Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 Fréttir Hugmyndir um bann við veiðum í flottroll: Mesta smáf iskadráps- tæki f iskveiðisögunnar - segir Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlag „Það getur vel veriö að flottrolliö sé forsenda þess aö ná árangri við veiöar í Smugunni. En hver er sá árangur? Er það ekki stórfellt dráp á smáfiski? Flottrollið er mesta smáfiskadrápstæki sem fundið hef- ur verið upp,“ sagði Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlag, um veiðar íslendinga með flottrolli í Smugunni. í DV í gær sagði Guðmundur Kjalar Jónsson, aflaskipstjóri á Málmey SK, að án flottrolls væri vart að vænta nokkurs afla í Smug- unni og trollið umdeilda því for- senda veiða þar. Hugmyndir Norðmanna um að banna þessa gerð trolls eru þvi að mati Guðmundar ný tilraun til að stöðva Smuguveiðamar. Norsk stjómvöld telja sig með stoð í sam- þykktum frá úthafsveiðiráðstefn- uni í New York í sumar geta bann- að þau veiðarfæri sem einnig em bönnuð innan norskrar lögsögu. „Við viljum auðvitað loka Smug- unni með öllum ráðum og ef það að banna flottrollið jafngildir slikri lokun er það hið besta mál. Þetta sýnir líka að íslendingar em eink- um að eltast við smáþorsk í Smug- unni. Annars myndu þeir nota botnvörpu," sagði Oddmund Bye. -GK Hveragerði: Blómadrottn- ingin valin Sigrún Lovísa, DV, Hveragerði: Blómadrotting var valin úr hópi átta stúlkna á hinu árlega blóma- balli í Hveragerði á Hótel Örk laugar- daginn 2. september. Fimm manna dómnefnd valdi hæfustu og fegurstu stúlkuna úr hópnum og fyrir valinu varö Guðmunda Sigríður Davíðs- dóttir, 21 árs stúlka frá Selfossi. Húsfylhr var og komust færri að en vildu. Sigga Beinteins og hljóm- sveit léku fyrir dansi og Sigrún Þor- valdsdóttir krýndi blómadrottning- una nýju. Þátttakendur í drottningarkeppninni Blómadrottningin Guömunda Sigriður frá Selfossi DV-myndir Sigrún Lovisa Deilumar um flottrollin: Fer efftir hvernig áer haldið - segir Jakob Jakobsson „Þaö er einfaldlega rangt að halda því fram að meira veiðist af smáfiski í flottroll en önnur veiðarfæri. Þetta fer allt eftir þvi hvernig sjómenn halda á mál- um,“ segir Jákob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, i samtali við DV. Jakob sagði að reynslan af flott- rollum á íslandsmiðum sýndi að í þau kæmi ekki snærri fiskur en í botnvörpu. Kenningar um flott- rollið sem sérstakt „smáfiska- drápstæki“ ættu því ekki við rök að styðjast. -GK í dag mælir Dagfari Heimilt verður að heimila Þá hefur landbúnaðarráðherra gefið út reglugerð sem bannar inn- flutning á hráu kjöti, unnu sem óunnu. Það var tímabært aö ein- hver tæki af skarið og bannaði það sem leyft var í lögunum um GATT. Þó áskilur ráðherrann sér rétt til að heimila innflutning á vörum sem óheimilt er aö flytja inn, þaö er að segja ef yfirdýralæknir heim- ilar ráðherranum að heimila inn- flutning á kjöti sem ekki má flytja inn. Ráöherrann hefur réttilega bent á að aörar þjóöir setji ströng skilyrði fyrir innflutningi á hráu keti og nefndi sem dæmi aö hér væru ekki nema fjögur sláturhús sem hefðu leyfi til að slátra fyrir Ameríkumarkað. Þetta sýnir hvað Kanarnir eru harðir í kjötmatinu því hér er slátraö í einum þrjátíu húsum vítt og breitt um landið en aðeins fjögur þeirra uppfylla kröf- ur þeirra fyrir vestan. Hin verða að láta sér nægja að slátra fyrir innanlandsmarkaö sem gerir engar amerískur kröfur um gæði svo lengi sem kjötið er innlent en ekki innflutt. í reglugerð Guðmundar Bjarna- sonar um innflutningsbann eru gefnar leiðbeiningar um hvernig þeir skulu meðhöndlaðir sem óska t eftir að yfirdýralæknir heimili ráð- herra að heimila innflutning á kjöti sem óheimilt er að flytja inn. „Inn- flytjandi skal leggja fram fullnægj- andi sönnunargögn um tíðni plága eða sjúkdóma í viðkomandi fram- leiðslulandi og horfur í þeim efn- um,“ segir í reglugerðinni. Þarna fá þeir aldeilis eitthvað til að dunda sér við þessir kalkúnar eins og Jó- hannes í Bónus og aðrir sem eru sífellt að berja höfðinu við steininn og heimta leyfi til innflutnings. Það verður gaman að sjá framan í þessa fugla þegar þeir fara að reyna að afla fullnægjandi sönnunargagna um horfur á plágum í landbúnaöi í útlöndum. Landbúnaðarráðherra var einu sinni heilbrigðisráðherra og veit að útlent kjöt er meira og minna eitrað af sjúkdómum og hormón- um. Það er raunar mesta furða að þeir íslendingar sem bregða sér til útlanda skuli koma þfandi heim eftir að hafa þurft að leggja sér til munns þann óþverra sem þar er borinn á borð. Þar fyrir utan er auðvitaö hreinn óþarfi að flytja kjöt til landsins. Við eigum þúsundir tonna af kindakjöti í geymslum síð- an í fyrra og nú er sláturtíð að hefj- ast og þá bætist enn við birgðimar. Þetta er besta kjöt í heimi, hrein náttúruafurð og meira og minna lífrænt ræktað. Samt hefur gengiö illa að koma þessu kjöti ofan í fólk og sauðfjárbændur á hvínandi kúp- unni. Ráðherrann sér að eitthvað verður að gera þegar bændur hafa ekki efni á aö framleiöa kjöt og neytendur hafi ekki efni á að kaupa kjötið sem bændurnir hafa ekki efni á að framleiða. Þaö virðist eng- inn hagnast á þessari kindakjöts- framleiöslu nema sláturhúsin þrjá- tíu sem slátra samkvæmt íslensk- um kröfum en ekki amerískum og taka meira fyrir að slátra hverri kind en nokkur dæmi em um í veröldinni. Nú ætlar ráðherrann að grípa til þess ráðs að skera niður sauöfé og bændur án þess að skera niður ríkisframlag til að framleiða kjöt. Þá fá færri bændur meiri pen- inga fyrir að framleiða minna af kjöti og þeir bændur sem verða settir á bjóðast jafnvel til að fram- leiða vöruna á þann hátt sem neyt- endur vilja. Þeir bjartsýnustu halda því fram aö eftir þessar ráö- stafanir veröi umframframleiðslan á kindakjöti ekki nema svona þús- und tonn á ári. Þeir sem gerst þekkja til segja aö selja megi þessi þúsund tonn til útlanda fyrir aUt að hundrað krónur kílóið sem hlýt- ur að teljast vel- sloppið miöað við kjötverð í þeim löndum sem ekki gera amerískar kröfur um holl- ustuhætti. En til þess að allt þetta gangi upp þarf yfirdýralæknir að standa fast á því að heimila ekki ráöherra aö heimila innílutning á kjöti sem óheimilt er að flytja inn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.