Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Síða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999
GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
A'KUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Ekki til viðtals
Um langt árabil hefur milliliðalaust samband ráða-
manna og almennings verið einn af kostum fámennis á
íslandi. Almennir borgarar hafa getað hitt forseta, ráð-
herra, þingmenn, borgarstjóra og aðra valdsmenn, rætt
við þá augliti til auglitis og borið upp við þá hvaða er-
indi sem er.
Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, lét eitt sinn
svo ummælt að viðtalstímar hans á borgarskrifstofunum
tvisvar í viku, þar sem fólk kom af götunni með vanda-
mál sín, hugmyndir, kvartanir og ábendingar, heföu gef-
ið embættinu lífsnauðsynlegt jarðsamband. Líklega hefði
hann í þessum viðtalstímum rætt persónulega við nokk-
ur þúsund borgarbúa.
Það kom þess vegna á óvart þegar það spurðist fyrir
skömmu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði fækkað
viðtalstímum borgarstjóra um helming. í staðinn væri
borgarbúum bent á að tala við aðstoðarkonu borgar-
stjóra, sem svo óheppilega vill reyndar til að hefur orð
á sér fyrir að vera hrokagikkur í framkomiL
Það kom líka á óvart fyrr í vetur að Ingibjörg Sólrún
skyldi ákveða að taka upp í ráðhúsinu stjómunarskipu-
lag úr fyrirtækjarekstri sem felst í því að forstjórinn
ráðgast nær eingöngu við framkvæmdastjóra einstakra
deilda og þeir síðan við aðstoðarmenn sína og svo koll
af kolli niður tröppur píramítans.
Samkvæmt þessu kerfi, sem í höfuðatriðum virðist
byggt á hálfrar milljónar króna ljósriti Stefáns Jóns
Hafsteins af skipulagi Eimskipafélagsins, verða sam-
skipti borgarstjóra við almenna borgarstarfsmenn í lág-
marki. Verra er þó að innbyggt virðist í kerfið að sam-
skipti við borgarbúa verða lítil.
Oflug og skilvirk stjómsýsla er af hinu góða en því
má ekki gleyma að Reykjavíkurborg er ekki bara fyrir-
tæki í umsvifamiklum rekstri heldur samfélagslegt tæki
til að efla hag og bæta lífsskilyrði borgarbúa.
Þvi miður er borgarsljórinn í Reykjavík ekki eini
stjómmálamaðurinn sem gefur beinu og millihðalausu
sambandi við almenning langt nef um þessar mundir og
kýs fremur fámennan hóp ráðgjafa og stjórnenda. Stöðug-
ar kvartanir í hölmiðlum yfir vinnubrögðum Ólafs G.
Einarssonar menntamálaráðherra benda til hins sama.
Fram hefur komið að þegar leitað er eftir viðtali við
ráðherrann séu svörin einatt þau að tvö hundmð manns
séu á biðlista. Ólíklegt sé að hægt verði að hitta ráðherr-
ann næstu vikur og mánuði.
í stað þess að koma til móts við þessa gagnrýni með
fleiri viðtalstímum og skipulegri vinnubrögðum hefur
menntamálaráðherra blásið til sóknar í nýlegu Morgun-
blaðsviðtali, þar sem hann lætur að því hggja að milliliöa-
laus samskipti við almenning og starfsmenn stofnana
menntamálaráðuneytisins séu tímaskekkja.
Eftir höfðinu dansa limimir og í samræmi við stefnu-
mörkun ráðherrans virðast helstu embættismenn ráðu-
neytisins ómögulega geta talað sjálfir við fólk sem á við
þá brýn erindi. Sérstaklega þykir erfitt að ná sambandi
við ráðuneytisstjórann og skrifstofustjóra skólamála-
skrifstofu. Þau eru yfirleitt upptekin þegar eftir þeim er
spurt og undantekning að svarað sé skilaboðum.
Vinnubrögð borgarstjóra og menntamálaráðherra eru
ekki til fyrirmyndar. Það væri slæmt ef þau breiddust
frekar út meðal þeirra sem með völdin fara í landinu.
Fámenni íslensks þjóðfélags hefur að sönnu ýmsa galla,
en hið millihðalausa samband almennings og ráðamanna
er einn höfuðkostur þess. Það samband ber að rækta
lýðræði í landinu til styrktar.
Guðmundur Magnússon
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995
Saddam Hussein vex nú og dafnar i nýju hetjuhlutverki meöal araba á kostnað Assads vegna sundrungar
nóbelsverðlaunahafanna þriggja.
Púkinn á fjós-
bitanum
Það nýjasta í samskiptum Israels
og Palestínumanna er hugmyndin
um að girða af landamærin. Gott
og vel, en fyrst verður að ákveða
landamærin. Það er ekki hægt því
að ísraelsmenn sjálfir neita að láta
uppi hvaða landamæri þeir sætta
sig við. Þess í stað loka þeir Palest-
ínumenn inni á hemámssvæöun-
um og fresta ákvörðunum um
landamæri fram yfir kosningar
sem ekki er hægt að halda vegna
„terrorista" á hernámssvæðunum.
Astæðan er að nafni til hræðsla við
trúarofstækismenn, sem sprengja
sjálfa sig og aöra í loft upp, en raun-
veruleg ástæða er úrræðaleysi
ísraelsstjórnar. Hún hefur ekki
nægilegan meirihluta, vegna ofur-
valds gyðinglegra ofsatrúarmanna
á þingi, til að standa við það sam-
komulag sem tveir ísraelsmenn og
einn Palestínuleiðtogi fengu þó nó-
belsverðlaun fyrir. Þessir tveir nó-
belsverðlaunahafar reyna að draga
framkvæmd samninganna á lang-
inn, með lygum og blekkingum ef
ekkert annað er tiltækt, og er fátt
nýtt í því í sjálfu sér. Þriðji nóbels-
verðlaunahafinn reynir að þóknast
hinum tveimur og greiðir sinn
sáttavilja dýru verði í stuðningi
eigin fólks. Með öðrum orðum:
Friðarsamningarnir í Miðaustur-
löndum eru að renna út í sandinn
vegna trúarofstækis. Ekki vegna
Hamas eða Jihad heldur trúarofs-
tækisflokka sem hafa öll tromp á
hendi í ísrael en eru aldrei nefndir
í fjölmiðlum, t.d. Shas, Gush
Emunim, Agudath Isradl, Kach,
Moledet eða Tzomet, að ógleymd-
um bandarískum söfnuöum, svo
sem Lubbavicher-opinberunars-
innum sem eru á sinn hátt ennþá
herskárri en Hamas. Umfjöllun um
allt þetta hefur verið ótrúlega ein-
hhða.
Fjósbitinn
Við blasir að allir viðkomandi
tapa á þessu þrátefli en ekki endi-
lega allir utanaðkomandi. Assad
KjaUariim
Gunnar Eyþórsson
blaðamaður
Sýrlandsforseti, hin eina hemaöar-
lega ógnun við ísrael, a.m.k. að
þeirra eigin sögn (og bandarískra
hergagnaframleiðenda), bíður
átekta. Samningar við Palestínu-
menn eru forsenda friðarsáttmála
Sýrlands og ísraels og sáttmáh um-
Golanhæðir mundi opna allar gátt-
ir milh Vesturbakkans, Gaza, Jórd-
aníu og Sýrlands, þar sem sjálfs-
stjórnarríki Palestínumanna yrði
meira eða minna háð Jórdaníu
undir hæl Sýrlendinga. En hængur
er á: Jórdanía er höll undir írak frá
fornu fari. Jórdanía hefur gert sátt-
mála við ísrael en hann skiptir htlu
án velþóknunar Assads, sem
strandar á Stór-ísraelsflokkunum á
ísraelska þinginu; og ekkert af
þessu skiptir máh nema Saddam
Hussein í írak, erfðafjandi Assads,
sé með í dæminu. „Það var lurk-
ur,“ sagði Gísh á Uppsölum.
Púkinn
Menn halda í þá trú að ’þessi mál
verði leyst í tvíhhða samningum
nóbelsverðlaunahafanna tveggja
viö þann þriðja. En raunin er sú
að svik ísraelsmanna á samningn-
um, höfnun þeirra á að halda kosn-
ingar á hernámssvæðunum og
krafa þeirra um að landnemar
haldi óskertum réttindum á arab-
ísku landi, jafnvel eftir formleg
landaskipti, eru formúla fyrir upp-
lausn. Og hver græðir á því? Jú,
vitaskuld sá eini sem staðið hefur
uppi í hárinu á Vestrinu undir
stjóm Bandaríkjanna og ekki tap-
að; sem sagt Saddam Hussein. írak
er miklu öflugra ríki en af er látið
og þegar á reynir eiga írakar
bandamenn, jafnvel í Kúveit. Undir
forystu Saddams var írak það ara-
baríki, næst Líbanon, sem lengst
var komið í því að nálgast Vestrið.
Því hefur Vestrið sjálft breytt til
hins verra með skammsýni sinni
og móðursýki árið 1991. Saddam
Hussein vex nú og dafnar í nýju
hetjuhlutverki meðal araba, á
kostnað Assads, vegna sundrungar
nóbelsverðlaunahafanna þriggja.
Þeim vex fylgi sem trúa að Saddam
hafl frá upphafi haft rétt fyrir sér
og það fólk les ekki vestræna fjöl-
miðla.
Gunnar Eyþórsson
„Nóbelsverðlaunahafar reyna að draga
framkvæmd samninganna á langinn,
með lygum og blekkingum ef ekkert
annað er tiltækt, og er fátt nýtt í því í
sjálfu sér.“
Skoðanir annarra
Fiskveiðideilur
„Þessi fiskveiðideila Kanada og Evrópusambands-
ins leiðir hugann óneitanlega að deilu Islendinga og
Norömanna um fiskveiöar í Barentshafi. Rétt eins
og þar viU strandríkiö takmarka sóknina í fiskistofn-
inn þó svo að hann gangi að hluta utan landhelgi.
Úthafsveiðiríkið bendir hins vegar á að samkvæmt
alþjóðalögum sé því frjálst að stunda veiðar á alþjóð-
legu hafsvæði. Réttur Kanadamanna til aö stöðva
veiðar Evrópusambandstogara er álíka hæpinn og
réttur Norðmanna til að takmarka veiðar íslendinga
í Smugunni." Leiðari Mbl. 9. mars.
Lágmarkskrafa
„Veit einhver hvert Sjálfstæðisflokkurinn stefnir
raunverulega í sjávarútvegsmálum? Sjálfstæðis-
menn á Vestfjörðum hafa eina stefnu, sjávarútvegs-
ráðherra aðra og síðan er fjölbreytt flóra í öðrum
byggðarlögum. Vissulega eru skiptar skoðanir í þess-
um viökvæma málaflokki, en það er þó lágmarks-
krafa til frambjóðenda flokks á borö við Sjálfstæðis-
flokkinn að þeir komi sér saman um eina stefnu í
megindráttum varðandi þennan undirstöðuatvinnu-
veg.“ Leiðari Tímans 9. mars.
EES og ESB
„Auknir möguleikar í útflutningi fullunninna sjáv-
arafurða vegna tilkomu EES hafa nú þegar skilað
fiskvinnslufyrirtækjum á landsbyggðinni miklum
ávinningi. Vita ekki umræðusinnar það? Ákvæði í
EES-samningnum er nú grundvöllur að þeim hliðar-
samningum sem ísland mun reyna að ná fram í
umræðum við ESB, meðal annars varðandi samstarf
á sviði mennta- og félagsmála. Öll lýðræðisríki Evr-
ópu hafa leyft íbúunum að kynna sér þetta mál.
Nema litla sjálfstæða eylandið í norðri, ísland."
Anna K. Vilhjálmsdóttir frkvstj í Alþbl. 9. mars.