Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 3 Fréttir Sigríður Hrönn Elíasdóttir, oddviti Súðavíkur: Gagnrýndi kerf ið en ekki persónur „Ég hef aldrei sagt aö Heiðar hafi ekki staðiö sig í starfi. Það er ann- arra aö meta það. Ég er leikmaður og ekki dómbær á þaö. í vetur var umgjörðin um starf snjóathugunar- manns þannig að ekki var eftirlit með því hvernig starfið var unnið og óskilgreint hver væri yfirmaður hans. Þetta hef ég gagnrýnt og þessu hefur nú verið breytt þannig að þaö heyrir undir lögreglustjóra. Ég var að gagnrýna kerfið eins og það var, ekki Heiðar Guöbrandsson sem snjó- athugunarmann eða aðra,“ segir Sig- ríður Hrönn Elíasdóttir, oddviti Súðavíkurhrepps. Heiðar Guðbrandsson, hrepps- nefndarmaður og snjóathugunar- maður í Súöavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann óskar eftir því að lausnarbeiðni Sigmundar Sig- mundssonar, fráfarandi oddvita, og kjöri nýs oddvita verði frestað þar tU opinber rannsókn hefur farið fram á því hvers vegna ekki var unnið eftir áætlun Almannavarnanefndar þegar snjóflóð féllu í Súðavík í vetur en Heiðar hefur haldið því fram. Þegar lausnarbeiðni fráfarandi oddvita var samþykkt og Sigríður Hrönn kjörin oddviti á hreppsnefnd- arfundi á mánudag gekk Heiðar af fundi. í yfirlýsingu sinni segir hann að oddvitinn hafi lýst yfir opinber- lega að hann hafi ekki staðið sig í starfi sem snjóathugunarmaður. „Þessi opinbera rannsókn er í gangi og því óþarfi að samþykkja til- lögu um hana. Það var farið fljótlega fram á rannsókn af Arnmundi Back- man fyrir hönd Hafsteins Númason- ar og fleiri og því fannst okkur tíma- skekkja að koma méö tillögu um það í ágúst. Rannsóknin var þá búin að vera marga mánuði í vinnslu. Við viljum öll að það komi niðurstaða í þetta mál og höfum alltaf viljað," segir Sigríður Hrönn Elíasdóttir, oddviti Súðavíkurhrepps. Sigríður Hrönn ákvaö í vor að hætta sem sveitarstjóri Súðavíkur- hrepps og fulltrúi í Almannavarna- nefnd. Hún segist hafa skorað á Heið- ar að hætta í Almannavarnanefnd og sem snjóathugunarmaður þar til niðurstaða fengist í rannsókninni en það hafi hann ekki gert. Hún hafi aldrei ætlað sér að taka oddvitastarf- ið en margt ágætisfólk hafi viljað það ogþvíhafihúngertþað. -GHS Konurnar við vinnu í byggðasafninu. DV-mynd Daniel Byggðasafnið á Akranesi: Konur spinna, kemba og pijóna Daniel Ólafeson, DV, Akranesi: Nú er hafið nýstárlegt átaksverk- efni í Byggðasafninu á Akranesi sem styrkt er af atvinnuleysistrygginga- sjóði og unnið í samvinnu við Gallerí Grástein og Samtök handverkafólks á Akranesi og nágrenni. Um er að ræða ullarvinnu eins og hún var á árum áður. Að sögn Brynju Þorbjörnsdóttur, Seiðatalning Hafrannsóknarstofnunnar: Þorskurinn bragg- ast á íslandsmiðum Þorskseiði eru fleiri og sprækari á unar upprennandi þorskar þó stórir íslandsmiðum nú en verið hefur aö en þeir gætu samt orðið efni í meira jafnaði síðustu tíu árin. Ekki þykja en meðalárgang þegar tímar líða. sérfræðingum Hafrannsóknastofn- -GK atvinnumálafulltrúa Akraness, sýna tvær konur ullarvinnubrögð sem fæstir hafa séö. Þriðja konan pijónar lopapeysur sem eru til sölu. Konurn- ar eru í gamla Garðahúsinu í byggða- safninu og það er eins og að hverfa aftur í aldir að sjá þar alla gömlu munina. Konurnar sýna á fimmtu- dögum og föstudögum þegar safnið er opið. síðustu dagar NÚ ER BARA AÐ HRÖKKVA, STÖKKVA, URRA OG GELTA ÞVÍ ÞEIM FER SENN AÐ LJÚKA HUNDADÖGUNUM í JAPIS. Panasonic : ~ í;L?.7.;.v BÍLGEISLASPILARAR FRÁ KR. 33.900,- Panasonic 14" sjónvörp KR. 27.900,- Panasonic PANASONIC ÖRBYLGJUOFNAR FRÁ KR. 19.900,- Panasonic FERÐATÆKI MEÐ CD FRÁ KR. 16.950,- Panasonic FERÐAGEISLASPILARI FRÁ KR. 9.995,- Panasonic MYNDBANDSUPPTÖKUVÉLAR FRÁ KR. 59.900,- allt að 50% afsl JAPIS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.