Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Page 3
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995 3 Fréttir Sýning á verkum Lennons á Kjarvalsstöðum: Eftirprentanir en ekki graf ík - segir Rikharður Valtingojer grafíklistamaður ar á mjög vandaöan og dýran hátt. Ég get sannað þaö eftir alþjóðlegum reglum. Þá geta allir gert þaö upp við sig hvað þeir vilja borga fyrir eftirprentun." Ríkharður líkir Lennon-sýning- unni viö sýningu á verkum Salva- dors Dalí á Kjarvalsstöðum áriö 1980. Þar hafi eftirprentanir verið sýndar og seldar en munurinn sá að þá hefðu aðstandendur Kjarvalsstaða ekki staðið að sýningunni heldur „bis- nessmaöur" í samstarfi við sænskt gallerí. Nú sé það listráðunautur Kjarvalsstaða sem hafi sett sýning- una upp. Máli sínu til stuönings bendir Rík- harður á aö ekkert samræmi sé á milh sýningarskrár og sýningar. Myndir á veggjum séu ekki þær sömu og sýndar séu í skránni, undir- skriftir og stimplar ekki hinir sömu. Einn af fremstu og virtustu grafík- listamönnum landsins, Ríkharður Valtingojer Jóhannsson, segir í sam- tali við DV að Kjarvalsstaði hafi sett niður fyrir að standa að farandsýn- ingu á myndum tónlistarmannsins Johns Lennons. Ríkharður hefur skoðað myndirnar vel og telur að um eftirprentanir sé að ræða en ekki grafík. Slíkt telur Ríkharður fyrir neðan virðingu Kjarvalsstaða að bjóða upp á. „Ég hef skoðað sýninguna út frá tæknilegu sjónarmiði og hvernig hún er framsett. Ákveðnar skilgreiningar eru til á grafík, ekki hjá myndlistar- mönnum heldur hjá galleríum og „bisnessmönnum". Ef ég tek teikn- ' ingu frá þér og fer meö hana í prent- smiðju þá er það ekki grafík heldur eftirprentun. Þetta eru eftirprentanir á sýningunni á Kjarvalsstöðum, unn- Ríkharður Valtingojer grafíklistamaður á sýningu Kjarvalsstaða á verkum Lennons sem hann segir vera eftirprentanir en ekki grafík. DV-mynd BG Gunnar Kvaran um gagnrýni Ríkharös: Graf íkmynd er í eðli sínu þrykk „Frumeintök í skúlptúr og grafík eru allt önnur hugtök en í olíuverk- um. Grafíkmynd er í eðli sínu alltaf þrykk. Síðan er það stóra spurningin um að viðkomandi listamenn gera upprunalegu teikningarnar en svo er ekki nema hluti af listamönnum sem vinnur sjálfar grafíkmyndirnar. í þessu tilfelh vann Lennon, eins og margir aörir hstamenn, ekki sjálfar grafíkmyndirnar og tæknilega frá- ganginn. Á sama hátt koma margir myndhöggvarar aldrei nálægt brons- afsteypunni, þeir gera bara gifs- myndirnar. Þetta eru fyrst og fremst grafíkmyndir, gerðar eftir teikning- um Lennons og gefnar út af honum sjálfum og að hluta til dánarbúinu," sagði Gunnar Kvaran, forstöðumað- ur Kjarvalsstaöa, við DV um gagn- rýni Ríkharðs Valtingojers. Gunnar vísar því alfarið á bug að sýningin á verkum Lennons sé fyrir neðan virðingu Kjarvalsstaða. Hún hafi hlotið einróma lof gagnrýnenda og alls hafi 10 þúsund manns séð sýninguna. „Við verðum að gera greinarmun á verkþætti og skapandi hugmynda- gerð. Þá erum við komin að samhk- ingum. Það eru margir góðir bakarar til í Reykjavík en það eru ekki svo margir í því að finna upp og skapa nýjar kökur. Við virðum skoðanir Ríkharðs en þær eru ekki stóri dóm- ur eða sannleikur." Árásarmaðurinn 1 Sviþjóö: Frá lögreglu á geðdeild íslendingnum sem lagði tvær íbúð- ir í rúst í Jönköping í Svíþjóð 28. fe- brúar síðasthðinn hefur veriö sleppt úr haldi lögreglu. Hann var lagður inn að eigin ósk á geðdeild sjúkra- húss í Svíþjóð. Að sögn Johns Henriks Stigemyrs, yfirmanns rannsóknarlögreglunnar í Jönköping, hefur maðurinn ekki getað gefið frekari skýringar á hegð- un sinni, en hann ógnaði konu með hníf auk þess að leggja íbúðirnar í rúst. Ákæra hggur ekki fyrir í mál- inu og ekki heldur niðurstaða í rann- sókn á innihaldi áfengisflösku í íbúð konunnar né blóðprufu úr mannin- um. -pp NOATUN Tilboö fyrir helgina! uSw'*ri 499:* 5,0ÁS»“t'"Íi "sssf9 289.- 799.-’ Fyrir fermingarnar: Nýreyktur Nóatúns Svína Hamborgarhryggur 998.-" Bayonne skinka 795.-’ súkkulaðikex 500 gr. 159.- 1. flokks Sjóeldislax 399;- Ungnauta innaniæri UN 1 1.298.- pakkinn Eldhússrúllur 4 stk. 99. FRUIT COCKTAIL IN UGHT SVRUP Blandaðir ávextir 1/1 dós 69.- Sparís 2 Itr. 299.- lVopikal Nektar og Appelsín 2 x 1 Itr. 99.- Hvítlauksbrauð gróf og fín Jólakaka og Sandkaka 129." Samlokubrauð 99;r NÓATÚN NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEGI 166 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 552 2062, ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656,, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.