Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 Dagur í lífl Þórhalls Sigurðssonar, Ladda: Að koma sér í gottgrín „Ég rumskaði um níuleytið, leit á klukkuna og spratt upp. En, nei, bíddu við, ég mundi allt í einu að við ætluðum ekki að hittast fyrr en klukkan ellefu á Spaugstofunni. Ég lét mig því síga hægt niður á koddann og stundi. „Er eitthvað að?“ spurði eiginkonan og tók um ennið á mér. „Já,“ sagði ég. „Ég má lúra aðeins lengur." Venjulega byija morgnarnir á Spaugstofunni klukkan tíu nema þennan morgun svo ég dröslaðist fram úr rúminu um hálftíuleytið og fékk mér minn venjulega morg- unverð, eina ristaða brauðsneið með sinnepi og osti og kaffi með smámjólk út í. Með þessu góðgæti las ég Morgunblaðið og reyndi að finna eitthvað bitastætt fyrir Imba- kassann. Það var þó ekkert frekar en venjulega - þetta voru aðallega fréttir um slys, hungur og vosbúð eða morð, lítið spaugilegt við það. Ég kláraði aö lesa blaðið og fór mun vitrari og fróðari en ég var þegar ég vaknaði út í bíl og ók sem leið lá niður í Laugardalslaug. Ég synti nokkur hundruð metra og var mættur á Spaugstofuna klukkan ellefu. Kjaftasögur oglygar Til þess að koma okkur í gang eða að koma okkur í grínform fáum við okkur eldsterkt kaffi og segjum hver öðrum kjaftasögur eða ljúgum einhveiju krassandi. Fyrr en varir er grínið farið að flæða út úr okkur og Guðmundur Ólafsson aðalritari hefur varla við að festa á blað - það hreinlega rýkur úr pennanum. Þannig gekk þetta næstu fjóra klukkutímana eða til klukkan þijú en þá þurftu menn að sinna öðrum málefnum. Aðalritarinn fór heim að skrifa út hugmyndirnar, ég fór í smáútréttingar, rukkaði, fór í bankann og svoleiðis. Síðan fór ég á fund hjá Hemma Gunn upp í Sjónvarpi þar sem ég ætlaði nefni- lega að koma í heimsókn í þáttinn hans daginn eftir. Þegar þessu öllu var lokið fór ég upp á Stöð 2 þar sem ég átti fund meö vini mínum, Björgvin Hall- dórssyni stórsöngvara og dag- skrárstjóra Bylgjunnar, vegna aug- lýsinga sem ég ætlaði að gera fyrir skemmtidagskrá sem ber heitið „Norðan grín og garri“og ég er með í Sjallanum á Akureyri um helgar. Kálbögglar í matinn Þegar ég var búinn að þessu var klukkan orðin sex svo ég dreif mig heim þar sem eiginkonan beið með þessa líka indælis kálböggla. Eftir máltíðina lagðist ég stynjandi í sóf- ann fyrir framan sjónvarpið. Ég horfði á fréttaþáttinn nítján nítján til klukkan átta en þá þurfti ég að taka saman skemmtidótið mitt og brenna suður í Hafnaríjörð til að sækja Hjört Howser, undirleikara minn. Á leiðinni tók ég bensín en síðan var ferðinni heitið sem leið DV-mynd GVA lá suður í Stapa en þar átti ég að skemmta nemendum úr Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Kvöldskemmtunin tókst vel og ég komst loksins heim upp úr ellefu. Þá lögðumst við hjónin marflöt upp í sófa og settum góða bíómynd í tækið. Þar með endaði þessi ágæti dagur, eins og þeir gera flestir, og annar nýr beið handan miðnættis. Góða nótt. Finnur þú finnn breytingar? 304 Ég féll á bílprófinu, Siggi. Nafn:, Vinningshafar fyrir þijú hundruðustu og aðra get- raun reyndust vera: 1. Kolbrún Árnadóttir 2. Guðrún Þóra Guðnadóttir Mávabraut 9d Fögruhlíð 13 230 Keflavík 735 Eskifjörður Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími, aö verðmæti kr. 4.950, fVá Hljómbæ, Hverfisgötu 103, 2. verðlaun: Urvalsbækur. Bækurnar, sem eru í verð- laun, heita: Líki ofaukiö og Bláhjálmur úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, aö verð- mæti kr. 1.790. Bækurnar era gefnar út af Frjálsri fjölmiölun. Vinningarnir verða sendii* heim. Finnur þú fimm breytingar? 304 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.