Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1995, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 1995
15
Rangur hæstaréttardómur
I tilefni af frétt, sem birtist í DV
þann 29. júní 1995, vill undirritaöur
taka fram eftirfarandi varöandi
nýgenginn dóm Hæstaréttar:
Undirritaður var sýknaður í
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Löglærður fulltrúi undirritaðs
annaðist skjalagerð skv. beiðni
stefnanda, Haraldar hf. á Dalvík,
sem er útgerðarfyrirtæki, og eig-
anda Hildar Ara RE-880. Aðilar
báðu fasteignasöluna, sem ég bar
ábyrgð á, um að annast skjalagerð
skv. fyrirsögn þeirra. Fasteignasal-
an annaðist aldrei skipasölu og var
engin sérþekking fyrir hendi á þess
konar viðskiptum, þ. á m. kvóta-
sölu. Undirritaður var ekki eigandi
fasteignasölunnar.
Samningsaðilarnir höfðu báðir
sérþekkingu á sölu kvóta og leituðu
alls ekki eftir lögfræðiaðstoð þar
eð uppkast samninga var útbúið
og yfirfarið af þeim sjálfum.
Hæstiréttur lítur í forsendum
sínum alfarið fram hjá ofangreind-
um aðdraganda að skjalagerðinni,
sem Héraðsdómur Reykjavíkur tók
gildan, og leiddi til þveröfugrar nið-
urstöðu, þ.e. sýknu minnar.
Allir þeir, sem þekkja viöskipti,
vita að algengt er að lögmenn, fast-
eignasalar og skipasalar eru beðnir
um að annast skjalagerö. Er þetta
oftast gert i sparnaðarskyni og
kröfur til fagmanna því þeim mun
minni. Fasteignasalan tók aðeins
kr. 39.000 í þóknun fyrir skjala-
gerðina í máhnu. Þetta lá fyrir í
málskjölunum og hefði því átt að
leiða til staðfestingar héraðsdóms-
ins.
Nú sit ég uppi með endanlegan
dóm Hæstaréttar þar sem byggt er
á því að ég hafi sýnt vanrækslu í
starfi mínu sem ábyrgðarmaður
fasteignasölunnar. Hæstiréttur
vitnar í lög um fasteigna- og skipa-
sölu til rökstuðnings í dómi sínum.
Þau lög gilda um sölu eigna, þ.e.
þegar komið er á sölu og eftirfar-
andi samningagerð en ekki skjala-
gerð. M.ö.o., kröfur laganna um
frágang skjala og árverkni skipa-
sala eiga við um almenn viðskipti
sem fram fara á vegum hans og á
hans þarafleiöandi ábyrgð. Leiti
aðilar til skipasalans um skjala-
gerð á sviöi sem aðilar sjálfir hafa
sérþekkingu á og er jafnframt
kunnugt um að skipasalinn hefur
enga sérþekkingu á, hvernig er þá
hægt að gera skjalagerðarmanninn
ábyrgan fyrir mistökum sem aðil-
arnir gera? Héraðsdómur féllst á
KjaHarinn
Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur. Myndin er úr myndasafni DV.
lega hæfs fulltrúa míns sem vann
verkið. Fulltrúi minn vann verkið
algerlega skv. fyrirsögn samnings-
aðilanna. Viö samninginn lá fyrir
nýtt veðbókarvottorð (dags. 4/10
1990). Hæstiréttur ætti að vita að
hvorki haldsréttur eöa eignarrétt-
arfyrirvari eru skráðir á veðbókar-
vottorð. Nýtt veðbókarvottorð (?)
heföi engu breytt um eftirfarandi
uppboð á bátnum Hildi Ara RE-880.
Hvernig Hæstiréttur finnur út að
fjárnám, sem þinglýst var 18. jan-
úar 1990, hafi ekki komið fram á
veðbókarvottorði dags. 4. október
1990, veit ég ekki.
Stefnandi í málinu, Haraldur hf.,
vissi allt um hvar skipið Hildur Ara
RE-880 var niðurkomið við samn-
ingsgeröina. Það uppboð, sem fram
fór á skipinu, stafaði af eignarrétt-
arfyrirvarakröfu sem alls ekki
kemur fram á veðbókarvottorði.
Haraldur hf., þ.e. stefnandi máls-
ins, gætti alls ekki hagsmuna sinna
við uppboðið, þrátt fyrir tilkynn-
ingu sem þeim var send af fast-
eignasölunni.
Hvernig, sem ég leita, finn ég
enga sök hjá fulltrúa mínum held-
ur í máli þessu.
Hæstaréttardómurinn er einfald-
lega rangur en endanlegur gagn-
vart mér.
Að lokum vil ég lýsa undrun
minni á því hvernig DV slær upp
fréttinni af ofangreindum dómi.
Hvergi er að flnna annað en nei-
kvæðustu þætti úr dómnum. Ekk-
ert er minnst á sýknu í Héraðs-
dómi. Notað er stríðsfyrirsagnalet-
ur. Og síðast en ekki síst: DV hef-
ur, að mér skilst, þá verklagsreglu
að tala ekki við dómþola þegar
dómar eru birtir í blaðinu.
Er ekki umhugsunarefni hvernig
fjölmiðlar matreiða „fréttir"?
Undirritaður getur ekki orða
bundist þegar slík högg eru veitt
fyrirvaralaust. DV gat stillt mér
upp áður en slegið var.
Bergur Guðnason
Bergur Guðnason
héraðsdómslögmaður
þessi rök og sýknaði mig. Hæsti-
réttur var á öðru máli: Mennirnir
með sérþekkinguna áttu að fá lög-
fræðilegar leiðbeiningar frá mér,
sem ekkert vissi um kvóta!! And-
varaleysi stefnanda við uppboðið
var algerlega hans eigin sök. Hver
átti að verja hagsmuni hans?
Skjalagerðarmaðurinn?
Sýndi ekki vanrækslu
Sjálfur finn ég enga sök hjá mér
á að hafa sýnt vanrækslu í starfi
mínu. Ég sjálfur kom ekki nálægt
skjalagerðinni en skýt mér þó ekki
undan ábyrgð á störfum einstak-
„Allir þeir, sem þekkja viðskipti, vita
að algengt er að lögmenn, fasteignasal-
ar og skipasalar eru beðnir um að ann-
ast skj alagerð. Er þetta oftast gert í
sparnaðarskyni og kröfur til fagmanna
því þeim mun minni.“
Áskorun til sjómanna
Sjómannaverkfalliö sýndi í verki
samtakamátt, einhug og kjark sjó-
manna en viðsemjendur þeirra,
LÍÚ og Vinnuveitendasambandið,
nutu fulltingis ríkisstjórnarflokk-
anna. Þessi kjaradeila var dæmi-
gerö um aðstöðumun þessara aðila.
Hún sýndi á ótvíráðan hátt hvernig
atvinnurekendur í valdi pólitískra
sérhagsmuna peningavaldsins geta
fótumtroðið þau jafnréttis- og lýð-
ræðissjónarmið sem eiga að ráða
lyktum í kjaramálum.
Þó nokkuð hafi áunnist fyrir sjó-
menn í þessum málum stendur enn
út af borðinu stórleg mismunun á
fiskverði, opnar framsalsheimildir
fyrir kvótabraski, fækkun róðrar-
daga smábátaeigenda, engar raun-
hæfar aðgerðir um að koma í veg
fyrir að meðafla sé kastað í hafið.
Hagsmunir kvótakónga
Af hveiju var ekki samið um að
fiskveiðilandhelginni væri skipt
eftir veiðarfærum og stærð fiski-
skipa í grunn- og djúpslóðarflota til
að vernda viðkvæmar uppeldis- og
hrygningarstöðvar fisksins? Af
hverju má ekki miða veiðileyfa-
gjald við landað aflaverðmæti og
að fiskverð sé grundvallað á fisk-
markaðsverði?
Af hverju er ekki sjómönnum
Kjallariim
Kristján Pétursson
fyrrv. deildarstjóri
úthlutað aflamarki til jafns við út-
gerðarmenn og þannig komið í veg
fyrir kvótabrask?
Af hverju eru ekki aflaheimildir
grundvallaðar út frá verðmæti
landaðs afla til að koma í veg fyrir
að meðafla sé kastað í hafið? (Viðm-
iðun meðalverðs á fiskmörkuðum.)
Svona mætti lengi spyrja en aug-
ljósir eigin hagsmunir kvótakóng-
anna, handbendi þeirra á löggjafar-
þinginu og bakhjarlar þeirra í út-
flutningsgreinum fiskafurða koma
í veg fyrir að sjómenn og reyndar
öll þjóöin fái notið eðlilegs afrakst-
urs af auðlindinni.
Gallar núverandi kerfis
Viö þessu ranglæti eiga sjómenn,
fjölskyldur þeirra og fiskvinnslu-
fólk aðeins eitt svar, það er að
stofna eigin stjórnmálaflokk. Þess-
ir aðilar hafa alltof lengi verið
blekktir til samstarfs innan stjórn-
málaflokkanna með hvers konar
fagurgala um breytta og betri skip-
un þessara mála. Fiskveiðistjórnun
undanfarinna ára hefur lyft hul-
unni frá, kvótakerfið var sett til að
vernda hagsmuni stórútgerðar-
manna, það hefur líka verið upp-
spretta nýrra fjárfestinga með veð-
setningu kvótans og kvótinn hefur
einnig verið aðalorsakavaldur þess
að þorskafli hefur verið 25-40%
umfram tillögur Hafrannsókna-
stofnunar. Óheft sala og kvótaleiga
endurspeglar ágalla núverandi
kerfis sem leiðir til hvers konar
brasks. Afleiðingin er skert kjör
sjómanna og verkafólks.
Ég skora á sjómenn og aðra þá
sem hagsmuni hafa af fiskveiðum
að segja sig formlega úr sínum
stjórnmálaflokki og stofna strax
nýjan flokk sem móti nýja og raun-
hæfa fiskveiðistjómun með af-
rakstur auðlindarinnar að leiðar-
ljósi. Þið hafið þekkinguna, þið
hafið reynsluna, þið hafið borið þá
björg í bú sem gert hefur ísland að
velferðaríki nútímans.
Kristján Pétursson
„Ég skora á sjómenn og aðra þá sem
hagsmuni hafa af fiskveiðum að segja
sig formlega úr sínum stjórnmálaflokki
og stofna strax nýjan flokk sem móti
nýja og raunhæfa fiskveiðistjórnun...“
Meðog ámóti
Heræfingar á íslandi
Amór Sigurjónsson
sendiráðunautur
Okkarhagur
„Tilgangur-
inn er að æfa
landvarnir ís-
lands, þá
varnaráaAl-
un sem gildir
fyrir landið,
liðs- og
birgðaflutn-
inga á hættu-
eða ófriðar-:
tímum. Æf-
ingarnar eru nauðsy nlegar vegna
þess að varaliðið, sem myndar
stærsta hluta þess herliðs sem
hingað kemur á þessum ófriðar-
eða hættutímum sem upp geta
komið, þarf að æfa þessa áætlun.
Þetta er fólk sem flest er í venju-
legum störfum í Bandaríkjunum
og stundar ekki hermennsku í
fullu starfi. Nýtt fólk og nýjar
deildir þarf að æfa, rétt eins og
fólk í bruna- eða almannavöm-
um. Fólk þarf að kynnast veður-
fari, landslagi og staöháttum og
standa þarf við samningsákvæði
tvíhliða vamarsamnings íslands
og Bandaríkjamia frá 1951.
Hér er um að ræða lágmarksæf-
ingar með um 1.200 manna liði
og slíkar æfingar, í mun stærra
umfangi, eru algengar í öllum
aðildarlöndum innan Atlants-
hafsbandalagsins, í Evrópu og á
Norðurlöndunum.
Æfingunum er ekki beint gegn
neinni sérstakri óvinaímynd
heldur til að reyna þá getu sem
fyrir hendi er. Þegar horft er til
ástandsins í Evrópu er ljóst að
friður rikir ekki heldur spenna
og óvissa. Það er ekki útilokað
að þeir atburðir geti gerst sem
snerta öryggi og varnir íslands.
Kostnaðurinn við æfingamar er
að minu mati óverulegur miðað
við þá hagsmuni sem um er aö
tefla.“
Málaðlinni
„Enn
klappa þeir
sama stein-
inn, gæjarnir
semaldreisjá
neina leið ut-
an hernaðar-
brölts og of-
beldis, enn
skal æft að
SkjÓta Og Birna Þóröardóttir her-
drepa Út um stMvaandslœíingur
allar þorpagmndir.
Einkennilegur þessi eilífi ófrið-
artími á íslandi. Arið 1946 var það
Rússinn, 1951 þurfti að bjarga
okkur undan Kóreustríðinu, 1956
undan Súesstríðinu og 1968 und-
an Tékkó. í raun snerist málið
ætíö um það að Kaninn fengi að
hafa hér fljótandi sfjórnstöð í
Atlantshafinu miðju. Hann
greiddi líka vel fyrir með gjafa-
hveiti og sígó, lendingarfyrir-
greiðslu flugvéla, skilyrtum lán-
um, að ógleymdum litlu sætu
mifljónunum sem skoppuðu i
vasa kapítalistanna og velþenkj-
andi stjómmálaafla, íslenskir
ráöamenn kunnu lika að borga
fyrir sig og geltu þegar sigaö var.
Eftir að Rússagrýlan eyðilagð-
ist var reynt að telja þjóðinni trú
um að Kaninn væri ómissandi
hlekkur í björgunarkeðju lands-
ins, sérstaklegaiyrir sjómenn. Sú
björgunarvörn gufaði upp þegar
stjómvöld drusluðust loksins til
að kaupa björgunarþyrlu.
Til að eyðileggja ekki aiveg her-
ímyndina flytur herinn inn
nokkra tugi Norðmanna til að
æfa sig að drepa - kannski halda
þeir aö það falU í Smugukramið.
Er ekki mál að þessari her-
væddu varnaráráttu linni og við
fáum loks að anda að okkur her-
lausu lofti?“ -sv