Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Blaðsíða 24
 36 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 Hjálpaði Ólafur Ragnar Sjálf stæðisflokknum? Fáránlegt útspil „Hefði Alþýðubandalagið ekki komið með þetta fáránlega útspil í lok kosningarbaráttunnar hefði ríkisstjórnin misst meirihlut- ann.“ Halldór Ásgrímsson í DV. Má stöðva ef hún hefur kjark „Tölvunefnd má reyna að stöðva þessa útgáfu ef hún hefur til þess kjark.“ Hermann Valsson í DV. Markaðstorg kvikmyndanna „Kvikmyndahátiðir eru í raun ekkert annað en markaðstorg." Friðrik Þór Friðriksson í Timanum. Ummæli Of frekurfyrir landbúnaðinn „Gamall samherji sagði það bara vera gott að ég fékk ekki landbúo- aðarráðuneytið. Hann sagði að j ég hefði orðið alltof frekur." j Páll Pétursson í DV. Ekki valtað yfir okkur „Það er af og frá að búið sé að valta yfir sjónarmið Vestfirðinga í sjávarútvegsmálum." Einar Oddur Kristjánsson í Alþýðublaðinu. Komnir með tak á Dönum „Við erum eiginlega komnir meö sama tak á Dönum og Svíar eru með á okkur.“ Bergsveinn Bergsveinsson i DV. Tóiúeikar Ingibjörg Guðjónsdóttir syngur með Sinfóníunni. Aríur og forleikir Sinfóníuhljómsveit íslands verður með tónleika í Háskóla- bíói í kvöld. Tónleikarnir eru í grænu tónleikaröðinni og fá áhorfendur að njóta nokkurra af helstu perlum óperu bókmennt- anna. Það er íslensk söngkona, Ingi- björg Guðjónsdóttir, sem kemur fram í fyrsta sinn með hljóm- sveitinni. Ingibjörg hélt sína fyrstu einsöngstónleika árið 1991. Hún hefur tekið þátt í óperuupp- færslum hér á landi og erlendis, meðal annrs söng hún hlutverk Mimiar í uppfærslu Óperusmiðj- unnar á La Bohéme í Borgarleik- húsinu. Hún var fulltrúi íslands á tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara í Stokkhólmi 1993. Ingibjörg syngur arírur úr óper- um eftir Mozart, Bizet og Puccini. Snjókoma sums staðar í dag verður norðaustanátt í fyrstu, síðan austanátt, víðast kaldi. Dálítil él verða um landið norðan- og norð- Veðrið í dag austanvert, einkum þó við sjávarsíð- una. Eins má vænta einhverrar snjó- komu sums staðar með suðurströnd- inni en í öðrum landshlutum verður þurrt og skýjað með köflum. Hiti verður 1^4 stig sunnan til á landinu, en annars vægt frost. Á höfuðborgar- svæðinu verður norðaustan- og austangola eða kaldi og skýjað - ef til vill snjókoma um tíma í dag. Hit- inn verður 0-3 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.38 Sólarupprás á morgun: 5.12 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.21 Árdegisflóð á morgun: 5.39 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað -5 Akurnes léttskýjað -2 Bergsstaðir hálfskýjað -A Bolungarvík snjóél -3 Kefla víkurflugvöUur léttskýjað -3 Kirkjubæjarklaustur skýjað -3 Raufarhöfn snjóél -3 Reykjavík léttskýjað -4 Stórhöfði snjókoma 1 Bergen súld 3 Helsinki skýjað 2 Kaupmarmahöfn léttskýjaö 5 Ósló snjókoma -1 Stokkhólmur skýjað 3 Þórshöfn hálfskýjað 2 Amsterdam þokumóða 8 Barcelona léttskýjað 9 Chicago rigning 9 Feneyjar þokumóða 11 Frankfurt þokumóða 10 Glasgow léttskýjað 1 Hamborg þokumóða 6 London skýjað 6 LosAngeles þokumóða 14 Lúxemborg þokuruðn. 8 Madrid súld 5 Malaga alskýjað 15 MaUorca léttskýjað 6 Montreal léttskýjað 5 New York léttskýjað 14 Nuuk þoka -2 Orlando þokumóða 19 París þokumóða 9 Róm þokumóða 13 Valencia léttskýjað 11 Vín rigning 11 Wirmipeg snjókoma -3 Heimir Gunnarsson, verðandi umdæmisstjóri Flugmálastjómar á Norðuriandi: Varð að hætta námi í skipasmíði - vegna kennaraskorts Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég held að mín menntun nýtis mjög vel í þessu nýja starfi, þai tengist að verulegu leyti umsjói með byggingum og tækjum Flug málastjómar og þetta starf leggs mjög vel í mig. Að visu er ég einnii Maður dagsins í skemmtilegu starfi en starfið hjá Flugmálastjóm er spennandi verk- efni og það vakti áhuga minn,“ seg- ir Heimir Gunnarsson bygginga- tæknifræöingur sem hefur verið skipaður umdæmisstjóri Flug- málastjómar á Norðurlandi. Heimir er Reykvíkingur en fiutti með fjölskyldu sína til Akureyrar Hoimir Gunnarsson. fyrir íjórum árum o§ hefur starfað hjá Akureyrarbæ. „Eg hóf á sínum tima að læra smíði á tréskipum hjá Daníel Þorsteinssyni & Co í Reykja- vík en varð að hætta þvi þegar ekki fékkst kennari til að kenna mér teikningu. Þá fór ég í húsasmíða- nám, lauk því og meistaraskólan- um og síðan námi í byggingatækni- fræði áður en ég flutti norður tíl Akureyrar,“ segir Heirnir. Heimir var handknattleiksmaöur með Ármanni á árum áður, lék í marki og m.a. í unglingalandsliöi íslands á sama tíma og leikmenn eins og Sigurður Sveinsson. „Ég fylgist enn meö handboltanum og öðrum íþróttum. Þá stunda ég lík- amsrækt og ég hef alltaf haft áhuga á flugi. Ég hef þó ekki lært flug enn sem komið er a.m.k. en hver veit nema á því verði breyting þegar fram líða stundir,“ segir Heimir. Heimir er kvæntur Huldu Þor- steinsdóttur frá Akureyri og eiga þau tvo drengi, 7 og 3 ára. Pólland- ísland íslenska landsliðið í handknatt- leik hefur undanfarna daga verið að taka þátt í fjögurra landa móti i Danmörku og hafa skipst á skin og skúrír. Eftir mjög slakan leik gegn Svíum, þar sem okkar menn urðu að þola stórt tap, unnu þeir Dani 1 góðum leik. Síðasti leikur- inn er við Pólverja í dag og á þaö íþróttir ekki að vera neitt vandamál að vinna þá. Leikurinn hefst kL 16.00 og er síðari hálfleik lýst á rás 2. Þaö verður skammt stórra högga á milli hjá landsliðinu en Austurríkismenn eru komnir til íslands og keppir landsliö okkar við þá annað kvöld. í kvöld keppa Austurríkismenn viö landsliðið okkar 21 árs og yngri og verður leikurinn í Vikinni. Hefst hann kl. 20.00. Skák Svæðamóti Austur-Evrópulanda, sem fram fór í Rúmeníu, lauk með óvæntum sigri tékkneska stórmeistarans Hracek. Zoltan Almasi, Varga og Istratescu deildu 2.-4. sæti og verða að heyja aukakeppni um tvö sæti á millisvæðamót. Neðar voru kappar eins og Kiril Georgiev, Woj- itkevicz og Jansa en alls tóku 11 stór- meistarar þátt í mótinu. Þessi skondna staða er frá mótinu. Rúmeninn Nevednichí hafði hvítt og átti leik gegn Pólverjanum Matlak: 35. Dg8 +! Rxg8 36. Rg6 + Kh7 37. Rxf8 + og'svartur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Fyrir skömmu var spiluð Vanderbilt- útsláttarkeppni sveita í Bandaríkjunum og einn leikurinn í þeirri keppni var óvenjulega spennandi. Þar áttust við bandarísk sveit undir forystu George Steiner og sterk sveit Pólveija undir for- ystu Cezar Balickis. Þegar leikurinn var gerður upp enduðu sveitimar jafnar en Bandaríkjamennimir unnu síðan kæm þar sem Pólveijamir fengu 3ja impa sekt fyrir sögn sem byggð var á hiki félaga í sögnum. Pólveijamir töpuðu miklu á þessu spili í leiknum. Sagnir gengu þann- ig, allir á hættu og suður gjafari: * Á643 f G95432 ♦ D8 + Á * 9 f D108 ♦ 642 + 1098532 ♦ 75 f ÁK76 ♦ KG97 + KD6 ♦ KDG1082 f -- ♦ Á1053 + G74 Suður Vestur Norður Austur 1Á 2» Pass 4» 4Á Dobl p/h Balicki sat í suður og hann fékk harða refsingu fyrir að beijast upp í 4 spaða yfir 4 hjörtum. Útspil vesturs var hjarta- fjarki, tían í blindum, suður trompaði og spilaði laufi. Vestur fékk slaginn á ásinn, spilaði hjartagosa og Balicki trompaði aftur. Enn kom lauf og vestur henti báð- um tiglum sínum í KD í laufi. Austur hélt áfram hjartasókninni og Balicki missti þannig stjórn á tromplitnum og fór fimm niður, 1400 til AV. Ef hann hefði lagt niður tígulás hefði hann farið 1100 niður en þá hefði leikurinn endað með jafntefli (eftir úrskurð dómnefndar) og framlengja hefði þurft leikinn. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.