Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1995 Neytendur Tíðni nikkelofnæmis fer hraðvaxandi: Setjið ekki göt í eyru barnanna - segir Steingrímur Davíðsson húðsjúkdómafræðingur „Það er óhætt að segja að í kringum 20% kvenna hafl nikkelofnæmi. Að- alorsökin er sú aö sett eru göt í eyrun og því ráðlegg ég öllum foreldrum að láta ekki setja göt í eyru barna sinna, sérstaklega ekki ef þau hafa haft exem, asma, frjó- eða dýraof- næmi,“ sagði Steingrímur Davíðs- son, sérfræðingur í húð- og kynsjúk- dómum, í samtali við DV. í nýjasta tölublaði Lyfjatíöinda er ítarlegt viðtal við Steingrím þar sem hann segir m.a. að þegar fólk sé kom- ið með nikkelofnæmi sé ofnæmið komið til að vera og að það eina sem hægt sé að gera sé að forðast orsök- ina. „Oft eru fyrstu einkenni nikkel- ofnæmis þau að fólki finnst eins og byijað sé að grafa í eyrnasneplunum og það fær kláða, roöa og hreistur á þá. Fólk getur einnig fengið mjög slæmt exem, einkum ef það hefur haft exem sem barn, og þá aðallega á hendumar. Sumir verða jafnvel óvinnufærir í langan tíma,“ sagði Steingrímur. Svona gaetu hendur sjúklings með nikkelofnæmi litið út. Hann sagöi margar rannsóknir hafa sýnt fram á það síðustu árin að það að setja göt í eyrun auki hættuna á nikkelofnæmi verulega. „Tíðni þess hefur fariö hraðvaxandi síöustu ár. Samkvæmt könnun háskólaspít- alans Dotterut og Falk í Tromso reyndust t.d. 15% norskra 7-12 ára Hótel Island kynnir skemmtidagskrána Þ0 UÐI AR 0G OLD BJORGVIN HALLDÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆUSTÓNLEIKAR BJÖRGV'IN IIALLDÓRSSON iíturylir dagsverkið scm dægurlagasiingi’ari á lil,jóiii|)l()Uun í aidarljúrdung, og við lieyrtini nær 00 log lrá glæstum ferli - frá 1909 til okkar daga Næstu sýningar: (icstasongMiri: * SKiKÍm R BEINTKINSDÓ'mR I.fikniynd og lcikstjórn: BJÖRN (i. BJÖRNSSON f llljómsvcilarsljorn: (il’WAR KÓRDARSON ásamt 10 manna hljomsvcit Kynnir: JON AXKI. OI.AFSSON skólabarna vera með nikkelofnæmi. Könnunin náði til 424 barna. Drengir fá mun síður nikkelof- næmi en stúlkur og er skýringin að hluta til sú aö ónæmiskerfi kynjanna viröist aö einhveiju leyti vera ólíkt. „Þegar sett eru göt í eyru kemst blóö- ið í snertingu við málminn í áhaldinu sem notað er eöa að þeir hringir sem settir eru í koma blóðinu í snertingu við nikkelmálminn þegar húöin er þunn og sárið eftir gatið er ekki gró- ið. Ekki er vitað í smáatriðum hvað gerist en sýnt hefur verið fram á beint samband á milli gata í eyrun og nikkelofnæmis," sagði Steingrím- ur að lokum. í Danmörku hefur sala á hlutum sem gefa frá sér nikkel og eru í snertingu við húðina verið bönnuð frá árinu 1991. Steingrimur Davíðsson húð- k sjúkdómafræðingur. DV-mynd. Ferð þú til Parísar? - já, ef þú átt besta eftirréttinn Danshófundur: IIFI.FNA J(j\SI)OTTIR Dansarar úr BAT I l llokknuni Matseðill Súpa: Koníakstónuö humarsúpa meö rjómatoppi Aöalréttur: Lambapiparsteik meö gljáöu grœnmeti, kryddsteiktum jarðeplum og rjómapiparsósu Eftirréttur: Grand Marnier ístoppur meö hnetum og súkkuólaöi, karamellusósu og ávöxtum Verð kr. 4.600 - Sýningarv. kr. 2.000 Dansleikur kr. 800 Sértilboð á hótelgistingu sími 688999 j£m!l TAsLAND Bordapantanir i sima 687111 Jæja, lesendur góðir, nú er hið gullna tækifæri til að nýta sér gömlu, góöu uppskriftabókina og næla sér þannig í utanlandsferð. Þeir eru vafalaust ófáir sælkerarnir sem ekki eiga í hinum minnstu erfiðleikum með að finna þar uppskrift að góðum og girnilegum eftirrétti til að senda í uppskriftasamkeppni Matreiðslu- klúbbs Vöku-Helgafells, Nýrra eftir- lætisrétta. Verðlaunin eru ekki af lakara taginu, ferð fyrir tvo til Paris- ar (með íslenskri fararstjórn og gist- ingu), sælgætiskarfa frá Nóa-Síríusi og Stóra bakstursbókin. í 2. og 3. verðlaun eru ferðir fyrir einn til Par- ísar og það sama innifalið. Þeir sem lenda í 4.-10. sæti hljóta sælgætis- körfur í verðlaun og Stóru baksturs- bókina að auki. Skilafresturinn er til 24. mars en verið er að leita að spénnandi eftir- rétti þar sem m.a. er notað hráefni frá Nóa-Síríusi og/eða Kjörís. Eina skilyrðið er að uppskriftin hafi aldrei birst á prenti. Nöfn vinningshafa verða birt hér á neytendasíðunni og verðlaunauppskriftirnar verður að fmna í Matar- og kökublaði DV sem út kemur í byijun apríl. Grípið nú tækifærið, þau gerast varla meira freistandi! sima- númerin? „Þegar fólk les sjö stafa númer- in upphátt er best aö nota regluna 3plús 4, þ.e. að lesa t.d. súnanúm- erið 5632700 sem 563-2700. Þannig verður það skrifað í símaskránrú og reynslan frá útlöndum sýnir að svona eigi fólk auðveldast með aö muna númerin,“ sagöi Hrefna Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Pósts og síma, i samtali við DV. Neytendasíðan hefur fengið nokkrar fyrirspurnir í þessu sambandi og því virðist ekki óal- gengt að fólk eigi í erfiðleikum með aö orða þessi löngu síma- númer. Hin nýja vítamínlína apótekanna. Nývítamínlína „Við viljum fyrst og fremst koma þeirri þekkingu á framfæri sem apótekin hafa yfir að ráða. Enn fremur leggjum við áherslu á vandaðar pakkningar með greinargóðum upplýsingum," sagði Kjartan Valgarðsson, fram- kvæmdastjóri Klasa hf. sem er í eigu apótekanna. Apótekin hafa nú sett sameigin- lega á markað nýja línu vítamína og fæðubótarefna sem eru seld undirmerki apóteksins. Apótekið ábyrgist gæði þeirra og að þau séu öll framleidd undir lyíja- fræðilegu eftirliti. „Skammtarnir eru útbúnir í samráði við Holl- ustuvernd ríkisins og eiga þvi að fullnægja daglegri þörf fólks. Takmark okkar er að koma góð- um, vönduðum upplýsingum á framfæri við almenning því það eru alltof margir spámenn með órökstuddar fullyrðingar í þess- um efnum,“ sagöi Kjartan. Víta- mínin og fæðubótarefnin fást í öllum apótekum og eru seld með 10% kynningarafslætti til 15. mars. Aðspurður sagði Kjartan að von væri á fleiri nýjungum frá apótekunum í framtíðinni, t.d. AD-dropum íyrir böm og fiölvíta- míni fyrir böm sem taka lýsi. Verðmunurá hrognum Ólafur Torfason, eigandi Garðakaupa, hafði samband við neytendasíðuna og vildi gera at- hugaseradir varðandi verðkönn- un okkar á fiski í síðustu viku. Þar var m.a. borið saman verð á hrognum þar sem Garðakaup var með hæsta verð, 553 kr. kg. Ólaf- ur segir þetta verö ekki vera rétt, kílóið af hrognum í Garðakaup- um kosti 535 kr. Sé þaö rétt minnkar verðmunur á hæsta og lægsta verði niður í 168%, úr 177%, en Garðakaup er þó enn þá með hæsta verðiö af þeim verslunum sem í könnuninni vom. i i 4 4 * é é é i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.