Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 9 Zlatan og Nasiha frá Sarajevo: Eru að hefja nýtt líf á íslandi „Þaö er ofsalega gott að vera hér á íslandi en stríðið í Bosníu fylgir okk- ur aUtaf,“ segja hjónin Nasiha og Zlat- an Mravinac sem komu til íslands í október 1993. Zlatan hefur gengist undir þijár skuröaðgerðir á bæklun- ardeild Landspítalans og fleiri eru ef til vill fram undan. Hann hafði misst annan fótinn við víglínuna og sam- tímis skaddast mikið á hinum. Nú er hann kominn með gervifót. í þessari viku eru þrú ár síðan íbú- ar Sarajevo, heimaborg Zlatans og Nasiha, lokuðust inni vegna umsát- urs Serba. „Við fylgjumst daglega með fréttum í sjónvarpinu af stríðinu í Bosníu. Rauði krossinn veítir okkur einnig tækifæri til að hringja heim til Sarajevo einu sinni í mánuði en sambandið er oft mjög slæmt. Okkur er sagt að leyniskyttur séu enn þá að skjóta á fólk í borginni þó svo að þaö eigi að vera vopnahlé. Serbar, sem eru enn í fjöllunum í kring, halda áfram að skjóta á borgina. Fréttir frá erlendum fréttastofum stemma ekki alltaf við það sem fjöl- skyldur okkar í Sarajevo segja okk- ur. Fréttir um að Serbar séu ekki með þungavopn og séu hættir að sprengja eru ekki réttar. Fólk er ákaflega hrætt um að stríðið brjótist út á fullu aftur í maí þegar vopna- hléiö rennur út.“ Martraðir á nóttinni Nasiha, sem er ljósmóðir, segist fá martraðir á nær hverri nóttu. Hana dreymir allar hörmungamar sem hún varð vitni aö í Sarajevo. „Það tekur mig nokkrar mínútur eftir að ég vakna að átta mig á því að ég er hér og að hér hefur enginn leyfi til að drepa mig. Ég er ljósmóðir og starfaði á fæðingarsjúkrahúsi. Dag- inn sem stríðið hófst dóu 64 nýfædd börn á sjúkrahúsinu. Heiibrigðisráð- herra Bosníu ákvað á þessum tíma að ljósmæður skyldu ganga í störf hjúkrunarfræðinga. Á sjúkrahúsinu var fjöldi manns sem hafði misst handleggi, fætur og augu. Það var ákaflega erfitt að gera aðgerðir þar sem skortur var á vatni, rafmagni og lyfjum. Maðurinn minn lá á sjúkrahúsinu sem ég starfaöi á og hann fékk sýkingu í sárin og beinin eins og margir aðrir,“ greinir Nasiha frá á góðri íslensku. Fyrstu mánuðina eftir að Zlatan útskrifaðist af Landspítalanum fengu þau hjónin íslenskukennsiu þrisvar í viku en nú fara þau einu sinni í viku í íslenskutíma. Þeirra eigið tungumál er serbókróatíska og þeim þykir íslenska málfræðin erfiö en þau leggja sig fram við námið því þau ætla að setjast hér að. Zlatan, sem var grafiskur hönnuð- ur í Sarajevo, er í starfsþjálfun fyrir fatlaða á hverjum degi. Nasiha fer daglega í iðjuþjálfun. „Ég missti fóst- ur í febrúar þegar ég var komin fimm mánuði á leið. Ég var búin að missa landið mitt, maðurinn minn og bróð- ir voru báðir fatlaðir af völdum stríðsins og ég haföi misst starfið mitt. Þetta hefur allt reynt mikið á mig.“ Ættingjar hafa fallið Nasiha og Zlatan hafa misst marga vini í stríðinu, bæði áður en þau komu til íslands og einnig eftir kom- una hingað. Frændi Nasihu lést af völdum sprengju fyrir þremur mán- uðum. „Samkvæmt nýjustu upplýs- ingum sem við höfum fengið er tala fallinna í Sarajevo komin í 20 þúsund og af þeim voru 2 þúsund börn. Á milli 50 og 60 þúsund eru særðir. 15 til 20 þúsund eru mikið fatlaðir." Vinir Zlatans og Nasihu, sem eru flóttamenn í Þýskalandi, hafa fengið blöð frá heimahögum sínum þar sem fiallað er um stríðið. í einu blaöinu eru hlið við hlið myndir frá útrým- ingarbúðum nasista og stríðsfóngum í Bosníu. „Hvaða munur er á þessu? Hvernig getur þetta fengið að haida svona áfram? Hvað hafa Sameinuðu þjóðirnar verið að gera allan tímann og hvernig er það mögulegt að Serb- um tekst að komast inn á griðasvæði Sameinuðu þjóðanna viö Bihac?“ spyija þau. Þeim þykir íslendingar góðir og hjálpsamir. „Þeir eru heppnir að hér „Við biðjum guð að stoppa striðið og vernda fjölskyldur okkar,“ segja hjón- in Zlatan og Nasiha Mravinac frá Sarajevo sem ætla að hefja nýtt líf á íslandi. DV-mvnd ÞÖK skuli ekki hafa verið stríð og þeir eiga að þakka guði fyrir það hversu gott er að búa hér. Við viljum byrja nýtt líf á íslandi. í Sarajevo er allt í rúst.“ Skýrsla um samfélag, bók Tómasar Gunnarssonar, er um leyndarbréf Hæstaréttar, meint lögbrot æðstu embættismanna og þögn kerf Isins. Verð kr. 1.980. Davor Purusic á leið í Skuggahverfið með póst dagsins. DV-mynd GVA Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumarið 1995.Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu félagsins þurfa að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi föstudaginn 28. apríl 1995. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl Flúðum Hrunamannahreppi Akureyri Húsafelli í Borgarfirði Ölfusborgum við Hveragerði Auk húsanna eru 10 tjaldvagnar leigðir til félagsmanna. Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 26. maí til 15. september. Illugastöðum í Fnjóskadal Miðhúsaskógi í Biskupstungum Stykkishólmi Kirkjubæjarklaustri Davor Purusic: Ber út póst í Skuggahverfi Bosníumaðurinn Davor Purusic, sem kom til íslands til lækninga í október 1993 um leið og Zlatan og Nasiha, er orðinn bréfberi í Reykja- vík. Hann hefur stofnað heimih með íslenskri stúlku og ætlar að setjast hér að. Davor, sem var lögreglumaöur í Sarajevo, hafði tvisvar hlotið áverka í bardögum og tvisvar á götu úti. Hann skaddaðist aðallega á hand- leggjum. Hann kveðst vera á góðum batavegi nema hvað hann skorti enn svolítið þrek. „Ég er búinn að fara í tvær aðgerðir á íslandi og fer bráðum í þá þriðju, vonandi þá síðustu. Ég er með sár á fæti eftir sprengjubrot sem ekki vill gróa.“ Eftir að Davor útskrifaðist af Landspítalanum fékk hann starf sem þjónn á indverskum veitingastað í Reykjavík og nú hefur hann verið bréfberi á annan mánuð í Skugga- hverfinu. Davor talar ágæta íslensku og stefnir að því að taka grunnskóla- próf í íslensku. „Mér líður vel á íslandi. Það er langt síðan ég hef haft samband við Sarajevo en ég hef reglulegt samband við fóður minn sem er flóttamaður í Króatíu. Ég hef getað sent fatnað og jólagjafir til hans í pósti en það er ekki hægt að senda slíkt beint til Sarajevo." Davor ferðaðist talsvert um ísland síðastliðið sumar til að kynnast framtíðarheimalandi sínu. „ Það er ekki mjög frábrugðið mínu landi nema hvað hér er enginn skógur. Þaö kom mér á óvart að sjá ekki skóg. En öll lönd eru falleg því hvert og eitt hefur sitt sérkenni." Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í V.R. að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi 28. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 8. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 588 8356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur V________________________________________I_______________________________)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.