Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Síða 26
34
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995
Afmæli
Eggert Magnússon
Eggert Magnússon listmálari, Lau-
gateigi 52, Reykjavík, er áttræöur í
dag.
Starfsferill
Eggert fæddist viö Njálsgötuna í
Reykjavík og ólst upp í Reykjavík
en lengst af, eða í þijátíu og fimm
ár, átti hann heima í Engjabæ viö
Holtaveg þar sem faöir hans rak
sauðabú. Þar er nú Grasagarðurinn
íLaugardalnum.
Eggert byrjaði ungur til sjós, var
m.a. á Skúla fógeta 1931 og Hannesi
ráðherra 1932, auk fjölda annarra
skipa. Hann tók mótorpróf 1938 og
minna stýrimannaprófið 1946 en
hann var m.a. fyrsti vélstjóri á Elsu
sem var á veiðum við Grænland
1949 og annar vélstjóri á Hamranesi.
Eggert átti vörubíla og keyrði þá
um nokkurra ára skeið. Hann var
félagi í Vörubílstjórafélaginu Þrótti
1940-48. Þá starfaði Eggert um hálfs
árs skeið 1950 í Gambíu á vegum
Nýlendudeildarinnar í London.
Eggert er sjálfmenntaður listmál-
ari en hann hefur málað myndir frá
1960. Hann hefur tekið þátt í nokkr-
um samsýningum hér heima og er-
lendis og haldið nokkrar einkasýn-
ingar, m.a. hjá Dagsbrún í Lind-
arbæ, 1965; í Djúpinu við Hafnar-
stræti, 1982; í Háskólabíói, 1983; í
Listmunahúsinu, 1985, og á Kjar-
valsstöðum 1987.
Foreldrar Eggerts voru Magnús
Jónsson frá Breiöholti í Reykjavík
og Hrefna Eggertsdóttir Norðdal frá
Hólmi í Seltjamameshreppi.
Ætt
Þess má geta að þijár götur í
Breiðholtinu bera nöfn fóðursystra
Eggerts, Þórufell, Lóuhólar og Mar-
íubakki. Hálfbróðir Magnúsar er
Haukur, afi Hauks Gunnarssonar,
heimsmeistara og afrekshafa á al-
Til hamingju með
afmælið 10. mars
Birgir Þ.M. Guðmundsson,
Hrafnistu við Skjóivang, Hafnar-
firöi.
70 ára
Jakob Tryggvason,
Sæviðarsundi 6, Reykjavík.
Jóhanna Pétursdóttir,
Kirkjulundi 6, Garðabæ.
Pálína Sigríður Einarsdóttir
HvassaldtilO, k,
Reykjavík,
varðsextugígær. BH mk
Bragi Árnason, Hl JBEam
Laufbrekku 1, Kópavogi.
Hilntar Kristinn Adolfsson,
Trönuhjalla 23, Kópvogi.
50 ára
Þórir Stefánsson,
Deildartúni 4, Akranesi.
Einar B. Sigurðsson,
Urðarbakka 24, Reykjavík.
Sveinn Ingi Lýðsson,
Vikurflöt2, Stykkishólmsbæ.
Ingi Rafn Bæringsson,
dagskrárstjórí á Meðferðarstöð
rikisins,
Öldugötu34,
Reykjavik.
KonalngaRafns
erBóraAðal-
steinsdóttir
þroskaþjálfi.
Hanntekurá
módgestumá
heimilisínulaug-
ardagiim 11.3. milli kl. 14.00 og
18.00. .
Guðrún Hrönn Gissurardóttir,
Öldugerði 1, Hvolhreppi.
Erlendur Árni Hjálmarsson,
Klébergi 6, Hafnarfirði.
Kristín Kristinsdóttir,
Mýrarásill.Reykjavík.
Garðar Rúnar Árnason,
Heiðarbrún 15, Hveragerði.
Sigvarður Haraldsson,
Borgarsandi4,Hellu.
Þuriður Ragna Sigurðardóttir,
Löngumýri 41, Garðabæ.
Ellen Stefanía Bjömsdóttir,
Skjólvangi 8, Hafnarfiröi.
Gyða Agnarsdóttir,
Sigtúni47,Reykjavík.
þjóðlegum íþróttamótum fatlaðra.
Magnús var sonur Jóns, b. í Breið-
holti, Jónssonar, og Bjargar Magn-
úsdóttur, af húnvetnskum ættum.
Hrefna var hálfsystír Magnúsar,
föður Hreggviðs Norðdahl, doktors
í jarðfræði. Hrefna var dóttir Eg-
gerts Norðdahl, b. í Hólmi, bróður
Skúla, foður Gríms Norðdahl, b. á
Úlfarsfelli. Eggert var sonur Guð-
mundar Norðdahl, b. á Elliðakoti í
Mosfellssveit, Magnússonar
Norðdahl, prests í Meðallandsþing-
um, Jónssonar, prests í Hvammi,
Magnússonar, sýslumanns í Búð-
ardal, Ketilssonar. Móðir Magnúsar
sýslumanns var Guðrún Magnús-
dóttir, systír Skúla landfógeta. Móð-
ir Magnúsar Norðdahls var Guðrún
Guðmundsdóttir, sýslumanns á
Svignaskarði, Ketilssonar, bróður,
samfeðra, Magnúsar í Búðardal.
Móðir Guðmundar var Rannveig
Eggertsdóttír, prests í Stafholti,
Bjarnasonar landlæknis Pálssonar.
Móðir Eggerts var Rannveig Skúla-
dóttír landfógeta Magnússonar.
Móðir Eggerts í Hólmi var Guðrún
Jónsdóttír, b. í Langholti, Gissurar-
sonar og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á
Syðri-Steinsmýri, Jónssonar, prests
í Meðallandsþingum, Jónssonar,
bróður Steingríms biskups. Móðir
Jóns prests var Helga Steingríms-
dóttir, systir Jóns eldprests.
Móðir Hrefnu var Valgerður, syst-
ir Eiríks, afa Vigdísar forseta. Ann-
ar bróðir Valgerðar var Einar, faðir
Guðmundar frá Miðdal, föður Err-
ós. Valgerður var dóttir Guðmund-
ar, b. í Miðdal í Mosfellssveit, Ein-
arssonar, b. á Álfsstöðum á Skeið-
um, Gíslasonar, b. áÁlfsstöðum,
Helgasonar, bróður Ingveldar, móð-
ur Ofeigs ríka á Fjalh og Sólveigar,
langömmu Guönýjar, móður Guð-
laugs Tryggva Karlssonar. Móðir
Guðmundar var Margrét Hafliða-
Eggert Magnússon.
dóttir, b. á Bimustöðum, Þorkels-
sonar. Móðir Guðbjargar var Vigdís
Eiríksdóttir, b. á Vorsabæ á Skeið-
um, Hafliðasonar, bróður Margrét-
ar.
Allan Vagn Magnússon
Allan Vagn Magnússon, héraðs-
dómari í Reykjavík, Hvassaleití 31,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Allan fæddist á Húsavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR1965 og
embættísprófi í lögfræði frá HÍ1971.
Allan var framkvæmdastjóri
Æskulýðssambands íslands
1970-73, fulltrúi hjá Benedikt
Sveinssyni hrl. í Reykjavík 1971-74,
fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vest-
mannaeyjum 1974—76, fulltrúi hjá
sýslumanninum í Ámessýslu frá
1976 og hjá bæjarfógetanum á Sel-
fossi frá 1978, var settur bæjarfógeti
á Seyðisfirði og sýslumaður í Norð-
ur-Múlasýslu 1980-81, gegndi sýslu-
mannsstörfum í Vestur-Skaftafells-
sýslu 1982-87 í leyfi sýslumanns,
skipaður aðalfulltrúi bæjarfógetans
á Selfossi 1982, skipaður héraðs-
dómari á Selfossi 1985, skipaður
borgardómari í Reykjavík 1987 og
skipaöur héraðsdómari við Héraðs-
dóm Reykjavíkur 1992.
Allan hefur gegnt setudómara-
störfum í ýmsum málum, var
stundakennari við Fjölbrautaskóla
Suðurlands 1982-87 og átti sæti í
Félagsdómi 1987-89, tílnefndur af
BHM.
Allan var formaður Stúdentaráðs
HÍ1969-70, formaður Félags héraðs-
dómara 1976-79, í stjórn launamála-
ráðs BHM1979-81, í stjóm ríkis-
starfsmannadeildar Lögfræðingafé-
lags íslands 1977-80 og Stéttarfélags
lögfræðinga í ríkisþjónustu frá
stofnun 1980-83 og formaður þess
1980-81, formaður rekstrarstjómar
Sjúkrahúss Suðurlands og Heilsu-
gæslustöðvar Selfoss 1984-89, vara-
maður í landskjörstjórn 1987-88,
formaður siðanefndar Læknafélags
íslands frá 1990 og hefur setíð í
ýmsum stjórnskipuðum nefndum.
Fjölskylda
Allan kvæntist 2.4.1966, fyrri
konu sinni, Erlu Jónsdóttur, f. 14.5.
1944, hdl. Þau skildu 1972.
AUan kvæntist 9.2.1974, seinni
konu sinni, Margrétí Gunnarsdótt-
ur, f. 15.11.1946, læknafulltrúa. Hún
er dóttir Gunnars Valdimars Krist-
mannssonar, húsgagnabólstrara í
Reykjavík sem lést 1992, og Árdísar
Sæmundsdóttur húsmóður.
Börn Ailans og Erlu eru Agnes
Eir, f. 16.2.1963, sálfræðingur í
Reykjavík, og Jónas Gunnar, f. 6.12.
1970, nemi viðHÍ.
Synir Allans og Margrétar eru
Ari, f. 15.1.1975, nemi, og Kári, f.
30.7.1982, nemi.
Stjúpdóttir Allans er Ágústa Snæ-
land, f. 7.1.1970, háskólanemi.
Systkini Allans: Monika, f. 11.11.
1942, háskólanemi; Sesselja, f. 14.6.
1950, húsmóðir; Jónas, f. 21.3.1952,
prófessor; Finnur, f. 3.9.1956, þjóð-
háttafræðingur.
Foreldrar Allans: Magnús Már
Lárasson, f. 2.9.1917, dr. theol., dr.
Allan Vagn Magnússon.
juris h.c. við Lundarháskóla, pró-
fessor og rektor við HÍ, og María
Guðmundsdóttir, f. 19.2.1917, hús-
móðiríReykjavík.
Ætt
Foreldrar Magnúsar voru Jónas
Magnús Lárasson, bryti og hótel-
stjóri, síðast í Hafnarfirði, og k.h.,
Ida Maria, dóttir Carls Gustavs
Gullström, b. í Austur-Gautlandi í
Svíþjóð. Jónas var sonur Lárasar,
kaupmanns í Ólafsvík, Jónassonar.
Foreldrar Maríu voru Guðmund-
ur Grímsson, b. í Sandvíkurseli í
Norðfjarðarhreppi, og k.h., Sesselja
Sveinsdóttír húsmóður.
Allan er erlendis þessa dagana.
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrífstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, 2. hæð, sem hér seg-
ir, á eftirfarandi eign:
Asparfell 8, 3. hæð E, þingl. eig.
Margrét Ólaísdóttir Hjartar, gerðar-
beiðandi Inga Berg Jóhannsdóttir, 14.
mars 1995 kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Bakkastígur 5, hluti, þingl. eig. Ámi
Jóhannesson, gerðarbeiðandi Gjald-
heimtan í Reykjavík, 14. mars 1995
kl. 15.30.
Barónsstígur 19, efri hæð, þingl. eig.
Ólaftir Haraldsson, gerðarbeiðendur
Byggingarsj. ríkisins, húsbréfadeild,
og Miklatorg hf., 14. mars 1995 kl.
16.00. ____________________________
Eskihlið 14, hluti, þingl. eig. Jóhann
Ólafsson, gerðarbeiðendur Gjald-
heimtan í Reykjavík, Innheimtustofn-
un sveitarfélaga og tollstjórinn í
Reykjavík, 14. mars 1995 kl. 15.00.
Safamýri 17, 1. hæð og 1/2 bílskúr,
þingl. eig. Guðrún Júha Haraldsdótt-
ir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Is-
lands, 14. mars 1995 kl. 17.00.
Skipholt60, hluti, þingl. eig. Sveinfnð-
ur G. Þorvarðsdóttir, gerðarbeiðendur
Gjaldheimtan í Reykjavík og Lífeyris-
sjóður Dagsbrúnar og Framsóknar,
14. mais 1995 kl. 14.00.
Stórholt 47, 2. hæð, 12,6%, þingl. eig.
Penson hf., gerðarbeiðendur Gjaldr
heimtan í Reykjavík, Lífeyrissjóður
Dagsbrúnar og Framsóknar og Lifeyr-
issjóður starfsfólks í veitingahúsum,
14. mars 1995 kl. 13.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Bryndís Skúladóttir
Bryndís Skúladóttír sérkennari,
Grenibergi 9, Hafnarfirði, er fimm-
tug í dag, föstudaginn 10.3.
Starfsferill
Bryndís ólst upp í Smáíbúðahverf-
inu, lauk kennaraprófi frá KÍ1966
og B A-prófi í sérkennslufræðum frá
KHÍ1988.
Fyrstu árin var Bryndís skóla-
stjóri við Barna- og únghngaskól-
ann á Kirkjubæjarklaustri. Síðar
kenndi hún við Breiðagerðisskóla
og Fossvogsskóla í Reykjavík, í
Sandgerði og í Laugagerðisskóla á
Snæfellsnesi. Eftír að hún flutti til
Hafnarfjarðar kenndi hún lengst af
í Víðistaðaskóla en síðustu tvö árin
við Setbergsskóla.
Fjölskylda
Eiginmaður Bryndísar er Páll
Ámason, f. 30.7.1944, framleiöslu-
stjóri. Hann er sonur Áma Gísla-
sonar forstjóra, sem lést 1987, og
Esterar Kláusdóttur, starfsmanns
hjá Hafnarborg í Hafnarfirði.
Böm Bryndísar og Páls era Ámi
Pálsson, f. 19.7.1966, bílstjóri hjá
Kynnisferðum, en sonur hans og
Rögnu Ragnarsdóttur er Ragnar
Adolf Árnason, f. 11.6.1988; Gyða
Pálsdóttir, f. 4.1.1971, nemi; Svanur
Pálsson, f. 14.5.1974, nemi.
Systkini Bryndísar era Gunn-
steinn Viðar Skúlason forstjóri,
kvæntur Sigrúnu Gunnarsdóttur
leirlistarkonu og eiga þau fjögur
böm og eitt bamabarn; Guðlaug
Skúladóttir, húsmóðir í Keflavík,
gift Vilberg Skúlasyni kjötiönaðar-
manni og eiga þau þrjú börn; Sigrún
Skúladóttir tækniteiknari, gift Jóni
Þórarni Sverrissyni húsgagnasmið
og eiga þau tvö böm; Halldór Skúla-
son sölustjóri, kvæntur Jónu Ág-
ústu Helgadóttur húsmóður og eiga
þauþijárdætur.
Foreldrar Bryndísar: Skúli Steins-
son forstjóri, sem lést 1980, og Gyða
Bryndís Skúladóttir.
Brynjólfsdóttir húsmóðir.
Bryndís og Páll verða heima á af-
mælisdaginn og taka á mótí vinum
og ættíngjum að heimili sínu í kvöld
eftírkl. 20.30.