Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 >563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Vérð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Aðild að Evrópu? Meðan aðrir flokkar hafa ýmist lýst andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu ellegar drepið málinu á dreif með þeim röksemdum að aðild sé ekki tímabær spurning, hefur Alþýðuflokkurinn fyrstur flokka kveðið upp úr með þá stefnu að íslendingar eigi að sækja um aðild. Alþýðuflokkurinn bendir jafnframt á að umsókn sé eitt og ákvörðun um inngöngu sé annað. Flokkurinn legg- ur áherslu á að íslendingar samræmi sjónarmið sín og ákveði fyrir fram hvaða kröfur og skilyrði þjóðin setur til að aðild geti orðið að veruleika. Sérstaklega á það við um fiskveiðar og réttinn til að sækja á fiskimiðin innan efnahagslögsögunnar. Því er verður ekki neitað að þægilegast er fyrir stjórn- málaflokkana að ýta þessu Evrópusambandsmáli á und- an sér fram yflr kosningar. Hvers vegna skyldu frambjóð- endur þurfa að tjá sig um svo viðkvæmt mál meðan hægt er að komast hjá því? Hvers vegna að hreyfa máh sem vissulega verður ekki á dagskrá innan Evrópusam- bandsins sjálfs fyrr en að lokinni ríkjaráðstefnunni, sem fyrirsjáanlega verður ekki fyrr en 1997? Alþýðuflokkurinn ætlar augsýnilega að taka áhætt- una. Forysta Alþýðuflokksins telur það áhættunnar virði að knýja á um umræðu og ákvarðanir og svo virðist sem einhugur ríki um þá stefnu meðal flokksmanna. Að minnsta kosti var tillaga þar að lútandi samþykkt mótat- kvæðalaust á Qölmennu flokksþingi um helgina. Það dró úr spennunni hér heima þegar Norðmenn höfnuðu aðild. Engu að síður hlýtur íslenska þjóðin að þurfa að gera það upp við sig fyrr eðá síðar hvort hún vill vera innan eða utan sambandsins. Það gerist ekki með þögn eða þumharagangi að víkja því stóra máh frá, enda er atburðarásin hröð og vitsmunaleg umræða af hinu góða. Það hlýtur og að vera krafa almennings og komandi kynslóða að stjómvöld hér á landi velti upp kostum og göhum og geri landsmönnum grein fyrir póh- tísku mati sínu á stöðu þjóðarinnar í þessum efnum. Það fylgja því margir annmarkar að ganga til sam- starfs innan ríkjasamsteypu og sameinaðrar Evrópu. Þar hafa flestir áhyggjur af sjálfstæði og forræði þjóðarinnar og þá einkum yfir auðlindunum og aðgangi að þeim. Þetta er í raun og veru spuming um nýja sjálfstæðisbar- áttu, bæði með því að vera innan Evrópusambandsins og ekki síður með því að standa utan þess. Hvernig ætl- um við að tryggja efnahagslega framtíð þjóðarinnar með þvi að hafa ekki aðgang að mörkuðum og ívilnunum í Evrópu? Hvemig ætlum við að tryggja framtíð þjóðarinn- ar í heimi þar sem landamærin era horfm og skhyrði th lífskjara era misjöfn eftir því hvoram megin hryggjar við lendum? Forystumenn Alþýðuflokksins slá sér á brjóst og segja að ákvörðun flokksþingsins sé söguleg. Það er kannske fuhmikið sagt, enda hefur Alþýðuílokkurinn ekki tekið ákvörðun um annað en að sækja beri um aðhd. Hún er hins vegar merkheg fyrir þær sakir að nú verður að gera ráð fyrir að máhð verði á dagskrá í kosn- ingabaráttunni og aðrir flokkar komast ekki hjá því að hafa skoðim á málinu og þar með kjósendur. Því ber að fagna. Ef íslendingar sjálfir gera ekki upp hug sinn með umræðum um kosti og gaha, hver þá? Ef við ákveðum það ekki sjálf hvaða skhyrði era forsendur fyrir aðildar- umsókn, hver þá? Máhð er á dagskrá og það er vel. Hvað segja hinir hokk- amir, hvað segja kjósendur? Ehert B. Schram Með því að auka framleiðni mætti bæði lækka verðið og bæta kjör bænda, sem ekki veitir af,“ segir Snjólf- ur m.a. í grein sinni. Framleiðni og hagvöxtur Flestum er nú ljóst að engar töfralausnir eru til á helstu vanda- málum þjóðarinnar, svo sem at- vinnuleysi og litlum hagvexti. Hins vegar er gagnlegt að draga fram þau atriði sem skipta mestu máli, en meðal þeirra er aukin áhersla á framleiðni. Ef þjóðin tæki sig sam- an um að auka framleiðni á öllum sviðum þjóðlífsins myndi hagvöxt- ur taka kipp upp á við. Sigurður B. Stefánsson orðaði þetta þannig í nýlegu erindi: „í svipinn finnst mér vanta mikið á að fólk skilji að hver vinnandi maður verður að skapa meiri verð- mæti í dag en hann gerði í gær til að hægt sé að greiða hærri laun og bæta lífskjör. - Eindregin sannfær- ing allra landsmanna á því að við séum í vinnunni til að auka fram- leiðm myndi fljótt skila sér í hærri tekjum launþega og fyrirtækja.“ Hugtakið framleiðni í hugum margra hefur orðið framleiðni neikvæða merkingu og menn tengja það jafnvel gróða- hyggju, tækmdýrkun eða ein- hverju í þeim dúr. Það er á mis- skilningi byggt. í stuttu máli er framleiðni mælikvarði á afköst á hverja einingu aðfangs. Þanmg er hugtakið framleiðm skylt nýtm, þótt merkingin sé ekki nákvæm- lega sú sama. Að jafnaði er skyn- samlegt að nota nokkra framleiðni- mælikvarða til að meta starfsemi, hvort sem um rekstur fyrirtækis er að ræða eða aðra starfsemi. Afköst má mæla á marga vegu. Áður fyrr var magn algengur mælikvarði en nú er verðmæta- sköpun, framlegð eöa virðisauki oftar notuð. Aðfongin geta einmg verið marg- vísleg en algengust eru hráefni, vinnuafl og fjármagn. Eðlilegt er að leggja áherslu á þau aðfong sem eru af skornum skammti eða eru dýr og því hefur áhersla á fjármagn Kjallarinn Snjólfur Ólafsson dósent í Háskóla ísiands og tíma farið vaxandi en hráefm vega minna. Framleiðni í landbúnaði Lítum á framleiðni í landbúnaði sem dæmi. Hátt verð á landbúnað- arvörum á íslandi stafar meðal annars af því að framleiðni er minm hér en víðast hvar. Með því að auka framleiðm mætti bæði lækka verðið og bæta kjör bænda, sem ekki veitir af. Framleiðmhugtakið á við um framleiðslu tiltekinnar vöru eða þjónustu, framleiðslu fyrirtækis, t.d. bóndabýlis, framleiðslu at- vinnugreinar og jafnvel fram- leiðslu lands. Við framleiðslu til- tekinnar vöru er unnt að auka framleiðnina með því að auka framleiðslumagn á hverja einingu aðfangs, t.d. vinnustunda eða fjár- festingar. Þegar um vannýtta af- kastagetu er að ræða leiðir veltu- aukning til aukinnar framleiðm. Mörg fjárhús og aðrar fjárfestingar hjá bændum eru illa nýttar og því myndi aukin velta auka framleiðni margra bænda. Ef við lítum á landbúnað sem at- vinnugrein virðist ólíklegt að um mikla veltuaukningu verði að ræða á næstunni. Því verður að minnka aðfóngin til að auka framleiðni. Hér háttar þannig til að auðvelt ætti að vera að gera það mjög hratt á næstu misserum. Við það verk þarf að finna önnur verkefni fyrir marga bændur frekar en að skerða aftur og aftur framleiðslukvóta þeirra allra. Þótt það sé verkefni hvers og eins að velja sér starfs- vettvang væri eðlilegt að hið opm- bera, sem hefur hvatt bændur til fjárfestinga, styðji þá sem vilja hverfa að öðrum störfum. Þar sem margir lesendur eru lagnir við að „lesa milli línanna" og gera greinarhöfundi upp skoð- anir, skal tekið fram að ég er ekki fylgismaður óhefts innflutnings á landbúnaðarafurðum né mæli ég með því að stór landsvæði verði lögðíeyði. SnjólfurÓlafsson „í hugum margra hefur oröiö fram- leiðni neikvæða merkingu og menn tengja þaö jafnvel gróðahyggju, tækni- dýrkun eða einhverju í þeim dúr. Það er á misskilningi byggt. í stuttu máli er framleiðni mælikvarði á afköst á hverja einingu aðfangs.“ Skoðanir aimarra Útspil Alþýðuflokksins „Á aukaþingi Alþýðuflokksins, sem haldið var nú um helgina, var samþykkt sú stefnumörkun að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu sem fyrst. ... Það er með miklum ólíkindum að Alþýöuflokkurinn skuli móta þessa stefnu nú gagnvart Evrópusam- bandinu, án þess að gera nokkra grein fyrir því hvað hún felur í sér. Ástæðan er vafalaust sú að Jón Bald- vin, formaður flokksins, metur það svo að þetta út- spil sé líklegt til þess að rífa Alþýðuflokkinn úr þeirri kreppu, sem hann er í, og vinna fylgi frá Sjálf- stæöisflokknum í þéttbýlinu." Úr forystugrein Tímans 7. febr. Tvær meginleiðir „Meginleiðimar eru tvær. Semja má um tiltölulega hógværa hækkun launa, t.d. að árslaun aUra hækk- uðu um 30 þúsund krónur. Þetta færði þeim lægst launuöu nálægt 5% hækkun launa á árínu, og heild- aráhrifm í þjóðfélaginu gætu orðið um 4% hækkun launakostnaðar. ... Hin leiðin væri að hækka laun myndarlega um 10-15% á ári í tvö ár. Gengið yrði fellt innan örfárra mánaða. Ekki af því að ríkisstjórn- in ákvæði það. Markaðurinn sæi um það sjálfur." Gunnar Svavarsson, varaform. Samtaka iðnaðarins, i Mbl. 7. febr. Farsælasta leiðin „Óvanalega glæsilegt flokksþing jafnaðarmanna var háð um helgina.... Það ritaði fyrstu línurnar í nýjum kafla í íslandssögunni. Eftir miklar og mál- efnalegar umræður samþykkti þingið einróma að farsælasta leiöin inn í framtíðina fælist í því að ís- land sækti hið fyrsta um aöild að bandalagi Evrópu- þjóðanna. Alþýðuflokkurinn er fyrsti stjórnmála- flokkurinn á Islandi sem tekur þessa afstöðu. ... Ekkert mál varðar framtíð íslands eins mikið og af- staðan til Evrópusambandsins." Úr forystugrein Alþbl. 7. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.