Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Síða 32
562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLÝSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIDSLA 0G ÁSKRIFT ER QPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: iokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstúdaga: 9-20 BEINN SÍMI BUÐA* AFGREIÐSLU: 563 2777 KL.6-8 UUGAftDA6á-0Ö MAWUDA6SMDRG NA íslenska þjóðarbúið: Erlendar Frjalst,ohaö dagblaö ÞRIÐJUDAGUR 14 MARS 1995 skuldir eru óvíða meiri - staða lakari en tölur segja Staða opinberra fjármála á Islandi er að sumu leyti lakari en tölur gefa kynna við fyrstu sýn. Svo segir í nýju fréttabréfi Samvinnubréfa Landsbankans. Fyrir því eru einkum tvær ástæður. „Annars vegar er hlutfall erlendra skulda hins opinbera óvíða hærra og hins vegar eru skuldir þjóðarbúsins erlendis meiri en flestra annarra landa. í þessu felst aö fyrr getur sleg- ið í bakseglin hjá okkur en annars staðar ef nægilegs aðhalds er ekki gætt. Að auki er nauðsynlegt að hafa hugfast að miklar erlendar skuldir setja fjárhagslegu sjálfstæði þjóðar- innar auðvitað ákveðnar skorður," segir Þorsteinn Ólafs m.a. í frétta- bréfinu. í greininni tekur Þorsteinn fyrir þróun skuldasöfnunar hins opinbera í OECD-ríkjum og nokkrum öðrum löndum sem hlutfall af landsfram- leiðslu. Alls staðar hefur skuldasöfn- unin verið ör, misjöfn eftir löndum. ísland er í hópi þeirra landa sem þróunin hefur verið hvað örust ásamt Finnlandi, Svíþjóð, Kanada, ítahu, Belgíu, Grikklandi og Mexíkó. Skuldir íslenska ríkisins námu 35% af landsframleiðslu áriö 1990 en hlut- fallið stefnir í 56% á þessu ári. Raunvöxtum haldið uppi „Enginn vafi er á því að skulda- söfnunin og tilheyrandi hallarekstur hins opinbera hafa haldið uppi raun- vöxtum í heiminum. í því sambandi nægir að nefna að samanlagður halli í iðnríkjunum nam 600 milljörðum Bandaríkjadollara í fyrra, eða sem samsvaraöi tæplega 4% af lands- framleiðslu þeirra. Þessi fjárhæð jafngildir um 40 billjónum íslenskra króna sem er nálægt því hundrað- faldar tekjur íslenska þjóðarbúsins á einu ári. Það þarf því enginn að velkj- ast í vafa um að vextir hefðu verið lægri ef eftirspum opinberra aðila eftir lánsfé heíði verið minni undanf- arin ár,“ segir- Þorsteinn Ólafs m.a. Þriðjungur þorsk- kvóta óveiddur Tæplega þriðjungur þorskkvótans, eða rúm 30 þúsund tonn, er nú óveiddur. Alls var búið að veiða rúm 58 þúsund tonn þann 1. mars af heild- arkvóta upp á 90 þúsund tonn. Á sama tíma er búið er að veiða tæp 30 þúsund tonn af úthafsrækjukvót- anumsemer63þúsundtonn. -rt LOKI Væri ekki ráð að setja samninganefndirnar ískammarkrókinn? Stefnir í að b____ ir verði bundnir W VI VI Afllllllllll annan hvern dag „Miðað við aflann á fyrsta tíma- bili krókabátanna stefnir í að þeir verði að stoppa aðra hverja viku mánuðina september til nóvember á þessu ári. Það stefnir í svipaðan afla krókabáta á þessu fiskveiöiári og því síðasta," segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands smábátaeigenda. í lögum um stjórn fiskveiða er gert ráð fyrir að afli krókabátanna fari ekki fram úr 21 þúsimd og 500 tonnum í stað rúmlega 31 þúsunds á síðasta íiskveiðiári. Fari bátarnir fram úr afla á einu tímabilí loiðir það til skerðingar úthaldsdaga á samsvarandi tímabili árið eftir. Örn segir að í stað 18 banndaga í haust veröi nú 44 banndagar næsta haust, eða næstum annar hver dag- ur. „Menn hafa af þessu dauöans áhyggjur. Við áttum von á að aflinn minnkaði við íjölgun banndaga en það hefur ekki gerst heldur hefur hann aukist. Helstu skýringar á aukningunni eru meiri fiskgengd ogaukinn sóknarþungi," segir Örn. Hann segir aukinn sóknarþunga vera á ábyrgð sjávarútvegsráö- herra. Landssamband smábátaeig- enda hafi varað víð þeirri þróun að sóknarþungi krókabátanna mundi aukast. „í lögum um stjóra fiskveiða seg- ir að gefa megi út nýtt veiðileyfi ef samsvarandi bátur hverfi úr rekstri. Ráðherra hefur ekki túlkað þetta með sama hætti því inn í kerf- ið hafa komið aflmiklir bátar á sama tíma og bátar sem jafnvel hefur ekki verið haldið til veiða undanfarin ár hverfa úr flotanum. Þannig hefur afkastagetan í kerf- inu veriö aukin verulega. Á meðan stjórnvöld standa að þessu kallar það á breytingu á lögunum," segir Örn. Framkvæmdir við jarðvegsvinnu eru nú i fullum gangi vegna nýju brúarinnar við gatnamót Vesturlandsveg- ar. Framkvæmdum á að vera lokið í haust en Ijóst er að brúin á eftir að verða mikil samgöngubót. Það er verk- takafyrirtækið JVJ úr Hafnarfirði sem sér um fyrsta hluta framkvæmdarinnar. DV-mynd GJU Veðriðámorgun: Kalt í veðri Á morgun verður norðan stinn- ingskaldi og éljagangur norðaust- anlands í fyrstu en annars frem- ur hæg austan- og norðaustanátt. Lítils háttar él á annesjum norð- anlands en bjart veður að mestu um landið sunnan- og vestanvert og í innsveitum Norðurlands. Kalt í veðri. Veðrið í dag er á bls. 28 Kennararbúast viðauknumráð- herraafskiptum af kjaradeilunni Svo gæti farið að kennarar hinkr- uðu með aö leggja fram það gagntil- boð í kjaradeilunni sem talað hefur verið um. Kennarar sem DV ræddi við í morgun telja sig sjá teikn á lofti um aukin afskipti ráðherra af deilunni. Þeir benda á að Jón Baldvin Hanni- balsson hafi kallaö Eirík Jónsson, formann KÍ, á sinn fund í gær og Elnu Jónsdóttur, formann HÍK, í morgun. Davíð Oddsson forsætisráð- herra er kominn heim af Kaup- mannahafnarfundi og búast kennar- ar við að hann láti málið til sín taka fyrst Jón Baldvin er kominn af stað. Þaö sem kennarar hafa rætt um sem uppistöðu í gagntilboði er að skorin verði umtalsvert niður sú aukning kennsluskyldu sem gert er ráð fyrir í tilboði ríkisins. Þá yrði um leiö skorin eitthvað niður launa- greiðsla sem átti að koma fyrir aukna kennsluskyldu. Þá er rætt um að setja inn í gagntil- boðið launahækkun við undirritun og örari tímabilshækkanir en gert er ráð fyrir í tilboði ríkisins. Þetta er fyrir utan hinn almenna kjara- samning sem gerður var á dögunum og gert er ráð fyrir að kennarar fái eins og aðrir. Samningafundur hefur verið ákveöinn í kjaradeilunni eftir hádegi í dag. Hraðfrystihús Tálknafiarðar: Tilboði tekið Tilboði Péturs Þorsteinssonar framkvæmdastjóra í hlutabréf Val- fellssystkina í Hraðfrystihúsi Tálknafiarðar hefur verið tekið. Pét- ur staðfesti þetta í samtali við DV og sagði aö hann og Guðfinnur Pálsson, eigandi Straumness og Háaness á Patreksfirði, stæðu sameiginlega að kaupunum. Kaupverð bréfanna er um 80 milljónir. -rt Loðnuveiðum að ljúka: Litlar líkur á vestangöngu „Við fengum 750 tonn út af Garðs- skaga í gær. Þetta er hluti af þeirri loðnu sem hefur verið að ganga vest- ur með. Ég reikna með að þetta verði búið næstu daga,“ sagði Magnús Þor- valdsson, skipstjóri á Sunnubergi, í samtali við VD í morgun. Magnús segir að stærstur hluti loðnunnar sé kominn norður fyrir Látrabjarg og lagstur á botninn. Hann telur litlar líkur á vestan- göngu. -rt Brook (rompton RAFMOTORAR Wulsen Suðurfundsbraut 10. 8. 088489. Lmnm alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.