Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Side 15
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995
15
Þetta er ekki einangrun ríkis
Rétt fyrir þingslit á dögunum
svaraði Jón Baldvin fyrirspum frá
mér um þátttöku íslands í alþjóð-
legu samstarfi. Það sem kom í ljós
var eftirfarandi:
1. ísland á aðild að 56 alþjóðlegum
og íjölþjóðlegum stofnunum og
samtökum. Flestir þessara
samninga eða þessara samtaka
eru alþjóðleg, en nokkur, mikill.
minnihluti, íjölþjóðleg eins og
Evrópusamtök af ýmsu tagi og
Norðurlandasamtök.
2. Atik þessa á ísland aðild að 269
fjölþjóðlegum samningum af
margvislegum toga. Og til við-
bótar þeim koma 248 tvihliða
samningar. Hér er um að ræða
samninga af ólíkasta tagi um svo
að segja aUt miUi himins og jarð-
ar. Elsti fjölþjóðasamningurinn
er frá 1856 sem er aðUd að yfir-
lýsingu um nokkur undirstöðu-
atriði sjóréttar á stríðstímum,
en sá nýjasti er samningurinn
um Alþjóðaviðskiptastofnunina
frá 1994. TvíhUðasamningarnir
eru við Uðlega áttatíu ríki og
ríkjasambönd. Kennir þar
margra grasa og ekki ónýtt að
frétta að ísland og Kiribati hafa
skipst á erindum um afnám
vegabréfsáritana.
3. Þá hafa íslendingar undirritað
fjölda samninga sem ekki hafa
veriö staðfestir endanlega.
Það er erfltt að halda því fram
að þjóð sem hefur svo rík alþjóðleg
samskipti - það er hægt að tala um
mörg hundruð tengingar - sé ein-
Kjallarinn
Svavar Gestsson
fyrrv. menntamálaráðherra
og 1. maður á G-listanum
i Reykjavík
angruð. En það er einmitt það sem
Jón Baldvin hefur haldið fram.
Hann hefur notað það sem rök fyr-
ir því að íslendingar þurfi að ganga
í Evrópusambandið til að forðast
einangrun ríkisins. Hvernig horflr
það við?
Aðild að ES þrengir mögu-
leika okkar
Með því að ganga í Evrópusam-
bandið aukast möguleikar okkar á
því að komast í samband við Evr-
ópuríkin - þaö er Vestur-Evrópu-
ríkin. Margt bendir hins vegar tíl
þess að heimurinn muni breytast
ört á næstu árum. Hættan við aðUd
að Evrópusambandinu er ekki sú
„Hættan við aðild að Evrópusamband-
inu er ekki sú að íslendingar yrðu þar
með lagðir niður sem þjóð og að við
hættum að vera til sem ríki. Hættan
er sú að við yrðum áhrifalaus sem ríki
á heimsþróunina fyrir utan Evrópu-
sambandið."
„Það var skemmtileg tilviljun að einmitt Jón Baldvin varð til þess í svari
sínu að afhjúpa þá staðreynd að ísland er ekki einangrað. Þar með
svipti hann brekáninu ofan af sjálfum sér.“
að íslendingar yrðu þar með lagðir
niður sem þjóð og að við hættum
að vera til sem ríki. Hættan er sú
að við yrðum áhrifalaus sem ríki á
heimsþróunina fyrir utan Evrópu-
sambandið. Evrópusambandið yrði
ein af þremur aðalblokkum í heim-
inum sem yrðu í innbyrðis stríði
um verslun og viðskipti og að allar
saman yrðu blokkirnar í stríði við
þriðja heiminn. Þær blokkir sem
hér um ræðir eru Evrópublokkin,
Ameríku-, ekki síst Norður-Amer-
íkublokkin og Austur-Asíu-/Ástral-
íublokkin. í samkeppninni mUh
þessara þriggja yrði Evrópublokk-
in seinfærust en Austur-Asíu- Ástr-
alíublokkin öflugust mjög fljótlega.
Slíkum staðreyndum fylgir oft
hætta á ófriði. Þannig að mín skoð-
un er sú að við eigum að leggja
áherslu á alþjóðlegt samstarf —
glóbalt - þar sem allur heimurinn
er saman að reyna að fikra sig
áfram til sátta um skiptingu verð-
mætanna, um betra umhverfi og
um öryggi og frið. ísland getur haft
áhrif í þá átt ef við erum utan Evr-
ópusambandsins en síður innan
þess. Þau miklu tengsl um allan
heim sem rakin voru hér á undan
skapa okkur möguleika tU þess aö
reka sjálfstæða jákvæða utanríkis-
stefnu - stefnu sem byggist á for-
sendum sjálfstæðrar þjóðar, en
ekki bandingja í stórri blokk.
Það var skemmtileg tilvUjun að
einmitt Jón Baldvin varð tíl þess í
svari sínu að afhjúpa þá staðreynd
að ísland er ekki einangrað. Þar
með svipti hann brekáninu ofan af
sjálfum sér.
Svavar Gestsson
Hver á kvótann?
Eftir úrskurð sýslumannsins í
Reykjavík og áht Ríkisendurskoð-
unar að greiða skuh erfðafjárskatt
af kvóta, niðurstöðu Hæstaréttar
um að eignfæra .og afskrifa skuh
keyptan kvóta, framsalsheimildir
kvótalaganna og hugmyndir Þor-
steins Pálssonar um að heinúla ein-
stökum útgerðarmönnum að veð-
setja kvóta er ljóst að óvissa ríkir
um hvert eignarréttarlegt tilkall
útgerðarmenn eiga til kvótans.
Út yfir gröf og dauða
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV,
tekur þessa þróun tíl umfjöUunar
í leiöara blaðsins sl. laugardag. Þar
gagnrýnir hann harðlega þessa
framkvæmd og telur það ekki ann-
að en orðhengUshátt að halda því
fram að afnotaréttur sem nái út
yfir gröf og dauða sé ekki eignar-
réttur. Jafnframt varar hann við
því að mestar líkur séu á að sæ-
greifaflokkamir tveir, Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur,
hafi eftir kosningar einir styrk tíl
að mynda saman tveggja flokka
ríkissfjóm. Hún muni hvar sem er
og hvenær sem er taka hagsmuni
sægreifa fram yfir hagsmuni þjóð-
arinnar.
Afnotaréttur - eignarréttur?
í sama blaði, sama dag, er að
finna viðtöl við helstu hugmynda-
fræðinga kvótakerfisins, þá Þor-
stein Pálsson, núverandi sjávarút-
vegsráðherra, og HaUdór Ásgríms-
son, fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra og formann Framsóknar-
KjaHariim
Lúðvík Bergvinsson
lögfræðingur, skipar 1. sæti
á lista Alþýðuflokksins
á Suðurlandi
flokksins. Þar halda þeir því fram
að útgerðarmenn eigi ekki kvótann
heldur hafi einungis afnotarétt af
fiskimiðunum og því geti stjóm-
völd hvenær sem er tekið ákvörðun
um að breyta núverandi fiskveiði-
stjómunarkerfi, án þess að tíl
nokkurra bótagreiðslna þurfi að
koma tíl útgerðarmanna.
Hafi þessir holdgervingar kerfis-
insrétt fyrir sér - sem ekkert verð-
ur fiUlyrt um hér - er nauðsynlegt
áður en lengra er haldið að huga
að því hvað felst í hugtakinu af-
notaréttur. Afnotaréttur telst tíl
óbeinna eignaréttinda. í doktorsrit-
gerð sinni um eignamám segir
Gaukur Jörundsson m.a.: „afnota-
réttindi verða tvímælalaust tahn
„eign“ í skUningi 67. gr. stjómar-
skrárinnar.“ í sama streng taka
hinir gömlu stjómlagafræðingar
Láms H. Bjarnason, Bjarni Bene-
diktsson, Ólafur Lárusson og Ólaf-
ur Jóhannesson.
Við skýringu á 67. gr. stjórnar-
skrárinnar skiptir máh hvort við-
komandi réttindi eru einkaréttar-
legs eða opinbers eðlis. Þegar um
er að ræða réttindi opinbers eðhs
verður að meta það hveiju sinni
hverjar heinúldir rétthafinn hafi tíl
ráðstöfunar og hvort hann verði
sviptur þeim bótalaust eða ekki.
Sem dæmi má nefna að erfitt er
að sjá að einstaklingur, sem gengið
hefði frá greiðslu erfðafjárskatts
vegna aflaheimUda, yrði að sæta
því bótaiaust að sjávarútvegsráð-
herra tæki ákvörðun um að að-
gangur að auðhndinni yrði gefinn
fijáls, því um leið myndu þau fiár-
hagslegu verðmæti, sem hann hef-
ur greitt erfðafiárskatt af, rýma
verulega. Það er því engin furða
að menn séu farnir að hafa áhyggj-
ur af þessari framkvæmd.
Lokaorð
Er afleiðing af fiskveiöistjórnun
þessara manna sú að fáum útvöld-
um hefur verið afhentur eignar-
réttur yfir auðhndinni? A.m.k. er
smám saman verið að festa í sessi
þá hugmynd að útgerðarmenn eigi
fiskistofnana við landið.
I ljósi þeirrar þróunar, sem að
framan er lýst, er nauðsynlegt að
hugmyndir Alþýðuflokksins -
Jafnaðarmannaflokks íslands - um
að sett verði í stjómarskrá ákvæði
þess efnis að auðhndir hafsins
skuh vera í einu og öhu sameign
þjóðarinnar nái fram að ganga, svo
koma megi í veg fyrir frekari mis-
tök við sfiórn þessa málaflokks eha
gæti þjóðin þurft að taka þá áhættu
að þurfa að greiða „eigendum kvót-
ans“ himinháar skaðabætur, ef
núverandi fyrirkomulagi við sfióm
fiskveiða verður einhvem tíma
breytt.
Lúðvík Bergvinsson
„Er afleiðing af fiskveiðistjómun þess-
ara manna sú að fáum útvöldum hefur
verið afhentur eignarréttur yfir auð-
lindinni? A.m.k. er smám saman verið
að festa í sessi þá hugmynd að útgerð- -
armenn eigi fiskistofnana við landið.“
Olöglegarkosningar
hjáDagsbrún
Utanfélags-
menntókuþátt
Dagsbrúnar hlýtur að ; jHtjl
þurfa að fara i
eftirlögumog j regium. Það i
hlýtur hver \
maður að sjá j
aö það að 1 i
Frlðrft Ragnarsaon
vnrkamttöur.
safna saman
kjörgögnum i
plastpoka
gengur ekki upp. Þá er það ijóst
að þegar kosiö var um kjara-
samningana þá vora utanfélags-
menn á fundinum. Ég veit að
mhmsta kosti um þrjú tilvik þar
sem um slíkt var að ræða. Þama
var t.d. pípulagningamaður sem
átti leið um og datt inn á fundinn.
Ég vil meina að annaðhvort gilda
lög um svona kosningar eða ekki.
Þeir eru að bera fyrir sig ein-
hvem mann sem er þrautreynd-
ur í talningu og hefur tahð viö
alþingiskosningar, sá aöili ætti
að vita það manna best að kjör-
gögnum er ekki safnað saman i
plastpoka og þar fá aðeins að
kjósa þeir sem eru á kjörskrá.
Þama er mikiö alvörumál á
ferö eins og sjá má á þvi að það
er á annan tug trúnaðarmanna
félagsins sem styður þessa kæru.
Þá eru þarna bæði núverandi og
fyrrverandi sfiómarmenn. Það
skiptir máli í þessu að telji Al-
þýöusamband Islands þetta mál
sér óviðkomandi, þá á það ekki
heldur að skila áliti.
Krafan er í raun einfóld; aö
kosningar um þennan kjara-
samning verði endurteknar."
Veruleikafirrt
„Það var
óumdeilt mcð
hvaða hætti
var boðaö til
fundarins. í
upphafi var
tilkynnt að
kosningar
yröu skrifleg-
ar. Það VOrU Guönnmdur J. Guö-
fengnir sér- mundsoon, lormaöur
staklega DaflSbfunar'
vandaöir og góðir menn til þess
að dreifa seðlum og engin mót-
mæh komu fram við það og engar
ásakanir boraar á þá. Þegar búiö
var að taka saman seðiana var
kosningu lokiö, Við fengum Am-
kel Guðmundsson bókbindara tii
að sjá um talninguna. Hann er
búinn að vera viö talningar viö
alþingis- og sveitarstjórnarkosn-
ingar frá því 1962. Hann er ákaf-
lega öruggur og þrautreyndur.
Síðan vom þarna tilkallaðir
menn, þar af einn sem var á móti,
til að teija. Þarna var farið eftir
föstum reglum sem giida við
kosningar og að lokinni kosningu
skrifuðu aiiir undir án athuga-
semda og þar með var kosningu
lokið. Það vantaði fióra seðla sem
er ekkert ólöglegt við, menn hafa
kannski sett þá í vasann. Það
heíði verið verra ef það hefðu
verið of margir seðlar, það hefði
bent til aö um svindl væri aö
ræða. Varöandi þessa kæra þá er
þar gert ráð fyrir að atkvæðum
sé safhað í innsiglaða kjörkassa.
Meðal þeirra sem styðja kæruna
er talningarmaðursemekki gerðí
athugasemd eftir talninguna.
Þetta er svo veraleikafirrt aö þaö
tekur engu tah. Á aö refsa þeim
fulltrúa nei-mannanna sem var
viöstaddur? Þessi kæra er óskiij-
anleg og þá ekki síst í ijósi þess
að þó öh vafaatkvæði heföu verið
sett á nei, þá hefði það engu breytt
um niðurstöðuna." -rt