Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 27. APRtL 1995 11 Fréttir Tryggingastofnunin tekur í notkun nýtt 60 milljóna króna tölvukerfi, eitt það stærsta á landinu: Tryggvi leysir af hólmi 19 ára gamalt kerfi Tryggingastofnun ríkisins hefur tek- iö í notkun nýtt tölvukerfi sem mun halda utan um greiðslur til 52 þúsund einstaklinga um land allt. Viðskipta- vinir stofnunarinnar munu verða þessara breytinga varir um komandi mánaðamót þegar sendir verða út greiðsluseðlar með nýju formi. Tryggvi kostaði 60 milljónir króna og leysir af hólmi greiðslukerfi sem Tryggingastofnun hefur verið með í notkun í 19 ár. Starfsmenn stofnun- arinnar nutu aðstoðar Skýrr við upp- setningu Tryggva en Skýrr hannaði kerfið frá grunni. Vegna tölvukerfis- ins nýja verður sett á stofn sérstök þjónustulína innan Tryggingastofn- unar þar sem tekið verður á móti athugasemdum og fyrirspumum. Að sögn Karls Steinars Guðnason- ar, forstjóra Tryggingastofnunar rík- isins, er Tryggvi liður í aðgerðum sem hafa það að markmiði að ná fram hagræðingu og sparnaði. Karl sagðist ekki útiloka að í framtíðinni yröi starfsmönnum stofnunarinnar fækkað vegna kerfisins. Tryggvi er á stærð við tölvukerfi bankanna og ríkisskattstjóra, svo dæmi sé tekið. Greiðslur til um 52 þúsund einstaklinga nema um 1,7 milljörðum króna á mánuði. Á árs- grandvelli annast Tryggvi greiðslur sem samsvara því að vera fimmtung- ur íslensku fjárlaganna. Fólksbill, Mitsubishi Lancer, sem var á leið til ísafjarðar þann 25. apríl, fór út af veginum og valt í Bitrufirði skammt sunnan Ennisár þar sem vegurinn beygir upp á Bitruhálsinn. Þarna er malarvegur að nýslepptu bundnu slitlagi. Tvennt var í bilnum og slapp fólkið með minni háttar meiðsli enda voru bæði með bílbeltin spennt. Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavík Þú færð verðlaunin hjá okkur Siðumúla 17 simi 588 3244 annast greiðslur arlega sem samsvara fimmtungi fíárlaganna Eftirhtsþáttur Tryggva er mun öflugri en í eldra kerfinu. Um er að ræða tvöfalt eftirlit til að tryggja að viðskiptavinir fái þær greiðslur sem þeim ber samkvæmt lögum. Auk þess er Tryggvi tengdur ýmsum öðr- um opinberam upplýsingakerfum sem stuðlar að betra eftirliti. Dæmi má nefna tengingu við bifreiðaskrá þar sem hægt er að ganga úr skugga um bifreiðaeign þess sem sækir um bílastyrk. Þannig er vonast til að Tryggvi hindri misnotkun á al- mannatryggingakerfinu. Símanúmer þjónustulínunnar er 560-4-560. ;'í S'f'f Fallegur fjölskyldubíll áfínu verði. Reynsluaktu RenauW RENAULT RENNUR UT! RENAULT 19 - RENAIILT Formulal Prcfnldur heimsmeistari Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. ÁRMÚLA 13 • S f M I 553 1 236 Verðið á Renault 19 RN árgerð 1995 er aðeins kr. 1195.000,- INNIFALIÐ: Hörkuskemmtileg og sparneytin 1400 vél, vökvastýri, rafdrifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp/segulband, styrktarbitar í hurðum, bílbeltastrekkjarar, samlitir stuðarar, málmlitur, ryðvörn, skráning ..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.