Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Síða 5
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 S og verðið þér að góðu Fréttir Rannsókn á Miðhúsasilfr- inu dregst „Við eigum kannski ekki margra kosta völ en við erum orðin mjög óró- leg með hvað þetta dregst," segir Sturla Böðvarsson, formaður þjóðminjaráðs, um þann drátt sem orðið hefur á rann- sókn silfursjóðsins frá Miðhúsum í danska þjóðminjasafninu. Miðhúsasilfrið var sent til Kaup- mannahafnar í nóvember síðasthðn- um til greiningar á uppruna og aldri þess eftir að efasemdir kviknuðu um að hluti sjóðsins væri frá víkingaöld. Þá töldu talsmenn þjóöminjasafnsins danska að niðurstaða myndi liggja fyrir í janúar. Síðan hefur það dreg- ist mánuð eftir mánuð og var enn svo í fyrradag þegar DV fékk þær upplýs- ingar að rannsóknum á silfursjóðn- um yrði ekki lokiö fyrr en í maí. Aðspurður segir Sturla þjóðminja- ráð hafa fengið þær upplýsingar að tafirnar væru óviðráðanlegar og sköpuðust af aðstæðum vísinda- mannanna sem störfuðu við rann- sóknina. -pp Reglurum greiðslu strætóferða SkólamálaráO hefur staðfest reglur um greiðslu skólayfirvalda í borginni fyrir strætisvagnaakstur með skóla- böm milli skólahverfa. Reglurnar haldast óbreyttar en þeim verður fylgt harðar eftir en hingað til. Sig- rún Magnúsdóttir, formaður skóla- málaráös, segir að ekki hafi verið farið eftir reglunum undanfarin ár. „Böm sem þurfa að ferðast milh skólahverfa aö tilstuðlan skólayfir- valda fá greidd strætisvagnafargjöld. Böm sem flytja milli skólahverfa á miðju skólaári og kjósa að vera áfram í gamla skólanum sínum fá miða út skólaárið. Börn sem ganga í skóla í öðm skólahverfi fá fargjöld hins vegar ekki greidd," segir Sigrún. -GHS 1.450 kr. „ ttt'Sj Grænt númer: 99-6850 HOLTAGÖRÐUM S-568 6650 P s Pastasett fyrir 6, ein stór skál, sex litlar skálar Fiskiðjusamlag Húsavikur: Islenskar sjávaraf urðir hf. vilja kaupa 75 milljóna hlut - og allt bendir til að IS haldi viðskiptum sínum við fyrirtækið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii íslenskar sjávarafurðir hf. hafa boðist th að kaupa 75 milljóna króna hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, en ákveðið hefur verið að bjóða út hlutafé í fyrirtækinu að upphæð 100 mihjónir króna. Þetta þýðir að líkur hafa aukist mjög á því að ÍS haldi viðskiptum sínum með afurðir Fisk- iðjusamlagsins. Húsavíkurbær er meirihlutaeig- andi í Fiskiðjusamlaginu og hefur fengið erindi frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna um viðræður þar sem SH lýsti þeim vhja sínum að taka þátt í hlutafjáraukningu Fiskiðju- samlagsins og fá viðskipti með afurð- ir fyrirtækisins. Hins vegar er til bókun bæjarstjórnarinnar frá í vetur þess efnis að ekki verði gengið til viðræðna við aðra aðila fyrr en við- ræðum við ÍS er lokið. Staða málsins virðist nokkuð ljós. Þeir sem DV hefur rætt við um þetta mál segja að allt bendi til þess að samningar muni takast við íslenskar sjávarafurðir hf. um að fyrirtækið annist áfram sölumál Fiskiðjusam- lagsins og tilboðið um kaup á 75 millj- óna króna hlut í fyrirtækinu er talið gulltryggja það. Eina verulega and- staðan við að gengið verði frá samn- ingum við ÍS hefur komið frá bæjar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem vhja að fleiri möguleikar verði skoð- aðir. Þau viðskipti sem um ræðir eru tahn nema um 1,5 mUljarði á ári. í haust stendur til að sameina útgerð- arfyrirtækin Höfða og Ishaf og í sept- ember á næsta ári er fyrirhugað að útgerðarfyrirtækið, sem þá verður til, verði sameinað Fiskiðjusamlag- inu sem er vinnslufyrirtæki staðar- ins. Er pasta í matinn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.