Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 12
12
Spumingin
Hvenær fórstu síðast
í leikhús?
Freyr Valsson verkfallsnemi: Ég fór
síöast í leikhús í janúar og sá þá
Galdra-Loft.
Sigriður Arnardóttir lögfræðingur:
Ég fór síðast í leikhús fyrir tyeimur
til þremur mánuðum og sá Ófælnu
stúlkuna í Borgarleikhúsinu.
Guðmundur Karl Arnarson: Ég fór
síðast og sá Evu Lunu í fyrra.
Sigríður Eysteinsdóttir verslunar-
maður: Það eru tvö til þrjú ár síðan
ég fór í leikhús síöast en þá sá ég
My Fair Lady.
Gerður Ósk Hjaltadóttir nemi: Ég fór
í vetur og sá á Húsavík Sjö stelpur.
Indriði Styrkársson, nemi í verkfalli:
Það eru fjórir mánuðir síðan ég fór
í leikhús.
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995
Lesendur
Á kennsla að
vera aukastarf ?
Greinarhöfundar segjast gjarnan vilja fá fleiri kennslustundir fyrir nemendur.
Anna Vilborg Einarsdóttir, Auður
Þórhallsdóttir, Lára Helen Óladóttir
og Þórunn Jónasdóttir, grunnskóla-
kennarar við Fossvogsskóla í Reykja-
vík, skrifa:
Hvers vegna eru kennarar í kjara-
baráttu? Einn mikilvægasti þáttur
þess er að gerðar hafa veriö skipu-
lagsbreytingar sem verða til þess að
kennurum bjóðast eingöngu hluta-
störf í skólum landsins. Þaö er krafa
allra að hafa einsetinn skóla.
En hvað er einsetinn skóli? Það er
skóli þar sem allir mæta að morgni
og eiga samfelldan skóladag. Innan
þessa skólatíma rúmast allt verklegt
og bóklegt nám nemandans.
Samkvæmt nýrri menntastefnu og
vilja foreldra og kennara er þetta það
sem koma skal. Langflestir fara að
heiman á sama tíma að morgni.
Systkini eru á sama tíma í skólanum
og gefur það foreldrum færi á að
stunda vinnu á þeim tíma sem börn-
in eru í skóla. Við skyldum ætla að
þetta væri lausn alls vandans.
En hvernig snýr þetta að kennur-
um í einsetnum skóla? Bekkjarkenn-
ari í einsetnum skóla í dag verður
að sætta sig við hlutastarfl Kennari
ber ábyrgð á einum bekk og fær til
þess ákveðinn fjölda kennslustunda.
Kennsluskylda kennara í 100% starfi
er 29 kennslustundir. í skólanum
okkar, Fossvogsskóla, sem hefur ver-
ið einsetinn í nokkur ár, fær 1. bekk-
ur (6 ára) 23 kennslustundir hjá
bekkjarkennara á viku sem sam-
svarar 79% starfi. 5. bekkur (10 ára)
fær 20 kennslustundir á viku sem er
68% starf. Á þessum tíma er ætlast
til að fræðsluskyldu sé fullnægt og
kennari leysi öll mál sem upp kunna
að koma í hópnum. Við einsetning-
una höfum við ekki lengur mögu-
leika á að fá fullt starf, svo að ekki
sé talað um yfirvinnu sem er löngu
liöin tíð. Svona blasir framtíðin við
okkur kennurum. Er hægt að bjóða
heilli stétt upp á þessi starfsskilyrði?
Kallar þetta ekki á að kennsla verði
aukastarf og er það vilji fólksins í
landinu? Viljum við það fyrir börnin
okkar?
Kennarar eru orðnir langþreyttir á
sífelldum ásökunum um vinnusvik.
Ágæti lesandi: heldur þú að 100%
starf kennara (29 kennslustundir)
séu einungis 29x40 mín. á viku? Hvað
um sjónvarpsfréttamenn, eru þeir
einungis í vinnunni meðan þeir sjást
á skjánum? Það eru ekki kennarar
sem ákveða hve margar kennslu-
stundir hver nemandi hefur á viku.
Það er ákvörðun stjórnvalda. Við
viljum gjarnan fá fleiri kennslu-
stundir á dag fyrir nemendur okkar.
En við viljum líka fá það metið sem
100% starf.
Hver eru laun kennara í einsetnum
skóla? Kennari með þriggja ára há-
skólanám og 14 ára starfsreynslu í
100% starfi fær um 77 þúsund í
grunnlaun og um 83 þúsund í heild-
arlaun á mánuði, fyrir skattlagn-
ingu. í einsetnum skóla, þar sem
þessi kennari kennir 5. bekk 20
stundir á viku, er sá hinn sami með
um 52 þúsund í grunnlaun og um 56
þúsund í heildartekjur, fyrir utan
skatt.
Ert þú hissa á því að kennarar séu
í kjarabaráttu? Við lýsum yfir ein-
dregnum stuðningi viö samninga-
nefnd kennara og treystum henni
fullkomlega til að standa vörð um
kjör okkar kennara. Kennarar; lát-
um engan telja okkur trú um að
menntun okkar og störf séu einskis
virði.
Grátkór íþróttamanna
B.B. skrifar:
Nú er runninn upp sá árstími þegar
stórir og stæltir karlmenn gráta hver
í kapp við annan á íþróttasíðum blað-
anna og á öldum ljósvakans.
Jú, þetta eru fulltrúar þeirra liða
sem biðu lægri hlut í 8-liða úrslitum
á íslandsmótinu í handbolta. Nú held
ég að þessir menn, sem allir hafa
mikla reynslu og langan feril að baki,
ættu að athuga sinn gang. Dómgæsl-
an hefur verið misjöfn en það er lang-
ur vegur frá því að hún sé alslæm.
Er ekki rétt að athuga hvort eitt-
hvað hefur farið úrskeiðis hjá þeim
sjálfum, t.d. á undirbúningstímabili
þjálfunarinnar, leikskipulagi eöa
innáskiptingum?
Ég vil hvetja þá Alfreð, Guðmund,
Gunnar og Þorbjöm, þjálfara þeirra
liða sem eftir eru í keppninni, að falla
ekki í þá grytju að færa það sem
miður mun fara hjá þeim yfir á dóm-
arana. Þeim ber að muna að þeir eru
fyrirmynd þeirra sem á eftir koma.
Taka verður á þessum málum
þannig að atburðirnir í Garðabæn-
um, þegar Stjarnan og KA mættust,
endurtaki sig ekki en þar var veist
að dómurunum.
Deilur heilbrigðisstétta
Sjúkraliði skrifar:
Þegar sjúklingur er farinn að skrifa
í dagblöðin um deilur hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraliða hlýtur að vera
komið að því að þessar stéttir fari
að staldra við og hugsa sinn gang.
Eða era það kannski ekki stéttimar
í heild sinni sem eiga í deilum, eru
það kannski bara nokkrir einstakl-
ingar?
Alla vega er ég alveg sammála
allan sólarhringinn
'AÖeins 39,90 mín útan ^
-eða hringjð í síma
%millikl. 14ogl6
blessuðum sjúklingnum um „að þeg-
ar til lengri tíma er litið getur þetta
bitnað á sjúkhngum“, eins og hann
orðar það. Ég er ekki í minnsta vafa
um (og ég veit að fleiri eru sammála
mér) að svona leiðindamórall getur
haft áhrif á bata viðkvæmra sála sem
e.t.v. taka svona móral nærri sér. Það
finnst mér að ætti að vera umhugs-
unarvert fyrir þessar stéttir.
Hins vegar hlýtur að vera eðlilegt
Bréfritari hefur áhyggjur af and-
rúmsloftinu á sjúkrahúsunum.
aö sjúkraliðar berjist fyrir tilveru-
rétti sínum þegar það er orðin stað-
reynd í atvinnuleysinu að hjúkrun-
arfræðingar eru ráðnir í þeirra
stöðugildi. Þ.e.a.s. að þegar sjúlu-ahði
segir upp vinnu þá er ráðinn hjúkr-
unarfræðingur í hans stöðu. Þetta
er ekki algilt en því miður hefur bor-
iö á þessu á nokkru deildum Borgar-
spítalans a.m.k.
Myndu hjúkrunarfræðingar
kannski ekki bregðast eins við eða
hvaða stétt í landinu sem er ef komiö
væri svona fram við hana? Og til við-
bótar má spyrja: hvaða ávinning
hafa hjúkrunarfræðingar af því að
mæla gegn lögverndun á starfsheiti
sjúkraliöa? Yrðu þeir ekki sárir ef
læknar kæmu svona fram við þá?
Allt er þetta hið versta mál og nið-
urlægjandi fyrir þá einstakhnga inn-
an þessara stétta sem ekki vhja taka
þátt í þessum skrípaleik og vilja fá
frið til að vinna saman í sátt og sam-
lyndi.
Eru kannski einhveijir sem hafa
ávinning af því að etja þessum tveim-
ur stéttum saman? Ef svo er ættu
þeir kannski að athuga hvað þeir eru
að gera.
Hátíðkaup-
manna
Óli skrifar:
Eins og flestir vita eru ferming-
ar á næsta leiti ogþjá Jlestum fjöl-
skyldum er þetta gleðileg stund.
Svo er þó ekki hjá öllum og eina
af ástæðum þess má rekja til
kaupmanna.
Það er aö visu ekki kaupmanna
að ákveða hvort unglingar láti
ferma sig. Hér er ég fyrst og
fremst að taia um þann hugsun-
arhátt sem ég tel auglýsinga-
mennskuna vera búna aö koma
inn í höfuðið á þeim sem eiga að
fermast.
Það er engu likara en öllum
finnist sjálfsagt að kaupa rándýr-
ar hljómflutningsgræjur fyrir
krakkana, nú eða þá önnur
ámóta tæki og tól. Sennilega eru
mörg ár síðan fermingar hættu
aö snúast um trúna. Nú virðist
öhu skipta að fá sem mest. Ég fæ
ekki betur séð en þetta sé nokk
urs konar hátíð kaupmanna. Ég
tel mig tala af nokkurri reynslu
í þessum málum, enda er barnið
mitt að fara að fermast fljótlega
og fjölskyldan hefur ekki farið
varhluta af alls konar gyhiboðum
sem streyma inn um bréfalúguna
þessa dagana.
Flottarauglýs-
ingar
Björn Guðmundsson skrifan
Þar sem kosningar eru á næsta
leiti er mikilvægt fýrir frambjóð-
endur að minna á sig og sin mál-
efni. Ein þeirra nýju leiða sem
stjórnmálamennirnir hafa gripið
th er að nýta auglýsingaskhti í
borginni.
Þetta fmnst mér vera hiö besta
mál sem lífgar bara upp á gráan
hversdagsleikann. Gæta verður
þó hófs í uppsetningu slíkra skilta
og ef þau hafa truflandi áhrif á
umferð ber að endurskoöa þessi
mál. Ekkert shkt hefur hins veg-
ar komið fram og á meðan er
varla hægt að amast við þessari
nýstárlegu aðferð stjórnmála-
mannanna.
Varhugaverðir
strandverðir
Þorbjörn hringdi:
Mér flnnst okkar annars ágæta
Sjónvarp vera komið út á hálan
ís með sýningum á þáttaröðinni
um strandverðina í Bandaríkjun-
um. Ég hef séð nokkra þætti með
öðru auganu enda vart þorað að
horfa á sjónvarpstækiö með báö-
um augum þegar þessir þættir
eru annars vegar.
Ég get ekki látið hjá liða að
koma þeírri skoðun minni á
framfæri aö þama séu á ferð var-
hugaverðir þættir. Sérstaklega
vh ég minnast á lauslætið sem
þar viðgengst Og ekki bætir
heldur úr skák að ahir sem fram
koma í þessum þætti virðast
þurfa að vera hálfnaktir. Og svo
er þetta sent út þegar böm og
unglingar eru enn á fótum.
Fleiri
útsendingar
Knstján hringdi:
Ég skora á Sjónvarpið að sýna
alla lehdna í úrslitakeppni hand-
boltans í beinni útsendingu. Fé-
lögin myndu engu tapa enda eru
íþróttahúsin ávallt sneisafuh og
margir þurfa frá að hverfa.
Sjönarsviptir
aðlnga Birni
Sjálfstæðismaður skrífar:
Það verður sjónarsviptir aö
Inga Birni Albertssyni á Alþingi.
Þótt hann hafi ekki alltaf verið
sammála flokknum eiga margir
sjálfstæðismenn eför aö sakna
hans. Þaö er hka ahtaf þörf fyrir
góða þingmenn sem taka í nefið.