Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. APRIL 1995 11 Islendingar ganga til þingkosninga í dag. Kosningabaráttunni er lokiö, baráttu sem sem fór vel fram en varð aldrei verulega hörö. Sumir segja að baráttan hafi aðallega staðið á milli auglýsingastofa flokkanna enda voru alhr flokkar með auglýsingastofur eða kynning- arfyrirtæki á sínum snærum. Alls ganga rúmlega 192 þúsund kjósendur að kjörborðinu í dag. Kjósendum hefur fjölgað um tæp- lega 9.300 frá því kosiö var síðast til Alþingis fyrir flórum árum. Þá kjósa á sautjánda þúsund manns í fyrsta sinn í dag. Upplýsingar fyrir kjósendur Kosningabaráttan var stutt og það er vel. Löng kosningabarátta þreytir menn og er þá ekki verið að vorkenna stjórnmálamönnun- um heldur þeim sem þurfa við hana að búa, þ.e. kjósendum. Hlutverk óháðra flölmiðla er mikilvægt í kosningabaráttunni. DV fór þá leið fyrir þessar kosningar að bjóða les- endum kosningaefnið í blaðaukum pg mæltist það vel fyrir hjá flestum. í þessum blaðaukum voru birt viðt- öl við foringja þeirra stjórnmála- flokka sem bjóða fram í öllum kjör- dæmum. Þar var leitast við að kynna fólki persónuna sem býr að baki flokksleiðtoganum. Þá voru beinar línur til forystu- manna flokkanna og að auki til þeirra flokka sem bjóða fram í nokkrum kjördæmum eða eru með sérlista í einstökum kjördæmum. Með þessu móti höfðu lesendur DV beinan aðgang að forystumönnum allra framboðanna. Fjölmargir nýttu sér þessa þjónustu. Síðustu aukablöðin sem fylgdu DV nú í kosningavikunni höfðu að geyma kjördæmafundi eða spurn- ingar til efstu manna á framboðs- listum í öllum átta kjördæmum landsins. Fyrir utan þessa þjónustu var að sjálfsögðu flöldi kjallaragreina og lesendabréfa í blaðinu sem tengd- ust kosningunum. Með þessu móti er blaðið vettvangur öflugra skoð- anaskipta þar sem allir koma sjón- armiðum sínum að. Það er svo kjósenda að meta frammistöðuna. NýDY-könnun Síðast en ekki síst ber að nefna skoðanakannanir DV. Þær hafa birst með reglulegum hætti allt kjörtímabihð og sýnt stöðu flokka og ríkisstjómar á hverjum tíma. Könnunum flölgar aö sjálfsögðu þegar dregur nær kosningunum og úrtak tveggja síðustu kannana blaðsins var tvöfaldað til þess að auka enn nákvæmnina. Úrtakið í þessum síðustu könnunum var því 1200 manns, skipt jafnt milli kynja og á milh þéttbýhs og landsbyggð- ar. Blaðið birti síðustu könnun sína fyrir kosningar í gær en sú könnun var tekin í fyrradag. Miðað við reynslu af fyrri kosningum fer slík könnun nokkuð nærri kosningaúr- shtum. Skoðanakannanir hérlend- is hafa yfirleitt sagt nokkuð vel fyrir um úrslit, verið um 1-3 pró- sentustig frá kosningaúrslitum að meðaltali á flokk. Aðferð DV við skoðanakannanir hefur reynst vel og kannanir blaðsins eiga sér far- sæla sögu. Metið í nákvæmni náð- ist með DV-aðferðinni í forseta- kosningunum árið 1980. Þá munaði aðeins 0,4 prósentustigum á fram- bjóðanda að meðaltali á niðurstöð- um skoðanakönnunarinnar og kosningaúrshtum. DV-könnunin í gær sýnir miklar sviptingar milh flokkanna og gefur til kynna að Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag sæki til sín fylgi frá Þjóðvaka en tiltölulega htl- ar breytingar mælast á fylgi Sjálf- stæðisflokks, Kvennahsta og Al- þýðuflokks frá síðustu könnun. Fagmenn kynna flokka Það kom fram í DV í gær að allir stjórnmálaflokkar hafa fengið aug- lýsingastofur eða kynningarfyrir- tæki til þess að sjá um auglýsingar fyrir þingkosningarnar. Það var haft eftir Gunnari Steini Pálssyni almannatengh að þetta væru fyrstu Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri kosningarnar þar sem fagmenn ynnu þessi verk hjá öllum flokkum. Kosningabaráttan er því meiri að umfangi hvað snertir auglýsingar og útgáfustarfsemi en fyrr. Gunnar segir aö fokkarnir hafi lagt nokkuð í kosningaherferðir fyrir síðustu kosningar og uppskorið í samræmi við það. Því sé þunginn aukinn nú. Þessi barátta er flárfrek og stóru flokkarnir hafa úr meiru að spila en þeir minni. Gunnar Steinn áætl- ar að þessi kynningarbarátta flokk- anna kosti um 100 milljónir króna. Það er svipuð upphæð og þeir fá frá ríkinu á flárlögum til útgáfumála. Það má deila um fláraustur í þessi kynningarmál og margt endar án efa óséð í körfunni. Hitt er annað mál að þessi máti til kynningar verður að teljast eðlilegur í nútíma- samfélagi. Flokkamir þurfa að kynna fólk sitt og stefnumál. Fylgi er ekki jafnfast og áður hjá eldri kjósendum og að auki þaif að ná eyrum og augum nær sautján þús- unda nýrra kjósenda. Þessi kynn- ingarstarfsemi er því nauðsyn í lýðræðissamfélagi og ekki má gleyma því að hún skapar mörgum vinnu. Ekki veitir af. Misrétti Á kjörskrá í Reykjavík eru rúm- lega 77 þúsund kjósendur og nær 49 þúsund kjósendur í Reykjanes- kjördæmi. Þessi tvö stóru þéttbýl- iskjördæmi bera af öðrum í stærð. Fjöldi kjósenda á bak við hvern þingmann í þessum stóru kjör- dæmum er rúmlega 4 þúsund. Næst kemur Norðurland eystra þar sem kjósendur á bak við hvern þingmann eru nær 3.200. Kjósend- ur bak við hvern þingmann eru til muna færri í öðrum kjördæmum og fæstir eru þeir á Vestflörðum þar sem 1267 íbúar eru á bak við hvern þingmann. Atkvæðavægi Vestfirðinga er því þrefalt á við Reykvíkinga og Reyknesinga. Þetta er óréttlæti sem ekki verður unað við öllu lengur. Þingmenn hafa hvorki haft þrek né þor til þess að taka á þessu misrétti. Þaö verður hins vegar að gera þá kröfu að at- kvæðavægi verði jafnað milli landsmanna. Það þýðir ekki að bíða með umræðu um shkar leiðrétting- ar þar til í tímahraki rétt fyrir kosningar eins og nú var gert. Stjórnarmyndun Viðræður um stjórnarmyndun hefiast eflaust strax næstu nótt eða um leið og úrslit kosninganna liggja fyrir. Ef miðað er við kosn- ingaspá DV eru tveir möguleikar á tveggja flokka stjórn og nokkrir á þriggja flokka stjóm. Hér skal ekki um það spáð hvort stjórnin verður til hægri eða vinstri eða hreinlega miðjusett en miðjunni tilheyrir stór hópur landsmanna eins og fram kom í skoðanakönnun DV fyrir nokkru. Búast má við því að stjórnmálaleiðtogar noti tímann vel í dymbilvikunni til stjórnar- myndunarviðræðna, sem og þann tíma sem gefst í friði um páskana. Æskilegt er að myndun nýrrar rík- isstjórnar taki ekki of langan tíma. AUur gangur hefur verið á því und- anfarin ár og áratugi en þess er þó skemmst að minnast að myndun þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr tók mjög skamman tíma. Notið kosninga- réttinn í skoðanakönnun DV, sem birtist í gær, kemur fram að óákveðnum hefur fækkað eftir því sem nær hefur dregið kosningum. Enn eru þó 24,1 prósent aðspurðra óákveð- in. Sá hópur hefur enn ekki séð neitt sem skarar fram úr af því sem í boði er. Það er þó mikhvægt að menn nýti sér þann mikUvæga rétt sem kosningarétturinn er. Því fylg- ir ábyrgð að taka afstöðu í kjörklef- anum. Kjósendur verða að senda sín skilaboð og sýna vilja sinn í verki. Flokkarnir hafa lagt fram stefnu- skrár sínar og vahö fólk á hsta. Kjósendanna er aö taka afstöðu. Það fæst ekkert með því að sitja heima. Það þarf ekki að tala við þá sannfærðu. Þeir standa með sínum mönnum. Þeir sem óákveðnir eru verða að nota útilokunaraðferðina og velja það sem skást þykir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.