Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Side 7
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995 7 Fréttir Rússneskir sjómenn keyptu 30 Lödur í Hafnarfirði: Við græðum vel á þessum við- skiptum heima - sagðistheita Yladimirogekkertmeira „Kallaðu mig bara Vladimír, ég heiti það,“ sagði sjómaður af rúss- neskum togara sem lá í Hafnarfjarð- arhöfn. Og ekkert meira, ekkert eftirnafn var spurt. „Nei, Vladimír er nóg,“ sagði sjó- maðurinn og vildi alls ekki láta taka af sér ljósmynd. Þegar hann var spurður hvort hann talaði ensku svaraði hann neitandi en bauð upp á að tala spönsku. Þarna á bakkann voru komnar 30 Lada-bifreiðar, mjög misjafnlega á sig komnar, eins og gengur. Áhöfn togarans virtist öll vera þarna á bryggjunni að skoða og prútta eða þá að ganga frá sölusamningum. íslensk kona seldi þarna Lödu og sagðist hafa fengið 150 dollara fyrir hana og var ánægð. Vladimír uppfræddi fréttamann um það hvers vegna sjómennir legðu svo mikla áherslu á að kaupa gamla Ladabíla hér á landi. „Sjáðu þennan rauða bíl þarna. Hann var keyptur á 150 dollara. Fyr- ir þennan bíl fær kaupandinn sem nemur 200 til 250 dollurum heima í Rússlandi. Það er stórfé heima," sagði Vladimír. Hann sagði marga sjómenn á rúss- neskum togurum hafa mun meira upp úr bílaversluninni en það sem þeir fengju í laun fyrir langa útivist á sjónum. „Við erum búnir að vera við veiðar síðan í febrúar án þess að koma heim. Nú er verið að erindast ýmis- legt hér í Hafnarfirði en síðan förum við einn veiöitúr og svo heim til Murmansk. Þeir sem kaupa hér bestu Lödurnar hafa meira upp úr sér í þeim bílaviðskiptum en það sem þeir fá fyrir þennan langa túr. Laun okkar eru svo lág,“ sagði Vladimír. Feröamenn á leið austur fyrir gamla jamtjaldiö: Kannið bólusetningar vel - segir Ólafur Ólafsson landlæknir „Við leggjum áherslu á að fólk sem ferðast austur fyrir gamla járntjaldið láti athuga það hvernig það er bólu- sett. Til að fyrirbyggja veikindi er rétt að fá bólusetningu gegn bama- veiki og lömunarveiki," segir Ólafur Ólafsson landlæknir. Barnaveikifaraldrar hafa komið upp í Rússlandi að undanförnu og víðar í fyrrum austantjaldslöndum. Lömunarveiki hefur einnig gert vart viö sig. Ástæðan er einkum bágbor- inn efnahagur þessara landa sem meðal annars hefur komið niður á bólusetningu barna. Að sögn Olafs stafar Islendingum lítil hætta af þessum sjúkdómum enda bólusettir fyrir þessum sjúk- dómum. Með árunum dragi hins veg- ar úr virkninni og því sé rétt að end- urtaka bólusetninguna hyggi fólk á ferðalög til þessara landa. Aöspurður segir Ólafur auðvelt að lækna þessa sjúkdóma hér á landi enda rétt lyf og góðar aðstæður fyrir hendi. Ekki sé víst að þær forsendur séu fyrir hendi þar sem ferðast er í fyrrverandi austantjaldsríkjum og þriðja heiminum. -kaa Rússneskir sjómenn hafa mun meira upp úr bílaverslun en löngum útivistum á sjónum. DV-mynd GVA . _ \ SER H Ú S G Ö G N V.... _/ Athugið, athugið: Erum með nokkur sófasett á sértilboói næstu viku. Höfðatúni 12 - s. 552-6200 & 552-5757 NOTAGILDIÐ MARGFALDAÐ - margmiðlunarbúnaður fyrir einkatölvur The Ideal High-Performance Home Edutainment and Productivity Krt r ti SOUNDBLASTER MULTIMEDIA H0ME 4X 16 bita víðóma hljóðkort • Geisladrif - 4X • Hátalarar og hljóðnemi • 24 TITLAR m.a. Encarta, Bookshelf, Works, Publisher, Cinemania ofl. • STYÐURWINDOWS95 .. Verð kr.1 stgr. m/vsk SOUNDBLASTER DISCOVERY CD -16 • 16 bita víðóma hljóðkort • Geisladrif - 2X • Hátalarar • 18 TITLAR STYÐUR WINDOWS95 Verð kr. 30.900 stgr. m/vsk Stereo Speakers and High-Qu 24 Top-Quality tVlultimedia S fcasylnstallationofAIIC,v'erðdæmi: HAYES mótöld fyrir Internetib frá kr. 14.900 stgr. m/vsk Hágæba bleksprautuprentarar frá kr. 19.900 stgr. m/vsk Texas Instruments litaprentarar frá kr. 32.900 stgr. m/vsk Öflugir geislaprentarar frá kr. 39.900 stgr. m/vsk Rekstrarvara, hugbúnabur og geisladiskar í úrvalí. Wtotiet WtK4033 VISA RAÐG REIÐSLUR DAEWOO 486/66Mhz, 4MB minni, 420MB diskur, 14" skjár kr 131.900 stgr. m/vsk DAEWOO Pentium 60Mhz, 8MB minni, 420MB diskur, 14" skjár kr. 0ð.$0& stgr. m/vsk Urval aukahluta, frí uppsetning í nýjar tölvur gjj| TENGT& T/LBÚ/pS5 EINAR J. SKÚLASON HF Grensásvegi 10, Sími 563 3000 iEJS 5SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.