Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Side 5
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995
5
Fréttir
Mál friðargæslukonunnar Lindu Símonardóttur Wiium í Noregi:
Var að gef ast upp
eftir fjölmiðlaf árið
- viðurkenndi að hún hefði verið rekin fyrir að sofa hjá félaga sínum
, 'ánsson DV Ósló- ljósið að konur í hernum væru órétti annars vegar. „Ég hef engu að tapa. ar konur vita nú hvers þær mega
qansson. , o, beittar þegar kynferðismál væru Mín saga er nú á allra vitorði og aðr- vænta í hernum," sagði Linda.
simar\
AUKAHLUTIR
radiomidun.
Grandagarði 9 • Sími 511 1010
„Eg verö að viðurkenna að fyrst
eftir allt íjölmiölafárið sá ég eftir að
hafa lagt út í þetta. Litu allir á mig
sem lauslætisdrós eða bara hóru?
Nú er ég aftur búin að finna kjarkinn
og held óhikað áfram í málarekstrinum
gegn norska hernum," segir Linda
Símonardóttir Wiium, íslensk stúika,
sem rekin var úr friðargæsluliði Sam-
einuðu þjóðanna í Líbanon fyrir að
hafa sofið hjá félaga sínum í sveitinni.
Linda rakti sögu sína í viðtali við
DV fyrr í sumar. Hún var í norska
hernum til vorsins 1993 og síðast á
vegum hans í Líbanon. Eftir ástar-
ævintýrið var hún þvinguð til að
segja upp og hún afskráð úr hernum
með þeim vitnisburði að hún „ætti
viö persónuleg vandamál að stríða.“
Þeim vitnisburði ætlar hún að fá
hnekkt og reiknar með að geta hafið
málarekstur á hendur hernum í ág-
úst.
„Það hjálpaði mér mikið að ég fékk
stuðning úr öllum áttum eftir að ég
ákvað að segja sögu mína opinber-
lega. Fólk hringdi og skrifaði mér
bréf og hvatti mig til að halda áfram.
M.a. höfðu samband við mig tvær
konur sem höfðu lent í því sama og
ég. Þær eru giftar nú og treysta sér
ekki til að rífa upp gömul sár. Ég á
hins vegar stuðning þeirra allan,"
sagði Linda. Saga hennar var m.a.
birt í Verdens gang, stærsta blaði
Noregs, og málið tekið upp í útvarpi.
Talsmenn norska hersins hafa ekk-
ert viljað segja opinberlega um mál
Lindu og bera við þagnarskyldu. Hún
hefur hins vegar rætt við yfirmenn
þar og m.a. fengið þau svör að full
ástæða væri til að draga fram í dags-
Þjónustusamn-
ingurvið Bænda-
skólann á Hólum
Fjármálaráðuneytið og landbúnað-
arráðuneytið hafa undirritað sam-
starfssamning um rekstur Bænda-
skólans á Hólum til næstu þriggja
ára. Um er aö ræða ámóta samning
og gerður hefur verið við Geislavam-
ir ríkisins, Kvennaskólann í Reykja-
vík, Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins og Vita- og hafnamála-
stofnun. Með þessum samningi er
mótuð stefna um framtíðarstarfsemi
Bændaskólans á Hólum og þar tekið
tillit til verkaskiptingar búfræðsl-
unnar í landinu.
Heilsufariðímaí:
Kvefhrjáði
Reykvíkinga
Aigengustu sjúkdómarnir sem
hijáðu fólk í Reykjavík í maí voru
kvef í öndunarfærum og iðrum. Alls
leituðu 2.311 manns til læknis á
heilsugæslustöðvum eða hjá Lækna-
vaktinni vegna kvefs í efri loftvegum
og 189 vegna veirusýkingar í þörm-
um. Alls greindust 99 einstakiingar
með lungnabólgu og 88 með háls-
bólgu.
Aöeins eitt innflúensutilfelli
greindist í borginni í maí. Hjá 2
greindist maurakláði, hjá 4 rauðir
hundar, hjá 9 hlaupabóla og hjá 2
einkirningasótt. Mislingar, hettusótt
og matareitrun gerðu ekki vart við
sig. -kaa
<ö> HYUnDHI áLAMfm
• Útvarp með 4 hátölurum
• Rafdrifiiar rúður og speglar
• Samlæsing í hurðum
• Vökva- og veltistýri
• Bein innspýting
• Styrktarbitar í hurðum
• Litað gler
• Samlitir stuðarar
• 1800 sm3 véi
• 126 hestöfl
IHl^i^lLjl irii j|jl n
...//2 fnimtídar
Reynsluakstur
að verðmæti
Aukabúnaður á my
álfelgur og toppluc
Verð eftir reynsluakstur
1.339.000kr.
...með fullan bensíntank
ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 • BEINN SÍMI: 553 1236
Elantra er ríkulega búinn fjölskyldubíll
sem er snarpur, þægilegur og mjög
rúmgóður. Reynsluakstur gildir sem
50.000 kr. upp í kaup á nýjum Elantra.
Tímabundið tilboð