Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Síða 12
. 12 Spumingin Á að setja bráðabirgðalög á kennara? Jakob Bjarnason mjólkurfræðingur: Nei, það finnst mér alls ekki. Sigurlín Þ. Siguzjónsdóttir húsmóð- ir: Já, það finnst mér. Ásta Lóa Jónsdóttir húsmóðir: Já, það finnst mér. Þetta er orðin leiðin- leg deila. Ég vil fá bömin í skóla aft- ur. Einar Valgeir Jónsson sjúkraliði: Nei, alls ekki, það á bara aö semja. Jón G. Hallgrímsson bifreiðastjóri: Nei, það á bara aö leyfa þeim að vera í verkfalli. Þórey B. Einarsdóttir: Já, það finnst mér. Lesendur Réttur til nýting- ar heimamiða Nú styttist óðum í að grásleppuveiðar hefjist. Greinarhöfundar gera veiðarn- ar að umtalsefni i bréfi sínu. ' Eva og Ásbjörn, Djúpavík, skrifa: Um það bil fjórtán einstaklingar hafa í gegnum áratugina veitt grá- sleppu á vorin hjá Ámeshreppi í Strandasýslu. Vertíðin hefur hafist 1. apríl síðustu ár og stendur í þrjá mánuði. Nú er hins vegar uggur í mönnum vegna væntanlegrar vertíö- ar. Því viö fannfergi og ótíð bætist ■ aðsíðustuárinhefurþaðaukistmjög ! að aðkomubátar hafa sótt inn á hin hefðbundnu mið heimamanna, gjarnan á stærri og betur útbúnum bátum. Grásleppuveiðar em sérveiöar sem aðeins er hægt að stunda samkvæmt leyfum og segir að slík veiði skuh aðeins leyfð til báta sem em 12 brúttólestir eða minni. Þegar lögin voru sett voru að vísu nokkrir stærri bátar búnir að stunda grásleppuveið- ar um Jrabil og fengu þeir undan- þágu til veiða meðan ekki væri farið í bátastækkun eöa aðrar breytingar gerðar. Um þessar mundir var smíð- að talsvert af svokölluðum 9,9 tonna bátum. Nokkrir grásleppukarlar, sem búa við hvað best hafnarskil- yrði, létu smíða sér slíka báta og færðu síðan grásleppuleyfi sín yfir á þá þar sem það braut ekki í bága við brúttólestaregluna. Það er þó stað- reynd sem allir vita að þessi 9,9 tonna mæling var ákaflega umdeild á sín- um tíma. Bátarnir voru alltof stórir. Þ.a.l. þurfti að „minnka“ þá að innan til að þeir stæðust mæÚngu. Aðra þurfti hins vegar að breikka að utan til þess að þeir gætu talist haffærir! Suma af þessum bátum er síðan búið að lengja um 2-3 metra og þá sjá all- ir hvað þeir eiga orðið lítið skylt við gráslepputrillur en áfram halda þeir þó sínum leyfum. Þessir stóru bátar stinga mjög í stúf á heimamiðum Árneshreppsbúa sem allir stunda þessar veiðar á opnum trillum. Aðstöðumunur þessara tveggja hagsmunahópa hggur í aug- um uppi þar sem annar hópurinn er að hefja veiðar eftir langt vetrarstopp en hinn hópurinn kemur beint frá öðrum veiðum, svo sem rækju- og línuveiðum. Ótíð hefur verið geysheg hér í sveitinni frá áramótum og fannfergið er orðið yfirgenghegt. Allar trillur sveitarinnar eru að sjálfsögðu löngu fenntar á kaf, ýmist úti eða inni í bátaskýlum. Þar að auki hafa menn ekki komist tíl þess að sækja ný veið- arfæri til Norðurfjarðar. Þannig að menn eiga netin sín óuppsett í stór- um stU. TrUlubændurnir hér hafa vakið athygh yfirvalda og sjávarút- vegsráðuneytis á stööunni og sent ráðuneytinu bréf þar sem farið er fram á frestun veiða tU að minnsta kosti 15. apríl. Vonast menn tU þess að við þessari beiðni verði brugðist á jákvæðan hátt því annars eru smá- bátar hér nánast úr leik á komandi vertíð. Þar sem þetta eru fyrstu at- vinnutækifærin sem bjóöast þorpsbúum ár hvert og ekki er um aðra launavinnu að ræða (að undan- skUdum búrekstri) er augljóst að mikið er í húfi fjárhagslega, bæði fyrir einstaklingana, sem eiga hlut að máli, og ennfremur fyrir sveitar- félagið sem heUd. Árneshreppur hefur orðið fyrir efnahagslegum áfollum síðustu árin og má því segja að eitt slíkt til viöbót- ar geti riðið baggamuninn um hvort byggðin lifir eöa riðar tU falls. Tvísköttun lífeyris eftirlaunaþega Sjómaður á eftirlaunum skrifar: Loksins, eftir margítrekaðar ábendingar og gagnrýni, létu ráða- menn okkar verða af því um síðustu áramót aö leiörétta að nokkru leyti það ólögmæta óréttlæti sem gamalt fólk og ellUífeyrisþegar hafa orðið að þola frá því að staögreiöslukerfi skatta var tekið upp hér á landi 1989. Hér skal bent á að það eru ekki aðeins lífeyrisþegar, 70 ára og eldri, sem eiga rétt á leiðréttingu mála sinna heldur ahir þeir sem fengu líf- eyrisgreiöslu frá 1989 og fram að síð- ustu áramótum. Af ýmsum ástæðum hefjast lífeyr- isgreiðslur mismunandi snemma eft- ir atvikum. T.d. hafa sjómenn hjá Lífeyrissjóði sjómanna átt rétt á líf- eyristöku úr sjóðnum, að uppfyhtum settum skilyrðum (þeir sextugir sem stundað hafa sjómennsku í 25 ár) frá og með sextugs aldursári og félagar í öðrum sjóðum eiga rétt á lífeyris- töku frá og með 65 ára aldri en þá með 30% skerðingu lífeyris. Eins og augljóslega kemur fram hér er nú verið að reyna að leiðrétta þessa ólögmætu tvísköttun á þá þjóð- félagsþegna sem síst hafa borið hönd fyrir höfuð sér. Að áhti mínu ættu menn beggja vegna samningaborðs að standa jafnfætis. Þegar menn hin- um megin við borðið verða uppvisir að ólöglegum aðgerðum ættu þeir að fá sömu réttarmeðferð og alhr aðrir þegnar lýðveldisins. ' Nú á þessum síöustu og verstu tím- um ættu menn að taka þessi mál til endurskoðunar og frekari íhugunar til að fá fulla leiöréttingu sinna mála. Óuppaldir íslendingar Helgi skrifar: Með hvetjum deginum verður ber- sýnilegra hve iha uppaldir íslending- ar eru. Undanfama áratugi hefur engan mátt aga, þéringar verið af- lagðar og almennir mannasiðir að mestu farið sömu leið. Allt hefur þetta verið af ,jafnréttisástæðum“. Bréfritara finnst mannasiðum ís- lendinga vera ábótavant. Áhugamönnum um „samfélags- mál“ hefur þótt hvers kyns tilraunir til aö gera menn úr íslendingum ávísun á „stéttaskiptingu" o.s.frv. Þar af leiðandi hefur engum mátt segja til og engum mátt kenna að bera virðingu fyrir nokkrum sköp- uðum hlut. Víðar og víðar koma af- leiðingar þessa í ljós. íslendingum er, svo lítið dæmi sé tekið, almennt of- viða að mynda skipulegar biðraðir og ber mjög á því t.d. í sælgætissölum kvikmyndahúsanna. Þar ýta og troð- ast börn og fullorðnir hver sem betur getur. Ekki er hægt að opna fyrir útvarp eða sjónvarp án þess að heyra fuhorðið fólk gera endalausar kröfur til ríkisins og óþarft er að taka fram að fréttamenn birta ahar kröfugerð- imar án þess að depla auga. í um- ferðinni er íslendingum t.d. ómögu- legt að nema staðar á gulu ljósi og þannig mætti áfram telja. En mest áberandi em þó þættir éins og „Þjóðarsálin". Frekja, dóna- skapur og sjálfumgleði mikhs meiri- hluta hringjenda em með slíkum ólíkindum að seint verður þess jafni. Böm og unghngar alast upp við slíka þætti og er nema von að þau fari aö ætla að það sé þannig sem kaupin gerast á eyrinni? ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1995 litilsvirðing viðkonur Ó.B. hringdi: Enn eina ferðina stendur til að halda Fegurðarsamkeppni ís- lands og af þvi thefni er nú verið að halda forkeppni víða um land. Þama em fengnar til þátttöku ungar stúlkur sem síðan er gert aö koma fram í efníslitlum klæðnaði. Hvert ghdi svona keppni á að hafa er mér gersam- lega fyrirmunað að skilja. Fyrir mér em uppákomur af þessu tagi th þess eins geröar að htisvirða aha kvenþjóðina eins og hún leggur sig. Maöur hefði haldið að Kvenna- hstinn eða einhver önnur samtök kvenna hefðu haft í sig í frammi viö að mótmæla athæfi af þessu tagi en svo virðist ekki vera. Öh- um virðist standa á saraa og má af því draga þá ályktun að þjóöfé- lagið fari sífellt versnandi. Feg- urðarsamkeppni er úrelt fyrir- bæri enda veröur fegurð aldrei mæld eftir stærð bijóstanna eða því hvernig afturendi viökom- andi er í laginu. Fegurðin kemur innan frá. Uppvöðslusamir kennarar Viðar skrifar: Framkoma kennara á undan- fórnum vikum er fyrir neðan all- ar hehur. Út af fyrir sig get ég skhið kröfur um bætt kjör en að gera það með álíka hætti og kenn- arar jaðrar við frekju svo ekki sé nú meira sagt. Nýjasta „trixið“ hjá þeim er að stoppa kosningar ef ekki veröur búið að semja áður. Kennarar segja að enginn megi taka til í kennslustofunum nema þeir. Hvað um ræstitæknana? Mega þeir bara ekki taka til í þessura kennslustofum? Nei, mér finnst kennarar vera orðnir fullupp- vöðslusamir í þessum aðgerðum sínum. Það er allt i lagi að standa fast á sínu en þegar frekju er beitt er ekki hægt að sýna þeim neina samúö. Menning- arsnobb Ólafur Gíslason skrifar: Ég er ósáttur viö hversu miklu plássi og tíma fjölmiðlar eyða í hvers kyns umfjöllun um „menn- ingarviðburði". Það er eins og ekki megi raála eina mynd án þess að þurfi að gera þessu ítarleg skh. Mér finnst þessi umfjöllun bitna á því sem máh skiptir en þaö eru almennar fréttir sem snerta alla. Ég vh sjá miklu meira rými fýrir almennar fréttir í fjölmiðlum. Ég oröinn afskaplega þreyttur á þessu menning- arsnobbi sem tröllríður þessu þjóðfélagi. Svo er þetta hstafólk th hths gagns enda gerir það fátt annað en aö heimta styrki. Þaö eru bara örfáir menn á borö viö Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmann sem skila einhveiju í ríkiskassann. Skoðanafreisi Arnar hringdi: Þaö er fáránlegt ef þaö á að fara aö dæma menn fyrir þaö eitt að hafa skoðanir. Nú hafa þrír þjálf- arar verið kærðir til aganefndar HSÍ fyrir að segja álit sitt á dóm- urum. Vonandi fer þetta ekki að verða hér eins og í Rússlandi eða í Kína þar sem menn mega ekki hafa skoðanir. Siðleysi Guðrún Kristjánsdóttir hringdi: Ég tek undir með Þorbirni sem tjáði sig ura þáttaröðina um strandverðina í Sjónvarpinu. Þessir þættir eru meö öhu sið- lausir. Eina takmark framleið- endanna viröist vera aö sýna fá- klædda líkama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.