Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Blaðsíða 26
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995
34
Afmæli
Sveinn Bjömsson
Sveinn Bjömsson, bóndi að Vík-
ingavatni í Kelduneshreppi í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu, er áttræður í
dag.
Starfsferill
Sveinn fæddist að Víkingavatni og
ólst þar upp. Hann stundaði nám
við Héraðsskólann á Laugarvatni
einn vetur.
Sveinn tók við búi að Víkingavatni
1930 og stundaði þar búskap óslitið
til 1980 en sama ættin hefur setið
jörðina í þrjár aldir. Lengst af var
fjárbúskapur að mestu að Víkinga-
vatni en hin síðari ár var bætt þar
við kúabúskap eftir að vegur var
lagður um Tjömes til Húsavíkur.
Sveinn var jafnframt póstaf-
greiðslumaður frá 1945 og þar til
bréfhirðing var lögð niöur á áttunda
áratugnum. Eftir að Sveinn lét af
hefðbundnum búskap starfaði hann
hjá Afurðadeild SÍS skamma hríð
en hann hefur ávallt nytjað jörðina
og stundar þar enn hlunnindabú-
skap. Víkingavatn hefur ætíð verið
góð rekajörð og hin síðari ár hefur
æðarvarp náð sér á legg eftir friðun.
Sveinn var forðagæslumaður í all-
mörg ár, formaður Fóðurbirgðafé-
lagins þar í sveit um tuttugu ára
skeið og var formaöur ungmennafé-
lagsins Leifs heppna.
Fjölskylda
Sveinn kvæntist 19.11.1944 Guð-
rúnu Jakobsdóttur, f. 4.7.1914, hús-
freyju. Hún er dóttir Jakobs Ó. Lár-
ussonar, prests í Holti undir Eyja-
fjöllum og skólastjóra Héraðsskól-
ans á Laugarvatni, og k.h„ Sigríðar
Kjartansdóttur, húsfreyju og organ-
ista.
Börn Sveins og Guðrúnar em
Ragna Sigrún, f. 25.5.1945, lektor í
Reykjavík; Sólveig Aðalbjörg, f. 2.6.
1948, kennari í Reykjavík, gift Ág-
ústi H. Bjamasyni grasafræðingi og
eiga þau tvo syni; Benedikt Óskar,
f. 3.6.1951, læknir í Reykjavík,
kvæntm- Gerði Ebbadóttur leik-
skólakennara og eiga þau tvo syni;
Jakob Láms, f. 14.12.1954, verka-
maöur í Reykjavík, og á hann eina
dóttur.
Fóstursynir Sveins em Eiríkur
Brynjar Jónsson, f. 14.4.1936, d. 5.8.
1994, sjómaöur í Keflavík, var
kvæntur Katrínu Maríusdóttur
húsmóður; Eggert Öm Kristjáns-
son,f. 27.10.1928, d. 1965.
Systkini Sveins em Þórarinn, f.
19.12.1905, d. 28.1.1968, skólameist-
ari á Akureyri; Benedikt, f. 16.12.
1908, d. 1.4.1958, bókari í Reykjavík;
Jónína Aðalbjörg, f. 5.3.1912, d. 17.1.
1989.
Foreldrar Sveins voru Bjöm Vík-
ingur Þórarinsson, f. 11.4.1858, d.
6.1.1942, bóndi og fræðimaður á
Víkingavatni, og k. h„ Guðrún Hall-
grímsdóttir, f. 10.1.1881, d. 29.11.
1959, húsfreyja.
Sveinn er að heiman á afmæhs-
daginn.
Ingimundur Ingimundarson
Ingimundur Ingimundarson leigu-
bílstjóri, VaUartröð 1, Kópavogi,
verður sjötugur á suimudaginn.
Starfsferill
Ingimundur fæddist í Efri-Ey II í
Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu
og ólst þar upp. Hann lauk bama-
skólanámi við Bamaskólann í Efri-
Ey.
Ingimundur átti heima á Selfossi
á ámnum 1944-49 þar sem hann
stundaði akstur á eigin vörubíl.
Hann flutti síðan til Reykjavíkur
1949 en hefur átt heima í Kópavogi
frá 1953. Er Ingimundur kom til
Reykjavíkur gerðist hann leigubíl-
stjóri og hefur starfað við það síðan.
Ingimundur sat um skeið í Bæjar-
stjóm Kópavogs, sat í sfjóm Hreyf-
ils í tuttugu og eitt ár og í stjóm
Frama, stéttarfélags leigubílstjóra í
nokkur ár. Helstu áhugamál Ingi-
mundar eru almenn skógræktar-
störf.
Fjölskylda
Eiginkona Ingimundar er Hrefna
Kristín Gísladóttir, f. 29.10.1929,
húsmóðir. Hún er dóttir Gísla Ei-
ríkssonar, b. í Naustakoti á Vatns-
leysuströnd, og Guðnýjar Jónas-
dótturhúsfreyju.
Börn Ingimundar og Hrefnu eru
Guðný Dóra Ingimundardóttir, f.
2.12.1953, húsmóöir og garöyrkju-
maður í Kópavogi, gift Gunnari H.
Sigfinnssyni bifreiðastjóra og eiga
þau þijú böm, Hrefnu Björgu, Sig-
finn og Ragnar Inga; Björk Ingi-
mundardóttir, f. 29.11.1959, hús-
freyja og b. að Hunkubökkum í
Skaftárhreppi, gift Björgvin Harð-
arsyni, b. þar, og eiga þau fjóra syni,
Hörð Daða, Ingimund, ívar og Við-
ar; Ingimundur Ingimundarson, f.
3.3.1967, d. 21.5.1993, bifreiðasmið-
ur.
Systkini Ingimundar: Bergur Ingi-
mundarson, f. 1.3.1921, sjómaður í
Reykjavík; Ingibjörg Ingimundar-
dóttir, f. 25.3.1922, húsfreyja í Efri-
Ey; Sigríður Ingimundardóttir, f.
5.10.1923, húsmóðir í Reykjavík;
Halldór Ingimundarson, f. 2.7.1926,
verkamaöur í Reykjavík; Vigfús
Ingimundarson, f. 3.2.1928, verka-
maður í Reykjavík; Ólafur Ingi-
mundarson, f. 5.12.1929, verkstjóri
í Kópavogi; Vigdís Ingimundardótt-
ir, f. 16.2.1932, húsmóðir í Reykja-
vík.
Hálfsystur Ingimundar, samfeðra,
vom Margrét Ingimundardóttir, f.
16.8.1914, d. 22.8.1988, verkakona í
Reykjavík; Vilborg Ingimundardótt-
ir, f. 16.8.1914, d. 30.9.1986, húsmóð-
ir í Reykjavík.
Foreldrar Ingimundar voru Ingi-
mundur Ingimundarson, f. 16.7.
1886, d. 9.12.1943, bóndi í Efri-Ey II
í Meðallandi, og k.h„ Halldóra
Anna Rannveig Jónatansdóttir
Anna Rannveig Jónatansdóttir
matráðskona, Þinghólsbraut 34,
Kópavogi, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Anna Rannveig fæddist á ísafirði
en ólst upp í Kópavogi frá 1951 og
hefur átt þar heima síðan. Hún lauk
námi frá Kópavogsskóla.
Anna Rannveig stundaði ýmis
verkakvennastörf á unglingsáran-
um, stundaði alfarið heimilisstörf
er bömin vora að vaxa úr grasi en
hefur verið matráðskona hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins frá 1979.
Fjölskylda
Anna Rannveig giftist 27.8.1966
Vernharði Anton Aðalsteinssyni, f.
20.4.1947, bifvélavirkjameistara.
Hann er sonur Aðalsteins Gunn-
laugssonar, b. á Illugastöðum í Vest-
ur-Fljótum, sem lést 1950, og Sigríð-
ar Stefánsdóttur húsfreyju sem nú
er gift Árna Jóhannessyni frá Hóli
í Höfðahverfi.
Börn Önnu Rannveigar og Vern-
harðs Antons eru Jónatan Vem-
harðsson, f. 31.3.1966, verkamaður
í Reykjavík, kvæntur Sylvíu Reyn-
isdóttur og er sonur þeirra Anton,
f. 18.4.1994, en dóttir Jónatans og
Guðrúnar Þorláksdóttur er Sunna,
f. 21.10.1986; Anna Sigríður Vern-
harðsdóttir, f. 30.6.1969, hjúkranar-
nemi í Kópavogi, í sambúð með
Auðuni Páli Sigurðssyni; Aðal-
steinn Vernharðsson, f. 27.4.1977,
nemi í foreldrahúsum.
Bræður Önnu Rannveigar era
Guðmundur Karl Jónatansson, f.
24.9.1947, blikksmiður í Keflavík,
og á hann þrjú böm og þrjú barna-
böm; Helgi Ellert Jónatansson, f.
24.2.1951, bifreiðastjóri í Reykjavík,
ogáhanntvöbörn.
Foreldrar Önnu Rannveigar era
Jónatan Ingvar Guðmundsson, f.
21.1.1923, d. 23.5.1972, erstundaði
ýmis störf meðan heilsan leyfði,
búsettur í Kópavogi, og Marta Rósa
Guðmundsdóttir, f. 9.9.1919, d. 7.11.
1984, húsmóðir.
Ætt
Foreldrar Jónatans voru Guð-
mundur Jónatansson og Daðey
Guðmundsdóttir sem bjuggu á Foss-
um í Skutulsfirði og síðar á ísafirði.
Foreldrar Mörtu Rósu vora Guð-
mundur Karl Jónsson og María Jón-
asdóttir sem bjuggu í Krosshúsum
í Flatey á Skjálfanda.
Anna Rannveig tekur á móti gest-
um í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13
Anna Rannveig Jónatansdóttir.
A í Kópavogi, frá kl. 17.00-19.00 á
afmælisdaginn.
Gunnlaug E. Ámadóttir
Gunnlaug E. Árnadóttir, um árabil
afgreiðslustúlka hjá Kaupfélagi
Suðumesja, Efstaleiti 38, Keflavík,
erfimmtugídag.
Fjölskylda
Gunnlaug fæddist á Þórshöfn á
Langanesi og ólst þar upp. Hún gift-
ist 30.6.1973 Halldóri Magnússyni,
f. 4.8.1942, verktaka. Hann er sonur
Magnúsar Magnússonar, b. að
Hrauni í Ölfúsi, og Ingunnar Böðv-
arsdóttur húsfreyju sem bæði era
látin.
Böm Gunnlaugar frá fyrra hjóna-
bandi era Helga Bylgja, f. 29.1.1964,
meðferðarfulltrúi í Sandgerði, gift
Gísla Þór Þórhallssyni verktaka og
eiga þau þijú böm; Hafsteinn, f. 3.2.
1966, málari í Keflavík, en unnusta
hans er Herdís Eðvaldsdóttir, starfs-
maður Flugleiða í Keflavík.
Börn Gunnlaugar og Halldórs era
Katrín, f. 8.10.1974, nemi í Keflavík
en sambýlismaður hennar Helgi
Hilmarsson sjómaður og eiga þau
eitt bam; Albert, f. 4.6.1987.
Börn Halldórs frá fyrra hjóna-
bandi era Rósa Björk, f. 21.8.1965,
snyrtifræðingur í Reykjavík, gift
Fausto Bianchi hárgreiðslumeist-
ara og eiga þau eitt bam; Magnús,
f. 24.9.1968, búsettur í Reykjavík.
Systkini Gunnlaugar: Sævar, f.
10.8.1946; Ámý, f. 19.7.1948; Gunn-
ólfur, f. 18.6.1950; Svala, f. 19.8.1951;
Hreiðar, f. 22.7.1953; Helga, f. 31.10.
1956; Ómar, f. 16.3.1958; Arni Þór,
f. 12.9.1959; Skjöldur, f. 13.5.1963.
Foreldrar Gunnlaugar: Árni Þor-
kell Ámason, f. 30.12.1917, verk-
stjóri á Þórshöfn á Langanesi, og
k. h„ Helga Gunnólfsdóttir, f. 1.8.
1925, húsmóðir.
Gunnlaug verður í Kaupmanna-
höfn á afmæhsdaginn.
Sveinn Björnsson.
Ingimundur Ingimundarson.
Bergsdóttir, f. 22.3.1893, d. 23.11.
1973, húsfreyja í Efri-Ey II.
Ingimundur, Hrefna og fjölskylda
taka á móti gestum í sumarhúsi sínu
á Hunkubökkum í Skaftárhreppi,
laugardaginn 1.7. frá kl. 15.00.
Til hamingju með
). júní
Lúðvík Kristjánsson,
Steinholti, Höfðahreppi.
80 ára
Elín Jósefsdóttir,
Reykjavíkurvegi 34, Hafnarfirði.
Maðurhennar
varElíasÓskar
Illugason skip-
stjórisemlést
1975.
Elíntekurá
mótigestumí
veitingahúsinu
Gafl-Inn, Dals-
hrauni 13, milli ki 16 og 19. *
Gunnlaug E. Arnadóttir.
Sigríður Hjálmarsdóttir,
Steinhólum við Kleppsveg, Reykja-
vík.
70 ára
Guðmunda Veturliðadóttir,
Dílahæð 11, Borgamesi.
Sigurður Jónsson,
Garðarsbraut47, Húsavík.
Bjöm Jónsson,
Borgarlandi 3, Djúpavogshreppi.
Kristján B. Kristjánsson,
Melshúsum, Bessastaðahreppi.
Jón Víglundsson,
Vorsabæ 2, Reykjavík.
50 ára
Steina Kristin Þórarinsdóttir,
SæbergiS, Breiðdalsvik.
Ríkharð J. Björgvinsson,
Njálsgötu 67, Reykjavik.
Reynir Ásgeirsson,
Svarfhóli, Hvalfjaröarstrandar-
hreppi.
Þórdís Jónsdóttir,
Heiðmörk 4b, Hveragerði.
Jakobina Kjartansdóttir,
Austurbyggð 2, Akureyri.
Kristjón Sigurðsson,
Heiðarhjalla 5, Kópavogi.
Sigvaldi Gústavsson,
Blönduhlið 28, Reykjavík.
Þórður Steingrímur Guömunds-
son,
Hlíðarhjalla 29, Kópavogi.
40 ára
Rannveig Margrét Stefánsdóttir,
Rauðarárstíg 22, Reykjavík.
Edda Ólafsdóttir,
Kópavogsbraut 99, Kópavogi.
Sólveig Aðalsteinsdóttir,
Laufásvegi 58, Reykjavík.
Kristófer Oliversson,
Logafold 72, Reykjavík.
Jón Jakob Veturliðason,
Hafraholti 52, ísafirði.
Katrin Atladóttir,
Jöklafold 17, Reykjavík.
Eygló Grímsdóttir,
Melabraut 6, Seltjaraamesi.
Einar Sigurðsson,
Hofgörðura 10, Seltjarnaraesi.