Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 30. JÚNl 1995 Spumingin Hvaöa landi, ööru en ís- landi, vildir þú helst búa í? Heiða ösp Guðmundsdóttir nemi: Engu. Ég mundi bara vilja eiga heima á Islandi. Jóhann Ólafson vélstjóri: Bretlandi. Þar er þokkalegt loftslag og ágætt umhverfi. Þórður Ragnarsson sölumaður: Portúgal. Þar er hiti og sól. Hilmar Hlíðberg: Ástralíu. Þar eru landkostir góðir og sól og bhða. Helga Lotta Reynisdóttir nemi: Bandaríkjunum. Ég var þar í tvö ár þannig að ég þekki þau. Helga Stefánsdóttir móttökuritari: Á Spáni. Það er gott að vera þar. Lesendur Aðbæta ímynd sína A. Pálsson skrifar: Fyrir skömmu tilkynnti nýkjörinn forseti Frakklands að franski herinn myndi sprengja nokkrar kjamorku- sprengiur í tilraunaskyni og vöktu tíðindin hörð viðbrögð umheimsins. Fáir hafa reynt að réttlæta ákvörðun forsetans en Halldór Halldórsson reyndi það í DV nýverið og fannst mér sú tilraun ósannfærandi. Fyrst telur hann nýtingu Frakka og Svía á kjarnorku svipaða, á grundvelli þess hversu mikilvægur orkugjafi hún er þjóðunum. Honum láist að geta þess að Svíar hafa aldrei sprengt sundur gamlar nýlendur til þess að öðlast sess sem kjarnorku- veldi. Síðan ræðir hann um þá slæmu reynslu sem Frakkar hafa af herskáum nágrönnum. Þarna bregö- ur HaUdór á sig Þjóöverjagrýlu- grímunni- og fer hún honum illa. Ástæðan fyrir þvi að Þjóðverjar réð- ust á Frakka í seinni heimsstyijöld- inni er að miklum leyti sú biturð sem bjó í Þjóðverjum eftir auðmýkjandi vopnahlésskilmála fyrra stríðs. Veigamesta hernaðarástæðan er að mati Halldórs sú að hvenær sem er geti styijöldin á Balkanskaga breiðst vestur um álfuna. Þá eru Frakkar færir um að sprengja andstæðinga sína í tætlur hvar sem þá lystir. Þeir Chirac Frakklandsforseti hefur feng- ið hörð viðbrögð við þeirri ákvörðun Frakka að sprengja kjarnorku- sprengjur. geta t.d. sprengt Belgrad, Pale eöa einhvem þann stað sem „vondu“ karlarnir eiga heima. Sá kostur er frekar slæmur því fómarlömbin yrðu böm og konur sem eftir yrðu, ekki hinir ógurlegu stríösmenn sem réöust að'Frakklandi. Hins vegar væri „skynsamlegra" að sprengja upp her andstæðinganna þegar hann væri á leiðinni yfir til Evrópu. Mætti ég stinga upp á Pódalnum á Ítalíu (þá losnar Renault líka við samkeppni frá Fiat), Svartaskógi í Þýskalandi eða bara Sviss (þeir vilja hvort eð er ekki ganga í ESB). Þetta er ekki raun- hæfur möguleiki nema náttúrlega ef her andstæðinganna kæmi við í æf- ingabúðum á „heitum" ströndum Mururoa-rifs í Kyrrahafi. Kjarn- orkuvopn eru ekki kostur og það er • sorglegt ef einhver trúir enn á mátt þeirra. Heimurinn er í frekar óstöðugu ástandi eftir fall Sovétríkjanna og nýtt kerfl að fæöast. Til að tryggja sér stöðu í því kerfi keppast þjóðir heims nú við að hressa upp á ímynd sína, hver gagnvart annarri. Amer- íkanar fylkja sér um alheimslögguna Clinton og flestir Evrópubúar um Kohl kanslara og á slíkri stundu þarf nýr forseti Frakka að minna á sig og auðvitað þjóð sína. Að mínu viti er það eina ástæðan fyrir umræddri ákvörðun og hún sýnir okkur enn og aftur að stjórnmálamenn leggja allt að veði, fólk, byggðir og náttúru til þess eins að treysta sína eigin ímynd. Spámaðurinn Árni Bergmann Hörður skrifar: Nýlega birtist í DV grein eftir Árna Bergmann þar sem hann lagði út af því að öskukarlar í London hefðu reynst sannspárri um efnahagsfram- vinduna en forstjórar, ráðherrar og stúdentar. Enginn dómur verður lagður á þetta en hins vegar vill þannig til að Árni Bergmann er einn þeirra „spá- manna“ sem einna lakasta hefur út- komuna að því er efnahagsmál varö- ar. Árum saman birtust í Þjóðviljan- um sáluga greinar eftir Árna þar sem sagðar voru sögur af framleiðslu- aukningu í Sovétríkjunum og spá- dómar hans um væntanlega glæsta stöðu þeirra á efnahagssviðinu. Svo glæsilega, að Árni taldi, að Sovétrík- in væru að fara langt fram úr vest- rænum stórveldum á þessum sviðum sem öðrum. Fyrrnefndar greinar Áma birtust bæði á dvalarárum hans í Sovétríkj- unum og síðar. Nú vita allir hvernig spádómar hans hafa ræst. Fyrrum Sovétríkin ganga nú með betlistaf í hönd milli vestrænna ríkja. Sendi- menn þeirra hafa m.a. haft viðkomu í Wall Street vestra og beðið þar um aðstoð (en götu þessa nefnir Árni með mikilli vanþóknun). Þannig reyndist nú í framkvæmd sú kenning sem Ami boöaði. Og að því er best er vitað hafa þeir Árni, Hjörleifur og Svavar ekki enn gengið af trúnni. Vitið þér enn - eða hvað? Ósannindi Vilhelmínu Eygló, Þóra og Sigurður Sigurðar- börn skrifa: Við getum ekki lengur orða bundist vegna síendurtekinna frétta um Vil- helmínu Ragnarsdóttur, sem titluð er „krabbameinssjúklingur á hrak- hólum með barn og hund í Heið- mörk". Þvílík sviðsetning á forsíðu DV14. júní sl. Okkur finnst þaö ekki góö blaðamennska aö birta frétt á forsíðu án þess að kanna sannleiks- gildi frásagnarinnar (ekki var talað við fyrrv. sambýlismann Vilhelmínu fyrr en búið var að birta fréttina, sem var full af rangfærslum og meiðyrð- um í hans garð). Okkur er máhð nokkuð skylt því við erum böm fyrrv. sambýlismanns Vilhelmínu og getum ekki lengur lát- MfMMþjónusta allan sólarhringinn §114 Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 ið það viðgangast aö hún beri á hann sakir í fjölmiölum. Hún kennir hon- um um, ári eftir að þau slitu samvist- um, að hún sé nú húsnæðislaus. Það er ekki nýtt eða fréttnæmt að fólk lendi á hrakhólum eftir skilnaö eða sambúöarsht. Við teljum að Vilhelm- ína hafi átt erfitt með að verða sér úti um húsnæði vegna hundsins. Það eru ósannindi hjá Vilhelmínu aö hún hafi fengið sumarbústað í móðurarf og það er til skjalfest í af- sali bústaðarins. Og það eru líka ósannindi að hún hafi ekki fengið hluta af búslóð. Og hún „gleymir" kannski aö taka fram að hún tók báða bíla heimilisins, að verðmæti kr. 1.920.000 samkv. söluskrám, og er búin að selja þá báða. Hún ætlast kannski til þess að fá í sinn hlut íbúð- ina sem pabbi átti áður en þau hófu sambúö? Fleira sem hún fullyröir í frásögn sinni er ekki svaravert. Við vitum að þeir sem þekkja til málsins taka ekki mark á svona fréttum en hinn almenni lesandi DV gerir það. Okkur finnst svívirðilegt af Vilhelmínu að reyna að eyðileggja mannorð fóður okkar með slíkum hætti. Bréfritarar hafa aðra sögu að segja en Vilhelmína. Ómögulegt ísland Skattgreiðandi skrifan Ég er alltaf að sjá það betur og betur að það er ekki búandi í þessu landi. T.d. er verðlag nauð- synja óheyrilega hátt og mun hærra en í nágrannalöndum á borð við Svíþjóð og Danmörk en ég hef búíð í báðum löndum. Ekki þarf að nefna veðurfarið til sog- unnar. Síðastliðinn vetur var ömurlegur og í „sumar“ þykir það stórfrétt ef sést til sólar. Líka hefur verið sagt að hér geti maður verið áhyggjulaus og aö glæpir þekkisf ekki. Stöðugar fregnir af ránum og líkamsárás- um benda til annars og kynferðis- afbrotamenn virðast vera á hverju strái. Svona mætti lengj áfram telja. Síðan eru það verkföllin. Þau eru orðin vægast sagt þreytandi. Um daginn voru vinahjón mín í heimsókn og ætluðu að skoða landiö. Þá voru langferðabif- reiðastjórar í verkfalli. Og i vik- unni ætlaði greinarhöfundur til Vestmannaeyja en þá var enn eitt verkfallið skollið á og ég komst hvergi. Er nema vona að maður sér orðinn þreyttur á þessu. Best væri sennilega að flytja úr landi. Sviplausír mánudagur Stefán hringdi: Eftir að Gangur hfsins hvarf af dagskrá Sjónvarpsins á mánu- dagskvöldum hefur dagskránni þar á bæ hrakað til rauna. Ég vona að forráöamenn stofnunar- innar beri gæfu til að kaupa nýja þáttaröð af þessum frábæra fjol- skylduþætti. Framhaldsþáttinn, sem var á eftir Gangi lifsins í Sjónvarpinu á mánudagskvöldum, á hins veg- ar skilyrðislaust að taka af dag- skrá. Þar virðist sorinn vera alls ráðandi en af honum er nóg á báðum sjónvarpsrásunum. Mistök KSÍ Guðmundur Björnsson skrifar: Vegna umræöna um Mjólkur- bikarkeppni Knattspymusam- bands íslands, KSÍ, vil ég leyfa mér að leggja nokkur orð i belg. F>TÍr það fyrsta verð ég að taka undir þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið á þetta fyrir- komulag. Hart hefur veriö deilt og eins og alltaf eru tvær hhðar á öllum málum. Einu félögin sem hugsanlega „hagnast" á þessu leikformi eru stóru hðin, þ.e. þau sem spila í 1. eða 2. deild. Gagnvart „minni“ höunum úti á landinu er keppnisfyrirkomu- lagið meingallað eins og raargoft hefur komið fram. Á meðan svo er stendur það útbreiðslu knatt- spymunnar fyrir þrifum um allt land og varla er það tilgangur Knattspyrnusambandsins. Vandaræðaganginn við allt málið má rekja til þess að forystmenn knattspyrnumála hugsuðu ekki nýtt fyrirkomulag til enda. Hörmuleg kvikmynd Sigríður K. hringdi: Mér íannst kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hin helgu vé, vera hreinasta hörmung og þaö er hneyksh að Sjónvarpið skyldi sýna hana og hvað þá tvisvar. Og svo mega skattborgaramir borga brúsann. Þetta er Ijóta óráösían. Ökufantar Vegfarandi hringdi: Eg hef tekið eftir aö ökufóntum i umferðinni fer íjölgandi og veld- ur það mér nokkrum áhyggjum. Getur verið að um megi kenna lélegri kennslu ökukennara eða er þetta atriöi sem tengist uppeld- ismálum landsmanna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.