Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 Fréttir____________________________________________________________ Réttað í máli Vatnsberamanns sem gefin eru að sök 38 milljóna innskattssvik: Reiknaði sér 29 þúsund á tímann Kostnaður við vatnsútflutningsfyrirtækið Vatnsberann í Hafnarfirði átti að nema tæpum einum milljarði króna. Undlrbúningskostnaöur var áætlaður 180 milljónir. Af þeirri upphæð reiknaði sakborningurinn sér laun sem hin meintu innskattssvik f 111 skipti snúast um. DV-mynd GVA % „Varstu þá líka að vinna í fangels- inu fyrir 29.200 krónur á klukkutím- ann?“ spurði Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari sakborninginn í svo- kölluðu Vatnsberamáli í réttarhöld- um í gær þar sem honum er m.a. gefiö að sök að hafa útfyllt 111 til- hæfulausar innskattsskýrslur og svikið með því út samtals rúmlega 38 milljónir króna af skattayfirvöld- um á um tveggja ára tímabili - þar með talið á því timabih þegar hann sat í fangelsi frá apríl til júní á síð- asta ári. Spuming dómarans kom í kjölfar þess að sakbomingurinn, sem var framkvæmdastjóri og stjórnarfor- maöur Vatnsberans, sagðist hafa reiknað sér laun, 29.200 krónur á tím- ann í minnst 40 klukkustundir á viku, sem eini starfsmaður verktaka- fyrirtækis EBÓ sem sá um samn- ingagerð og annan erindisrekstur fyrir Vatnsberann. Skattayfirvöld greiddu honum vikulega tékka Maðurinn fékk að jafnaði greidda tékka vikulega í um tvö ár sem inn- skattsgreiðslur eftir að hafa fyllt út og undirritað viðeigandi skýrslur í hvert skipti. Þannig sagðist hann hafa innt vinnu af hendi fyrir Vatns- berann, fyrirtæki sem í raun var ekki í neinum rekstri - tímakaupið reiknaði hann sér 29.200 krónur. Af þessu greiddu skattayfirvöld honum innskatt vegna Vatnsberans sem launagreiðanda þó að launin hafi ekki verið greidd. Fram kom við réttarhaldið í gær að þrátt fyrir að hafa setið í afplánun vegna fjársvika og annarra afbrota á vormánuðum síðasta árs hélt hann áfram að fá greidda tékka frá skatta- yfirvöldum. Það sem hann þurfti að gera í afplánuninni var að undirrita skýrslumar sem síðan fengust greiddar. Áður en greiðslurnar voru stöðvaðar höfðu skattayfirvöld greitt honum innskatt í 111 skipti. Skatt- rannsóknaryfirvöld fóru í málið, kærðu manninn til RLR sem síðan fékk hann úrskurðaðan í farbann frá og með september til að maðurinn kæmi sér ekki undan réttarhöldum. Heildarkostnaður átti að verða 930 milljónir Sakbomingurinn upplýsti í dóm- salnum í gær að Vatnsberinn hefði verið stofnaður 4. júlí 1994 - mark- mið fyrirtækisins var aðallega að undirbúa útflutning á vatni og reisa verksmiðju. Áætlaður undirbún- ingskostnaður hefði verið 180 millj- ónir króna en heildarkostnaður hefði verið 930 milljónir. Aöspurður um vinnuna sem fólst í hinum háu launum sagði ákærði m.a. að hún hefði falist í undirbún- ingsvinnu, markaðssetningu, samn- ingsgerð, útreikningum, þýðingum og fleira sem tengdist hinum vænt- anlega vatnsútflutningi. Gerðir þú samning við sjálfan þig? Dómarinn spurði ákærða hvort hann hefði setiö báðum megin við borðið þegar hann gerði samning sem gerður var og undirritaður af honum - bæði fyrir hönd Vatnsber- ans og EBÓ sem innti vinnuna af hendi fyrir Vatnsberann sem inn- skattsgreiðslurnar vora grundvall- aöar á. Hann undirritaði því samn- inginn fyrir hönd beggja aðila. „Gerðir þú samning við sjálfan þig?“ spurði Guöjón dómari. Akærði tók undir að hafa í raun verið beggja vegna borðsins en eigin- kona hans hefði einnig undirritað samninginn fyrir hönd Vatnsberans. Varðandi greiðslur Vatnsberans til ákærða voru lögð fram (fyrir dómi) óundirrituð skuldabréf - þau áttu að gjaldfalla árið 1996. Um þetta sagði sakborningurinn m.a. að aldrei hefði annað staðið til en að Vatnsberinn greiddi bréfin - þegar reksturinn í dómsalnum Óttar Sveinsson yrði kominn í fastar skorður. Guðjón dómari spurði þá hvort maðurinn hefði ekki allt eins getað látið gjald- fella bréfin árið 2010 eða jafnvel árið 2050 ef eitthvað hefði farið úrskeiðis. Því neitaði ákærði. Ófriður af fjölmiðlunum Sakbomingurinn sagði að flölm- iðlaumfjöllun á Stöð 2 og í DV árið 1992 hefði orðið til þess að ýmsir aðil- ar hefðu dregið sig út úr áformum um vatnsútflutningsumsvif Vatns- berans. Þá upplýsti DV m.a. sakar- feril mannsins. Bergur Guðnason hefði t.a.m. rift samningi fyrir hönd fyrirtækis sem hugðis eiga samstarf' við Vatnsberann og fleiri aöila. Sakborningurinn sagði í gær að 28 aðilar að honum meðtöldum væru eigendur Vatnsberans. Varöandi þetta sagði Jón Snorrason sækjandi: „Þú talar um „við“. Hveijir eru „við“. Ákærði sagði þá að eigendur væra 28. „Nei,“ sagði Jón og benti á að aðeins tveir aðilar væru skráðir fyrir fyrirtækinu. Ákærði svaraði því þá til að þeir skyldu þá „bara tala um“ hann og eiginkonu hans. Varðandi 28 menningana sagði ákærði eitthvað á þá leið að þar hefði verið um að ræða fjölda áhugasamra einstaklipga sem vildu ekki bendla nöfn sín við Vatnsberann fyrr en honum væri farinn að vaxa fiskur um hrygg. Maðurinn er auk ákæru um inn- skattssvikin ákærður fyrir að hafa ranglega tilkynnt um hlutafjáraukn- ingu upp á 60 milljónir króna. Auk þess era honum gefin að sök fjársvik með því að hafa lagt fram orlofskröfu upp á 579 þúsund krónur sem rök reyndust ekki vera fyrir vegna launa - þetta var krafa sem yfirvöld greiddu manninum. Talning atkvæða í alþingiskosnlngunum í dag: Alþingiskosnin gamar: Alþingiskosningamar í dag eru 16. þingkosningamar siðan ís- land varð lýðveldi. Kosning hefst um allt land klukkan 9.00 og lýk- ur klukkan 22.00 í kvöld. Á kjörskrá víð alþingiskosning- arnar eru 192.058 manns og hefur fiölgað um 9.290 manns frá al- þingiskosningunum 1991, sem er 5,1 prósent. Karlar á kjörskrá eru 95.953 en konur 96.105. í Reykjavík eru 77.582 á kjör- skrá, í Reykjanesi 48.560, Vestur- landi 9.852, Vestfiörðum 6.334, Norðurlandskjördæmi vestra: 7.202, Norðurlandskjördæmi eystra 18.983, Austurlandskjör- dæmi 9.042 og Suðurlandskjör- dæmi 14.503 á kiörskrá. Fólk er á kiörskrá í því sveitar- félagi sem það var skráð í 3 vikum fyrir kjördag. Ef í Ijós kemur að einhver hefur fállið út af kjörskrá getur viðkomandi kært sig inn á kjörskrá. Stjómmálaflokkamir aðstoða fólk við slíkt á kjördag. Kjósendur með lögheimili er- ; lendis era 6.331 og hefur fiölgað um rúm 7 prósent frá 1991. eftirfáadaga „Víð gefum eigendum hross- anna einhverja örfáa daga til að bregðast við - að fiarlægja hross- in sjálfir og fara að lögum. Að þeim fima loknum veröur þetta væntanlega lögreglumál,“ sagöi Marteinn Valdimarsson, sveitar- stjóri í Búðardal, um hrossin 1 FremB-Langey á Breiöáfirði þar sem umhverfisráðherra hefur bannað dýrahald að vetrarlagi. Eggert Eggertsson, eigandi hrossanna, sagði við DV að farið yrði út í eyju um páska til að hlynna að hrossunum og að faöir hans færi til búsetu í eynni í mai. Þetta sagði sveitarstjórinn hins vegar „ekki vera nóg“. -Ött KörfuboltLnn: Breyting hefur orðið frá áður auglýstri dagskrá Stöðvar 2 í dag. Kl. 16 veröur sýndur sjötö leikur- inn í íslandsmeistarakeppninni í körfuknattleik sem fram fer 1 Grindavík en þar eigast við Grindvíkingar og Njarðvíkingar. Tveir dagskrárliðir falla niður - kvikmyndin Aðkomumaðurinn og Uppáhaldsmyndir Martins Scorsese. Víðast tölur klukkan 22 - dregst þó eitthvað að þær komi úr Vestflarða- og Austurlandskjördæmum í öllum kjördæmum er stefnt að því að hefia talningu atkvæða í dag á milli klukkan 16.00 og 22.00. Þeir kjörstjómarmenn um allt land, sem DV ræddi við í gær, sögðu aö búast mætti við fyrstu tölum um leiö og kjördeildum yrði lokað. Úti á landi eiga menn almennt ekki von á því að talningu ljúki fyrr en klukkan 3-4 í nótt. Á Vestfjörðum og Austfiörðum sennilega eitthvað seinna. Reykjavik Jón G. Tómasson, formaður yfir- kjörstjómar, sagði að menn yrðu lok- aöir inni til talningar klukkan 18.30 og fyrstu tölur úr Reykjavík kæmu strax upp úr klukkan 22.00. Reykjanes Bjami Ásgeirsson, formaður yfir- kjörstjórnar í Reykjaneskjördæmi, sagöi að menn yrðu lokaðir af til taln- ingar klukkan 19.00 og fyrstu tölur ættu að koma klukkan 22.00. Vesturlandskjördæmi Gísh Kjartansson, formaður yfir- kjörsfiómar í Vesturlandskjördæmi, sagði að þeir myndu hefia talningu klukkan 20.00 og strax upp úr klukk- an 22.00 mætti búast við fyrstu tölum. Vestfjarðakjördæmi Vestfiarðakjördæmi er erfiðast yf- irferðar allra kjördæma landsins enda koma fyrstu kosningatölur það- an oftast síðast. Björgvin Bjamason, formaður yfirkjörsfiómar, sagði að ef allt væri með eðlilegum hætti væri hægt að hefia talningu strax um klukkan 22.00. Þess vegna mætti bú- ast við fyrstu tölum um klukkan 23.00. Ef það ekki tækist mætti allt eins gera ráð fyrir að fyrstu tölur kæmu ekki fyrr en milli klukkan 1 og 2 í nótt. Norðurlandskjördæmi vestra Halldór Þ. Jónsson, formaður yfir- kjörsfiómar í Norðurlandi vestra, sagöi að fyrstu tölur þaðan kæmu strax klukkan 22.00 ef ekkert óvænt kæmi upp á. Byrjað yrði að flokka atkvæöi og telja um klukkan 20.30. Norðurlandskjördæmi eystra Freyr Ófeigsson, formaður yfir- kjörsfiómar í Norðurlandskjördæmi eystra, sagði að ef allt gengi snurðu- laust mætti búast við fyrstu tölum upp úr klukkan 22.00. Byijað yrði aö flokka kjörseðla og síðan telja klukk- an 18.00. Austurlandskjördæmi Láras Bjamason, formaður yfir- kjörsfiómar Austfiarðakjördæmis, sagðist ekki eiga von á að talning hæfist fyrr en upp úr klukkan 22.00. Þó gæti hugsast að hún hæfist upp úr klukkan 21.00 ef útht væri fyrir að allt gengi samkvæmt áætlun. Fyrstu tölur kæmu því ekki fyrr en milli klukkan 23.00 og 24.00. Suðurlandskjördæmi Stefán Á. Þórðarson, sem sæti í í yfirkjörstjóm Suðurlandskjördæm- is, sagði að klukkan 19.00 yrðu taln- ingamenn lokaðir inni og strax klukkan 22.00 mætti búast við fyrstu tölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.