Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1995, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 9 Fréttir Þjóðvaki boðar til fyrsta landsfundarins 28. og 29. janúar: Ijóst að verða hverjir leiða lista f lokksins - likur á að Svanfríður Jónasdóttir verði kjörin varaformaður Þjóðvaka „Landsfundur Þjóðvaka verður haldinn 28. og 29. janúar. Það verður því ekki fyrr en eftir það, einhvern tímann í næsta mánuði, sem fram- boðslistar samtakanna verða birtir," sagði Sigurður Pétursson, einn af helstu frammámönnum Þjóðvaka, í samtali við DV. Það virðist nú komið nokkuð á hreint hverjir skipa munu efstu sæt- in á listum flokksins, nema í Austur- landskjördæmi. Það er auðvitað Jó- hanna Sigurðardóttir sem verður í efsta sætinu í Reykjavík. Talið er að Jón Sæmundur Sigurjónsson, fyrr- verandi þingmaður Alþýðuflokksins, verði í öðru eða þriðja sæti listans í Reykjavík. A Vesturlandi verður það annað- hvort Runólfur Ágústsson, kennari að Bifröst, eða Stefán Garðarsson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sem er stérklega nefndur til sögunnar, sem leiðir listann. Á Vestfjörðum er nær öruggt að Sigurður Pétursson verði í efsta sæt- inu og á Norðurlandi vestra er búist við að Sveinn Allan Morthens á Sauðárkróki, sem sagði sig úr Al- þýðubandalaginu í vetur, verði í efsta sætinu. Þjóðvakamenn í Norðurlandi eystra eru komnir einna lengst með aö skipuleggja sig. Þeir hafa þegar stofnað deild og þar er öruggt að Svanfríður Jónasdóttir frá Dalvík skipi efsta sæti hstans í kjördæminu. Ekki er ljóst hver skipar efsta sæt- ið í Austurlandskjördæmi. í Suður- landskjördæmi er Þorstein Hjartar- son skólastjóri tahnn líklegastur í efsta sæti hstans. Á Reykjanesi verð- Norðurland vestra: Jón efstur hjá krötum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Jón F. Hjartarson, skólameistari á Sauðárkróki, mun skipa efsta sæti á hsta Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra í kosningunum til Alþingis í vor. Þetta mun ákveðið en verður ekki tilkynnt opinberlega fyrr en um næstu helgi. Kristján Möller, bæjarfulltrúi á Siglufirði, sem var einnig orðaður við 1. sætið, segist ekki gefa kost á sér á hstann, hann hafi tilkynnt þá ákvörðun fyrir skömmu. Margir sóttu um vinnu í kolanum Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: „Það kom mér talsvert á óvart hve margir sóttu um vinnu en ánægju- legt var það. Fólkið fer í sérstaka starfsþjálfun og verður ráöið í vinnu í áfongum," sagði Eggert Kjartans- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins Suðumes hf. í Keflavík, í samtali viðDV. Rúmiega 120 manns sóttu um vinnu hjá fyrirtækinu sem byrjar vinnslu á kola um mánaöamótin í 1500 m2 leiguhúsnæði í eigu Stakks- víkur hf. Flestir sem sóttu um eru á atvinnuleysisskrá. Fólkið verður ráðið í áfóngum og munu þar 45-00 manns fá vinnu. ur það svo Ágúst Einarsson prófess- or sem verður í efsta sætinu. A fyrsta landsfundi Þjóðvaka í lok janúar verður Jóhanna Sigurðar- dóttir kjörin formaður samtakanna. Samkvæmt heimildum DV eru mest- ar líkur á að Svanfríður Jónasdóttir verði kjörin varaformaður. ■0- OPEL Aöeins Opel Astra er svo vel búin öryggisþáttum: Bílbeltastrekkjarar. Tvöfaldir styrktarbitar í hur&um. Stillanleg hæ& bílbelta fyrir fram- og aftursæti. Opib taugardag & sunnudag kl 14-17 • Hágæða útvarp og segulband meö 6 hátölurum og þjófaörn • Samlæsingar með þjófavörn • Vökvastýri og lúxusinnrétting 1400«:, 82ja hestafla vél • Fáanlegur meb 4ra gíra sjálfskiptingu og spólvörn Þaö er ekki tilviljun aö nálœgt því helmingur allra station bíla sem selst í Evrópu er Opel Astra station. Nú um helgina sýnum við þrjár útgáfur Opel Astra station. Opel Astra Station GL 1,4 Opel Astra Station GLS 1,6 Opel Astra Station GLS 1,7 dísel. Sýnum allar gerbir Opel Astra um helgina verb frá kr: 1.135.000.-1 Fossháls 1 110 Reykjavík Sími 634000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.