Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Síða 9
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995 9 Utlönd Gríski krónprinsinn Pavlos og bandaríska stúlkan Marie-Chantal Miller voru gefin saman í hjónaband í London á laugardaginn. Pavlos er sonur Konstantins Grikkjakonungs, sem fór i útlegð er herforingjar tóku völdin 1967, og Önnu Maríu, systur Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Fjöldi konunglegra gesta frá 12 löndum var viðstaddur brúðkaupið. Miller er dóttir bandarisks kaupsýslumanns sem græddist fé á rekstri frihafnarverslana á flugvöllum. Ungu hjónin hafa verið við nám í Bandaríkjunum þar sem þau kynntust í kvöldverðarboði fyrir þremur árum. Símamynd Reuter Stefanía Mónakóprinsessa giftir sig: Engir fréttamenn viðstaddir brúðkaupið Fréttamenn og ljósmyndarar urðu fyrir miklum vonbrigðum á laugar- daginn yfir því að fá ekki að vera viðstaddir þegar Stefanía Mónakó- prinsessa og sambýlismaður hennar og fyrrum lífvörður, Daníel Ducruet, voru gefin saman. Athöfnin fór ekki fram í kirkju heldur hjá embættis- manni í Monte Carlo. Var frétta- mönnum og ljósmyndurum tjáð að þeir gætu sótt myndir hjá hirðljós- myndara á mánudagsmorgun. Þykir þessi leynd stinga svolítið í stúf við frjálslegt hátterni kærustu- parsins hingað til. Stefanía og Daníel hafa sést gera innkaup í stórmörkuð- um og borða á veitingastöðum innan umaðragesti. Reuter Stefania og Daniel Ducruet. Simamynd Reuter Handtaka Hughs Grants: Vændiskonan selur frásögn sína Breska blaðið News of the World birti í gær viðtal við vændiskonuna Divine Brown sem kvikmyndaleik- arinn Hugh Grant var gripinn með í Los Angeles í síðustu viku. Brown sagði í viðtalinu að Grant hefði kom- ið akandi í hvíta BMW-bílnum sín- um, rétt henni þrjá krumpaða 20 dollara seðla og beðið um þjónustu hennar. Samkvæmt frásögn Brown kvað Grant það hafa verið draum sinn að hafa kynmök við svarta konu. Breskir fjölmiðlar telja ekki ólíkiegt að Brown hafi fengið 150 þúsund dollara fyrir frásögn sína. Ljósmyndarar og fréttamenn sátu um heimili Grants í bænum West Littleton í Englandi í gær. Ekkert sást til kappans en á laugardaginn sást unnusta Grants, Ehzabeth Hur- Divine Brown. Símamynd Reuter ley, fara frá húsinu þangað sem hann hélt á fóstudag við komuna til Eng- lands. Reuter -- -s J , /—N J Nýi Blazerinn Suzuki-jeppar Getum lánað allt að 80% af kaupverði. EV BILAUMBOÐ Egill Vilhjálmsson hf.Smiðjuvegi 4 - Kópavogi - simi 55-77-200. Bílar - innflutningur Nvir bílar Afgreiðslutími aðeins 2-4 vikur ef bíllinn er ekki til á lager. Grand Cherokee Limited Orvis Pickup Mjólkursamlag KEA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.