Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 5 af tjöldum til sýnis við verslun — okkar við rj Eyjaslóð 7 ZU DD 360 3-4 manna VANGO kúlutjald með fortjaldi,4.3 kg. VERÐ: 17.700 IGLU 3 manna kúlutjald. VERÐ: 6.900 áður 8.900 SOLWAY 3-4 manna kúlutjald með fortjaldi, 4.3 kg. DR-8 |4 manna tjald með fortjaldi, kantur að neðan. VERÐ: 14.900 áður 17.700 DT 440 4-5 m. brai með stóru fortjaldi, 7 VERÐ: 25.800 FULMAR 2-3 manna kúlutjald, mjög sniðugt, 5.4 kg. VERÐ: 13.700 ARIZONA 4 manna fjölskyldutjald, himinn með fortjaldi, kantur að neðan. VERÐ: 28.700 ALASKA 5 manna fjölskyldutjald, himinn með fortjaldi, kantur að neðan. VERÐ: 39.900 ROYAL4 manna hústjald, kantur að neðan. VERÐ: 38.800 slóð 7 Reykjavík s. 511 -2200 TILBOÐ TILBOÐ Fréttir TILBOÐ NYTT Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Brunamálastofnun: Skólaskipið er stórglæsilegt, þrí- mastrað, með 25 segl og er 63 metra langt. Tíu krakkar til Þýskalands: Sigla um á 25 segla skútu „Okkur hefur verið boðið út með tíu krakka og ástæðan er fyrst og fremst sú að auka samskipti Brimar- hafnar, reyndar Þýskalands alls, og íslands. Við völdum krakka úr sigl- ingaklúbbum úr Hafnarfirði, Kópa- vogi, Reykjavík og frá Akureyri, krakka sem hafa verið að vinna vel fyrir klúbbana sína og staðið sig vel. Ferðin verður eins konar viðurkenn- ing fyrir vel unnin störf,“ sagði Jak- ob Frímann Þorsteinsson hjá Hinu húsinu og fararstjóri í feröinni til Þýskalands. Jakob sagði ferðina hugsaða sem skemmtiferð fyrir krakkana. Heimsóttir yrðu skólar og sigbngaklúbbar, auk þess sem siglt yrði um á risaseglskútu. Ferðin hófst 29. júní og komið verður heim 13. júlí. „Seglskipið var upphaflega vita- skip en var breytt í skólaskip fyrir nokkrum árum. Þetta er stórglæsi- legt 63 metra langt skip sem státar af 25 seglum og þremur möstrum. Það verður ekki amalegt fyrir krakk- ana að fá að sigla á því. “ -S V „Ég mun leita eftir því við þá aðila, sem lögum samkvæmt eiga að til- nefna fólk í stjórn Brunamálastofn- unar, að fá nýjar tilnefningar. Síðan mun ég skipa formann hennar þegar tilnefningarnar liggja fyrir. Þá er ég með í alvarlegri athugun að flytja stofnunina út á land. Ég held að fáar ef nokkur ríkisstofnun sé eins vel til þess fallin að flytjast út á land og Brunamálastofnun," sagði Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra uni stöð- una i þeim átökum sem verið hafa undanfarið innan stofnunarinnar. Þau átök leiddu til þess að stjórn Brunamálastofnunar sagði af sér. Einnig að Ríkisendurskoðun var beðin um úttekt og skýrslu um Brunamálastofnun. Síðastliðinn mánudag var sú skýrsla tekin fyrir hjá félagsmálanefnd Alþingis og gagnrýnir félagsmálaráðherra máls- meðferð nefndarinnar harðlega. „Mér koma þessar aðgerðir félags- málanefndar Alþingis og einkanlega formanns hennar, Kristínar Ást- geirsdóttur, á óvart. Ég afhenti nefndinni skýrslu Ríkisendurskoð- unar samkvæmt beiðni hennar og taldi eðlilegt að hún fengi hana sér til fróð- leiks. Þá tekur formaöurinn sig til og fer að halda einhverja rannsóknar- nefnd að amerískum sið og kallar til Stöð 2 að taka myndir af fundinum. Þetta er óvanalegt í þingstörfum. Síðan kaliaði hún til fyrrverandi stjóm Brunamálastofnunar að ræða málefni stofnunarinnar. Þetta er stjóm sem búin er aö segja af sér og er því laus úr öllum tengslum við stofnunina," segir Páll Pétursson. Páll endurtekur að skýrsla Ríkis- endurskoðunar sé enginn áfellis- dómur yfir brunamálastjóra. Það sé því út í bláinn að halda því fram að hann hafi fyrirgert stöðu sinni með því sem þarna er verið að fjalla um. Hann segist hafa ritað bmnamála- stjóra bréf og lagt fyrir hann að kippa í lag því sem Ríkisendurskoðun fann að. Brunamálastjóri hefur svarað þessu erindi og skýrir þar frá til hvaða aðgerða hann hefur gripið eða muni grípa. „Ég sætti mig eftir atvikum ágæt- lega viö þetta svar,“ segir Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Eg mun leita eftir til nefningu í nýja stjórn - í alvarlegri skoðun að flytja stofnunina út á land

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.