Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 30. JÚNl 1995
nn
Eru stjórnendur Herjólfs erfiðir?
Ekki hæf til
eins né neins
„Aö mínum dómi er stjórn fyr-
irtækisins ekki hæf til eins eða
neins og hefur aldrei veriö þaö.“
Jón Eyjólfsson, fyrrverandl skipstjóri
á Herjólfi, i DV.
Kannast ekki við stirðleika
„Ég kannast ekki við þennan
stirðleika milli okkar og stéttar-
félaga yflrmanna.“
Grímur Gislason, stjórnarformaður
Herjólfs, í DV.
Ummæli
Kasper Jesper og Jónatan
„í umkomuleysi sínu minna þeir
helst á ræningjana í Karde-
mommubænum, þá Kasper, Je-
sper og Jónatan."
Arnór Benónýsson, um framsóknar-
ráðherra, í Alþýðublaðinu.
Aldrei leiðinlegt að skora
„Það er aldrei leiðinlegt að skora,
sérstaklega ekki gegn Skagan-
um.“
Rfkharður Daðason, I DV.
Bull
„Fullyrðingar fjármálaráðherra
að verð á innfluttu grænmeti
verði óbreytt við gildistöku
GATT-laganna er bull.“
Gunnar Þór Gislason, f Alþýöublað-
inu.
Bygging Aswan-stíflunnar varð
til þess að Níl styttist um marga
kilómetra.
Lengstu ámar
Tvö lengstu fljót í heimi er
Amasonfljót sem fellur í Suður-
Atlantshaf og Níl, sem fellur í
Miðjarðarhaf. Hvort þeirra er
lengra er fremur matsatriði en
að úr því verði skorið með ein-
faldri mælingu. Hin eiginlega
uppspretta Amasonfljóts fannst
1953 og reyndist vera lækur, kall-
aður Huarco, sem á upptök sín í
Andesfjöllum í Perú. Lækurinn
stækkar smám saman í ána Toro,
siðan Santiago og síðan Apu-
Blessuð veröldin
rimac, sem verður að Ene og síð-
ast Tambo áður en áin sameinast
fyrstu kvíslum Amasonfljóts.
Lengd Amason, frá upptökum
Huarcos til Suður-Atlanthafs var
mæld 1969 og reyndist vera 6437
km en hægt er að lengja leiðina
með krókaleiðum og fara niður
Paráfljót. Þá verður leiðin 6750
km en Pará telst ekki hluti af
Amason.
Níl styttist
Níl var áður en Nasservatn við
Aswanstíflu kom til sögunnar
6670 km en hefur styst um nokkra
kílómetra. Er þá miðað við far-
veginn frá upptökum árinnar
Luvironza í Burundi sem er kvísl
úr Kagera sem veitir vatni í Vikt-
oríuvatn.
Þokan gerir vart við sig
I dag verður fremur hæg vestan- og
suðvestanátt, víðast kaldi, en heldur
fer vindur þó vaxandi þegar líður á
daginn. Sunnan- og vestanlands og
Veðrið í dag
einnig á annesjum norðanlands
veröur þoka yfir nóttina og fram eft-
ir morgni, en síðan bjartviðri. í næt-
urþokunni er hitinn á bilinu 4 til 10
stig, en kemst allt upp í 18 stig inn
til lands yfir hádaginn. Á höfuðborg-
arsvæðinu var suövestangola og
þokumóða fram eftir morgni, en
bjartviðri síðdegis, aftur þokumóða
næstu nótt. Hiti 6 til 10 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 23.59
Sólarupprás á morgun: 3.04
Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.05
Árdegisfióð á morgun: 8.24
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri léttskýjað 9
Akurnes skýjað 7
Bergsstaðir skýjað 11
Bolungarvík þoka 7
Kefla vikurflugvöllur skýjað 6
Kirkjubæjarklaustur alskýjað 9
Raufarhöfn heiöskírt 8
Reykjavík súld 6
Stórhöíöi súld 8
Bergen rigning 10
Helsinki hálfskýjað 12
Ka upmannahöfn léttskýjað 15
Stokkhólmur léttskýjað 12
Þórshöfn léttskýjað 7
Amsterdam þokumóða 14
Barcelona heiðskírt 21
Berlín skýjað 15
Chicago skýjað 23
Feneyjar þokumóða 20
Frankfurt léttskýjað 19
Glasgow þoka 12
Hamborg léttskýjað 14
London léttskýjað 15
LosAngeles alskýjað 16
Lúxemborg léttskýjað 20
Madrid heiðskírt 18
Malaga þokumóða 20
Mallorca heiðskirt 20
Montreal heiðskirt 24
New York skýjað 19
Nice heiðskírt 24
Nuuk léttskýjað 5
8V~n
i >’ -
W /
8C
a
13
o J
6°; Vf'
8°
y
' y
Veðrið kl. 6 í morgun
Sædís Sævarsdóttir, dúxinn í MR:
Metnaður minn er ekki ein-
göngu bundinn við námið
Ægir Már Kárason, 0V, Suðumesjum:
Þetta er búiö aö vera mjög
skemmtilegur tími. Ég var í ein-
staklega fjörugum bekk, stundum
fullfjörugum fyrir suma kennar-
ana. Þetta eru allt hressir krakkar
og hef ég eignast góða vini í skólan-
um,“ segir Sædís Sævarsdóttir, 19
Maður dagsins
ára Keflvfkingur, sem hefur náð
þeim ótrúlega árangri að dúxa Öll
sín ár í MR. Sædís fékk þó að sleppa
prófum í fimmta bekk vegna góðs
námsárangurs en hún dúxaði í
þriðja, fjórða og sjötta bekk en þar
lauk hún prófum með einkunnina
9,60 og vann til tólf verölauna i hin-
um ýmsu námsgreinum.
Árangur Sædísar 1 ár er sjöundi
besti árangur sem náðst hefur í
MR ffá upphafi og er hún hæsti
kvenstúdentinn úr MR frá upphafi
skólans. Sædís segir að önnin hafi
verið mjög stíf vegna verkfallsins.
Þaö hafi sama og ekkert veriö skor-
Sædís Sævarsdóttir.
ið af námsefhinu. Sædls náði einnig
mjög góðum árangri í samræmdu
prófunum en þar náði hún tíu í
einkunn. „Þrátt fyrir þennan ár-
angur er ég ekki aö læra allan dag-
inn. Ég hef gaman af svo mörgu
og þá er bara að skipuleggja tímann
nógu vel, Það er létt aö láta tímann
fara í ekki neitt."
Sædis segir að þegar fólk heyri
um dúxa haldi það oftast að þeir
geri ekki neitt annað en að lesa. „Ég
vil standa mig vel á prófum en
metnaður minn er ekki eingöngu
bundinn viö námið. Ég legg metnað
í áhugamálin og að njóta lífsins."
Sædís stefnir á læknisfræöi í há-
skólanum i haust: „Ég ætla að taka
læknisfræðina þar sem mér fmnst
hún áhugaverðust og hún samein-
ar allar þær námsgreinar sem mér
finnst skemmtilegastar."
Áhugamál Sædisar eru mörg: „Ég
reyni að hreyfa mig mikið og syndi
á hverjum degi og í vetur var ég í
líkamsrækt Eg hef mjög gaman af
að prófa eitthvaö nýtt og fór í tenn-
is í nokkra mánuöi og einnig hef
ég gaman af að ferðast.
Sædis er einnig i tónlistinni og
hefur lokið fimm stigum á píanó
og þremur á þverflautu. Sædís á
sér kærasta, Magnús Konráðsson
sundkappa úr Sunddeild Keflavik-
ur. Foreldrar hennar eru Bryndís
Sveinsdóttir og Sævar Reynisson.
Hún á tvo yngri bræður, Birki, sex
ára, og Reyni, sextán ára, en hann
ætlar að feta í fótspor stóru systur
og fara í MR í haust.
Myndgátan
Lausngátu nr. 1253:
Laukréttur
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði
DV
Leikir í neðri deildun-
um í fótboltanum
Frekar rólegt er á innlendum
íþróttavettvangi i dag enda helgin
fram undan með nokkrum stórat-
burðum. Það eru þó á dagskrá
nokkrir leikir í 3. og 4. deild i fót-
boltanum. í 3. deildinni leika
Völsungur og Ægir á Húsavíkur-
velli. Á Leiknísvelli í Reykjavík
íþróttir
leika Leiknir og Dalvík, á Nes-
kaupstaðsvelli leika Þróttur, N,
og BÍ og á Selfossvelli leika Sel-
foss og Fjölnir. Þrir leikir eru í
fjóröu deild. KBS og Einherji
leika á Fáskrúðsfirðí, Huginn og
KVA á Seyisfirði og Þrymur og
KS á Sauðárkróki.
Landsliðsfólk okkar i golfi
stendur í ströngu þessa dagana
en það tekur þátt í Norðurlanda-
mótinu. Það er stutt á milli stríða
því karlalandsliðið heldur siðan
beint til Belgíu þar sem það tekur
þátt í Evrópumeistaramótinu.
Skák
Þessi, jafnteflislega" staða er frá svæð-
ismóti í Ptuj í Slóveníu fyrr á árinu. Þjóð-
verjar sitja aö tafli, Enders með hvítt en
Lobron með svart og á leikinn. Svo virð-
ist sem einu gildi hvemig svartur ber sig
að. Lobron valdi 95. - Dd7 og taldi að frið-
arsamningar væru á næsta leiti. Hvemig
brást hvítur við?
Eftir afleikinn 95. - Dd7?? sá hvítur
óvæntan möguleika, 96. Dg8 + ! Kxg8 97.
Rxf6+ Kf7 98. Rxd7 og með riddara til
góða á hvítur sigminn vísann. Svartur
gafst því upp. Jón L Árnason
Bridge
A sama hátt og Islendingar vora taldir
líklegir til að keppa um fjögur efstu sætin
á Evrópumótinu í bridge, var Bretum
einnig spáð góðu gengi. ísland á mögu-
leika en Bretum hefur hins vegar ekki
gengið neitt í haginn og þeir ekki verið
meðal 10 efstu þjóða síðari hluta móts-
ins. Hér er eitt spil úr 20. umferð mótsins
í leik þeirra gegn ítölum sem eru í efsta
sætinu. Sagnir gengu þannig í lokuðum
sal, vestur gjafari og allir á hættu:
♦ --
V ÁKG52
♦ K10862
+ Á64
* ÁK104
V 8743
♦ 7
+ K953
♦ G98762
V D6
♦ 43
+ 1082
Vestur Norður Austur Suður
Liggins Buratti Dyson Lanzar.
1 G 2¥ Pass 2 G
Pass 34 Dobl p/h
Tveggja hjartna sögn Burattis sýndi
a.m.k. 4 hjörtu og minnst 5 spil í láglit.
Lanzarotti spurði um láglitinn og dobl
Dysons var úttekt sem Liggins breytti í
refsingu. Sagnhafi fékk ekki nema 7 slagi
og Bretamir fengu 500 í sinn dálk. Sagn-
ir þróuðust á annan máta í opnum sal:
Vestur Norður Austur Suður
Versace G.Tred. Lauria S.Tred.
1 G 2+ Dobl Pass
2* Pass 2» Pass
3* p/h
Tveggja laufa sögn Geralds Tredinnicks
sýndi hjarta og annan lit. Dobl Lauria
sýndi styrk og passið lýsti áhuga á að
spila lauf ef það var litur norðurs.
' Versace var nú svo óheppinn að sýna tig-
ullit sinn og þegar Lauria sýndi hjartalit,
varð Versace að segja lit sinn aftur. Þann-
ig lentu bæði ítölsku pörin í því að spila
tígulbút í þessari slæmu legu og Versace
gerði vel í því að fara tvo nlöur. Það þýddi
samt 12 impa sveiflu til Bretanna.
ísak örn Sigurðsson
■P UOÖ
V 109
♦ ÁDG95
jl nr,7