn jólamyndagátu
SÓL RÚN STOÐ AÐ STOFN
UN R LISTA í REYKJA
VÍK. Þ JÓÐ VAKI
VERÐUR Á BER ANDI
Á STJÓR N MÁLA
SVIÐ I ÁR SIN S.
Rétt lausn á jólakrossgátu
UM EINA LITLA TÁRATJÓRN
TÆPAST NOKKUÐ VITA
STELKUR, LÓA, LUNDI, ÖRN,
LANGVÍA OG RITA.
Verðlaunahafar fyrir rétta
myndagátu eru:
1. verðlaun hlýtur Fjóla Höskulds-
dóttir, Látraströnd 12,170 Seltjarnar-
nes.
2. verðlaun hlýtur Sigrún Kaaber,
Eikjuvogi 2,104 Reykjavík.
Selma Víðisdóttir, starfsmaður á ritstjórn DV, dró úr þeim mikla fjölda
réttra lausna sem bárust í jólakrossgátu og jólamyndagátu. DV-mynd GVA
Verðlaunahafar fyrir rétta 2. verðlaun hlýtur Ásgeir Ingólfsson,
krossgátu eru: Vanabyggö 2b, 600 Akureyri.
1. verölaun hlýtur Vigdís Pálsdóttir, Verðlaunin verða send heim.
Tjarnargötu 38,101 Reykjávík.
Ungtfólktilhjálp-
ar Súðvikingum
Ungt fólk í framhaldsskólum á
höfuðborgarsvæðinu hefur tekið
sig saman og ætlar að standa fyrir
samkomu til styrktar Súðvíkingum
sem eiga um sárt að binda eftir
náttúruhamfarir. í kvöld, laugar-
daginn 21. janúar, verður í því til-
efni dagskrá í Háskólabíói sem til-
einkuö er landssöfnuninni „Sam-
hugur í verki“.
Allur aðgangseyrir rennur
óskiptur til söfnunarinnar og þar
verða flutt atriði frá flestum fram-
haldsskólum á höfuðborgarsvæð-
inu. Dagskráin hefst klukkan 20 og
stendur til 23 en miðaverð er 1000
krónur. Miðasala er í Kringlunni
frá klukkan 10 í dag og í Hinu hús-
inu frá klukkan 12.
Til sýnis og sölu
2,8 litra, dísil, turbo, intercooler, ek. 75 þús. km,
útvarp/segulband, 4x4, 5 gíra, svartur og grár, me-
tallic, aukadekk á felgum, yfirfarinn með 6 mán.
ábyrgð.
Tilboðsverð 1.480.000
AMC Cherokee Laredo, árg 1990
4,0 Htra vél, injection, ek. 89 þús. km, 5 gíra, 4x4,
dökkgrár, metallic, útvarp/segulband.
Tilboðsverð 1.620.000
Opið laugardaga
12.00-16.00
BRIMB0RG
Faxafeni 8 - simi 91-68 58 70