Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Blaðsíða 30
30 i LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir fyrirtækjum sem áhuga hafa á að taka þátt í útboði á vegum Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá í febrúar 1992 verða verk sem unnin eru á kostnað Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins hér á landi boðin út frá og með 1. apríl í ár. Fyrir dyrum stendur fyrsta reynsluverkefnið af þessu tagi. Um er að ræða viðhald á ratsjárstöðinni á Stokksnesi. í samræmi við útboðsskilmála sem unnir hafa verið í samstarfi íslenskra og bandarískra stjórnvalda er öllum fyrirtækjum sem áhuga hafa á þátttöku í útboðinu boðið að senda inn gögn vegna forvals verktaka. Viðhaldsverkefnið Verkið sem um ræðir felst í steypuviðgerðum utanhúss, endurnýjun á þaki og skyldum atriðum. Innanhúss yrði um að ræða endurnýjun á lögnum, loftræstingu og hrein- lætisaðstöðu, auk endurnýjunar á raflögnum. Þá felst í verkinu tengingar á nauðsynlegum búnaði, viðgerð á eld- varnarkerfi og uppsetning á nýju öryggiskerfi. Kostnaðará- ætlun við verkið er á bilinu kr. 6.500.000,- til 16.250.000,-. Kröfur til verktaka Fyrirtæki sem áhuga hafa á þátttöku í útboðinu þurfa að skila viljayfirlýsingu þar um til varnarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík (bréfa- sími: 551 5680), fyrir 14. apríl nk. í viljayfirlýsingunni skal greina nafn og kennitölu fyrirtækis og helstu upplýsingar um fyrirtækið. Þá þarf að vera unnt að staðreyna að fyrir- tækið uppfylli eftirtalin skilyrði: - að vera starfandi í þeirri starfsgrein sem efni samningsins hljóðar á um. - að hafa nauðsynlega fjárhagslega burði til að sinna því verki eða þeirri þjónustu sem samningurinn felur í sér. - að geta uppfyllt samninginn á réttum efndatíma, að teknu tilliti tíl annarra fyrirliggjandi verkefna. - að geta sýnt fram á nauðsynleg gæði vinnu sinnar, vöru eða þjónustu í fyrri verkum af sama toga eða við sölu sambærilegrar vöru. - sé þekkt að áreiðanleika og heiðarlegum viðskiptahátt- um. - að búa yfir nauðsynlegu innra skipulagi, reynslu og tæknilegri hæfni til að efna samninginn, eða geta komið slíku á eða aflað þess. - að búa yfir nauðsynlegri framleiðslutækni, mannvirkjum, tækjum og annarri aðstöðu, eða geta orðið sér úti um slíkt. - að hafa nauðsynlegt starfslið til að efna samninginn eða geta sýnt fram á að það geti orðið sér úti um hæft starfslið. Utanríkisráðuneytið, 7. apríl 1995 Fréttír_________________________________________dv Alþingiskosningamar 1995: Standa verður rétt að útstrikunum - aðöðrumkostierkjörseöillinnógildur Alltaf er nokkuð um að fólk striki út frambjóðendur af listum flokk- anna og flytji fólk milli sæta. Mjög áríðandi er fyrir kjósendur sem ætla að notfæra sér þessa heimild að fara rétt að öllu. Að öðrum kosti gera þeir kjörseðil sinn ógildan. Samkvæmt kosningalögum má kjósandi breyta nafnaröð á þeim lista sem hann kýs. Vilji hann það setur hann tölustafmn 1 framan við nafn sem hann vill hafa efst á listanum, töluna 2 fyrir framan nafnið sem hann vill hafa annað í röðinni og svo framvegis, að svo miklu leyti sem hann vill breyta til. Ef kjósandi vill hafna frambjóð- anda á þeim hsta sem hann kýs strik- ar hann yfir nafn hans. Útstrikanir hafa alltaf verið nokkrar við alþing- iskosningar en með þeirn geta kjós- endur komið áliti sínu á einstökum frambjóðendum til skila. Samkvæmt kosningareglum verð- ur meira en helmingur kjósenda til- tekins framboðslista að hafa strikað frambjóðanda út til að útstrikanirn- ar hafi áhrif til breytinga. Þannig eru áhrif útstrikana hverfandi. Útstrik- anir eru því varla annað en skilaboð frá kjósendum sem aðstandendur framboöslista geta ekki horft fram hjá sé strikað út í verulegum mæli. Til að forðast það að gera kjörseðil- inn ógildan ber kjósendum að hafa eftirfarandi í huga. Krossa á framan viö listabókstaf þess framboðslista sem kjósandi ætl- ar að greiða atkvæði sitt. Kjósandi má aðeins setja kross við einn listabókstaf. Vilji kjósandi strika út eða breyta nafnaröð má hann aðeins eiga við þann framboðslista sem hann hefur krossaö við. Hann má alls ekki hagga við þeim listum sem hann kýs ekki. Að öðrum kosti ógildist atkvæðið. Ef einhver áletrun er á kjörseðlin- um, fram yfir það sem fyrir er mælt, er kjörseðill ógildur. Þannig má kjós- andi til dæmis ekki skrifa vísu, at- hugasemdir eða skammaryrði á kjör- seðilinn eða teikna á hann. Birgðastöð Irving Oil: Vélsmiðjur og verktakar fá fyrirspumir að utan - allar líkur á íslenskri undirverktöku „Við höfum fengið fyrirspurnir á almennu nótunum. Það er ekkert fast í hendi enn þá en við erum opn- ir fyrir öllu. Það er að heyra á þessum aöilum að þeir muni klárlega ráöa íslenska undirverktaka," sagði Guð- mundur Sveinsson, framkvæmda- stjóri Vélsmiðjunnar Héðins, viö DV en Héðinn og nokkrar aðrar íslensk- ar vélsmiðjur hafa fengið fyrirspurn- ir frá a.m.k. fjórum erlendum verk- takafyrirtækjum sem hyggjast bjóða í smíði 9 olíutanka við birgðastöð Irving Oil í Sundahöfn. Auk Héðins má nefna Stálsmiðjuna, Norma, Glym, Garðasmiðjuna og Vélsmiðju Orms og Víglundar. Gangi samningar eftir koma vél- smiðjurnar til með að gerast undir- verktakar hjá því erlenda verktaka- fyrirtæki sem lægst verður í útboði Irving Oil. Að auki hefur verktakafyrirtækið ístak fengið fyrirspurn frá éinu er- lendu verktakafyrirtæki. Jónas Frí- mannsson, byggingarverkfræðingur hjá ístaki, staðfesti það í samtali við DV. Ráðgjafi erlenda aðilans hefði heimsótt Istaksmenn á dögunum og óskað upplýsinga um fyrirtækið. Jónas sagðist hafa óskað eftir útboðs- gögnum en ekki fengið enn. ístak hefði svo sannarlega haft áhuga á að bjóða í verkið. Ingólfur Sverrisson hjá Samtökum iðnaðarins sagði við DV að nokkur erlend verktakafyrirtæki hefðu sett sig í samband við samtökin undan- famar vikur og óskað upplýsinga um íslenskar vélsmiðjur, vanar mikilh tanksmíði. Hafa samtökin reynt að greiða götu verktakanna hér á landi eftir þörfum. „Það liggur ekki fyrir hverjir muni annast verkin þannig að málin eru opin í báða enda. Þeir aðilar sem rætt hafa við mig hafa sýnt því veru- legan áhuga að ráða íslenska undir- verktaka enda er það mikil fyrirhöfn að flytja hingað mannskap, tæki og tól,“ sagði Ingólfur. Om Friðriksson, formaður Félags jámiðnaðarmanna, sagði að félagið myndi fylgjast grannt með því að lögum um atvinnuréttindi útlend- inga yröi framfylgt ef til þess kæmi að erlent verktakafyrirtæki utan EES-svæðisins reisti birgðastöð Ir- ving Oil. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, 3. h., sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Breiðvangur 13, 0102, Hafharfirði, þingl. eig. María Eyvör Halldórsdóttir og Halldór Róbertsson, gerðarbeið- andi Spsj. Hafnarfjarðar, 11. apríl 1995 kl. 14.00. Breiðvangur 44, 0101, Hafharfirði, þingl. eig. Sturla Haraldsson, gerðar- beiðandi Bæjarsjóður Hafnarfjarðar, 11. april 1995 kl. 14.00,___________ Eskiholt 19, Garðabæ, þingl. eig. Sig- urlaug Finnbogadóttir, gerðarbeið- andi Walter Jónsson, 11. apríl 1995 kl. 14.00.__________________________ Fagraberg 6, Hafharfirði, þingl. eig. Ami Gústafsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Hafnarfirði, 11. apríl 1995 kl. 14.00.____________________ Fluguvellir 3, 25%, Garðabæ, þingl. eig. Sigurður Öm Sigurðsson og Aðal- heiður Jakobsen, gerðarbeiðandi Klemenz Eggertsson hdl., 11. apríl 1995 kf. 14.00,____________________ Fomubúðir 8, eining 3, Hafharfirði, þingl. eig. Fiskaklettur, björgunar- sveit, gerðarbeiðandi Ulfur Sigur- mundsson, 11. apríl 1995 kl. 14.00. Furuberg 5, Hafnarfirði, þingl. eig. Vigdís Elma Cates og Þórður Krist- jánsson, gerðarbeiðandi Húsnæðis- stofhun ríkisins, 11. apríl 1995 kl. 14.00. Heiðarlundur 7, Garðabæ, þingl. eig. Stefán Snæbjömsson, gerðarbeiðend- ur Gjaldheimtan í Garðabæ og Vá- tryggingafélag íslands hf., 11. apríl 1995 kl. 14.00. Hraunhólar 18, Garðabæ, þingl. eig. Dagný Guðmundsdóttir, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Garðabæ, 11. apríl 1995 kl. 14,00, Hringbraut 16, Hafharfirði, þingl. eig. Ragnar Hafliðason, gerðarbeiðandi Lsj. bygginariðnm., 11. apríl 1995 kl. 14.00. Jófríðarstaðavegur 8A, Haíharfirði, þingl. eig. Þórður Marteinsson, gerð- arbeiðandi Skipalón hf., 11. apríl 1995 kl. 14.00. Krókamýri 24, Garðabæ, þingl. eig. Óskar Sv. Ingvarsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Garðabæ, 11. apríl 1995 kl. 14.00. Lækjargata 4,0201, Halharfirði, þingl. eig. Guðmundur Sveinsson og Kristín Inga Brynjarsdóttir, gerðarbeiðendur Húsnæðisstofiiun ríkisins og Trygg- ingamiðstöðin hf., 11. apríl 1995 kl. 14.00. Mb. Sæmundur HF-85, skmr. ,1068, Hafnarfirði, þingl. eig. Eiríkur Ólafs- son, gerðarbeiðandi Lsj. sjómanna, 11. apríl 1995 kl. 14.00. Miðvangur 108, Hafharfirði, þingl. eig. Aðalgeir Olgeirsson, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Hafnarfjarðar, og sýsl- umaðurinn í Hafnarfirði, 11. apríl 1995 kl. 14.00. Móaflöt 47, 0101, Garðabæ, þingl. eig. Garðar Jökulsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Garðabæ, 11. apríl 1995 kl. 14.00. Skógarlundur 13, 0101, Garðabæ, þingl. eig. Erla Sölvadóttir og Birgir Ólafsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimt- an í Garðabæ, 11. apríl 1995 kl. 14.00. Sléttahraun 25, 0201, Hafnarfirði, þingl. eig. Sigrún Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofhun rík- isins, 11. apríl 1995 kl. 14.00. Suðurvangur 14, 0302, Hafharfirði, þingl. eig. Bjamey Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafharfi., 11. apríl 1995 kl. 14.00. Svalbarð 15, 0201, Hafharfirði, þingl. eig. Herborg Haraldsdóttir, gerðar- beiðendur Bæjarsjóður Hafharfjarðar, og Húsnæðisstofnun ríkisins, 11. apríl 1995 kl. 14.00. Ásbúð 78, 0102, Garðabæ, þingl. eig. Rafha-húsið hf., gerðarbeiðendui' Gjaldheimtan í Garðabæ og Gjaldskil sf., 11. apríl 1995 kl. 14.00. Ásbúð 92, Garðabæ, þingl. eig. Jón Ásgeir Eyjólfsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Garðabæ, 11. apríl 1995 kl. 14.00.__________________ Þemunes 9, Garðabæ, þingl. eig. Jó- hannes Georgsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands, Gjaldheimtan í Garðabæ, Húsnæðisstofnun ríkisins, Innheimtustofhun sveitarfél., Lsj. hjúkrunarkvenna, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður G. Guð- jónsson hrl. og íslandsbanki hf. 513, 11. apríl 1995 kl. 14,00,________ SÝSLUMAÐUMN í HAFNARFIRÐI UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Amarhraun 4-6, 0201, Hafnarfirði, þingl. eig. Sigfús B. Gunnbjömsson og Anna Björk Brandsdóttir, gerðar- beiðendur Bæjarsjóður Hafnarfjarðar, Húsnæðisstofnun ríkisins, Lsj. sjó- manna, Sparisjóður Hafharíjarðar og Vátryggingafélag tslands hf., 11. aprfl 1995 kl. 16.00. Dalshraun 16,0001, Hafnarfirði, þingl. eig. Hamarinn hf./Hagvirki Klettur, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Garðabæ, 11. apríl 1995 kl. 10.00. Skútahraun 9A, miðhluti, Hafnarfirði, þingl. eig. Gísli Auðunsson, gerðar- beiðendur Agneta Simsson, Bæjar- sjóður Hafharíjarðar, Eftirlaunasjóð- ur SS, Friðrik Þorsteinsson, Guðrún Blöndal, Helgi Laxdal, Kaupþing hf., Landsbanki íslands, Lífeyrissjóður verslunarmanna og sýslumaðurinn í Hafharfirði, 11. apríl 1995 kl. 11.00. Ægisgrund 12, Garðabæ, þingl. eig. Örlygur Öm Oddgeirsson, gerðarbeið- endur Gjaldheimtan í Garðabæ, Hús- næðisstofhun ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Samein. lsj., 11. apríl 1995 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.