Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 Fréttir Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að misnota 15 ára pilta í nokkra mánuði: Kynferðisbrotamaður nýtti sér vínhneigð unglinga - veitti þeim áfengi og fór síðan með þeim út úr bænum á afvikna staði Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 49 ára karlmann í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa veitt tveimur 15 ára piltum áfengi og síðan misnot- að þá kynferðislega. Sakborningur- inn er fjölskyldumaður en hann var dæmdur fyrir að hafa notfært sér vinnuaðstöðu sína og vínhneigð pilt- anna til að svala afbrigðilegri kyn- hneigð sinni. Umræddum manni var gefið að sök að hafa átt ýmis brotleg samskipti við tvo pilta á þriggja mánaða tíma- bili í bæjarfélagi á Suðurlandi árið 1993. Þegar kennari varð þess áskynja að öðrum piltinum leið mjög illa andlega fór barnavemdarnefnd í málið sem síðan kærði umræddan mann til lögreglu. Rannsókn hófst þegar i staö. Hún stóð meira og minna yfir á síðasta ári, meðal ann- ars skýrslugeröir fagmanna, s.s. sál- fræðinga, og var ákæra síðan gefin út á hendur manninum. Ákærði rak veitingahús og not- færði hann sér aöstöðu sína með því að bjóða drengjunum til sín og veita þeim áfengi. Hann er síðan dæmdur fyrir aö hafa farið með piltana út fyrir bæinn og haft i frammi kynferð- islegar athafnir fyrir framan þá eða sem hann fékk þá til að gera þrátt fyrir mótmæh. Dómurinn komst meðal ánnars að þeirri niðurstöðu að lostugt athæfi ákærða í orði og æði virtist hafa markað djúp spor í viðkvæmt tilfinn- ingalíf pUtanna. Óhikað hélt hann áféngi að drengjunum þótt hann vissi að þeir ættu við áfengisvandamál að stríða, segir í dóminum. Jón Ragnar Þorsteinsson, héraðs- dómari á Suðurlandi, kvað upp dóm- inn. -Ótt Stuttar fréttir Flutningur málaf lokks Ríkisstjómin ákvaö í gær aö flytja yfirsfjóm vátryggingamála til viðskiptaráðuneytis frá trygg- ingaráöuneytinu. Aö sögn RUV tekur breytingin gildi 1. mars. Andstaða við tilvísanir Meirihluti þjóðarinnar, eða 58,2%, er andvígur því að tekið verði upp tilvísanakerfi sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun þjá Gallup. Fylgjandi kerfinu eru 34,3% en 7,5% eru hlutlaus. Sjón- varpið skýrði frá þessu. Vigdísiútlöndum Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, fer f dag til Strassborgar á ráðstefnu Evrópuráðsins um jafnrétti og lýðræði. Vigdís mun flytja lokaskýrslu ráöstefnunnar. Hagkvæmni endurmetin Bygging kísilmálmverksmiöju á Reyðarfirði er nú aftur komin á dagskrá. Ætlunin er að endur- meta fyrri hagkvæmniútreikn- inga. Stöð tvö skýrði frá þessu. Stjáni Meik smíðar bíl Smíði ahslensks flahabfls í smiðju Stjána Meik mun Ijúka innan 2 ára standist allar áætlan- ir. Bíllinn verður gæddur ýmsum eiginleikum sem ekki hafa sést áður í bílum. Stöð tvö skýrði frá. Heiðursborgari kosinn Bæjarstjórn Hornaflarðar kaus í gær Ásgrím Halldórsson heiö- ursborgara Hornaflarðar vegna framlags hans til atvinnuupp- byggingar og annarra starfa. RUV greindi frá þessu. Forsetinnfórútaf Forsetabíllinn hafnaði utan vegar á þjóðveginum að Gullfossi og Geysi þegar forsetinn var þar á ferö í vikunni. Að sögn Tímans var forsetinn á heimleið eftir að hafa setið fyrir hjá ljósmyndara tímaritsins Heho. VerksmiðjaiGarðabæ Norma hf. undirbýr áburðar- pinnaverksmiðju í Garöabæ í samvinnu viö sænska fyrirtækið Bio Bícf. Mbl. greindí frá þessu. Bilunísímkerfinu Rafmagnsleysi í Vesturbergi f Reykjavík olli því að um 10 þús- und síroanúmer duttu út eina og hálfa klukkustund f gær. Að sögn Tímans duttu númerin út um 8 tímum eftir rafmansleysið, eða þegar vararafhlöður stöövarínn- artæmdust. -kaa Þannig var umhorfs í íbúðinni eftir innrás mannanna þriggja. Jökulsárlón- ið stöðuvatn - hægt að aka fram hjá lóninu án þess að nota brúna Einar R. Sigurðsson, DV, Öræfumj Undanfarin misseri hafa menn haft af því áhyggjur að Jökulsárlónið væri að breytast í óbrúandi flörð en nú ber nýrra við. Jökulsárlónið hef- ur breyst í stöðuvatn og Jökulsáin, þessi stysta á Evrópu, er ekki til í dag. Milli lónsins og sjávar hefur myndast fjörukambur svo að nú er unnt að ganga og aka fram hjá Jök- ulsárlóni án þess að nota brúna. Ekki mun þó ráðlegt að leggja brúna niður því að það er næsta víst að með hækkandi sól muni áin fæð- ast á ný og verða eins vatnsmikil og ihvíg og ferðalangar fyrri alda fengu að reyna. Að sögn Sigurðar Björnssonar á Kvískerjum kemur þessi staða upp í ánni svo til á hverjum vetri. Ekki hafa forfeðurnir notið þess sem sam- göngubótar því að hún byrjaði ekki að haga sér svona fyrr en um 1950 enda varð Jökulsárlónið ekki tii fyrr en eftir 1934. Loðnan að verða frystingarhæf Jóhann Jóhannsson, DV, Seyöisfiröi: Loðan sem Örn KE landaði hér í fyrrinótt - um 1000 tonn - var þokka- lega stór. Hrognafylhng reyndist 11 % og styttist því óðum í að loðnan sé frystingarhæf á Japansmarkað. Sigurjón Sveinbjörnsson, stýri- maður á Erninum, sagði að Hjálmar fiskifræðingur Vilhjámsson væri þeirrar skoðunar og miðað við ástand loðnunnar ætti hún að vera komin vestar og nær landi en raunin er. Það bendir ótvírætt til aö loðnan sé seinna á ferðinni en eðhlegt er talið og því von að brátt lifni yfir veiðunum. Kæra lögö fram fyrir mjög alvarlegt húsbrot, rán og líkamsárás: Ruddust inn og rændu og börðu heimilisfólk - sími slitinn úr sambandi og kona kýld og barin með flösku í höfuðið aht á rúi og stúi eftir innrás þriggja „Við sátum tvö inni í stofu ásamt vini okkar þegar dyrabjöhunni var hringt. Þegar ég opnaði dymar rudd- ust þrír menn inn í íbúðina. Þeir réð- ust á mig og byrjuðu að slá mig og sneru upp á hálsinn á mér og síminn var slitinn úr sambandi. Konan stóð upp og ætlaði að ganga á milh en þá var hún kýld niður. Hún stóð upp og spurði hvað væri að gerast en þá var hún slegin með flösku í höfuð- ið,“ sagöi íbúi aö Hverfisgötu í sam- tah viö DV. Maðurinn og sambýhskona hans hafa kært líkamsárás, húsbrot og rán að heimih þeirra á mánudagskvöld. Þegar DV kom á staðinn í gær var manna fra kvöldinu aður. Konan hlaut djúpan skurð á höfuð eftir flöskuna og sauma þurfti átta spor. Maðurinn hlaut hins vegar talsverð- ar skrámur í andht. „Þeir rótuðu öllu og grýttu til í íbúðinni og sögðu að ef ég kærði myndu þeir drepa mig. Þeir sögðu einnig að þeir myndu fylgjast með okkur og ef við færum út úr íbúðinni næsta klukkutímann myndu þeir senda á okkur dæmdan morðingja sem þeir nafngreindu," sagöi maður- inn. Maöurinn sagði aö þremenning- arnir hefðu tekið tvo leðuijakka, leð- urstígvél, veiðihníf og kjöthníf, 4-5 þúsund krónur í peningum, ferðaút- varp, leðurvesti, myndavél, gull- hálsmen, bíhykla, húslykla, tvö bankakort og fleira. Skemmdir voru unnar á vegg og húsgögnum, skjala- tösku og ýmsum smámunum. Fólkið fór út úr íbúðinni og gerði lögreglunni viðvart eftir að þre- menningarnir hurfu í burt. Kæra var lögð fram í gærmorgun en málið hef- ur nú veriö sent Rannsóknarlögreglu ríkisins. Einn hinna grunuðu er tal- inn vera á fimmtugsaldri en hinir um þrítugt. Samkvæmt upplýsingum yfirlögregluþjóns RLR er máhð í rannsókn. -Ótt SH samdi um lækkun „Það eru engin vandræði með sölu á loðnu á Japan. Það blasir aftur á móti við sú hryggilega staðreynd aö búið er að semja um 25 prósent verðlækkun áður en búið er aö gefa út veiðikvóta. Sölumiöstöðm samdi um þetta án samráðs við neinn og það er ijóst að sá samningur mun ganga yfir aðra,“ segir Sæmundur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri þjá íslenskum sjávarafuröum, vegna sölu á Irystri ioðnu á Jap- ansmarkað. „Við erum með samning um sölu á 12 tíl 15 þúsund tonnum af loðnu. Það má nefna til saman- burðar að við seldum í fyrra á bilinu 4 til 5 þúsund tonn,“ segir Sæmundur. _rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.