Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 9 > > í > ) ) I Utlönd Fimm hæða verslunarhús hrundi eins og spilaborg 1 Seoul 1 gærmorgun: Veikar raddir um hjálp berast enn úr rústunum - tala látinna nálgast hundraðið - fúski kennt um hvernig fór Veikar raddir um hjálp og vatn að drekka bárust eyrum fjölda björgun- armanna sem í morgun reyndu að grafa sig í gegnum rústir fimm hæða verslunarhúss sem hrundi eins og spilaborg í Seoul í Suður-Kóreu í gærmorgun. Tala látinna var farin að nálgast hundraðið en tala slasaðra komin yfir 900. Hátt í 30 manns hafði verið bjargað úr rústunum en 153 var þá enn saknað eftir slysið. Hæðir í annarri álmu hússins hrundu hver ofan á aðra án nokkurs fyrirvara og hurfu hreinlega ofan í kjallarann. Björgunarmenn vinna við afar erfiðar aðstæður. Ekki er hægt að flytja steypubrot til með stórvirkum vinnuvélum þar sem hreyfing getur þá komist á rústirnar og stefnt lífi þeirra sem þar eru inni- lokaðir í hættu. Björgunarmenn vinna að mestu frá kjallara hinnar álmu hússins, skríða eftir þröngum göngum innan um steypubrotin og hlusta eftir lífsmarki, veikburða kalli eða högghljóðum. Um tíma í gær þurftu björgunarmenn að hætta vinnu sinni þar sem hin álma húss- ins var farin að halla verulega. Sér- fræðingar sögðu þó enga hættu á að hún hryndi og hélt björgunarstarfið því áfrám. Auk hrunhættu ógnuðu eldar frá brennandi bílum í kjallara hússins björgunarmönnum. Byggingareftirlitsmenn höfðu, skömmu áður en byggingin hrundi, vakið athygh á umfangsmiklum Myndin sýnir vel hvernig hæðir verslunarhússins hafa hreinlega horfið ofan í jörðina. Ekkert stendur eftir nema gaflarnir. Um tíma fór hin álma verslunarhússins að halla en stendur þó enn uppi. Simamynd Reuter skemmdum í burðarbitum og fúski og varað stjórn verslunarinnar við. Hún fundaði en ekkert var aðhafst utan hvaö skrúfað var fyrir gasið. Forstjóri verslunarinnar og tveir yfirmenn eru í yfirheyrslum hjá lögreglu. Hrun verslunarhússins er ein margra hamfara af mannavöldum í Suður-Kóreu á skömmum tíma. Tvö borgarhverfi hafa farið á annan end- ann vegna gassprenginga, brú hefur hrunið, feijur sokkið auk lestar- og flugslysa. Himdruð manna hafa látist íþessumslysum. Reuter Bændur! Nýasti Ferguson mætir á svæðið Við erum á leiðinni. Búvélasýningar um allt land. Föstud. 30.júní Föstud. 30.júní Laugard. I.júlí Laugard. I.júlí Sunnud. 2.júlí Mánud. 3.júlí Mánud. 3.júlí Þriöjud.. 4.júlí Borganes Hyrnan 10-14 Símstöðin Brú 18-22 ' • Blöndós Vélsm.Húnv. 10-14 Varmahlíð Kf. Skagf. 16-20 Akureyri Þórshamar 10-19 Fosshóli 10-13 Húsavík Kf. þingeyinga 14-18 Ásbyrgi 10-13 Þriðjud. 4.júlí Vopnafjörður 17-21 Miðvikud. 5.júlí Egilsstaðir Bílar og tæki 10-19 Fimmtud. 6.júlí Breiðdalsvík 10-14 Fimmtud. 6.júlí Höfn Bílverk 18-22 Föstud. 7.júlí Kirkjubæjarklaustur 10-14 Föstud. 7.júlí Vík Víkurskálinn 18-22 Laugard. 8.júlí Hvolsvöllur Hlíðarenda 10-14 Ingvar Helgason hf. Véladeild Sævarhöfða 2 síml 91-674000 SOUD. SOUDAL m HÚSASMIDJAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.