Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 Fréttir Lögregla og heilbrigöisftilltrúi krefjast þess aö tveir hundar fari úr Mosfellsbæ: Þettaeru ofsóknir - segja ósáttir hundaeigendumir sem létu hundana ffá sér „Viö munum láta undan í bili og höfum farið meö hundana austur fyrir fjall til vina okkar. Hins vegar erum viö mjög óhress meö þetta. Það eru níu hundar í götunni, einhverjir þeirra óskráðir, og nágrannar hafa Fjöldi lögreglumanna kom á heimili Bjargar og Guðmundar til að fjarlægja hundana. Hér ganga aðstoðaryfirlögregluþjónn, aðalvarðstjóri og varð- stjóri á brott. vottað aö okkar hundar ganga síst meira lausir en aðrir hundar. Þetta eru ofsóknir. Meðal annars hefur lögreglan myndað hundaskít eftir aðra hunda á lóð nágranna okkar í því skyni að segja hann eftir okkar hunda,“ segja Guömundur Jóhanns- son og Björg Hraunfjörð, íbúar í íjöl- eignahúsi í Mosfellsbæ, en þau hafa átt í hörðum deilum viö yfirvöld í bænum vegna tveggja hunda sem þau halda á heimili sínu. Að sögn Halldórs Runólfssonar, heilbrigðisfulltrúa í Mosfellsbæ, hafði þess verið krafist að hundam- ir, sem eru tveir, yrðu skráðir eins og kveðið er á um í hundasamþykkt bæjarins. Eigendunum tókst ekki að uppfylla skilyrði samþykktarinnar þar sem meðal annars aðrir íbúar í húsinu voru andvígir hundahaldi þar. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli féllst hundahaldarinn ekki á að láta dýrin frá sér og því létu lögreglan og heil- brigöisfulltrúi Mosfellsbæjar til skarar skríða í fyrradag með dóms- Björg með Birtu og Snotru áður en hún hélt austur meö hundana. DV-myndir Sveinn úrskurð í handraðanum. Til þess kom þó ekki að hundarnir væru teknir af þeim Guðmundi og Björgu þar sem þau féllust á að koma þeim fyrir annars staðar. Að sögn Halldórs verður krafist skriflegrar yfirlýsing- ar þess sem tekur við hundunum um að þeir verði haldnir hjá honum til langframa. Guðmundur og Björg telja aðgerðir heilbrigðisfulltrúa ekki samkvæmt laganna bókstaf. Ný lög um fjöleigna- hús kveði ekki á um að þau þurfi leyfi nábúa sinna fyrir því að halda hundana. Þau hafi sérinngang og sérlóð. Þrátt fyrir að þau telji brotið á rétti sínum ætla þau að halda að sér höndum í bih. Þau hafi til þessa leitað til margra aðila, meðal annars til umboðsmanns Alþingis og lög- fræðinga en hvergi mætt skilningi. -pp Héraðsdýralæknirinn í Mýrasýslu: Tveir keisaraskurðir á sama Olgeir R Ragnarsson, Borgarbyggð: „Þetta er alveg sérstakt - æth mað- ur geri ekki svona einn keisaraskurð á ári. En að lenda í þessu á sama bænum svo að segja í sömu vikunni er alveg einstakt," sagöi Gunnar Gauti Gunnarsson, héraðsdýralækn- ir í Mýrasýslu, í samtali viö DV. Hann lenti í því að þurfa að gera tvo keisaraskurði á kúm vegna leg- snúnings með stuttu milhbili. Þegar Gunnar Gauti lendir í því að snúið er upp á leg í kúm sagðist hann yfirleitt geta snúið ofan af því eins og þær stæðu eða þá velt kúnum á hrygg. í þessum tílfellum var því ekki til að dreifa því snúningamir á leginu voru alveg 360 gráður og „þá rótar maður því bara af stað“, sagði Gunnar. ' « bæ í sömu vikunni Honum telst til að hann þurfi að gera keisaraskurð um það bil einu sinni á ári. Ýmsar ástæður eru fyrir svona legsnúningi. Meðal annars gætu hreyfmgar fóstursins innan legsins verið mjög miklar og stund- um mættí sjá fætur kálfsins ganga langt út úr síðunni á kúnni. „Það er alveg kostulegt að sjá það stundum og þegar maður hefur séð það þá finnst manni það svo sem ekkert óhklegt að fóstrið sjálft geti verið þess valdandi og það snúist upp á legið,“ sagöi Gunnar dýralæknir. í dag mælir Dagfari Ólund í Ólínu Stundum gerast þeir stóratburðír í stjómmálum að straumhvörfum veldur. Það gerist til dæmis þegar stjórnarflokkur shtur stjórnar- samstarfi eða þegar flokkur tapar stórt í kosningum eöa þegar sterk- ur og áhrifamikill stjórnmálamað- ur segir sig úr flokki. Shkur at- burður átti sér einmitt stað nú í vikunni og fréttin barst eins og eld- ur um sinu og stjórnmálin fóru öll á annan endann. Ólína Þorvarðardóttir hefur sagt sig úr Þjóðvaka. Þetta er sú eina og sanna Ólína sem á sínum tíma átti að fara í framboð fyrir Fram- sóknarflokkinn en fór síðan fram fyrir Nýjan vettvang í borgar- stjómarkosningum í Reykjavík fyrir langt löngu. Siðan gekk hún í Alþýðuflokkinn og gekk síðan úr Alþýðuflokknum og gekk í Þjóð- vaka. Stofnaöi meira að segja Þjóð- vaka með Jóhönnu, eftir að Jó- hanna gekk úr ríkisstjórninni og gekk úr Alþýðuflokknum. í raðir Þjóðvaka gengu líka ýmsir aðrir sem höfðu gengið úr öðrum flokk- um og þingflokkur Þjóðvaka á það til að mynda sammerkt að hafa ah- ur gengið úr öðmm flokkum til að geta gengið í Þjóðvaka. Þannig að Ólína sómdi sér þar vel. Nú er Ólína gengin úr Þjóövaka og er það í samræmi við fyrri póh- tíska stefnu hennar að staldra stutt við í hverjum flokki. Erfitt er að gera sér grein fyrir þvi hver ástæð- an fyrir úrsögninni er, enda telur Ólína ekki lengur ástæðu til að gefa á því skýringar. Hún er æfð í því að ganga úr flokkum og hefur það fyrir póhtíska stefnu og það eitt að ganga úr flokki er nægileg ástæða, án þess að tilgreina frekari ástæður. Það kann uka vel að vera að það taki þvi ekki fyrir Ólínu að skýra þessa úrsögn sína frekar. Þetta er hennar daglega brauð og þarf ekki skýringa við. Kannske er Ólína að segja sig úr Þjóðvaka til aö vera á undan hinum að ganga úr Þjóðvaka, sem áöur hafa gengiö úr öðrum flokkum? Hver veit nema Ólína vilji ekki vera ein eftir í Þjóðvaka þegar hin- ir ganga úr Þjóðvaka, því það er auðvitað ekki gott fyrir jafn fræga manneskju og Ólínu að vera ein eftir í flokki og ganga úr honum þegar ahir aðrir hafa gengið úr honum. Óhna lætur ekki stela frá sér senunni. Nú, svo er hugsanlegt að Óhna sé með ólund og henni hafi sinnast við eiginmann sinn sem einnig hef- ur verið í Þjóðvaka og var þar meira aö segja í framboði. Hún get- ur verið að hefna sín á Sigga og vilji ekki vera með honum í flokki þótt hún búi með honum. Það fer ekki alltaf saman og getur kannske verið hður í hjónabandinu að veita honum aðhald í pólitíkinni. Eins er mögulegt að Óhna hafi gengiö í réttan flokk með vitlausu fólki eða þá vitiausan flokk með réttu fólki og þetta samrýmist ekki skoðunum hennar, enda er aldrei á vísan að róa þegar maður gengur í flokka, hvort það eru réttir flokk- ar eða rétt fólk. Bara það að upp- götva að fólkið eigi samleið meö manni en ekki flokkurinn eða þá að maður eigi samleið með flokkn- um en ekki fólkinu getur leitt til þess að maður verði að segja sig úr flokknum til að geta verið með fólkinu. Eða öfugt. Eitt er líka að stofna flokk og annað að halda áfram að vera í honum. Ólína er þannig manneskja að hún treystir sér ekki að vera í flokkum sem hún gengur í eða hún stofnar og það er heiðarleg afstaða að ganga strax úr þeim flokki held- ur en að hanga í honum ef maður hefur ekkert þar að gera eftir að maður er búinn að stofna flokkinn. Áhugamenn í póhtík geta spáð í öll þessi spil, enda hlýtur þaö að' skipta gríðarlegu máh fyrir fram- vinduna-J stjórnmálunum hvar Ólína Þorvarðardóttir staldrar næst viö. Þjóðin hlýtur öll að hafa orðið agndofa og furðu lostin þegar þær fréttir voru fluttar að Ólína væri gengin úr Þjóðvaka. Hvar ber þennan stormsveip niður næst? Hvaöa áhrif hefur brottfor ÓUnu á ríkisstjórnarsamtarfið? Hvað segja skoöanakannanir um póhtíska landslagið eftir að þau stórtíðindi gerðust að Ólína, þessi eina og sanna, gekk úr Þjóðvaka. Aðrir stjórnmálaflokkar bíða þess í ofvæni hvar Ólínu ber niður næst. Ekki vegna þess að þeir vilji ekki fá hana heldur af því að þeir vilja ekki missa hana. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.