Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Page 4
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995
Fréttir
Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjórnarinnar:
Fylgið stöðugt
meðal kjósenda
- andstæðingar stjórnarinnar ívið íleiri en stuðningsmenn
Stuðningur kjósenda við ríkis-
stjóm Davíðs Oddssonar hefur hald-
ist stöðugur undanfarnar vikur og
em vinsældir hennar nánast þær
sömu og í febrúar. Þetta er niður-
staða skoðanakönnunar sem DV
framkvæmdi í gær og í fyrradag. Af
þeim sem afstöðu tóku í könnuninni
sögðust 45 prósent vera fylgjandi rík-
isstjóminni en 55 prósent andvíg.
Vinsældir ríkisstjómarinnar um
þessar mundir eru mun meiri en
verið hefur lengst af á kjörtímabil-
inu.
Niðurstöður könnunarinnar urðu
annars á þann veg að 38,5 prósent
sögðust fylgjandi ríkisstjórninni, 47
prósent sögðust andvíg, 11,5 prósent
sögðust óákveðin og 3 prósent neit-
uðu að gefa upp afstöðu sína.
Úrtakið í skoðanakönnun DV var
600 manns. Jafnt var skipt á milli
kynja og eins á milh landsbyggðar
og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var:
„Ertu fylgjandi eða andvígur ríkis-
stjóminni?" Skekkjumörk í könnun
sem þessari eru um þrjú til fjögur
prósentustig.
Óvinsældir í lágmarki
Miðað viö síðustu könnun DV, sem
fram fór um miðjan febrúar, hefur
stuðningsmönnum ríkisstjórnarinn-
ar fækkað örlítið, eða um 0,6 pró-
sentustig. Miðað við kannanir þar á
undan hefur stuðningsmönnum
stjómarinnar hins vegar vaxið vem-
lega fiskur um hrygg.
-kaa
Fylgi ríkisstjómarinnar
Niöurstöður skoöanakönn-
unarinnar urðu þessar:
óákv.
Svara ekki
ándi
Andvígir
Ef aöeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu
veröa niðurstöðurnar þessar:
Fylgjandi
Andvígir
Fylgi kjósenda við ríkisstjórnina.
Niðurstööur skoðanakönnunarinnar urðu þessár (í %):
1391
má sepL des.
Fylgjandi 43,8 33,8 38,2
Andvígir 38,3 47 44,6
1392 1993 1994 1395
feb. apri jíri sept náv Jaa mas júní sept 4es. mars. júni ágúst okt nín jan. feb. mars.
Svara ekki 0,8 2,2 1,8
30,5 34,7 34,7 35,3 30,8
55.7 53,8 50,3 53,2 55,7
11,1 10,2 12,7
2.7 1,3 2,3 0,3 2,3
22,3 28,7 29,5 25,5 29,7
63 57,2 56,5 60,2 57
,7
2 2
30.8 36,8 36,8 34 33
54,7 49,5 46,2 53 53,5
I
1.8 2 2,3 2 2,2
33,7 39,3 38,5
52,2 47,0 47,0
12,6 11,2 13,5
1,5 2,5 3,0
Ef aðeins era teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar (í %):
1991
ma' sept rfes.
Fylgjandi 53,3 41,9 44,6
Andvígir 46,7 58,1 55,4
1992
feb. apr júri sept nón
35,4 39,2 40,8 39,9 35,6
64,6 60,8 59,2 60,1 64,4
1993
jan. mats júi sept des. mats. jiri' ágúst okt náv jan. feb mats.
26,2 33,4 34,3 29,8 34,2
73,8 66,6 65,7 70,2 65,8
36,1 42,7 44,4 39,1 38,2
63,9 57,3 55,6 60,9 61,8
39,2 45,6 46,7
60,8 54,4 53,3
Ummælifólks
íkönmntinni
„Ríkisstjórnin hefur tekist á við
erfið verkefni og ætti að fá umboö
til að gera það áfram,“ sagði karl
á Vesturlandi. „Ég er viðriðni í
pólitík og get ekki dæmt um hvort
jiessi ríkisstjórn er góð eða
slæm,“ sagöi kona í Reykjavík.
„Þessi ríkisstjóm hefur gert
margt gott og ég styð hana alfar-
ið,“ sagði miðaldra karl í Reykja-
vik. „Eg er alfarið á móti þessari
ríkisstjórn. Hún hefur ekki haft
neina tilburði til að leysa kenn-
araverkfallið," sagði eldri kona í
Reykjavík. „Ég er andvígur öllu
þessu niðurbroti sem þessi ríkis-
stjórn hefur staðið fyrir,“ sagði
karl í Reykjavik. „Ég er andvíg
þessari rikisstjórn en liún hefur
þó gert margt gott,“ sagði kona á
höfuðborgarsvæðinu. „Þótt ég
kjósi Sjálfstæðisflokkinn þá er ég
andvig þessari ríkisstjóm," sagði
kona á Suðurlandi. „Ríkisstjórn-
in er klikkuö, jafnvel verri en við
gamla fólkið," sagði kona á Aust-
urlandi. „Þjóðin á þessa ríkis-
stjórn skiliö enda virðist öllum
sama um allt,“ sagði kona á Norð-
urlandi. „Þessi ríkisstjórn er á
góðri leið með að brjóta niður
heObrigðiskerfið í landinu," sagði
kona á Reykjanesi.
-kaa
Fylgi ríkisstjómarinnar
— frá maí '91 til mars '95 —
80%
Maí '91
*
Mars '95
Skoðanakönnun
DV
Lögmenn kjósa í dag um aðild að Mamiréttindaskrifstofimni:
Lögmenn gæti
mannréttinda
- segir Ragnar Aðalsteinsson, fráfarandi formaður Lögmannafélagsins
Aðalfundur Lögmannafélagsins
fer fram í dag. Á fundinum verður
lögð fram tfilaga undir dagskrár-
liðnum önnur mál um aö Lög-
mannafélagið hætti aðild að Mann-
réttindaskrifstofunni. Tillöguna
bera fram átta fyrrverandi for-
menn Lögmannafélagsins á þeim
forsendum aö það samrýmist ekki
ákvæðum laga um málflytjendur
sem kveða á um skylduaðild lög-
mann að félaginu, að það eigi aðild
að eða taki þátt í starfsemi félaga-
samtaka um þjóðfélagsmál. Aukin
heldur að gefnar séu út álitsgeröir,
ályktanir eða umsagnir þar sem
pólitísk afstaða er tekin í nafni fé-
lagsins í þjóðfélagsmálum sem deil-
ur standa um.
Algengt erlendis
Að sögn Ragnars Aðalsteinsson-
ar, fráfarandi formanns Lög-
mannafélagsins og formanns
Mannréttindaskrifstofunnar, er
skylduaðild í einhverju formi aö
flestum lögmannafélögum í Evr-
ópu. Flest þeirra séu jafnframt aðil-
ar að einhvers konar mannrétt-
indastarfi þar sem meðal annars
er einbhnt á að mannréttinda lög-
manna og dómara sé gætt.
„Lögmannsþjónustan er þannig
að þaö er sjálfgefið að þeir gæti
mannréttinda. Þess vegna brá mér
rosalega þegar ég komst að því að
það væru að minnsta kosti til 8 lög-
menn sem telja að það sé ekki
skylda lögmanna að fást við mann-
réttindi. Það stendur í f. grein siða-
reglna okkar að okkur beri að gera
það. Okkur ber að veita umsagnir
og skipta okkur af lagafram-
kvæmdinni. Þó að þessi tillaga
þeirra verði samþykkt á fundinum
þá breytir hún engu því hún getur
ekki breytt samþykktum félagsins.
Þar er skylda lögð á stjórnina að
veita umsagnir þannig að hún
verður að gera það áfram hvað sem
fundurinn gerir. Þetta er sennilega
til komið af því að þeir kunna ekki
mikið í lögfræði líklega. Því miður
þá er það svo. Ég hef talað við fullt
af ungum mönnum. Það þarf ekki
að segja þeim þetta. Þeir hafa aldr-
ei verið í stjóminni en vita allt um
þetta,“ segir Ragnar.
Vildu ekki tjá sig
Enginn þeirra sem ber fram til-
lögima var reiðubúinn að tjá sig
við blaðið um hana.
Ragnar segir einnig að ef tillagan
verði samþykkt þá breyti það
miklu hvað varðar alþjóðleg sam-
skipti Lögmannafélagsins.
-pp
Hasip Kaplan, tyrkneskur lögmaður Sophiu Hansen, er staddur hér á landi
þessa dagana til að afla gagna í forræðismáli Sophiu. Hann telur að vænta
megi lokaniðurstöðu í málinu innan sex mánaða. Hér er hann á Keflavíkur-
flugvelli ásamt túiki sínum og Sigurði Pétri Harðarsyni. DV-mynd Ægir Már
Allt gott nema grauturinn
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
Félag Árneshreppsbúa í Reykjavík
hélt upp á 55 ára afmæli sitt í Rúg-
brauðsgerðinni í Borgartúni 4. mars.
330 manns mættu og fengu frábæran
mat nema hvað grauturinn var
slæmur. Þjónusta snjöll.
Pálmi Guðmundsson, formaður fé-
lagsins í 20 ár, stjórnaði veislunni.
Skemmtiatriði voru góð. Ungt fólk
fór með brandara úr heimabyggð
sinni við mikinn fognuö, Hörður
Jónsson frá Stóru-Ávík spilaði og
söng um sveitina sína og 10 manns,
sem tóku sig til tveimur dögum f rir
afmæhð, sungu skemmtilega.
Allir skemmtu sér vel og voru
ánægðir og montnir með framlag
unga fólksins.