Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
Vísnaþáttur___
Indriði
á Fjalli
Indriði Þórkelsson fæddist áriö
1869 í Sýrnesi í Aðaldal í S-Þing.
Ólst sveinn upp á Syðra-Fialli í
Aðaldal en árið 1896 hóf hann bú-
skap á næsta bæ, Ytra-Fjalli, og bjó
þar til ársins 1930. Lagði hann um
daga sína stund á alþýðleg fræði
og þá þingeysk einkum og ættvísi.
Safn fróðleiksþátta Indriða kom út
í bókinni Milli hafs og heiða er út
kom árið 1947. Það herrans ár 1939,
er Indriði var sjötugur að aldri,
kom út safn kveðskapar hans og
heitir það rit Baugabrot. Kveöskap-
ariðkan Indriða var afurö tóm-
stunda hans og eins og getur um í
formála ljóðmæla hans oft til orðin
í búgæslu og við annan starfa þar
nyrðra. Kveðskapurinn varð því
aldrei nema hjábarn búskapar og
fræðaiðkana og voru því kviðling-
amir kannski hripaðir niður er
dæguramstrið var að baki.
Víst er það að vér hin fávísu lýö-
menni viljum ætíö þekkjast ein-
faldan og þægilegan sannleik.
Reynist hann þó oft hin argasti
villuvegur og kennist oss ekki þó
reynslan sýni annað. Svo kveður
Indriði:
Ærið mörgu er í lýð,
um æfina búið að ljúga,
en hann reynist ár og síð,
óbilandi að trúa.
Einhverri blindni hefur sá verið
sleginn er fékk aðvörun þessa frá
skáldbóndanum:
Ef þér heppnast ekki að sjá,
að sú bráð er voði,
mannvitsfiskur þinn er þá
þunnur mjög í roði.
Móðir náttura er í senn gjafmild
og grimm og urðu feður vorir þess
oft vitni. Svo kveður Indriði:
Ég er tíðum göngugjarn,
gramur hýði þýðu.
Eg er víðavangsins bam,
vanur blíðu og stríðu.
Oft vefjast æskuárin bjartri
geislamóðu þegar fram líða stund-
ir. Er Indriða efst í hug sólskinið:
Þegar æskan átti völd,
allt var þá með snilli.
Sólskinsmorgnar, sólskinskvöld,
sólskin þar á milli.
Eitthvað hefur Jón þessi farið
villur vegar er Indriði kveður þessa
vísu:
Lög þótt banni leikinn þann,
látum hann í friði.
Jón er annars einn sem kann
enga mannasiði.
Er sá hinn sami var óvenju
skuggalegur að líta kvað Indriði:
Vinnur dyggur degi tjón,
drýgir nætursjóði.
Ystu myrkrin ertu, Jón,
íklædd holdi og blóði.
Nokkuð hefur vegferð þess verið
annarleg er Indriði kveður svo um:
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
Má af Óla sögu sjá,
sá hefur lent í flækjum,
gegnum heiminn oltið á
ýmsum farartækjum.
Um misgjöfulan veiðiskap manns
nokkurs kveður Indriði:
Víst er hann Bjarni veiðinn, þó
verði rýrt til bjargar:
Drengir tala um dauðan sjó
dregur hann ýsur margar.
Ekki hefur það verið mikil frægð-
arför sem Indriði kvað svo um:
Suður og út um sveitir hér,
svartur af trúargrómi,
ekur Bjöm á sjálfum sér
sínum vesældómi.
Að lokum er hér hughreysting
og áskorun um að æðrast ekki þótt
éitthvað bjáti á:
Mér finnst oft er þrautir þjá,
þulið mjúkt við eyra:
„Þetta er eins og ekkert hjá
öðm stærra og meira.“
LÁTTU EKKl 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
Askrifendur DV
10% aukaafslátt af
smáauglýsingum
vvxvvxv
Z7"
AUGLYSINGAR
Þverholti 11 -105 Réykjavík
Sími 563 2700 - Bréfasími 563 2727
Græni síminn: 99-6272
(fyrir landsbyggðina)
OPIÐ:
Virka daga kl. 9-22
Laugardaga kl. 9-14
Sunnudaga kl. 16-22
Athugið!
Smáauglýsingar í helgarblað
DV verða að berast fyrir
kl. 17 á föstudögum.
Matgæðingnr vikuimar_________________ x>v
J apönsk veisla
„Ég hef haft mjög mikinn áhuga á að kynna mér
austurlenska matargerð og legið í kokkabókum.
Reyndar á ég eina stóra með austurlenskum réttum
sem ég hef notað mikið. Það hefur komið mér á óvart
hversu auðvelt er í rauninni að elda þessa rétti,“ segir
Guðný Helga Gunnarsdóttir, kennari og matgæðingur
vikunnar. Guðný Helga ætlar að bjóða upp á japanska
rétti sem vafalaust margir hafa gaman af að prófa.
Hún lofar þvi að þetta sé einfalt að gera og mjög ljúf-
fengt að borða.
„Eg hef boðið gestum upp á þessa rétti við mikla
hrifningu, meira að segja fullorðnu fólki sem var hálf-
hissa fyrst,“ útskýrir Guðný. Hún segir auðvelt að
nálgast allt þaö sem í réttina fer t.d. í Kryddkofanum,
Heilsuhúsinu, Pipar og salti eða verslunum Nóatúns.
„Það er mjög vinsælt á mínu heimili að hafa austur-
lenska rétti,“ segir hún. í forrétt hefur Guðný valið
marineraöa smálúðu og í aðalrétt býður hún upp á
svínalundir á japanska vísu.
Marineruð smálúóa
500 g smálúðuflök eða ýsa
salt
hálfur bolli ljóst milt vínedik
2 msk. kalt vatn
2 msk. sykur
4 msk. rifnar gulrætur
4 msk. rifln kínahreðka
steinselja til skrauts
Sósa
1 tsk. rifin engiferrót
3 msk. japönsk sojasósa
2 msk. milt ljóst vínedik
1 msk. sykur
Því sem í sósuna fer er blandað saman og hrært vel
saman þar til sykurinn hefur verið leystur upp.
Salti er stráð á smálúðuflökin og nuddað vel inn í
þau og þau síðan geymd í kæli í að minnsta kosti 3
klst. Þá er saltið skolaö eða þurrkað af. Flökin eru
síðan skorin í 4-5 sm lengjur langsum og síðan í þunn-
ar sneiðar. Sneiðarnar síðan marineraðar í ediks-,
vatns- og sykurblöndunni í 30-60 mínútur. Borið fram
á litlum diskum sem forréttur með 1 msk. af gulrótum
og hreðkum og skreytt með steinselju. Sósan sett í litl-
ar skálar fyrir hvem og einn. Fiskinum er síðan dýft
í sósuna áður en hann er borðaður. Gott er einnig að
hafa wasabi með sem er mauk úr grænni piparrót sem
fæst í duftformi og er hrært upp með vatni.
Svínasneiðar
2 svínalundir
4 msk. japönsk soja
4 msk. mirim eða þurrt sérrí
Hinhliðm
Konur eru flestar sætar
- segir Broddi Broddason fréttamaður
Ekki hugmynd. Þær eru flestar
sætar.
Ertu hlynntur eða andvígur rikis-
stjórninni? Velviljaður.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Ferdinand.
Uppáhaldsleikari: Sir John.
Uppáhaldsleikkona: Kristbjörg
Kjeld.
Uppáhaldssöngvari: Bjöggi.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón-
as Jónsson frá Hriflu.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Knatt-
spyma og náttúrulífsmyndir.
Uppáhaldsmatsölustaður: Að
Hrappi (prívathús fyrir norðan).
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Tvílýsi.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Gufan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Bjarni
Fel.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Amóta mikið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Veit
ekki.
Uppáhaldsfélag í íþróttum? Hesta-
mannafélagið Stígandi.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að vera áfram góði
drengurinn, helst betri.
Hvað gerðir þú i sumarfríinu? Ég
fór norður.
Fréttamenn á fréttastofu Út-
varpsins hafa haft í nógu að snúast
þessa vikuna eins og aðrir íjölm-
iðlamenn vegna þeirra hörmulegu
frétta sem borist hafa frá Vestfjörð-
um. Fréttastofan þarf ekki einungis
að sinna landsmönnum með fréttir
heldur gegnir hún veigamiklu hlut-
verki í almannavörnum og þjón-
ustar varðandi veður og færð.
Broddi Broddason fréttamaður
hefur verið mest áberandi sem
fréttalesari enda þykir hann hafa
aíbragðsgóða og skýra rödd. Það
er Broddi Broddason sem sýnir
hina hliðina að þessu sinni:
Fullt nafn: Broddi Broddason.
Fæðingardagur og ár: 17.10. 1952.
Maki: Björg Ellingsen.
Börn: Hailveig, 19 ára, og Laufey,
12 ára.
Bifreið: Lada, 6 ára.
Starf: Fréttamaður.
Laun: Eitt hundraö þúsund fyrir 8
tímana.
Áhugamál: Veiðiskapur.
Hefur þú unnið i happdrætti eða
lottói? Nei.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Vera uppi í sveit.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að vera kurteis við kverúl-
anta.
Broddi Broddason, fréttamaður
Ríkisútvarpsins. DV-mynd GVA
Uppáhaldsmatur: Kjöt af öllu tagi.
Uppáhaldsdrykkur: Bjór Úr flösku.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag að þínu mati? Magn-
ús Scheving.
Uppáhaldstímarit: Zukunftplan-
ung.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan eiginkonuna?
Guðný Helga Gunnarsdóttir, kennari og matgæðingur
vikunnar. DV-mynd ÞÖK
1-2 hvítlauksrif
nýmalaður svartur pipar
1 þeytt egg
1 msk. smátt skorinn vorlaukur eða púrra
1 bolh brauðmylsna, gerð úr mjúku hvítu brauði
olía til steikingar
sultaður engifer
Sósa
hálfur bolli japönsk soja
'/4 bolli mirin eða þurrt sérrí
3 msk. sykur
1 tsk. rifin engiferrót
Svínalundirnar eru skornar í eins og hálfs til tveggja
sentímetra þykkar sneiöar, ílattar út með lófunum og
marineraðar í leginum í að minnsta kosti 30 mínútur.
Þá er þeim velt upp úr eggi og blöndu af vorlauk og
brauðmylsnu. Þá eru sneiðarnar látnar standa í kæh-
skáp í a.m.k. eina klukkustund. Steikt í olíu á stórri
pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið, síðan sett á
smjörpappír og hver sneið skorin í litla bita en reynt
að láta lögunina halda sér. Borið fram með hrísgrjón-
um, sultuðum engifer, sósu og einnig er gott aö hafa
rifnar gulrætur og kínahreðkur með.
Guðný Helga ætlar að skora á Þorberg Karlsson
verkfræðing að vera næsti matgæðingur.