Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Qupperneq 6
6
Neytendur
Hámarksbætur fyrir glatað ábyrgðarbréf rúmar 1.500 krónur:
Sáralítil „ábyrgð"
tekin á ábyrgðarbréfum
en hægt að borga meira og fá raunverulega ábyrgð
„Hámarkstrygging á ábyrgu.
bréfi, sama hvert það fer, er 1.560
krónur. Þetta er ákveðið í SDR sam-
kvæmt ákveðinni gjaldskrá sem
byggir á alþjóðasamningum og upp-
hæðin er því sú sama um allan
heim,“ sagði Gylfi Gunnarsson, yfir-
maður póstmáladeildar Pósts og
síma.
Gylfi viðurkenndi að fólk gerði sér
oft ekki grein fyrir því í hverju
ábyrgðin á ábyrgðarbréfum fæhst og
teldi sig oft vera að kaupa meira en
raun ber vitni. Neytendasíðunni er
kunnugt um að fólk hafi verið að
senda háar fjárhæðir til útlanda í
ábyrgðarbréfi og talið sig fá sending-
una bætta ef hún glataðist.
„Ábyrgðarbréf eru eingöngu
tryggð upp að ákveðinni upphæð,
þ.e.a.s. þær skaðabætur sem við
greiðum eru takmarkaðar við 1.560
krónur, sem í raun og veru er mjög
lág upphæð. Vandinn felst e.t.v. í því
að fólk geri sér ekki grein fyrir þessu
og að við komum þessu ekki nægi-
lega vel á framfæri, ég útiloka ekkert
í þeim efnum. Okkar starfsfólki er
þó uppálagt að skýra sendendum frá
þessu,“ sagði Gylfi.
Hægt að kaupa tryggingu
Burðargjald ábyrgðarbréfs innan-
lands er 30 krónur og við það bætist
110 króna fast ábyrgðargjald. Gylfi
bætti við að síðan gæti fólk keypt sér
svokallaðar pósttryggingar á þessi
ábyrgðarbréf fyrir ákveðinni upp-
hæð ef það vildi fá hærri ábyrgð.
„Það kostar t.d. 300 krónur fyrir upp-
hæð undir 50 þúsund krónum, 400
krónur fyrir allt að hundrað þúsund
krónum og 500 krónur fyrir allt að,
150 þúsund krónum, sem er hámark.
Þetta greiðist ofan á burðargjaldið
af ábyrgðarbréfi," sagði Gylfi. Sem
Það gera sér ekki margir grein fyrir því að ef ábyrgðarbréf glatast eru hámarksbætur einungis 1.560 krónur.
Ábyrgðarbréf ættu því í raun að heita skrásett bréf því um það snýst málið. DV-mynd JU
dæmi má nefna að ef senda á 60 þús-
und krónur innanlands kostar það
540 krónur (30 +110 + 400).
Verðbréfin eru tryggð
„Síðan eigum við til aðra sending-
artegund sem heitir verðbréf. Hún
er tryggð fyrir hinu raunverulega
verðmæti. Þá þarf að tilgreina ná-
kvæmlega verðmæti innihaldsins og
skrá það á sendinguna. Einnig þarf
að uppfylla fleiri skilyrði um öryggi,
t.d. innsiglun og ákveðinn frágang.
Þá greiðir fólk 110 króna fast skrán-
ingargjald, burðargjald eftir þyngd
og síðan 110 króna tryggingargjald
fyrir hverjar 5 þúsund krónur sem
sendar eru,“ sagði Gylfi. Þá myndi
kosta 1.430 krónur (110+110x12) að
senda 60 þúsund krónurnar, auk
burðargjaldsins. Aðspurður sagði
Gylfi verðbréfin aðallega notuð til
að senda peninga, skartgripi og aðra
dýra hluti.
Týnast bréfin í Bretlandi?
I Neytendablaðinu er vakin athygli
á því að engin ábyrgð sé tekin á
ábyrgðarbréfum til Bretlans því
Bretar breyti sendingarnúmerinu
þegar bréfið berist þeiin og ómögu-
legt sé því að rekja það. „Þetta er
byggt á einhveijum misskilningi.
Það er að vísu rétt að Bretar gefa
þeim ábyrgðarsendingum sem koma
til Bretlands nýtt númer en vissulega
er einnig tekin ábyrgð á þeim. Eftir
því sem breska póststjórnin upplýsir
okkur geta þeir rakið bréfið ef fyrir-
spurnin kemur héðan í gegnum við-
komandi pósthús. Viðtakandi í Eng-
landi getur hins vegar ekki spurst
fyrir um það þar,“ sagði Gylfi. Að-
spurður sagði hann þetta ekki eiga
við um fleiri lönd, þ.e. þar væri þetta
engum vandkvæðum bundið.
Spurt og svarað um nýju lögin:
Píanóleikur veldur ónæði í fjölbýli
Uppsetning gervihnattadisks í fjölbýii er því háö samþykki einfalds meiri-
hluta segir í nýju lögunum.
Hér birtast svör Húseigendafélags-
ins við spumingum lesenda varðandi
nýju fjöleignarhúsalögin og lögin um
húsaleigu. Fleiri svör verða birt hér
á síðunni næstu þriðjudaga og föstu-
daga.
1. Hver gerir eignaskiptayfirlýsingar
og hvað þarf að gera til að koma því
í kring? Reglugerð um eignaskiptayf-
irlýsingar og útreikning hlutfalls-
talna hefur enn ekki verið sett. Til
að reikna út hiutfallstölur er nauð-
synlegt að fá byggingarfróðan mann,
verkfræðing, byggingarfræðing eða
arkitekt. Slíkur aðili gæti síðan gert
eignaskiptayfirlýsingar á grundvelli
hlutfallstalna en einnig geta lögmenn
og fasteignasalar gert það.
2. Hverjir sjá um að mæla út sameign
til að geta dregið hita- og rafmagns-
kostnað við sameign frá heildar-
kostnaði hússins? í væntanlegri
reglugerð um skiptayfirlýsingar og
hlutfallstölur verður hugsanlega
fiallað um þetta atriði. Hér er um
óljóst atriði að ræða sem þarf að
kanna nánar og setja einhverjar
viðmiðunarreglur um.
3. Gilda lögin ekki þegar um þriggja
mánaða leigusamning er að ræða? í
1. gr. húsaleigulaganna kemur fram
að lögin gildi ekki um skammtíma-
leigu þegar leigugjaldið er miðað við
viku, sólarhring eða skemmri tíma.
Gildir það um hvers kyns leiguhús-
næði en nefnd eru nokkur algeng til-
vik sem dæmi. í athugasemdum í
greinargerö er skilgreining á því
hvað við sé átt með skammtímaleigu
og segir þar að þar sé um að ræða
leigusamband sem ætlað er að vera
í mjög skamman tíma og yfirleitt
ekki lengur en nokkra daga eða viku,
alls ekki lengur en 2-3 mánuði.
4. Er leyfilegt að leika á píanó á öll-
um tímum dags í fjölbýli og hver er
réttur þolenda? Það er mjög erfitt að
setja mjög nákvæmar reglur eða
kvarða hvað má og hvað má ekki,
það getur farið eftir atvikum og að-
stæðum í einstökum húsum og sam-
spil margra atriða og þátta. Eigna-
vemdir virka vitaskuld í báðar áttir.
Píanóleikur, svo ekki sé talað um
píanóglamur, daginn út og inn getur
farið út fyrir þau mörk sem eiganda
er leyfilegt og öðrum er skylt að þola.
Geta þolendur þá gripið til úrræða
sem gilda um brot á sameiginlegum
skyldum. Er þá nauðsynlegt aö að-
vara viðkomandi og skora á hann að
taka upp betri hætti. Ef hann sinnir
því ekki gæti hugsanlega komið til
frekari aðgerða af hálfu húsfélagsins,
þ.e. að gera viðkomandi að flytja,
banna honum búsetu í húsinu og
krefiast þess að hann selji íbúðina
sína.
5. Er heimilt að setja gervihnatta-
disk utan á svalirnar hjá sér? Allir
eigendur i fiölbýlishúsum eiga rétt á
að taka þátt í ákvörðiinum sem varða
sameignina, þ.m.t. útht hússins og
breytingar á því. Uppsetning gervi-
hnattadisks er því háð samþykki ein-
falds meirihiuta en það fer þó eftir
atvikum og hvort breytingin telst
vera veruleg eða ekki. Slíkar breyt-
ingar kunna einnig að kalla á sam-
þykki frá byggingaryfirvöldum og
þarf þá að sækja um leyfi frá þeim.
6. Skiptist hússjóður jafnt á milli
allra íbúða í blokkum eftir að nýju
lögin tóku gildi? Það er misjafnt eftir
því hvaða gjaldahöur á í hlut. Megin-
reglan er sú að sameiginlegur kostn-
aður skiptist eftir hlutfallstölum en
í lögum er þeim kostnaðarliðum
fiölgað sem skipta skal að jöfnu.
Þumalputtareglan er e.t.v. sú að
rekstrarsjóðurinn skiptist að 2/3
hlutum eftir hlutfallstölum og að 1/3
hiuta að jöfnu. Aöalfundur ákveður
gjöld í hússjóð fyrir næsta ár á
grundvelli áætlunar. um sameiginleg
útgjöld á því ári.
FÖSTUDAGUR 10, MÁRS 1995
Tannburstar, penslar, penn-
ar, kveikjai-ar, greiður, leikföng,
skæri, rafhlööur, verkfæri, borð-
búnaður og ritföng eru á meðal
þeirra hluta sem hægt er að fá
fyrir 169 kr. stykkið í nýrri búð í
Borgarkringlunni sera fengiö hef-
ur nafnið Ótrúlega búðin.
Það nýstárlega við verslunina
er að þar er sama vorð á öilum
vörum. Dæmi eru um slíkar
verslanir erlendis sem notið hafa
mikiila vinsælda. Að sögn Hann-
esar Ragnarssonar, eiganda búð-
arinnar, kemur vöruúrvalið til
með að breytast hratt eftir árstíð-
um og hann fuUyrðir að við-
skiptavinir sínir geti þar marg-
faldaö verðmæti fiármuna sinna.
Erfitt gelur reynst að bera saman
verð á fermingarmyndatökum.
Fermingar-
myndatökur
Útilokað er að bera á raun-
hæfan hátt saman verðlagningu
ljósmyndastofamia á fermingar-
myndatökum þar sem afar mis-
jafnt er hvað er innifalið í verð-
inu. Þetta er niðurstaöa Sam-
keppnisstofnunar eftlr að hafa
kannað verð á fermingarmynda-
tökum hjá 14 Ijósmyndastofum á
höfuðborgarsvæðinu.
Sem dæmi er nefht að fiöldi
lappa er mjög mismunandi sem
og stærð myndanna. Verðið var
á bilinu 8.600-17.000 krónur og
Qöldi lappa á bilinu 6 og upp í 16
stykki. Sumir tóku allt upp í 2.400
króna aukagjald ef myndaö var á
fermingardaginn.
z Þessi tilboð bárust okkur of
seint til aö ná inn á síðuna í gær.
Við gerum því undantekningu og
birtum þau núna. Tilboöin gilda
til sunnudagsins 12. mars. Þar
fæst UNl nautagúllas á 698 kr.
kg, UNl nautahakk á 498 kr. kg,
Butoni Tagliatelle verdi á 109 kr.,
Happi Quick, 800 g, á 248 kr.,
Nemli komflex, 500 g, á 148 kr.,
ijósaperur á 38 kr. stk., Qalla-
brauð á 68 kr., blá vínber á 188
kr. kg, appelsínur á 58 kr. kg,
sveppír á 295 kr. kg, Mix, 1,5 1, á
89 kr„ barnaúlpur á 995 kr„
bamagahar (úlpa/buxur) á 1.495
kr. og kattamatur, 348 g dós, á 56
kr.