Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF, Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Þörf á hugarfarsbreytingu Það er lofsvert að vekja athygli á ranglæti sem lengi hefur tíðkast, ranglæti sem menn eru svo samdauna að þeir taka ekki eftir því. Við höfum farið með Faðirvorið og lesið Biblíuna án þess að velta því sérstaklega fyrir okkur að nær allur texti hinnar íslensku bibhuþýðingar er skrifaður í karlkyni. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir hefur sent fyrirspum til þýðingarnefndar á vegum kirkjunnar og spyr hvort ekki sé hægt að breyta ýmsum atriðum varðandi kyn í nýrri þýðingu Biblíunnar sem nú er unnið að. Biblían var skrifuð á tímum sem kúgaði konur en varði yfirráð karla, segir sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Sá tími er tæpast hðinn þótt sem betur fer hafi margt þokast í rétta átt í samskiptum kynjanna. Sr. Auður vih að í hinni nýju þýðingu verði konur líka ávarpaðar. Það er rétt hjá Auði Eir að Biblían hefur mikh áhrif á menningu okkar og hluti áhrifanna felst í orðalaginu. Hún nefnir að hvorki Jesús né PáU postuli hafi verið haldnir þessari karlrembu. „Báðir börðust einarðlega fyrir frelsun og frelsi kvenna. Það er þess vegna í anda þeirra að láta texta Biblíunnar hljóma til kvenna í þeirra eigin kyni,“ segir Auður Eir. Karlar jafnt sem konur alast upp við að lesa þetta aUt í karlkyni. Öðru kyninu er gert hærra undir höfði. Það er hrein innræting. Og það er ekki bara í Biblíunni sem ýtt er undir karlkynið. Eru starfsheiti í samfélaginu ekki öU meira og minna í karlkyni? Konur jafnt sem karlar eru ráðherrar, þingmenn, ráðuneytisstjórar, sýslumenn, hreppstjórar, oddvitar og síðast en ekki síst prestar. Þetta helgast af karlaveldi líkt og karlremban í biblíuþýðing- unni. Það þarf beinlínis að leggja höfuðið í bleyti tU þess að fmna starfsheiti í kvenkyni, þótt þau séu til. Talsverð vinna verður að breyta biblíuþýðingu í þá veru sem sr. Auður Eir viU. Það er þó verðugt verkefni. Þessi mál verður að vinna smátt og smátt og með því eykst jafnræði kynjanna. Ekki þarf að efast um að breyt- ingar sem þessar mæta andstöðu. Hennar hefur þegar orðið vart með orðum sr. Guðmundar Amar Ragnarsson- ar. Hann segir þetta breytingar á ritningunni en ekki lagfæringu á þýðingu. Hugmyndina rekur hann tU öfga- kvennahreyfingar, sem hann kaUar svo, femínisma, sem birtist í Kvennalistanum og svokaUaðri kvennakirkju. Þar ríki minnimáttarkennd gagnvart karlmönnum. Þessa andstöðu verður að þola og yfirstíga. Það er ekki síður hagur karla en kvenna að jafnræði ríki á öUum sviðum milli kynjanna. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fyrrverandi þingkona, skrifaði kjaUaragrein í DV í gær um jafnrétti kynjanna og gerði launamun þeirra að sér- stöku umtalsefni. í skýrslu Jafnréttisráðs frá því í vor kom í ljós að konur eru með 70 prósent af launum karla ef tekið er tillit tU aukagreiðslna. Aukin menntun kvenna hefur ekki dugað tU að koma á launajafnrétti. Menntun leiðir að vísu til launahækkunar hjá báðum kynjum en til mun meiri launahækkunar hjá körlum. Þetta geta konur ekki unað við og verða að fá leiðrétt- ingu á. En því má heldur ekki gleyma að karlar geta heldur ekki unað við þetta. Flest heimih eru rekin af tveimur aðilum, karU og konu. Tekjur beggja fara í rekst- ur heimihsins. Ef konan er vanmetin í launum bitnar það bæði á konunni og karhnum. Það er því hagur kynj- anna beggja að farið verði að lögum um að sömu laun verði greidd fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Það þarf því hugarfarsbreytingu jafnt á veraldlega sviðinu sem þvi geistlega. Jónas Haraldsson Major er sakaður um rolugang og óákveðni og yfirleitt fundið flest til foráttu. Major í mínus John Major hefur aldrei þótt ýkja mikill bógur og honum hefur ekki tekist að fylla upp í það tómarúm sem Margaret Thatcher skildi eftir sig í breskri pólitík. Thatcher var hans velunnari og formælandi, hún kom honum á framfæri og geröi hann að fjármálaráðherra og síöan utanrikisráðherra í stjórn sinni, öllum að óvörum, enda höfðu þá fáir heyrt hans getið. Hann varð síðan málamiðlunarframbjóðandi íhaldsmanna í kjöri til formanns flokksins eftir að Michael Hesel- tine, núverandi umhverfisráð- herra, gerði uppreisn gegn Thatc- her árið 1989. Þá féll hún, enda þótt hún fengi hreinan meirihluta, vegna þess ákvæðis í lögum um flokksþing breska íhaldsflokksins að frambjóðandi verði að fá 15% umfram meirihluta í fyrstu at- kvæðagreiðslu, og hana vantaði fjögur atkvæði. í síðari atkvæöa- greiðslum gildir hins vegar einfald- ur meirihluti. Thatcher sagði af sér, þótt allt benti til að hún hefði getað unnið, en Major var kjörinn með hennar fulltingi. Þessi 15 pró- senta regla mun að líkindum fella Major líka. Nú er komin upp sú staöa aö John Redwood mun trú- lega fá nógu mörg atkvæöi í fyrstu umferð til að fella Major. í annarri umferð þykir fullvíst að Heseltine fari fram gegn honum, og ef til vill aðrir sem enn hafa ekki komið fram, svo sem Norman Lamont. Evrópumál Redwood er fulltrúi andstæöinga nánara Evrópusamstarfs í íhalds- flokknum, þeirra sem vilja alls ekki ganga eins langt til samruna innan ESB og flest hin ríki Evrópusam- bandsins hafa ákveðið að gera. Hann hafnar með öllu sameigin- legu myntkerfi ESB og vill halda breska pundinu. Hann ætlar líka að berjast gegn frekari framsali á valdi breska ríkisins til stofnana í Brussel, en segist ekki ætla að segja Breta úr ESB, eins og sumir hinna hörðustu Evrópuandstæðinga í KjaHarinn Gunnar Eyþórsson flokknum vilja. Evrópumálin eru öll í mikilli deiglu um þessar mund- ir og hörð valdabarátta milli Frakka, Þjóðverja og Breta um stefnuna í stækkun sambandsins til austurs, þar sem Þjóðverjar eru ákafastir. Út úr leiðtogafundinum í Cannes kom fátt annað en al- mennt snakk. Ætlunin var að á fundinumn yrðu atvinnuleysið og aðferðir til að skapa atvinnu á odd- inum, ásamt framkvæmd mynt- bandalagsins þegar og ef ein sam- eiginleg mynt tekur gildi í öllum löndum ESB árið 1999. Ákafi sumra leiðtoganna í að draga úr atvinnu- leysi rekst á staðla um ríkishalla og verðbólguþróun, sem eru for- senda myntbandalags, þannig að þau mál leystust ekki að öðru leyti en því að ákvörðun um mynt- bandalag 1999 var ítrekuð. Tony Blair Verkamannaflokkurinn er víg- reifur þessa dagana og nýjum leið- toga hans, Tony Blair, gengur allt í haginn. Flokkurinn hefur algera yfirburði í skoðanakönnunum, en fylgi íhaldsflokksins er í lágmarki. Major er gerður að allsherjar syndasel, eins og virðist vera af- staða almennings til stjórnmála- manna í æ fleiri löndum, ekki að- eins Bandaríkjunum. Hann er sak- aður um rolugang og óákveðni og yfirleitt fundiö flest til foráttu. Jafnvel fyrrum aðdáandi hans, sjálf járnfrúin Margaret Thatcher, hreytir í hann ónotum. Inn í þetta blandast gamaldags snobb. Major er af óbreyttu fólki kominn, sem vann fyrir sér um tíma í sirkus, og yfirstéttarmenn þykjast yfir hann hafnir. Redwood er þeirra maður, en óvíst er þó hvort hann gerir annað en ryðja brautina fyrir Hes- eltine eða einhvern annan. Þegar allt kemur til alls er líklega til lítils barist fyrir næsta formann. Nær fullvíst er talið aö íhaldsmenn gjörtapi næstu kosningum, hver sem formaðurinn verður. Þótt John Major kunni að vera úr sög- unni er ekki þar með sagt að tími Johns Redwoods sé upp runninn. Ef svo fer sem horfir verður það Tony Blair sem stýrir Bretlandi inn í myntbandalagið. Gunnar Eyþórsson „Inn 1 þetta blandast gamaldags snobb. Major er af óbreyttu fólki kominn, sem vann fyrir sér um tíma 1 sirkus, og yfir- stéttarmenn þykjast yfir hann hafnir.“ Skoðariir annarra I kjöltu Davíðs „Nú skal ég fúslega játa að ég er ekki sérstakur áhugamaður um það sem fram fer í kolli Páls Péturs- sonar, en nú bíð ég spenntur eftir að sjá hvers konar slysó það veröur sem sprettur alskapað úr höföi Seifs á haustdögum. Raunar má segja að píslarganga Páls Péturssonar sé dæmigerð fyrir alla ráðherra Framsóknarflokksins þessar tíu vikur sem þeir hafa setið í kjöltu Davíðs Oddssonar." Arnór Benónýsson í Alþbl. 29.júní. Illskeyttar deilur „Deilur á meðal presta þjóðkirkjunnar skyggðu aö nokkru leyti á málefni þau, sem voru til umíjöllunar á prestastefnunni, sem lauk í seinustu viku. Deilur þessar virðast ekki síst snúast um kjara- og ráðninga- mál og verkaskiptingu innan safnaða. Þær hafa orð- ið talsvert illskeyttar á undanförnum mánuðum og hefur persóna sumra kirkjunnar þjóna þá orðið skot- spónninn. Burtséð frá deiluefninu hlýtur það að vera þjónum þjóðkirkjunnar umhugsunarefni hvernig skeytin hafa gengið á mUli sumra þeirra í íjölmiðl- um.“ Úr leiðara Mbl. 29.júní. Óumdeilanlega hæfur „Björn Bjamason hefur rökstutt ákvörðun sína með sannfærandi hætti. Til skamms tíma var Aust- urbæjarskóli vettvangur ófriðs og deilna, einkum vegna fyrrverandi skólastjóra." Björn leysti það mál af festu skömmu eftir að hann tók við embætti, og hefur Guðmundur R. Sighvatsson gegnt starfinu síð- an. Fram hefur komið að Foreldrafélag Austurbæjar- skóla, svo og kennarar og starfsliö skólans, vildu að Guðmundur yrði valinn til að stjórna skólanum áfram. Hann virðist þannig manna best til þess fall- inn að skapa frið um skólann, auk þess sem umsögn fræðslustjóra staðfestir að hann er óumdeilanlega hæfur fil að gegna Starfinu." Úr leiðara Alþbl. 29.júni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.