Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1995, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
9
Zlatan og Nasiha frá Sarajevo:
Eru að hefja nýtt
líf á íslandi
„Þaö er ofsalega gott að vera hér á
íslandi en stríðið í Bosníu fylgir okk-
ur aUtaf,“ segja hjónin Nasiha og Zlat-
an Mravinac sem komu til íslands í
október 1993. Zlatan hefur gengist
undir þijár skuröaðgerðir á bæklun-
ardeild Landspítalans og fleiri eru ef
til vill fram undan. Hann hafði misst
annan fótinn við víglínuna og sam-
tímis skaddast mikið á hinum. Nú er
hann kominn með gervifót.
í þessari viku eru þrú ár síðan íbú-
ar Sarajevo, heimaborg Zlatans og
Nasiha, lokuðust inni vegna umsát-
urs Serba. „Við fylgjumst daglega
með fréttum í sjónvarpinu af stríðinu
í Bosníu. Rauði krossinn veítir okkur
einnig tækifæri til að hringja heim
til Sarajevo einu sinni í mánuði en
sambandið er oft mjög slæmt. Okkur
er sagt að leyniskyttur séu enn þá
að skjóta á fólk í borginni þó svo að
þaö eigi að vera vopnahlé. Serbar,
sem eru enn í fjöllunum í kring,
halda áfram að skjóta á borgina.
Fréttir frá erlendum fréttastofum
stemma ekki alltaf við það sem fjöl-
skyldur okkar í Sarajevo segja okk-
ur. Fréttir um að Serbar séu ekki
með þungavopn og séu hættir að
sprengja eru ekki réttar. Fólk er
ákaflega hrætt um að stríðið brjótist
út á fullu aftur í maí þegar vopna-
hléiö rennur út.“
Martraðir á nóttinni
Nasiha, sem er ljósmóðir, segist fá
martraðir á nær hverri nóttu. Hana
dreymir allar hörmungamar sem
hún varð vitni aö í Sarajevo. „Það
tekur mig nokkrar mínútur eftir að
ég vakna að átta mig á því að ég er
hér og að hér hefur enginn leyfi til
að drepa mig. Ég er ljósmóðir og
starfaði á fæðingarsjúkrahúsi. Dag-
inn sem stríðið hófst dóu 64 nýfædd
börn á sjúkrahúsinu. Heiibrigðisráð-
herra Bosníu ákvað á þessum tíma
að ljósmæður skyldu ganga í störf
hjúkrunarfræðinga. Á sjúkrahúsinu
var fjöldi manns sem hafði misst
handleggi, fætur og augu. Það var
ákaflega erfitt að gera aðgerðir þar
sem skortur var á vatni, rafmagni
og lyfjum. Maðurinn minn lá á
sjúkrahúsinu sem ég starfaöi á og
hann fékk sýkingu í sárin og beinin
eins og margir aðrir,“ greinir Nasiha
frá á góðri íslensku.
Fyrstu mánuðina eftir að Zlatan
útskrifaðist af Landspítalanum
fengu þau hjónin íslenskukennsiu
þrisvar í viku en nú fara þau einu
sinni í viku í íslenskutíma. Þeirra
eigið tungumál er serbókróatíska og
þeim þykir íslenska málfræðin erfiö
en þau leggja sig fram við námið því
þau ætla að setjast hér að.
Zlatan, sem var grafiskur hönnuð-
ur í Sarajevo, er í starfsþjálfun fyrir
fatlaða á hverjum degi. Nasiha fer
daglega í iðjuþjálfun. „Ég missti fóst-
ur í febrúar þegar ég var komin fimm
mánuði á leið. Ég var búin að missa
landið mitt, maðurinn minn og bróð-
ir voru báðir fatlaðir af völdum
stríðsins og ég haföi misst starfið
mitt. Þetta hefur allt reynt mikið á
mig.“
Ættingjar hafa fallið
Nasiha og Zlatan hafa misst marga
vini í stríðinu, bæði áður en þau
komu til íslands og einnig eftir kom-
una hingað. Frændi Nasihu lést af
völdum sprengju fyrir þremur mán-
uðum. „Samkvæmt nýjustu upplýs-
ingum sem við höfum fengið er tala
fallinna í Sarajevo komin í 20 þúsund
og af þeim voru 2 þúsund börn. Á
milli 50 og 60 þúsund eru særðir. 15
til 20 þúsund eru mikið fatlaðir."
Vinir Zlatans og Nasihu, sem eru
flóttamenn í Þýskalandi, hafa fengið
blöð frá heimahögum sínum þar sem
fiallað er um stríðið. í einu blaöinu
eru hlið við hlið myndir frá útrým-
ingarbúðum nasista og stríðsfóngum
í Bosníu. „Hvaða munur er á þessu?
Hvernig getur þetta fengið að haida
svona áfram? Hvað hafa Sameinuðu
þjóðirnar verið að gera allan tímann
og hvernig er það mögulegt að Serb-
um tekst að komast inn á griðasvæði
Sameinuðu þjóðanna viö Bihac?“
spyija þau.
Þeim þykir íslendingar góðir og
hjálpsamir. „Þeir eru heppnir að hér
„Við biðjum guð að stoppa striðið og vernda fjölskyldur okkar,“ segja hjón-
in Zlatan og Nasiha Mravinac frá Sarajevo sem ætla að hefja nýtt líf á
íslandi. DV-mvnd ÞÖK
skuli ekki hafa verið stríð og þeir
eiga að þakka guði fyrir það hversu
gott er að búa hér. Við viljum byrja
nýtt líf á íslandi. í Sarajevo er allt í
rúst.“
Skýrsla um samfélag, bók
Tómasar Gunnarssonar, er um
leyndarbréf Hæstaréttar, meint
lögbrot æðstu embættismanna
og þögn kerf Isins. Verð kr. 1.980.
Davor Purusic á leið í Skuggahverfið með póst dagsins. DV-mynd GVA
Umsóknir um sumardvöl í
orlofshúsum og tjaldvögnum V.R.
Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumarið
1995.Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu félagsins þurfa
að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi föstudaginn
28. apríl 1995.
Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum:
Einarsstöðum á Völlum S-Múl
Flúðum Hrunamannahreppi
Akureyri
Húsafelli í Borgarfirði
Ölfusborgum við Hveragerði
Auk húsanna eru 10 tjaldvagnar leigðir til félagsmanna.
Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 26. maí til 15. september.
Illugastöðum í Fnjóskadal
Miðhúsaskógi í Biskupstungum
Stykkishólmi
Kirkjubæjarklaustri
Davor Purusic:
Ber út póst
í Skuggahverfi
Bosníumaðurinn Davor Purusic,
sem kom til íslands til lækninga í
október 1993 um leið og Zlatan og
Nasiha, er orðinn bréfberi í Reykja-
vík. Hann hefur stofnað heimih með
íslenskri stúlku og ætlar að setjast
hér að.
Davor, sem var lögreglumaöur í
Sarajevo, hafði tvisvar hlotið áverka
í bardögum og tvisvar á götu úti.
Hann skaddaðist aðallega á hand-
leggjum. Hann kveðst vera á góðum
batavegi nema hvað hann skorti enn
svolítið þrek. „Ég er búinn að fara í
tvær aðgerðir á íslandi og fer bráðum
í þá þriðju, vonandi þá síðustu. Ég
er með sár á fæti eftir sprengjubrot
sem ekki vill gróa.“
Eftir að Davor útskrifaðist af
Landspítalanum fékk hann starf sem
þjónn á indverskum veitingastað í
Reykjavík og nú hefur hann verið
bréfberi á annan mánuð í Skugga-
hverfinu. Davor talar ágæta íslensku
og stefnir að því að taka grunnskóla-
próf í íslensku.
„Mér líður vel á íslandi. Það er
langt síðan ég hef haft samband við
Sarajevo en ég hef reglulegt samband
við fóður minn sem er flóttamaður í
Króatíu. Ég hef getað sent fatnað og
jólagjafir til hans í pósti en það er
ekki hægt að senda slíkt beint til
Sarajevo."
Davor ferðaðist talsvert um ísland
síðastliðið sumar til að kynnast
framtíðarheimalandi sínu. „ Það er
ekki mjög frábrugðið mínu landi
nema hvað hér er enginn skógur. Þaö
kom mér á óvart að sjá ekki skóg.
En öll lönd eru falleg því hvert og
eitt hefur sitt sérkenni."
Úthlutunarreglur:
Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í V.R. að frádregnum
fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á
skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu.
Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi
kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga
kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í
síðasta lagi 28. apríl n.k.
Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja
fyrir 8. maí n.k.
Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi
verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda
má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 588 8356.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
V________________________________________I_______________________________)